Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 23

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 23
Falleg litarpaletta í barnaherbergi yngstu dótturinnar. Elín Maríu er margt til lista lagt. þrjá mánuði um allan heim þar sem þær fengu að upplifa ólíkamenning- arheima með mér. Það er án efa ein dýrmætasta reynslan og upplifun sem ég hef átt með eldri dætrum mínum og hefur klárlega mótað þær fyrir framtíðina.“ Elín María segir reynsluna sem hún öðlaðist á ferðalögum sínum hafa haft djúpstæð áhrif á afstöðu hennar til lífsins. „Að sjá og upplifa frumstæðar að- stæður fær mann til að kunna enn bet- ur að meta hvað maður hefur hér heima. Við Íslendingar höfum svo margt sem við getum verið þakklát fyrir. Sem dæmi þegar kemur að nátt- úrunni sem er einstök og við ættum að varðveita. Svo ekki sé talað um öryggi sem við búum við hér, mennta- og heilbrigðiskerfið svo dæmi séu tekin. Hversdagslífið hér er nokkuð sem stór hluti heimsbyggðarinnar kemur ekki til með að búa við. Ég held að við höfum tilhneigingu til að taka því sem sjálfsögðum hlut.“ Við erum líkari en við höldum Hún segir mannfólkið líkara en við gerum okkur grein fyrir. „Sér í lagi þegar kemur að ást, fjöl- skyldu og vinnu. Flestir þrá að til- heyra hópi, hvort heldur sem það er fjölskylda eða vina. Að framlag þeirra til vinnu sé metið eða leiði til einhvers sem skiptir máli og er gott. Þessi þörf fyrir að tilheyra og að finna til öryggis mótar sjálfs- traust og persónuleika einstaklinga og gerir þá færari í að takast á við áskor- anir, bæði í einkalífi og í starfi.“ Hún segir að skilningur hennar hafi dýpkast hvað mest með þeirri ákvörð- un sem hún tók að virða fjölbreytileik- ann, ólíkar skoðanir, gildi og sjónar- mið, sem hún telur alla eiga rétt á að eiga. „Það er einmitt í fjölbreytileikanum sem styrkleikurinn liggur, ef færnin til að eiga árangursrík samskipti við ólíka einstaklinga er til staðar. Með því að sýna öllum virðingu sköpum við sameiginlegan árangur.“ Barnaherbergið griðastaður barnsins Hvaða máli skiptir barnaherbergið að þínu mati? „Barnaherbergið skiptir mig máli og finnst mér mikilvægt ef hægt er að búa barni til sinn eigin griðastað. Ég hef alltaf lagt áherslu á að þetta sé staður til að leika sér og dunda. Þó að Mathilda sé bara sjö mánaða unir hún sér mjög vel á gólfinu og reynir að brölta um og leika sér. Að bjóða upp á leikföng sem örva bæði líkama og at- hygli barnsins finnst mér mikilvægt, sem og að hafa herbergið fallegt. Ég er með notalega lýsingu frá Bamb- ljósi, huggulega mottu úr Epal sem má þvo, rúmið hennar er gamalt frá vinkonu minni og sængurverin, himnasængin og stuðkanturinn er úr Bíum Bíum. Það er dásamlegt að fylgjast með Mathildu dunda sér í herberginu og spjalla við sig. Hvað varðar herbergið finnst mér afar gaman að blanda sam- an gömlu og nýju. Hillan er t.a.m. frá eldri dætrum mínum, litlu skórnir prjónaðir af Rósu Björgvinsdóttur handa Siggu minni fyrir 20 árum, Disney-myndin er original Disney- mynd frá pabba hennar sem hefur fylgt honum alla tíð. Svo eru litlu kjól- arnir frá því að hún fæddist sem hanga til skrauts og annað praktískt sem maður þarf að hafa tiltækt. Tré-  SJÁ SÍÐU24 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.