Morgunblaðið - 04.09.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Jóga með Grétu 60+ kl.
12.15 og 13.30, hægt er að skrá sig í síma 411-2702 og á staðnum.
Söngstund með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með
Hrafni kl.15.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund kl. 12 í kirkjunni. Opið hús, félagsstarf
fullorðinna, í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13-16. Stólaleikfimi með
Öldu Maríu í Opna húsinu. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bridge kl. 12. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt
og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S: 535 2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15.Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Línudans kl. 10. Þátttöku-
listarnir liggja í holinu, komdu og athugaðu hvort það er ekki eitthvað
sem heillar þig að gera í vetur. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun með
Valdóri kl. 13. Zumba kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir
óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband í smiðjunni kl. 9. Postulíns-
málun í handverksstofu kl. 9. Minigolf í setustofunni kl. 10. Tölvu- og
snjallsímakennsla í setusofunni kl. 10.30. Bókband í smiðjunni kl. 13.
Myndlist í handverksstofu kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu í
matsalnum kl. 14. Frjáls spilamennska kl. 13.-16.30. Heitt á könnunni.
Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl.
13. Vatnsleikf. kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf. Ásg. kl. 9.30. Kvennaleikf
Sjál. kl. 10.30. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 9-12. Qigong 10-11. Línudans kl. 11-12.
Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl.
13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff Félag heyrnalausra kl. 12.30-15. Allir
velkomnir.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Kvennabridge kl. 13.
Silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl.16.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda hefst 11. september, nýliðar
velkomnir. Boccia kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Spil og púsl
kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl.
14.30.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 gengið frá Borgum. Kynningarhátíð kl.
13 í Borgum í dag, félagsstarfið kynnt, fyrirspurnum svarað og
leiðbeinendur segja frá. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Síðan mun
Elvis Iceland mæta með gamla slagara og hrista upp í hátíðinni með
rokki og rómantík. Kaffi á könnunni og Borgardætur verða með
rjómapönnukökur.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins við
Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Botsía, Skólabraut kl.
10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.
Timburmenn, Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, Skólabraut kl. 13.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður
félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði
Stangarhyl 4, kl. 10. Kaffi og rúnstykki eftir göngu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Atvinnublað
Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í
Mogganum, á mbl.is og finna.is
✝ Jóna AuðbjörgGuðný Jóns-
dóttir Snæland,
fæddist í Reykjavík
3. febrúar 1936.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 24. júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Klemenzson, f.
31.12. 1907, d. 23.6.
1936, og Soffía
Schiöth Lárusdóttir, f. 1.7. 1912,
d. 28.8. 2001. Albróðir hennar
var Garðar Jónsson, f. 4.1. 1935,
d. 7.6. 1935. Síðar giftist Soffía
Rögnvaldi Þórðarsyni, f. 10.1.
1907, d. 19.12. 1962, með honum
eignaðist hún hálfsystkini Jónu,
þau Guðmund Þórð, f. 4.12. 1938,
og Ragnhildi, f. 12.5. 1944, Rögn-
land, fyrir átti Gunnar soninn Al-
exander. Þóra átti fyrir soninn
Sigurbjörn, börn hans eru Vík-
ingur Aron og Nína Brimdís. 2)
Soffía Snæland, f. 3.8. 1963, gift
Ingibirni G. Hafsteinssyni, f.
30.8. 1962, börn þeirra eru: a)
Arnar Már; b) Heiðdís Jóna, börn
hennar eru Aron Daníel Finns-
son og Sóldís Soffía Jónsdóttir; c)
Hafsteinn Jarl, í sambúð með Ju-
liu Gamaniek. 3) Sólveig Snæ-
land, f. 24.7. 1970 í sambúð með
Jóni Ebba Halldórssyni, f. 30.4.
1958, synir Sólveigar úr fyrra
hjónabandi með Kristjáni Þ. Ár-
sælssyni eru a) Ársæll Þór, b) Ar-
on Freyr, c) Arnór Snæland, í
sambúð með Bjarna Frey Þór-
hallssyni.
Útförin fór fram í kyrrþey frá
Fossvogskapellu 2. ágúst. 2019.
valdsbörn. Rögn-
valdur Þórðarson
reyndist Jónu ákaf-
lega traustur og
góður faðir.
Eiginmaður Jónu
var Kristinn Snæ-
land, f. 24.10. 1935,
d. 21.1. 2017. Giftust
þau 3. febrúar 1956.
Börn þeirra eru: 1)
Jón Garðar Snæ-
land, f. 10.7. 1956, í
sambúð með Þóru Sigurbjörns-
dóttir, f. 10.5. 1956, börn þeirra
eru a) Kristinn Snæland, í sam-
búð með Guðnýju Lilju Ómars-
dóttur, dóttir þeirra er Diljá Rós
Snæland; b) Helena Auðbjörg
Snæland, í sambúð með Gunnari
Árnasyni, fyrir átti Helena dótt-
ur Victoríu Tómasdóttir Snæ-
Elsku mamma, ég á fá orð til
að lýsa því hve ég sakna þín mik-
ið. Ég er alltaf að hugsa til þín, á
leið að hringja í þig eða á leið í
heimsókn. Þegar ég fer út að
versla í matinn er ég ennþá að
reyna að finna eitthvað gott fyrir
þig í matinn líka, nema að þá man
ég að þú og pabbi eruð að fara að
borða saman á dásamlega him-
neskum stað.
Ég á eftir að sakna allra okkar
góðu stunda, sérstaklega hvað
við gátum talað saman um allt
milli himins og jarðar endalaust
og haft gaman af, sömuleiðis öll
hlátursköstin okkar Soffíu og þín.
Þessar stundir okkar og margar
fleiri eiga eftir að ylja mér um
hjartað um ókomin ár.
Elsku mamma, þú varst ávallt
tilbúin að hlusta og hugga ef ég
var langt niðri, þú reyndist mér
alltaf vel og varst ekki bara ynd-
isleg móðir heldur líka einstakur
vinur í gegnum súrt og sætt, takk
fyrir allt. Ég vona að núna sért
þú komin í faðm hans pabba sem
elskaði þig svo mikið og allra
hinna ástvina þinna sem hafa
beðið þín á fallega staðnum sem
bíður okkar allra.
Elsku hjartans mamma mín,
nú kveð ég þig í bili, þú munt
ávallt eiga stað í hjarta mínu. Þín
verður sárt saknað en minning
þín mun lifa með okkur og svo
vitum við að þér líður vel á nýjum
stað við hlið pabba.
Hvíl þú í friði, elsku mamma.
Það er svo þungt að missa,
tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt,
angist fyllir hugann,
örvæntingin og umkomuleysið
er algjört,
tómarúmið hellist yfir,
tilgangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
Gráttu,
„Því að sælir eru sorgbitnir
því að þeir munu huggaðir verða.“
Sælir eru þeir
sem eiga von á Kristi í hjarta
því að þeir munu lífið erfa,
og eignast framtíð bjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Sólveig Snæland.
Jóna Auðbjörg Guðný
Jónsdóttir Snæland
✝ Sigrún fæddistí Hólsgerði í
Saurbæjarhreppi
28. september1915.
Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Blönduóss 4. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru fæddir í
Skagafirði, Ingi-
björg Jónsdóttir á
Bústöðum í Aust-
urdal 1879 og Hjálmar S. Þor-
láksson á Hofi í Vesturdal 1874.
Hann var af Djúpadalsætt sem
kennd er við Djúpadal í Skaga-
firði. Hálfsystkini Sigrúnar sam-
feðra voru Steinunn, húsfreyja á
Reykhólum, f. 1898, Snjólaug,
ljósmóðir í Neskaupstað og í
Reykjavík, f. 1901, og Hjörtur,
7. janúar 1961, maki: Guðrún
Halldóra Baldursdóttir bóndi, f.
21. ágúst 1969. Sonur þeirra er
Sigursteinn Víkingur, húsa-
smiður, f. 22. júní 1997.
Sigrún ólst upp í Hólsgerði og
Syðri-Villingadal. Árið 1922
flutti fjölskyldan í Syðri-
Villingadal og Ytri-Villingadal
1934. Sigrún var í farskóla
nokkrar vikur á vetri í fjóra vet-
ur, hún sótti námskeið í garð-
rækt hjá Ræktunarfélagi Norð-
urlands, var einn vetur í
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði og lauk ljós-
mæðranámi frá Ljósmæðra-
skóla Íslands 1944. Sigrún var
síðan ljósmóðir í hreppunum
framan Akureyrar 1944-1958
með aðsetur á Espihóli í Hrafna-
gilshreppi. Sigrún var vel hag-
mælt og samdi einnig frásagnir
og smásögur. Ritsmíðar hennar
birtust einkum í Húnavöku og
Heima er best.
Útför Sigrúnar fór fram í
kyrrþey frá Blönduósskirkju 20.
júlí 2019.
skólastjóri á Flat-
eyri, f.1905. Al-
bræður hennar
voru Þorlákur,
bóndi í Villingadal,
f. 1909, Jón, bóndi í
Villingadal, f. 1912,
og Angantýr Hjörv-
ar, skólastjóri í Sól-
garði og kennari á
Hrafnagili, f. 1919.
Sigrún giftist ár-
ið 1960 Ólafi Rune-
bergssyni, Kárdalstungu í
Vatnsdal, f. 22. okt. 1926, d. 5.
mars 1993, og var húsfreyja í
Kárdalstungu frá þeim tíma.
Foreldrar Ólafs voru Dýrunn
Ólafsdóttir húsfreyja og Rune-
berg Ólafsson bóndi í Kárdals-
tungu. Sonur Sigrúnar og Ólafs
er Hjálmar Þorlákur forritari, f.
Sigrún föðursystir okkar
fæddist í lágreistum kotbæ þar
sem aðeins brýnustu nauðsynjar
voru fyrir hendi. Hún lauk veg-
ferð sinni á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Blönduósi nær
104 árum síðar við aðrar og betri
aðstæður.
Æskuárin liðu hjá samheldinni
fjölskyldu, lífsbaráttan var
stundum ströng á dalajörðum.
Sigrún veiktist af berklum 12 ára.
Foreldrar hennar höfðu um
tvennt að velja; senda hana á
Kristneshæli eða berjast við
berklana heima og þann kost
völdu þau. Þetta var í gróandan-
um þegar mjólkin var kraftmest
og sagði Sigrún að rjóminn hefði
skipt sköpum, á öðrum mat hafði
hún um tíma ekki lyst. Hún fékk
síðar lömunarveiki en yfirsteig
hana.
Barnafræðslan var fáeinar vik-
ur á vetri í fjóra vetur og síðar
var hún einn vetur á Húsmæðra-
skólanum á Laugalandi. Sigrún
nam ljósmóðurfræði og starfaði í
hreppunum framan Akureyrar
1944-1958. Ljósmóðir þurfti far-
artæki starfs síns vegna svo hún
keypti Willysjeppa 1947 sem hún
notaði einnig til ferðalaga vítt og
breitt um landið. Margir eiga
ógleymanlegar minningar um
hana og jeppann.
Í Vatnsdalnum hófst nýr kafli í
lífi Sigrúnar. Þar reyndi sem fyrr
á dug og útsjónarsemi. Í Kárdals-
tungu eignaðist hún sína eigin
fjölskyldu. Hálffimmtug ól hún
soninn Hjálmar sem veitti henni
hamingju og lífsfyllingu. Erfið-
leikar knúðu þó dyra við veikindi
Dýrunnar tengdamóður og Óla
eiginmanns hennar og reyndi þá
á getu og hæfileika til hjúkrunar
og umönnunar. En gæfan hafði
ekki snúið baki við Kárdals-
tungufólki. Halldóra Baldurs-
dóttir réðst kaupakona þangað
og hefur ekki farið síðan. Þau
Hjálmar og Halldóra eignuðust
soninn Sigurstein, augastein
ömmu sinnar. Hún varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að sjá hann alast
upp og ljúka námi frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri sl.
vor. Dóra brást ekki þegar á
reyndi, annaðist tengdamóður
sína af alúð síðustu árin hennar í
Kárdalstungu.
Skömmu fyrir aldarafmælið
varð brottför úr sveitinni óum-
flýjanleg en vistin á Blönduósi
var eins og best varð á kosið.
Hjálmar og Dóra sinntu Sigrúnu
vel sem fyrr, með heimsóknum
og símtölum og Sigursteinn leit
til ömmu sinnar hvenær sem færi
gafst. Við eyfirsku bræðrabörnin
lögðum af og til leið okkar í
Húnaþing. Úr hverri ferð á henn-
ar fund komum við fróðari um
hagi forfeðranna og oft með vísu í
farteskinu. Við Ingurnar fórum
vestur 21. júní, það var síðasta
ferðin okkar. Frænka var ótrú-
lega hress, nýkomin úr baði en
með hroll og bað um volga mjólk.
Frænku þótti mjólkin bragð-
lítil enda var hún vatnsblönduð af
vissum ástæðum. E.t.v. hefur
henni orðið hugsað til rjómans
sem bjargaði lífi hennar forðum
ásamt árvekni og bænum ömmu.
Frænka hafði afburðaminni,
var ættrækin og fylgdist vel með
ættingjum sínum og vinum. Á
síðustu árum notaði hún símann
mikið til að halda sambandi við
fólk. Þjóðmál voru henni ætíð of-
arlega í huga og komu þau oft til
umræðu í símtölunum.
Við þökkum frænku samfylgd-
ina og sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Hjálmars, Dóru og
Sigursteins.
Fyrir hönd eyfirsku bræðra-
barnanna,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Við Reykhólafólkið minnumst
móðursystur okkar með ljúfri
minningu og þökk fyrir hlýhug og
einstaklega góð kynni. Hún hafði
alla tíð góð samskipti við okkur
og fylgdist vel með frændfólkinu
sínu á Reykhólum.
Hún hafði öðru hvoru sam-
band við okkur og spurði frétta af
frændfólki sínu þar vestra.
Ættrækni hennar og frænd-
semi var einlæg og okkur mikils
virði.
Það var notalegt og fróðlegt að
líta inn til hennar á Blönduósi og
rifja upp liðna tíð við hana. Það
var athyglisvert að finna hve hlý-
legt
og alúðlegt viðmót ríkti þar á
síðkveldi hennar. Slíkt viðmót er
sannarlega þakkarvert.
Lífshlaup hennar og ættir eru
tengd norðlenskum byggðum. Í
tilefni 100 ára afmælis hennar
2015 var henni send eftirfarandi
kveðja:
Kona í kveldsólar skini
einn kunnasti Húnvetningur.
Af skagfirsku skarpgreindu kyni,
en skýlaust sem Eyfirðingur.
Frændfólkið á Reykhólum
kveður hana með þökk og virð-
ingu.
Blessuð sé minning hennar.
Hjörtur og Bryndís,
Kristín og Máni.
Sigrún Þórey Guð-
rún Hjálmarsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram.
Minningargreinar