Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Blaðsíða 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019 Milli vonar og ótta Kaare Vedvik, sparkari NewYork Jets í NFL-deildinni íruðningi, átti slæman dag í vinnunni sunnudaginn fyrir tveimur vikum. Viku áður hafði hann skrifað undir samning við Jets eftir að hafa tapað í baráttunni um stöðuna sem sparkari Minnesota Vikings í sömu deild. Í fyrstu umferð tímabilsins í nágrannaslag gegn Buffalo Bills klúðraði hann sparki fyrir aukastigi auk þess að tilraun hans til þess að skora 45-jarda vallarmark sveif vit- lausum megin framhjá markstöngun- um. Tveimur dögum seinna var honum sagt upp störfum. Einn slæmur dag- ur kostaði Vedvik því vinnuna. Þetta er langt frá því að vera einsdæmi. Um sama leyti í fyrra voru tveir sparkarar í deildinni reknir daginn eftir að hafa átt lélegan leik fyrir lið sitt, báðir sama daginn. Annar þeirra, Zane Gonzales, skrifaði stuttu seinna undir samning við annað lið í deild- inni og var einn besti sparkari deild- arinnar það sem eftir lifði tímabilsins. Tvöfalt skopp Þetta er einkenni starfsframa spark- ara; þeir eru dæmdir af mistökum sínum, sérstaklega undir pressu. Cody Parkey átti möguleika á því að tryggja Chicago Bears sæti í 8-liða úrslitum deildarinnar með 43-jarda vallarmarki í úrslitakeppninni síð- asta vetur. Boltinn fór af varnar- manni og hafði viðkomu í tveim- ur markstöngum áður en hann skoppaði aftur út á völlinn og dómararnir gáfu merki um að sparkið hefði mistekist. Liðið tapaði leiknum og ekki leið á löngu þar til Bears losuðu sig við Parkey; ráða- og stuðningsmenn liðsins gátu ekki hugsað sér að halda manninum sem kom í veg fyrir að liðið kæmist áfram. Og það er það sem Parkey verður ávallt í huga þeirra sem héldu með Bears þetta kvöld: gaurinn sem eyðilagði möguleika þeirra á titli það árið. Ef Parkey hefði skorað úr vallar- markstilraun sinni hefði honum lík- lega ekki verið hampað sem hetju. Vissulega hefði honum verið fagnað í lok leiks en öðrum hefði verið þakk- aður sigurinn. En hann klúðraði og var því ástæða þess að liðið tapaði. Hægt væri að finna ótal aðrar ástæð- ur þess að liðið tapaði, sóknarleik- urinn gekk til að mynda illa allan leik- inn hjá liði Bears. En fólk gat aðeins séð fyrir sér boltann lenda tvisvar í markstöngunum og sparkið varð þekkt sem „double doink“ upp á enskuna. Ótal aðrir hafa hlotið svipuð mála- gjöld og Parkey og er aðeins minnst fyrir mistök sín. Sumir missa vinn- una eins og þeir sem hér hafa verið nefndir; aðrir koðna niður eða jafnvel hætta, þola ekki samviskubitið sem fylgir því að bregðast liðsfélögum sín- um og milljónum stuðningsmanna liðsins. Chandler Catanzaro var rekinn frá liði Tampa Bay Buccaneers í nóv- ember í fyrra eftir að hafa klikkað á tveimur vallarmarkstilraunum í sama leiknum. Gerðist það innan við mán- uði eftir að hann tryggði liðinu sigur í framlengingu með 59-jarda vallar- marki, því lengsta í sögunni í framlengingu, í leik gegn Clevel- and Browns. Fyrir tímabilið í ár skrifaði hann undir samning við Jets en lagði skóna á hill- una eftir hræðilegt undirbún- ingstímabil, virtist ekki hafa lengur andlegt þol í þá gífur- legu pressu sem því fylgir að vera sparkari í deildinni (leiddi það til þess að Jets réð Vedvik til starfa). Ekkert má fara úrskeiðis Fæstir áhangendur NFL-deildarinnar gera sér grein fyrir því hversu erfitt er að vera sparkari í deildinni og halda ýmsir að þeir gætu sjálfir tekið að sér verkið, svo auðvelt sé það. Margir, jafnvel sparkararnir sjálfir, telja sig ekki vera eiginlega ruðningsleikmenn. Þeir lenda jafnan ekki í átökum í leikjum líkt og flestir aðrir og því sjaldan miklir að burðum. Íþróttamenn eru þeir þó og þurfa að halda líkamanum í toppstandi allt tímabilið með styrkt- ar- og liðleikaþjálfun. Sparkarar fara örsjaldan út á völl- inn í leik hverjum og eru inni á hon- um í stuttan tíma. Tilraun til vallar- marks tekur jafnan 1,2 sekúndur svo ekkert má fara úrskeiðis. Allt þarf að vera þaulæft og sjálfvirkt. Um leið og einhver hugsun læðist aftan að spörkurunum getur það leitt til ham- fara. En þeir hafa vægast sagt nægan tíma til að hugsa. Leikur í NFL- deildinni tekur um það bil þrjár klukkustundir en sparkarar eru inni á vellinum í um það bil 60 sekúndur ef með eru talin upphafsspörk í byrjun hálfleikja og eftir snertimörk. Þeir hafa því nægan tíma til að hugsa um hvað gerist ef þeir klúðra þessu eða hinu sparkinu. Þá má ekki gleyma allri pressunni sem hvílir á herðum sparkaranna. Fyrir utan að geta aðeins tapað leikj- um fyrir lið sín en ekki unnið þá, geta þeir misst starfið ef þeir klikka á mik- ilvægu sparki, þá eru einhverjir hæfi- leikaríkustu íþróttamenn jarðarinnar í liði andstæðinganna sem koma á fullum hraða í átt að þeim til að reyna að verja skotið. Ekki hluti af hópnum Sparkarar eru gífurlega mikilvægir liði sínu þrátt fyrir að njóta lítillar sem engrar virðingar frá stuðnings- mönnum liða sinna. Margir leikir í NFL-deildinni ráðast á síðustu sek- úndunum og því geta stigin þrjú sem fást fyrir hvert vallarmark verið verðmæt. Ætla mætti að sparkarar fengju einkar vel borgað fyrir störf sín en svo virðist ekki vera. Launin eru auðvitað ekki af verri endanum enda um að ræða 32 bestu ruðnings- sparkara heims en samt sem áður þau næstlægstu í deildinni. Aðeins uppsparkarar (e. punters) fá lægri laun. En liðsfélagar þeirra hljóta að meta þá að verðleikum, ekki satt? Nei, oftast nær ekki. Sparkararnir standa vanalega utan liðsins félags- lega; eru ekki hluti af liðinu. Þeir sitja eins langt frá öðrum leikmönnum og hægt er á hliðarlínunni meðan á leik stendur, oftast ásamt uppsparkaran- um. Það skýrir þó margt. Ef illa gengur er auðvelt að skella skuldinni á menn sem standa utan hópsins. Erfitt að finna líkingu Til að átta sig á þeirri pressu sem sparkarar þurfa að þola væri ráð að líkja stöðu þeirra við stöðu annarra íþróttamanna. Slíkt er ekki auðvelt. Golfarar eru undir mikilli pressu í hverju höggi, þurfa að bíða lengi eftir því að slá hvert högg og allt verður að ganga upp í hvert einasta sinn. Þetta er þó ekki nægilega góð líking því ef golfari gerir mistök bregst hann eng- um nema sjálfum sér. Auðvitað eru margir sem halda með honum og þar fram eftir götunum en enginn hefur lagt á sig ómælda vinnu til koma þeim í þá stöðu sem þeir eru. Það stólar enginn á þá til að vinna leikinn. Það á hins vegar við um sparkara. Blaðamaður getur því ekki erft það við Chandler Catanzaro að hætta þegar illa gekk. Stundum er einfald- lega komið nóg af stressi og áhyggj- um. Chandler Catanzaro setur met yfir lengsta vallarmark í framlengingu í NFL-deildinni. Innan við ári seinna er hann hættur. Segja má að sparkarar í NFL-deildinni spili aðra íþrótt en liðsfélagar þeirra. Gríðarleg pressa er sett á þá og þeir aðeins dæmdir af mistökum sín- um. Hver ferð út á völlinn gæti orðið sú síðasta. Böðvar Páll Ágeirsson bodvarpall@mbl.is Cody Parkey niðurlútur eftir að hafa klikkað á vallarmarkstilraun í úrslitakeppninni síð- asta vetur i leik gegn Philadelphia Eagles. AFP AFP SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.