Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Þorskhnakkar Glæný lúða Klausturbleikja Glæný línuýsa Nýlöguð humarsúpa Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Lettland – Svíþjóð .................................... 1:4 Staðan: Ísland 2 2 0 0 5:1 6 Svíþjóð 1 1 0 0 4:1 3 Slóvakía 1 0 0 1 0:1 0 Lettland 1 0 0 1 1:4 0 Ungverjaland 1 0 0 1 1:4 0  Lettland – Slóvakía og Ungverjaland – Svíþjóð mætast 4. október.  Lettland – Ísland og Svíþjóð – Slóvakía mætast 8. október. A-riðill: Slóvenía – Kósóvó..................................... 5:0 Rússland – Eistland ................................. 4:0 Holland – Tyrkland .................................. 3:0 B-riðill: Georgía – Ítalía ......................................... 0:1 Bosnía – Malta .......................................... 2:0 Ísrael – Danmörk ..................................... 0:3 C-riðill: Hvíta-Rússland – Færeyjar .................... 6:0 Wales – Norður-Írland ............................ 2:2 D-riðill: Tékkland – Pólland .......................... frestað. G-riðill: Austurríki – N-Makedónía ...................... 3:0 H-riðill: Sviss – Litháen ......................................... 4:0 Belgía – Króatía........................................ 6:1 I-riðill: Úkraína – Þýskaland ............................... 0:8 Írland – Svartfjallaland ........................... 2:0 Mót U15 stúlkna í Víetnam Ísland – Mjanmar..................................... 1:1 Snædís María Jörundsdóttir 75.  Ísland vann Hong Kong 8:0 í fyrsta leik sínum á mótinu og mætir Víetnam í loka- umferðinni á morgun. 3. deild karla Augnablik – Vængir Júpíters.................. 0:2 Staðan: Kórdrengir 19 15 3 1 49:20 48 KF 19 14 2 3 50:22 44 KV 19 12 2 5 46:25 38 Vængir Júpiters 19 12 1 6 35:25 37 Reynir S. 19 10 5 4 37:32 35 Einherji 19 6 6 7 24:24 24 Höttur/Huginn 19 5 6 8 34:32 21 Sindri 19 6 3 10 38:52 21 Álftanes 19 5 4 10 34:36 19 KH 19 5 2 12 27:44 17 Augnablik 19 3 4 12 23:41 13 Skallagrímur 19 2 0 17 22:66 6  Kórdrengir hafa tryggt sér sæti í 2. deild og Skallagrímur er fallinn í 4. deild. 4. deild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: GG – Elliði ................................................. 3:5  Elliði áfram, 9:5 samanlagt. Kormákur/Hvöt – Hamar........................ 2:1  Kormákur/Hvöt áfram, 4:4 samanlagt. Ægir – Ýmir.............................................. 2:2  Ægir áfram, 4:2 samanlagt. Björninn – Hvíti riddarinn ...................... 0:3  Hvíti riddarinn áfram, 4:1 samanlagt.  Elliði – Hvíti riddarinn og Kormákur/ Hvöt – Ægirmætast í einvígjum um tvö sæti í 3. deild. KNATTSPYRNA STJARNAN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handknattleik, vonast til þess að nýir leikmenn liðsins geti hjálpað liðinu að ná upp þeim stöðugleika sem hef- ur vantað í Garðabæinn á undan- förnum árum. Stjarnan hefur leik í deildinni á sunnudaginn kemur þeg- ar liðið heimsækir ÍBV en Garðbæ- ingar enduðu í áttunda sæti deild- arinnar á síðustu leiktíð og féllu úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmóts- ins eftir 2:1-tap gegn deildarmeist- urum Hauka. Stjörnunni er spáð sjö- unda sæti í ár af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. „Ég held að þetta verði spennandi tímabil hjá Stjörnunni. Við erum búnir að missa nokkra sterka leik- menn sem hefði verið gaman að geta haldið en á móti fáum við aðra sterka og reynda leikmenn inn í staðinn og það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá okkur. Spáin er í raun bara í samræmi við það hvernig við höfum verið að spila. Á pappír er- um við svipað sterkir og í fyrra og okkur er spáð á svipuðum stað og bú- ast mátti við. Það er enginn í þessu til þess að enda í sjöunda sæti og öll lið á Íslandi setja stefnuna á titla og það gerum við að sjálfsögðu líka, annars væri maður ekki að standa í þessu.“ Maður kemur í manns stað Garðbæingar hafa misst sterka pósta í sumar en að sama skapi hefur liðið styrkt sig mikið með tilkomu Ólafs Bjarka Ragnarssonar og Tandra Más Konráðssonar. Bjarki þekkir þá vel, en þeir urðu Íslands- meistarar saman með HK árið 2012. „Ég væri alveg til í að bæði Egill og Aron Dagur væru áfram með okk- ur en núna er það bara annarra að stíga upp og fylla skörð þeirra. Það er vissulega slæmt að hafa misst Sveinbjörn úr markinu og það er stórt skarð höggvið í liðið en eins og alltaf kemur maður í manns stað. Það er komin meiri reynsla í hópinn en á síðustu leiktíð og vonandi mun þessi reynsla skila okkur meiri stöðugleika. Við Ólafur Bjarki erum uppaldir saman í HK þannig að við þekkjumst vel. Ég spilaði líka með Tandra í HK og þeir eru báðir algjör- ir toppnáungar. Okkur hefur gengið vel saman í gegnum tíðina, líka með landsliðinu, þannig að ég er bara mjög spenntur að spila með þeim á nýjan leik. Þeir eru báðir mjög góðir handboltamenn sem vita nákvæm- lega út á hvað þetta gengur. Þeir hafa verið í atvinnumennsku lengi og þeir munu ekki bara hjálpa liðinu heldur munu þeir einnig hjálpa ung- um leikmönnunum að fóta sig í efstu deild,“ sagði Bjarki, sem sjálfur var atvinnumaður í nokkur ár. Stöðugleiki hefur verið ákveðið vandamál í Garðabæ á undanförnum fjórum árum en Bjarki vonast til þess að nú verði breyting þar á. „Mórallinn og andinn í liðinu hefur aldrei verið vandamál og ég á ekki von á því að það breytist í ár. Við átt- um mjög góða leiki inni á milli í fyrra þar sem við gátum unnið hvaða lið sem var en svo komu líka leikir þar sem hlutirnir voru ekki að ganga upp. Vonandi getum við fjölgað góðu leikjunum á komandi tímabili og fækkað þeim slæmu,“ sagði Bjarki við Morgunblaðið. Uppeldisbræð- ur sameinast í Garðabænum  Bjarki Már segir að markmið Stjörn- unnar í vetur sé að berjast um titla Ljósmynd/Handball-westwien.at Heimkoma Ólafur Bjarki Ragnarsson er kominn til liðs við Stjörnuna frá West Wien í Austurríki og getur miðlað af reynslunni til liðsins.  Það er erfitt að staðsetja Stjörnumenn. Þeir geta farið í báðar áttir, í efri eða neðri hluta deildarinnar.  Öðruvísi hópur sem hefur allt annað yfirbragð en í fyrra, en það gæti verið stór plús.  Stjarnan er með mun meiri breidd en í fyrra.  Áhugavert: Ná lykilmenn að vera heilir og þá sérstaklega Ólafur Bjarki og Bjarki Már? Sebastian Alexandersson um Stjörnuna MARKVERÐIR: Brynjar Darri Baldursson Ólafur Rafn Gíslason Stephen Nielsen HORNAMENN: Andri Þór Helgason Leó Snær Pétursson Óliver Magnússon Starri Friðriksson LÍNUMENN: Bjarki Már Gunnarsson Hannes Grimm Hrannar Bragi Eyjólfsson Sverrir Eyjólfsson ÚTISPILARAR: Andri Már Rúnarsson Ari Magnús Þorgeirsson Birgir Steinn Jónsson Gunnar Johnsen Hjálmtýr Alfreðsson Ólafur Bjarki Ragnarsson Tandri Már Konráðsson Þjálfari: Rúnar Sigtryggsson. Aðstoðarþjálfari: Árni Þór Sig- tryggsson. Árangur 2018-19: 8. sæti og 8-liða úrslit. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: 1987, 1989, 2006, 2007.  Stjarnan sækir ÍBV heim í fyrsta leik deildarinnar á sunnu- daginn klukkan 16.00. Lið Stjörnunnar 2019-20 KOMNIR Andri Þór Helgason Brynjar Darri Baldursson frá FH (lék síðast 2016) Hannes Grimm frá Gróttu Ólafur Bjarki Ragnarsson frá West Wien (Austurríki) Stephen Nielsen frá ÍR Tandri Már Konráðsson frá Skjern (Danmörku) FARNIR Andri Hjartar Grétarsson, hættur Aron Dagur Pálsson í Alingsås (Svíþjóð) Egill Magnússon í FH Garðar B. Sigurjónsson, hættur Sigurður Ingiberg Ólafsson í ÍR Sveinbjörn Pétursson, hættur Breytingar hjá Stjörnunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.