Morgunblaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 32
Tveir Íslendingar verða meðal við-
takenda nýrra þýskra tónlistar-
verðlauna í klassískri tónlist, Opus
Klassik, þegar þau verða veitt í
Berlín 13. október. Benedikt Krist-
jánsson söngvari hlýtur verðlaunin
fyrir frumleika á tónleikum og Vík-
ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari
fyrir bestu einleiksupptökuna.
Dómnefnd velur verðalaunahafana.
Tveir Íslendingar verð-
launaðir í Þýskalandi
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Bjarki Már Gunnarsson, handknatt-
leiksmaður úr Stjörnunni, segir að
Garðabæjarliðið hafi sett sér það
markmið að berjast um titla á kom-
andi keppnistímabili. Sérfræðingur
Morgunblaðsins segir erfitt að
staðsetja Stjörnumenn, sem geti
hvort sem er lent í efri eða neðri
hluta Olísdeildar karla, en Íslands-
mótið hefst á sunnudag. »24
Stjörnumenn ætla sér
að berjast um titla
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Einar Ingi Hrafnsson, handknatt-
leiksmaður úr Aftureldingu, kveðst
ekki vera búinn að ná þeim mark-
miðum sem hann setti sér við kom-
una til félagsins fyrir tveimur árum.
Einar segir Mosfellinga mjög bjart-
sýna fyrir tímabilið sem hefst á
sunnudaginn, liðið geti komist í
toppbaráttu ef allir haldist
heilir, en sérfræðingur
Morgunblaðsins telur að
liðið verði um miðja deild í
vetur. »25
Einar er ekki búinn að
ná markmiðum sínum
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Áhuginn á íslensku ullinni er gríðar-
lega mikill hér úti. Við verðum með
hraðprjónakeppni, fyrirlestra, tísku-
sýningu og hægt verður að læra að
prjóna á færeyska vísu, en Fær-
eyingar prjóna eins og Bretar, sem er
öfugt við það sem við Íslendingar
gerum, við notum dönsku aðferðina í
prjóni,“ segir Ásta Stefánsdóttir,
önnur þeirra sem halda utan um
skipulag prjónahátíðarinnar Pakhus-
strik sem haldin verður í sjötta sinn í
Kaupmannahöfn um næstu helgi, en
uppselt er á hátíðina.
„Þetta byrjaði í íslenska sendi-
ráðinu fyrir sjö árum þegar haldin
var prjónasamkoma þar sem komu
fram nokkur íslensk fyrirtæki, en
áhuginn var svo mikill að það var
kjaftfullt. Því var prjónahátíðin færð
ári seinna yfir í menningarhús Ís-
lands, Grænlands
og Færeyja á
Norðurbryggju,
sem er í sama húsi
og sendiráðið.
Nánast eingöngu
Danir sækja
þessa hátíð, en
það er mikil með-
vitund meðal
Dana um íslensku
ullina og hæfi-
leikaríka íslenska fólkið sem er að
hanna prjónaflíkur. Danskar konur
hér í prjónaheiminum eru mjög vel að
sér í þessum málum,“ segir Ásta og
bætir við að kvenkynið sé ríkjandi
meðal gesta hátíðarinnar, þó að ein-
staka karl kaupi miða af þeim 400
sem í boði eru. „Við erum með sölu-
bása þar sem þátttakendur kynna
uppskriftir, bækur og hönnun. Marg-
ir eru með eigin garnframleiðslu, til
dæmis hún Kristín Brynja Gunnars-
dóttir hjá Einrúmi, hún framleiðir
garn sem er blanda af íslenskri ull og
taílensku silki, en það er gríðarlega
vinsælt hér í Danmörku. Stöllurnar í
Kvíkví spinna sjálfar sitt garn af eigin
kindum og þær rækta líka kanínur og
selja ull af þeim. Þingborgarkonur
verða með bás, en sumar þeirra eru
með eigin framleiðslu á garni. Dönsk
verslun ætlar að sjá um að kynna
vörur frá Ístex því þær eru seldar hér
í búðum. Hin sérstaka sauðnautsull
frá Grænlandi verður líka kynnt.“
Ásta segir að danskt prjónaáhugafólk
horfi mikið til norðurs, bæði Íslands
og Færeyja, enda prjónahefðin öflug
þar.
„Danir hafa frá því fyrir 300 árum
keypt í stórum stíl frá Færeyjum
prjónaðar peysur og sokka. Margir
danskir menn eiga færeyskar peysur
í sínum skápum. Danir þekkja líka ís-
lensku lopapeysuna allt frá því á
hippaárunum.“
Töff og hlý Allir þátttakendur prjónahátíðarinnar fá að gjöf uppskrift og lopa í þessa íslensku lopahúfu frá Ístex.
Danir meðvitaðir um
gæði íslenskrar ullar
Uppselt á prjónahátíðina Pakhusstrik í Kaupmannahöfn
Ásta
Stefánsdóttir
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli
Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports
og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid-
bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
O
R
92
31
6
08
/1
9
ÁENDANUM
VELURÞÚ
COROLLU
HEPPINN
ÁSKRIFANDI
verður dreginn út 16. október.
Allir áskrifendurMorgunblaðsins
erumeð í leiknum. Hérmá sjá
valkostina sem einn af áskrif-
endum okkar fær að velja um
þegar hann fær að gjöf nýja
og glæsilega Toyota Corolla.*
Fylgstumeð.