Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Mikið úrval af vönduðum emeleruðum vörum Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Bolli svartur Verð 1.940 Bolli hvítur Verð 1.940 Brauðdallur Verð 9.800 Fata erð 3.650 Húsnúmer Verð 8.900 Koppur Verð 5.660 Skál 20 cm með blómum Verð 3.350 Mælikanna með blómum 1L Verð 3.740 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár VOpið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Vaskafat Verð 7.640 Kanna Verð 7.690 Mjólkurbrúsi Verð 4.980 Sápuskál með blómum Verð 3.920 Ketill Verð 9.980 Í viðtali 200 mílna við Jens GarðarHelgason, formann Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, bendir hann á að íslenskur sjávarútvegur sé í alþjóðlegri samkeppni en búi við mun hærri skattlagningu en nokkur annar sjávarútvegur í heiminum.    Jens Garðar nefnirsem dæmi að í Noregi greiði sjávar- útvegsfyrirtæki hvorki kolefnisgjöld, veiðigjöld, hafnar- gjöld, vörugjöld né aflagjöld.    Og hann minnir á að „hærrirekstrarkostnaður á Íslandi verður ekki sóttur í vasa kaupenda með enn frekari hækkun á verði. Á mörkuðum okkar í Evrópu, þrátt fyrir sterka stöðu Íslendinga, ríkir gríðarlega hörð samkeppni í lang- flestum tilfellum.“    Mikið hefur vantað upp á áhugastjórnvalda hér á landi á að laga rekstrarumhverfi sjávarútvegs- ins. Þvert á móti er gjarnan talað eins og greinin greiði jafnvel of lága skatta og er þá algerlega horft framhjá öllum staðreyndum, svo sem samkeppnisumhverfinu.    En sjávarútvegurinn er ekki einnum að búa við háa skatta þó að hann sé skattpíndastur allra greina í íslensku atvinnulífi.    Jens Garðar nefnir líka trygginga-gjaldið og segir það „sameigin- legt verkefni atvinnulífsins að ná fram lækkun gjalda, einkum trygg- ingagjaldsins“.    Þeir sem fylgjast með í íslenskuatvinnulífi vita að brýn þörf er á að tekið sé mið af þessum ábend- ingum. Því miður virðast íslensk stjórnvöld ekki vera í þeim hópi. Jens Garðar Helgason Séríslensk skattpíning STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ágústmánuður hefur ekki verið jafn kaldur og nú síðan 1993. Þetta kem- ur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í ágúst. Mánuðurinn var fremur kaldur um land allt, sér- staklega um landið norðan- og austanvert. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaustanlands. Norð- austlægar áttir voru ríkjandi. Meðalhiti í Reykjavík var 10,8 stig, eða 0,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk- ishólmi var meðalhitinn 9,5 stig og 10,3 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Steinum undir Eyjafjöllum, 11,2 stig, en lægstur 3,1 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur 6,5 stig á Gjögurflugvelli. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,4 stig á Torf- um í Eyjafirði. Mesta frost mældist -3,6 stig á Brúsastöðum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 220,6 sem er 65,8 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust 118,0 sólskins- stundir, sem er 17,7 stundum færra en að meðaltali 1961 til 1990. Ágúst ekki verið kaldari síðan 1993  Þurrt og bjart fyrir sunnan og vestan, blautt og kalt fyrir norðan og austan Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Veðrið lék við borgarbúa en ekki við fólk á N- og A-landi. Umferðin á hringveginum í nýliðn- um mánuði stóð nokkurn veginn í stað miðað við ágústmánuð fyrir ári. ,,Að meðaltali hefur umferðin síðan árið 2005 aukist um 3,6 prósent í ágúst, þannig að þetta er töluverð breyting. Eigi að síður er gert ráð fyrir því að umferðin geti aukist um 3,9 prósent í ár,“ segir í umfjöllun á vefsíðu Vegagerðarinnar. Raunar varð þó umferðin í síðasta mánuði meiri búist var við, en skv. reiknilík- ani umferðardeildar Vegagerðar- innar var gert ráð fyrir samdrætti í ágústumferðinni. Ekki varð af því og því hafa horfur á umferðinni um hringveginn út árið aðeins breyst frá því sem Vegagerðin hafði áður birt. ,,Nú er gert ráð fyrir 3,9% vexti í umferðinni í árslok, að því gefnu að umferðin aukist um og yfir 5% í næstu mánuðum.“ Bílaumferðin í ágúst jókst ár frá ári allt frá árinu 2013 en núna stóð umferðin svo til í stað milli ágúst- mánaða 2018 og 2019, um 16 lykil- teljara Vegagerðarinnar á h ring- veginum. „Mest jókst umferðin um mælisnið á og í grennd við höfuð- borgarsvæðið eða um 2,4% en 6,1% samdráttur mældist um mælisnið á Norðurlandi. Munar þar mest um mikinn samdrátt yfir mælisnið á Mý- vatnsheiði en þar varð tæplega 20% samdráttur milli ára í ágúst. Mesta aukningin varð hins vegar um mæli- snið við Úlfarsfell á höfuðborgar- svæðinu en þar jókst umferðin um 4,3%,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Hægir á þrótti atvinnulífsins? Mest hefur umferðin aukist um Vesturland eða um 6,8% en 2,3% samdráttur mælist um Austurland. Þegar umferðin er skoðuð eftir viku- dögum kemur í ljós að hún hefur aukist mest um helgar og á sunnu- dögum eða um 7,2% en minnst hefur umferðin aukist á virkum dögum. Á mánudögum mælist minnsta aukn- ingin eða 2,2%. ,,Þetta er athyglis- vert þar sem gera má ráð fyrir að einkaerindi ökumanna séu hærra hlutfall í umferðinni um helgar held- ur en á virkum dögum. Því má draga þá ályktun að það sé að hægja meira á þrótti atvinnulífsins en einka- erindum ökumanna,“ segir þar. Umferðin stóð í stað  Aukning við höfuðborgarsvæði en samdráttur nyrðra Morgunblaðið/Styrmir Kári Umferð 3,6% aukning frá áramótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.