Morgunblaðið - 04.09.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Eins og fram hefur komið getur
KR orðið Íslandsmeistari karla í
knattspyrnu í næstu umferð sem
er þriðja síðasta umferð Pepsí
Max-deildarinnar.
Sú athyglisverða staða gæti
komið upp að KR-ingar fagni Ís-
landsmeistaratitli á Hlíðarenda.
Ég er ekki nógu vel að mér í sögu
Íslandsmótsins til að vita hvort
slíkt hafi gerst, þ.e.a.s að KR hafi
formlega tryggt sér Íslands-
meistaratitil í knattspyrnunni á
heimavelli Vals. Ég þekki nokkra
KR-inga sem ylja sér reglulega
við upptökur af 9:1 sigri KR á
Hlíðarenda í lokaumferð fyrir
tuttugu og sjö árum. Þá varð KR
hins vegar ekki meistari.
Þar sem rígurinn á milli félag-
anna er talsverður þá er þetta
nokkuð forvitnileg staða. Munu
Valsmenn leyfa slíku að gerast á
gervigrasinu sínu? Nú kann að
vera að rígurinn á milli félaganna
sé meira í nösunum á fólki og
ekki sé beinlínis um hatur að
ræða eins og þekkist stundum á
milli liða sunnarlega í álfunni.
Hæfilegur rígur kryddar hins
vegar yfirleitt íþróttirnar og af
þeim sökum verður áhugavert að
finna andrúmsloftið þegar Valur
og KR mætast.
Nú háttar þannig til að leikurinn
verður skömmu eftir fráfall Atla
Eðvaldssonar. Ef til vill er við
hæfi að þessi lið mætist eftir að
sá sorgaratburður átti sér stað
svo hægt sé að minnast Atla við
það tækifæri. Atli lék jú með
þessum liðum þegar hann var
upp á sitt besta.
Atli skoraði einmitt magnað
mark fyrir KR frá endalínu í
leiknum sem áður var minnst á
árið 1992. Svipurinn á þraut-
reyndum landsliðsmarkverði,
Bjarna Sigurðssyni, var ógleym-
anlegur. Roberto Carlos er eini
maðurinn sem ég hef séð leika
þau tilþrif Atla eftir.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
AFTURELDING
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður
Aftureldingar, telur að ef allir leik-
menn liðsins haldist heilir í vetur
geti Afturelding hæglega blandað
sér í baráttu um deildarmeistara-
titilinn. Afturelding fær KA í heim-
sókn í Mosfellsbæ á sunnudaginn
kemur, en liðið endaði í sjötta sæti
deildarinnar á síðustu leiktíð og féll
úr leik í átta liða úrslitum Íslands-
mótsins eftir tap gegn Val. Aftur-
eldingu er spáð sjötta sætinu á nýj-
an leik af fyrirliðum og þjálfurum
deildarinnar.
„Tímabilið leggst mjög vel í mig
og okkur í Aftureldingu. Það eru
allir mjög bjartsýnir fyrir komandi
tímabil, mikil tilhlökkun í Mosfells-
bænum og allt undir sjötta sætinu
yrði vonbrigði fyrir okkur myndi ég
segja. Það eru mjög sterk lið í
þessari deild en við erum með okk-
ar markmið og það er að gera bet-
ur en sjötta sætið. Deildin er mjög
jöfn og það eru í raun átta lið þarna
sem geta öll unnið hvert annað þeg-
ar þannig liggur við. Við förum með
háleit markmið inn í þetta tímabil
en við gerum okkur líka grein fyrir
því að það eru önnur lið í þessari
deild sem eru gríðarlega vel mönn-
uð.“
Missir í leiðtoganum
Stórt skarð var höggvið í lið Aft-
ureldingar í sumar þegar Elvar Ás-
geirsson fór til Þýskalands, þar
sem hann hafði samið við 1. deild-
arlið Stuttgart, en Elvar skoraði
fimm mörk að meðaltali í leik á síð-
ustu leiktíð.
„Við missum auðvitað Elvar, sem
var leiðtogi okkar í sóknarleiknum.
Hann var alltaf tilbúinn að taka af
skarið þegar á þurfti að halda og
það var ákveðið högg að missa
hann. Aðrir menn þurfa því að stíga
upp núna og Þorsteinn Gauti hefur
komið mjög vel inn í þetta hjá okk-
ur, finnst mér. Hann er öðruvísi
leikmaður en Elvar en hann hentar
leik okkar ágætlega. Stropus er
líka leikmaður sem mun styrkja
okkur og hjálpa á báðum endum
vallarins. Birkir Benedikts, Böðvar
Páll og Gestur Ólafur eru allir að
koma til baka eftir meiðsli þannig
að þetta er allt á réttri leið hjá okk-
ur.“
Vonbrigði síðustu tvö ár
Einar Ingi sneri heim úr atvinnu-
mennsku sumarið 2017 þegar hann
samdi við Aftureldingu en hann við-
urkennir að hann hafi ekki náð
þeim markmiðum með liðinu sem
hann setti sér haustið 2017.
„Þegar ég kom inn í þetta hafði
Afturelding verið að vera gera frá-
bæra hluti og það vantaði í raun
bara herslumuninn upp á að félag-
inu tækist að vinna titil. Ég lýg
engu um það þegar ég segi að það
hafa verið vonbrigði að detta út í
átta liða úrslitum Íslandsmótsins
undanfarin tvö ár. Ég get alveg við-
urkennt það að ég hef ekki náð
þeim markmiðum með liðinu sem
ég setti mér þegar ég kom hingað
aftur en eins og þetta lítur út núna
verðum við með mjög gott lið í vet-
ur, ef allir haldast heilir, og við
verðum að berjast við toppinn. Í ár
setjum við stefnuna á að gera eitt-
hvað og vonandi gengur það eftir,“
sagði Einar Ingi í samtali við
Morgunblaðið.
Markmiðum
ekki enn náð
í Mosfellsbæ
Einar Ingi telur að allt geti gerst hjá
Aftureldingu ef allir haldast heilir
Morgunblaðið/Hari
Nýr Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæsti leikmaður Fram í deild-
inni síðasta vetur og hann er kominn til liðs við Aftureldingu.
Afturelding verður um miðja deild og í baráttu
um heimaleikjarétt ef vel gengur.
Hópurinn er sterkur og liðið hefur bætt við sig
spennandi leikmönnum frá því í fyrra.
Hugmyndafræðin er sú sama en spurning um
framkvæmdina.
Áhugavert: Verður þetta „copy/paste“ tímabil?
Sebastian Alexandersson
um Aftureldingu
MARKVERÐIR:
Arnór Freyr Stefánsson
Björgvin Franz Björgvinsson
Brynjar Sigurjónsson
HORNAMENN:
Agnar Ingi Rúnarsson
Guðmundur Árni Ólafsson Gunn-
ar Malmquist Þórsson
Júlíus Þórir Stefánsson
LÍNUMENN:
Einar Ingi Hrafnsson
Kristófer Karl Karlsson
Sveinn Jose Rivera
ÚTISPILARAR:
Birkir Benediktsson
Böðvar Páll Ásgeirsson
Gestur Ólafur Ingvarsson
Hilmar Ásgeirsson
Karolis Stropus
Tumi Steinn Rúnarsson
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson
Þjálfari: Einar Andri Einarsson.
Aðstoðarþjálfari: Ásgeir Jónsson.
Árangur 2018-19: 6. sæti og 8-liða
úrslit.
Íslandsmeistari: 1999.
Bikarmeistari: 1999.
Afturelding tekur á móti KA í
sínum fyrsta leik í deildinni á
sunnudaginn klukkan 17.
Lið Aftureldingar 2019-20
KOMNIR
Guðmundur Árni Ólafsson frá HK
Karolis Stropus frá Klaipeda
Dragunas (Litháen)
Sveinn Jose Rivera frá Val
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá
Fram
FARNIR
Árni Bragi Eyjólfsson í Kolding
(Danmörku)
Elvar Ásgeirsson í Stuttgart
(Þýskalandi)
Emils Kurzemnieks í Tenax Dobele
(Lettlandi)
Finnur Ingi Stefánsson í Val
Kristinn Hrannar Bjarkason í Fram
Pálmar Pétursson, hættur
Sturla Magnússon, hættur
Breytingar hjá Aftureldingu