Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is FIGGJO LEIRTAU FYRIR MÖTUNEYTI OG SKÓLA Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði HANDBOLTI Þýskaland RN Löwen – Bergischer ..................... 30:24  Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson skoraði ekki. Kiel – Ludwigshafen........................... 30:27  Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki- fyrir Kiel. Leipzig – Stuttgart.............................. 31:28  Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Leipzig. Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Stuttgart. Danmörk SönderjyskE – Skjern......................... 26:25  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2 mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó- hannsson 2. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki fyrir Skjern og Björgvin Páll Gúst- avsson varði 2 skot í markinu. Patrekur Jó- hannesson þjálfar liðið. Aarhus – Kolding ................................ 35:30  Árni Bragi Eyjólfsson skoraði ekki fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson lék ekki með. Svíþjóð Kristianstad – Lugi ............................. 31:24  Ólafur Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 3. Austurríki West Wien – Linz ................................. 24:22  Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 1 mark fyrir West Wien. Lokakeppni HM karla í Kína E-RIÐILL: Japan – Tékkland ................................. 76:89 Bandaríkin – Tyrkland................ (frl.) 93:92  Bandaríkin 4, Tyrkland 3, Tékkland 3, Japan 2. F-RIÐILL: Svartfjallaland – Nýja-Sjáland ........... 83:93 Brasilía – Grikkland ............................. 79:78  Brasilía 4, Grikkland 3, Nýja-Sjáland 3, Svartfjallaland 2. G-RIÐILL: Þýskaland – Dóminíska lýðveldið ....... 68:70 Jórdanía – Frakkland ........................ 64:103  Frakkland 4, Dóminíska lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 2. H-RIÐILL: Ástralía – Senegal ................................ 81:68 Litháen – Kanada................................. 92:69  Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 2, Senegal 2. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Meistarakeppni karla: Hleðsluhöllin: Selfoss – FH................. 19.30 Í KVÖLD! EM 2020 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson átti erfiða helgi með Íslandsmeisturum Vals um síðustu helgi, en Valur tapaði fyrir botnliði ÍBV í Pepsi Max deildinni þar sem Hannes gerði sig sekan um slæm mistök í báðum mörkunum sem Gary Martin skoraði fyrir Eyjamenn. Hannes segir að það hafi verið erfitt að kyngja þessu tapi og mistökunum sem hann gerði en hann segir að þetta hafi ekki áhrif á sig fyrir kom- andi leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Ísland tekur á móti Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn og sækir svo Albaníu heim á þriðjudaginn. Umræðan hávær og öfgakennd ,,Að mörgu leyti hefur þetta verið erfitt sumar og síðasta helgi var mjög erfið en það hefur engin áhrif á mig. Ef ég er góður í einhverju þá er það að skilja við erfiðan tíma hjá fé- lagsliðum og skila svo mínu með landsliðinu. Það hefur verið viðloð- andi allan landsliðsferil minn að yfir- leitt hefur verið eitthvert bras á félagsliðunum og ég hef oft komið í landsliðsverkefni eftir erfiðan tíma með félagsliði mínu en það hefur ekki haft nein áhrif. Hér er annað um- hverfi og maður er minntur á það að það er ekki allt vonlaust sem maður er að gera, eins og vill oft verða þegar umræðan verður svona hávær og öfgakennd,“ sagði Hannes Þór í sam- tali við Morgunblaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. Hannes segir það tvennt ólíkt að spila með landsliði og félagsliði. ,,Maður gírar sig upp að spila einn eða tvo leiki með landsliðinu þar sem þarf bara að komast í gegnum leikinn með einum eða öðrum hætti og ná í úrslit, eða spila viku eftir viku með fé- lagsliði. Ég er reyndar á því að frammistaða mín í sumar hafi verið fín en auðvitað er hægt að finna augnablik þar sem betur hefði mátt fara. Síðasti leikur er sérstaklega áberandi en þetta er bara fótbolti og oft er umræðan öfgakennd. Það er okkar að leiða hana hjá okkur og muna það að maður þarf bara að sinna sinni vinnu. Það er ekki hægt að stjórna öllu sem markmaður. Vel- gengnin og mótlætið koma alltaf í bylgjum og það þarf bara að standa í lappirnar í mótlætinu og fara ekki of hátt upp í skýin í meðvindinum,“ sagði Hannes, sem hefur átt frábæru gengi að fagna á milli stanganna með íslenska landsliðinu síðustu árin. Hannes á að baki 61 leik með íslenska landsliðinu, en hann sneri heim úr at- vinnumennsku fyrir tímabilið og gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals. Megum ekki misstíga okkur Hannes Þór vonast eftir góðum úr- slitum í komandi landsleikjum og að liðið fylgi eftir góðri frammistöðu í leikjunum á móti Albaníu og Tyrk- landi á Laugardalsvelli í júní í sumar. ,,Þetta verða erfiðir leikir eins og þeir eru allir orðnir í þessum al- þjóðlega fótbolta. Vissulega erum við sigurstranglegra liðið á laugardaginn og eigum að vinna þann leik. Í gegn- um tíðina hafa leikir þar sem við er- um taldir sigurstranglegri aðilinn reynst okkur erfiðir. Við megum hins vegar ekki misstíga okkur. Tyrkirnir hafa verið það stöðugir í þessari riðla- keppni að við verðum að koma okkur í eins góða stöðu og mögulegt er áður en við mætum þeim aftur. Þessir leik- ir verða verðugt verkefni fyrir okk- ur.“ Velgengnin og mótlætið koma alltaf í bylgjum  Landsliðsmarkvörðurinn átti erfiða helgi en segir það ekki hafa nein áhrif á sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Hannes Þór Halldórsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Laugardalsvellinum í gær ásamt Rúnari Alex Rúnarssyni, keppinaut sínum um markvarðarstöðuna, og Guðlaugi Victori Pálssyni. „Ég var kominn með samning og allt var klárt en svo varð ekkert af því þar sem félagið valdi að fá annan leik- mann,“ sagði Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, þegar mbl.is spurði hann út í stöðu hans í gær. Birkir vildi ekki upplýsa hvaða félag þetta var en félög í Tyrklandi og á Ítalíu hafa sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir fyrir veturinn. „Ég og umboðsmaðurinn ætlum að gefa okkur tíma og meta stöðuna eftir landsleikina. Ég þarf á þessum æfing- um og leikjum að halda og einbeiti mér alfarið að því verkefni núna. Ég er í toppformi. Ég tók heilt undirbún- ingstímabil með Aston Villa og gekk vel og ég hef verið að æfa með styrktarþjálfurum á æfingasvæði Aston Villa. Formið er fínt og svipað og fyrir síðustu leiki landsliðsins,“ sagði Birkir einnig en hann hefur á sínum atvinnumannaferli leikið í Noregi, á Ítalíu, í Sviss og á Englandi. Birkir gekk frá starfslokasamningi sínum við Aston Villa hinn 8. ágúst og er því tæpur mánuður síðan hann varð falur. sport@mbl.is Samningur var á borðinu Birkir Bjarnason „Eins og staðan er í dag er Ítalía efst á blaði og svo sjáum við hvort það verður að veruleika að ég spili þar áfram. Okkur fjölskyldunni hefur liðið ákaflega vel á Ítalíu og þegar maður er kominn á þennan tíma ferilsins og börnin á þennan aldur skiptir fjölskyldan rosalega miklu máli en ekki endilega hvaða deild ég kem til með að spila í,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, m.a. við mbl.is en hann er án félags. Hefur Emil leikið á Ítalíu frá því 2007. Í forgangi að vera á Ítalíu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Reyndur Emil Hallfreðsson spáir í spilin um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.