Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 04.09.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Marina Karagianni Grísk og spænsk ljóðatónlist í dag Gríska mezzósópransöngkonan Marina Karagianni og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja efnis- skrá verka frá Grikklandi og Spáni á fyrstu hádeg- istónleikum vetrarins í Salnum í dag kl. 12.15. „Verk- in á efnisskránni eiga það sameiginlegt að vera annaðhvort þjóðlagaútsetningar eða innblásin af þjóðlögum. Tónskáldin Montsalvatge og Hadjidakis deila ástríðu sinni fyrir þjóðlögum, hafa jafnvel safn- að þeim og þannig stuðlað að varðveislu þeirra og síð- an nýtt þau í tónsmíðum sínum,“ segir í tilkynningu. Suðurkóreska kvikmyndin Parasite, sem hlaut aðalverð- launin á Cannes- kvikmyndahátíð- inni í vor, Gull- pálmann, verður lokamynd Al- þjóðlegu kvik- myndahátíðar- innar í Reykja- vík, RIFF, sem hefst 26. september og lýkur 6. október. Af öðrum myndum hátíðarinnar má nefna að í flokknum Fyrir opnu hafi verður sýnd uppvakningagrínhryllings- myndin The Dead Don’t Die eftir Jim Jarmusch og The Lighthouse eftir Robert Eggs sem hlaut gagn- rýnendaverðlaunin í Cannes. Er henni lýst sem svarthvítri hroll- vekju. Austurrískar kvikmyndir verða einnig í brennidepli á hátíðinni, en austurrískir leikstjórar hafa vakið mikla athygli hin síðustu ár fyrir verk sín. Má af þeim nefna Karl Markovics, sem vakti mikla athygli fyrir fyrir leik sinn í Óskarsverð- launamyndinni Die Fälscher frá árinu 2007. Hann hefur nú sest í leikstjórastólinn og verður þriðja kvikmynd hans, Nobodi, sýnd á RIFF. Sérstaka athygli fær leik- stjórinn Sara Fattahi, sem kom til Austurríkis sem flóttamaður úr sýrlenska borgarastríðinu en starf- ar nú sem leikstjóri í Vín. Gullpálmamynd og austurrískar Sarah Fattahi dagskránni þar sem hann tók þátt í samtali við sýningarstjóra. Þegar blaðamaður kom við á bás Hverf- isgallerís á föstudag gekk mikið á, verk voru þá seld eftir tvo fyrr- nefndu málarana og ekki bara hið stóra útsaumsverk Loja heldur einnig þrjú önnur sem höfðu verið tekin með til Kaupmannahafnar. Og auðheyrilega kræktu færri áhuga- samir í verk eftir hann en vildu. Hátíð á tveimur fótum Það var forvitnilegt að ganga milli sýninga galleríanna í hópi blaða- manna víða að og áhugasamra safn- ara. Galleristarnir kepptust við að benda á einkenni verka og hug- myndir listamannanna. Timothy Person, sem er þekktur er fyrir að steypa mörgum fremstu samtíma- ljósmyndurum Finnlands saman undir heitinu Helsinki School og starfrækir galleríið Persons Proj- ects, skýrði til að mynda hvernig ljósmyndaverkin á hans sýningu eft- ir nokkra listamenn, og sum hríf- andi, fjölluðu öll um marglaga tíma – á gólfinu sýndi hann svo skúlptúr eftir Rögnu Róbertsdóttur. Verk eftir einn listamanna hans, Ville Kumpulainen, voru við lok kaup- stefnunnar valin af dómnefnd til að hreppa svokölluð Artproof-verðlaun, fyrir „ljóðrænan einfaldleika og leik- inn í tengslum við áhorfandann“. Stjórnandi danska gallerísins Croy Nielsen útskýrði hvernig hann hafði flutt galleríið til Vínar fyrir þremur árum, til að vinna með hópi danskra listamanna sem búsettir eru í hinum þýskumælandi heimi, og bæta við verkum eftir aðra austur- ríska. Fyrir miðju í sýningu hans voru verk úr dánarbúi hins danska Alberts Mertz. Og stjórnandi annars dansks gall- erís, Nils Stærk, útskýrði hvers vegna hann stillti saman verkum eft- ir mexíkóskan listamann, Runo Lagomarsino, og hina ungu dönsku Tove Storch. Hún gerir skúlptúra úr silki og hörðum efnum, steinsteypu og stáli, og nutu þeir vinsælda á kaupstefnunni; allmargir seldust. Verðið átta til tólf þúsund evrur, sagði galleristinn. Blaðamaður hefur notið þess að heimsækja CHART undanfarin ár, ásamt þúsundum annarra; og ís- lenska gesti hefur ekki vantað, nú mátti sjá safnafólk héðan sem safn- ara spígspora þar um sali. Nanna Hjortenberg var að stýra CHART í annað sinn og sagði blaða- manni markmiðið hafa verið að skapa af metnaði dagskrá þar sem ýmiss konar viðburðum væri fléttað saman. Gott dæmi væri fyrirlestra- prógrammið, þar sem við sögu komu að mestu listamenn og hönnuðir sem einnig mátti sjá verk eftir á sýning- unum. „Með því að heyra og sjá listamenn tala og segja frá eykst oft skilningur á því um hvað verkin snú- ast og hver hugsunin er að baki.“ Hjortenberg ítrekaði að CHART væri ekki hefðbundin listkaupstefna og sagði hátíðina standa á tveimur fótum. „Annar er list- og hönnunar- kaupstefna, með viðskipti og kynn- ingu að meginmarkmiði, hitt er það sem ég kalla almannaþjónustu, og við Norðurlandabúar skiljum vel hvað það þýðir. Við höfum áhuga á gjörvöllu ferlinu í listinni og við vilj- um kynna jöfnum höndum fyrir gestum verk ungra listamanna sem eru að taka sín fyrstu skref og ann- arra sem eru jafnvel orðir heims- frægir og verk þeirra afar eftirsótt. Hér viljum við endurspegla á fjöl- breytilegan hátt hvað listheimurinn er spennandi deigla,“ sagði hún og bætti við að staðsetningin í hjarta Kaupmannahafnar væri vitaskuld frábær fyrir hátíð sem þessa. Sögur Sigríður L. Gunnarsdóttir í Hverfisgalleríi útskýrði verk eftir Steingrím Eyfjörð fyrir gestum. Aftar er eitt útsaumsverka Loja Höskuldssonar sem margir vildu eignast. Safnaraspjall Gestir í sýningarrými i8 gallerís, þar sem sjá má málverk eftir Callum Innes og vefnað eftir Örnu Óttarsdóttur. Algengt er að ungir Danir kaupi reglulega samtímamyndlist. Hiti Í djarflegu sýningarrými hins sænska Gallery Steinsland Berliner. Náttúruheimur Galleríið BERG Contemporary lagði allt sýningarrými sitt undir sýningu á nýjum verkum eftir listamanninn Pál Hauk Björnsson. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands (SÍ) býður til tónleika á Ísafirði annað kvöld kl. 19.30 sem eru liður í 70 ára afmæli Tón- listarskóla Ísa- fjarðar og Tón- listarfélags Ísa- fjarðar. „Sópran- söngkonan Her- dís Anna Jónasdóttir flytur nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljóm- sveitinni en hún er borin og barn- fædd á Ísafirði og vakti nýverið mikla hrifningu fyrir söng sinn í La traviata hjá Íslensku óperunni. Á tónleikunum kemur einnig fram Há- tíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar auk þess sem hinn bráðefnilegi píanóleikari Mikolaj Ólafur Frach, sem er aðeins 19 ára gamall, leikur lokaþátt úr píanókonsert nr. 2 eftir Chopin,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tónleikunum muni hljóma valdir kaflar úr vinsælli leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, m.a. „Morgunstemning“ og „Í höll Dofrakonungs“. „Stefán Jón Bern- harðsson, sem leiðir horndeild SÍ, leikur einleik í hornkonserti sem Mozart samdi á hátindi ferils síns, um svipað leyti og hann samdi óperuna Brúðkaup Fígarós. Tón- leikunum lýkur með fimmtu sinfóníu Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórn- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar.“ Sinfóníuhljóm- sveitin á Ísafirði Herdís Anna Jónasdóttir Iceland Air- waves-tónlistar- hátíðin er einn stofnmeðlima Keychange- verkefnisins, sem miðar að því að auka sýnileika kvenna í tónlist í Evrópu. Felst það m.a. í því að tónlistarhátíðir sem taka þátt heita því að ná jöfnu kynjahlutfalli fyrir árið 2022 og varð Iceland Airwaves fyrst hátíða til að ná takmarkinu í fyrra, skv. til- kynningu. Nú hefur sama markmiði verið náð fyrir hátíðina í ár og frá því að verkefnið hófst hafa yfir 250 stofnanir, fyrirtæki og tónlistarhá- tíðir bæst í hópinn og heitið því að jafna kynjahlutföll. „Við stóðum frammi fyrir algjöru lúxusvandamáli í ár, eins og önnur ár, þar sem mjög breiður hópur fólks sækist eftir því að spila á há- tíðinni,“ er haft eftir Önnu Ásthildi Thorsteinsson, markaðsstjóra Ice- land Airwaves og meðlimi í Key- change, í tilkynningu. Meðal þeirra sem bæst hafa á lista yfir flytjendur hátíðarinnar í ár eru Papercutz frá Portúgal, Ayelle frá Bretlandi, Bashar Murad frá Palestínu sem hefur m.a. starf- að með Hatara, Booka Shade frá Þýskalandi, Detalji frá Finnlandi og Joe & The Shitboys frá Fær- eyjum. Jöfn kynjahlutföll annað árið í röð Anna Ásthildur Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.