Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 9
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Birgir Þórarinsson, þingmaður Mið-
flokksins í Suðurkjördæmi, var
ræðukóngur Alþingis á 149. lög-
gjafarþinginu, sem lauk á mánu-
daginn. Hann hefur ekki áður hlotið
titilinn.
Birgir flutti 168 ræður og gerði
698 athugasemdir við ræður annarra
þingmanna. Hann talaði alls í 2.469
mínútur, eða í 41 klukkustund.
Annað löggjafarþingið í röð raða
karlar sér í efstu 10 sætin á ræðu-
listanum. Sú þingkona sem mest tal-
aði, Bryndís Haraldsdóttir Sjálf-
stæðisflokki, varð í 12. sæti með
sínar 930 mínútur.
Varaþingmaður ofarlega
Listinn í ár ber þess merki að
þingmenn Miðflokksins beittu mál-
þófi í umræðum um þriðja orku-
pakkann. Á lista yfir þá 10 þingmenn
sem mest töluðu má finna sjö þing-
menn Miðflokksins. Þeir verma
fimm efstu sætin. Athygli vekur að í
11. sæti er varaþingmaður Mið-
flokksins í Norðvesturkjördæmi,
Jón Þór Þorvaldsson, en hann talaði
í 954 mínútur. Jón Þór var öflugur í
maraþonumræðunni um 3. orku-
pakkann.
Eins og jafnan gerist eru þing-
menn stjórnarflokkanna þeir sem
minnst töluðu á 149. löggjafar-
þinginu. Skemmst talaði Silja Dögg
Gunnarsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, eða í 152 mínútur. Í
næstu þremur sætum koma þing-
menn Sjálfstæðisflokksins og þing-
maður VG er í 5. sæti.
Að öðru leyti vísast til lista sem
fylgir fréttinni.
Ræðukóngur 148. þingsins, Björn
Leví Gunnarsson, er nú í 8. sæti. Þá
var Helgi Hrafn Gunnarsson pírati í
2. sæti, en hann kemst ekki á „topp
10“ að þessu sinni. Á því sama þingi
var Birgir Þórarinsson í 10. sæti.
Á vef Alþingis kemur fram að á
149. löggjafarþinginu voru fluttar
6.862 þingræður í samtals 29.093
mínútur (484,88 klst.) Athugasemdir
voru 9.839 og stóðu yfir í 5.969 mín-
útur (266.15 klst.) Meðallengd þing-
ræðu var 4,2 mínútur og athuga-
semda 1,6 mínútur.
Þingfundum 149. löggjafarþings
var frestað 20. júní 2019. Þingið var
að störfum frá 11. september til 14.
desember 2018 og frá 21. janúar til
20. júní 2019. Svokallaður þing-
stubbur um 3. orkupakkann stóð síð-
an yfir í þrjá daga og lauk á mánu-
daginn, er þingfundum var frestað á
ný. Umræðan um 3. orkupakkann er
sú lengsta sem staðið hefur yfir á Al-
þingi um eitt einstakt mál. Lengsti
þingfundurinn um málið stóð í 24
klst. og 16 mín., sem einnig er met.
Nýtt þing, 150. löggjafarþingið,
verður sett þriðjudaginn 10. septem-
ber næstkomandi, í samræmi við
þingsköp.
Birgir er nýr ræðukóngur Alþingis
Maraþonræður þingmanna Miðflokksins skiluðu þeim í efstu sæti ræðulista 149. löggjafarþingsins
Ræðukóngurinn talaði í 41 klukkustund Engin kona er meðal þeirra 10 efstu að þessu sinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Hér má sjá tvo af þingmönnum Miðflokksins sem lengst töluðu, þá
Ólaf Ísleifsson og Birgi Þórarinsson. Fjær er Ari Trausti Guðmundsson, VG.
Birgir Þórarinsson 2.469 mín. (41 klst.)
Þorsteinn Sæmundsson 2.210 mín. (37 klst.)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.614 mín. (27 klst.)
Ólafur Ísleifsson 1.545 mín. (26 klst.)
Bergþór Ólason 1.357 mín. (23 klst.)
Þorsteinn Víglundsson 1.277 mín. (21 klst.)
Gunnar Bragi Sveinsson 1.198 mín. (20 klst.)
Björn Leví Gunnarsson 1.190 mín. (20 klst.)
Karl Gauti Hjaltason 1.184 mín. (20 klst.)
Willum Þór Þórsson 984 mín. (16 klst.)
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
1
2
3
4
5
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
Þingmenn sem skemmst töluðu
Silja Dögg Gunnarsdóttir 152 mín.
Páll Magnússon 214 mín.
Jón Gunnarsson 227 mín.
Birgir Ármannsson 252 mín.
Steinunn Þóra Árnadóttir 253 mín.
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bæjarráð Seyðisfjarðar átti nýlega
símafund með Arnoddi Erlendssyni
kafara um olíuskipið El Grillo. Enn
gætir olíumengunar frá flakinu.
Arnoddur var í teyminu sem
dældi olíu úr El Grillo árið 2001.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að boruð hefðu verið göt efst í
olíutankana og þeirri olíu sem náðist
verið dælt upp. Þverbönd eru undir
dekkinu og sagði Arnoddur að enn
sæti olía á milli þverbanda þar sem
ekki voru boruð tæmingargöt. Hann
sagði að ákveðið hefði verið á sínum
tíma að olíutæma ekki á milli allra
þverbandanna. Arnoddur nefndi að
hálftómir tankar skipsins hefðu get-
að sprungið og lagst saman vegna
þrýstings þegar skipið sökk og olían
úr þeim skriðið með þiljum út um
allt skipið.
„Þetta er svartolía og hún
þykknar í kulda og lekur hægt út um
lítil göt. Ef hlýnar lekur hún frekar,“
sagði Arnoddur. Hann telur alveg
framkvæmanlegt að olíutæma flakið
til fulls, en það sé heilmikil aðgerð
sem kosti bæði tíma og peninga.
Olíumengun meira áberandi
„Hér er orðin mikil skipaum-
ferð og skip leggjast úti á firðinum.
Við höfum áhyggjur af því að þessi
aukna umferð kunni að hafa hreyft
við einhverju í flakinu. Okkur finnst
olíumengunin frá því hafa verið
meira áberandi hin síðari ár, hvort
sem það tengist hlýnun sjávar eða
aukinni skipaumferð. Flakið er orðið
gamalt og gæti verið að bila þess
vegna. Það er mjög óljóst hvað er að
gerast þarna niðri,“ sagði Aðal-
heiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á
Seyðisfirði. Hún sagði bæjaryfirvöld
hafa áhyggjur af menguninni og
vilja láta fjarlægja allar olíuleifar úr
flakinu. Aðalheiður sagði umfang
verkefnisins ekki þekkt né heldur
hvað það myndi mögulega kosta.
„Það er líka spurning hver á að
borga brúsann,“ sagði Aðalheiður.
Flugvélar sökktu skipinu
Hún sagði að Seyðisfjarðar-
kaupstaður væri búinn að skrifa um-
hverfisráðuneytinu og óska eftir við-
tali við umhverfisráðherra vegna
málsins. Einnig hefðu þau skrifað
breska sendiráðinu og óskað eftir
fundi því El Grillo sigldi undir
breskum fána og þjónaði sjóherjum
bandamanna í seinni heimsstyrjöld-
inni.
Þýskar herflugvélar réðust á
breska olíuflutningaskipið El Grillo
þar sem það lá á Seyðisfirði 10. febr-
úar 1944, fyrir rúmum 75 árum.
Skipið laskaðist mikið og var sökkt í
kjölfarið. Mikil olíumengun kom frá
flakinu, en skipið gat borið um 9.000
tonn af olíu. Olíu var dælt úr því í
nokkrum atrennum, fyrst 1952 þeg-
ar náðust um 4.500 tonn. Aftur var
dælt úr flakinu árið 2001 en einhver
olía er þar eftir því enn sést olíubrák
á sjónum, einkum þegar hlýnar.
Vinsælt hefur verið hjá áhuga-
köfurum að kafa niður að flakinu.
Fyrirtækið Dive.is hefur m.a. skipu-
lagt köfunarferðir að flaki El Grillo.
Á heimasíðu þess segir að flakið sé
um 150 metra langt og vegi meira en
7.000 tonn. Flakið liggur á um 45
metra botndýpi en hæsti punktur
þess er á um 28 metra dýpi.
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Seyðisfjörður El Grillo var sökkt innarlega í firðinum. Olíumengun hefur borist frá flakinu og þykir heimamönnum hún heldur hafa aukist í seinni tíð.
Enn leynast olíuleifar í El Grillo
Aukinnar olíumengunar gætir frá flakinu Bæjaryfirvöld vilja aðgerðir
Nafn systur Atla vantaði
Í andlátsfrétt um Atla Eðvaldsson í
blaðinu í gær láðist að geta systur
hans, Önnu, sem dyggilega studdi
börn Atla í veikindabaráttu hans.
Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Ef gengið yrði til kosninga til Al-
þingis í dag yrði fylgi Pírata ríflega
9%. Fylgi þeirra minnkar um rösk-
lega þrjú prósentustig frá síðustu
mælingu Gallup, að því er fram
kemur í nýjum Þjóðarpúlsi.
Fylgi Samfylkingarinnar eykst
um nær tvö prósentustig milli mæl-
inga, en tæplega 16% segjast
myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi
annarra flokka breytist lítið milli
mánaða, eða um 0,1-1,2 prósentu-
stig, og eru breytingarnar ekki töl-
fræðilega marktækar. Nær 22%
segjast myndu kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn, rúmlega 13% Miðflokk-
inn, næstum 13% Vinstri græn,
rösklega 11% Viðreisn, ríflega 8%
Framsókn og um 4% Flokk fólksins.
Fylgi Pírata minnkar
í könnun Gallup
Hrannar Péturs-
son hefur verið
ráðinn aðstoðar-
maður Lilju Al-
freðsdóttur,
mennta- og menn-
ingarmálaráð-
herra, í stað Jóns
Péturs Zimsen,
sem nýverið fór
aftur til starfa í
Réttarholtsskóla.
Hrannar var aðstoðarmaður Lilju er
hún gegndi embætti utanríkis-
ráðherra 2016-2017 og starfaði hann
einnig í forsætisráðuneytinu. Hrann-
ar var framkvæmdastjóri mann-
auðs- og markaðsmála hjá Voda-
fone, upplýsingafulltrúi álversins í
Straumsvík og fréttamaður á RÚV.
Fyrir er Hafþór Eide Hafþórsson
aðstoðarmaður mennta- og menn-
ingarmálaráðherra.
Hrannar
Pétursson
Hrannar nýr aðstoð-
armaður Lilju