Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Síða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019
ara og geti þannig lagt upp með hvaða þætti
hann þurfi að bæta og svo framvegis. Áður hafi
hann í raun gert það sem hinn almenni crossfit-
þátttakandi geri; mætt og gert týpíska crossfit-
æfingu. Það geri hann enn en svo sé farið í sér-
hæfðari æfingar einnig.
Þá er þjálfunin orðin nokkuð tæknivædd.
Þjálfari Björgvins, sem býr erlendis, getur
fylgst með hjartslætti hans og afköstum við æf-
ingarnar og mótað þær eftir því.
Ekki kemur á óvart að enginn annar stundi
crossfit af eins miklu kappi og Björgvin í Hvera-
gerði. Hann æfir því mikið einn. „Ég reyni að
fara til Reykjavíkur stundum og á vini sem ég
æfi með þar en 95% af tímanum er ég einn,“
segir Björgvin en það er áskorun að æfa svo
mikið einn. „Það var erfitt fyrst því það er eng-
inn með þér, enginn til að keppa við sem ýtir þér
áfram. Það er gott að ég hafi vitað af því frá
byrjun og sett mér þá háleit markmið fyrir
hverja æfingu. Ég fékk það því aldrei í bakið á
næsta móti til dæmis að hafa ekki tekið nógu
mikið á því á æfingum.“
Svefninn tekur Björgvin alvarlega. „Ég veit
að ef ég fæ ekki sjö og hálfan til níu tíma svefn
þá mun ég ekki standa mig jafn vel á æfingum.
Þó mig langi ekkert að vera kominn upp í rúm
klukkan hálfellefu þá reyni ég samt að gera
það,“ segir hann.
„Hvernig nennirðu þessu“
Björgvin leggur því gífurlega mikið á sig en fyr-
ir utan æfingar og svefn fylgir hann ströngu
mataræði, sérstaklega þegar nær dregur
keppni. Hans langlengsta frí frá æfingum síðan
árið 2012 kom eftir heimsleikana í ár. Þá fór
hann til Mexíkó í frí með vinum sínum í 10 daga
eða svo. Það er því nærtækt að spyrja hvort
þetta sé allt þess virði.
„Þetta er náttúrlega svo fáránlega mikil
vinna. Fyrst og fremst finnst mér þetta gaman.
Það kemur aldrei upp hjá mér að ég vakni á
morgnana og nenni ekki á æfingu. Auðvitað er
erfitt að vera alltaf 100% „mótiveraður,“ þú get-
ur það bara í einhvern ákveðinn tíma. En svo
verður þetta það mikil rútína að ég bara veit að
ég er að fara að vakna og fara að æfa.
Svo er ég farinn að þakka fyrir að geta verið
að gera það sem mig langar að gera. Ekki vera
að gera eitthvað sem mér finnst hundleiðinlegt,
og fá borgað fyrir það í þokkabót,“ segir Björg-
vin og virðist sáttur með hlutskipti sitt í lífinu.
„Ég hef oft verið spurður að því hvernig ég
nenni alltaf að vera að þessu, alla daga, allt árið.
Mér finnst þetta bara geggjað gaman. Ég er
alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er nóg af svið-
um sem ég get bætt mig á og að sjá síðan bæt-
ingarnar er það sem heldur manni áfram í
þessu.“
-En finnst þér ekki eins og þú sért að missa af
einhverju?
„Ég missi auðvitað af fullt af hlutum. En ég
get ekki sagt að mér finnist ég vera að missa af
neinu þó ég sé að fórna hlutum því þetta er það
sem ég er búinn að velja mér að gera. Þegar þú
þarft að fara að sofa á föstudagskvöldi því það
er æfing morguninn eftir og allir félagar þínir
eru að fara að gera eitthvað er það auðvitað leið-
inlegt en ég myndi aldrei svíkjast um. Svo
vakna ég bara daginn eftir og hugsa að þeir séu
þunnir og fer bara að æfa.“
Bjargaði geðheilsunni
Björgvin segir ákveðið frelsi fólgið í því að
mæta á æfingu. „Þegar þú ert kominn þarna
niður og ert að æfa er ekkert annað sem skiptir
máli. Þú ert bara að hugsa um þetta.“ Um visst
form hugleiðslu sé að ræða. „Þetta hefur
ábyggilega bjargað geðheilsu minni.“
Hann segist ekki hafa verið á slæmum stað
áður en hann fann crossfit-greinina en ekki not-
ið þess að vera í skóla til dæmis. „Í gegnum tíð-
ina hef ég átt erfitt með skapið í mér og finnst
ég hafa róast mikið á því að eyða svona mikilli
orku sem færi þá í eitthvað annað. Ég var oft
fljótur upp í skapinu og finnst crossfitið hafa
svolítið bjargað því.“
Spurður hvort hann hafi verið erfiður sem
barn svarar Björgvin neitandi en Þórir er ekki
sammála. „Mamma sendi mig reyndar til geð-
læknis áður en ég byrjaði í grunnskóla,“ segir
Björgvin og hlær. „Ég átti það alveg til að verða
snargeðveikur. Kennararnir í grunnskóla voru
alltaf með þrúgusykur í borðinu. Þannig að ef
ég var að verða eitthvað tæpur, líklega af
svengd, var mér gefin ein þrúgusykurstafla. Þá
róaðist maður aðeins.“
Skilur það sem er búið eftir
Björgvin kveðst lítið vinna í andlegu hliðinni og
segist ekki þurfa þess. „Ég fer inn í þessa íþrótt
með mjög sterkan haus. Það þarf mjög mikið til
að slá mig út af laginu og ég hef aldrei þurft að
vinna með hausinn á mér.“ Það séu þó margir
sem séu í svipuðum sporum í crossfit-greininni
sem nýti sér þjónustu íþróttasálfræðings eða
þess háttar.
Það er því lítið sem fær á Björgvin. „Hvað
með það að maður standi sig ekki vel á einni æf-
ingu? Hvað með það að þú standir þig ekki vel á
þessu keppnistímabili? Ég get alveg eins gert
mitt besta og verið stoltur af því og svo gert bet-
ur á næsta ári. Ég þarf engan til að segja mér
hversu góður ég er,“ segir hann og bætir við að
hann eigi auðvelt með að skilja það sem sé búið
eftir og einbeita sér að næsta verkefni.
Kom sjálfum sér á óvart 2015
Björgvin Karl lenti í þriðja sæti á Evrópu-
mótinu árið 2014 og tryggði sig þannig inn á
heimsleikana í crossfit í fyrsta skipti. Hann hef-
ur verið meðal keppenda alla tíð síðan, alls sex
sinnum. Á leikunum 2014 lenti hann í 26. sæti en
ári seinna kom hann öllum á óvart, meira að
segja sjálfum sér, og tryggði sér þriðja sætið.
„Markmiðið var að ná betri árangri en 26. sæti.
Þetta byrjaði á sundgrein þar sem ég lenti í 6.
sæti á eftir sundgaurunum og Áströlunum,“
segir Björgvin. Þriðja greinin er kölluð Murph
þar sem hlaupið er eina mílu, teknar 100 upphíf-
ingar, 200 armbeygjur og 300 hnébeygjur áður
en hlaupið er aðra mílu í lokin, allt með þynging-
arvesti í tæplega 40 stiga hita í Los Angeles.
Björgvin kom öllum að óvörum og vann
greinina. „Það var svolítið „breaking point“ fyr-
ir mig að vinna grein og breytti hugarfarinu það
sem eftir var helgarinnar,“ en sem dæmi áttu
Björgvin og þjálfari hans samtal sama dag um
það hvernig hann gæti komist í hóp þeirra tíu
bestu á næstu árum.
Hann gerði gott betur en það.
Björgvin segir mér frá eftirminnilegu viðtali
sem hann fór í eftir að hann sigraði í Murph.
Murph er nefnd eftir hetju úr bandaríska sjó-
hernum en Bandaríkjamennirnir á leikunum
voru ekki sáttir við að Íslendingur hefði unnið
greinina. „Ég var spurður hvað þessi æfing
þýddi fyrir mig. „Bara ekki neitt, hún þýðir ekk-
ert fyrir mig sko“,“ segir hann og uppsker hlát-
ur frá mér og Þóri. „Þeir hefðu viljað fá svona
fimm mínútur af einhverri svaka ræðu um frelsi
og eitthvað.“
Margir sem efuðust
Björgvin segir marga hafa efast um að hann
ætti þriðja sætið skilið eftir heimsleikana 2015.
„Ég var svo ungur; tuttugu og tveggja ára.
Fólki fannst frammistaðan á Evrópumótinu
ekki endurspegla að ég ætti að lenda í þriðja
sæti á heimsleikunum,“ segir Björgvin en hann
lenti í öðru sæti á Evrópumótinu það árið.
„Ég held bara að undirbúningurinn hafi verið
mjög góður,“ segir Björgvin en hann fór þá til
útlanda í æfingabúðir fimm vikum fyrir leikana.
„Þá kynntist ég almennilegri næringu. Ég setti
alls konar hluti saman þetta ár, sem ég hafði
aldrei pælt neitt í.“
-Var mataræðið þá slæmt fram að þessu?
„Maður hugsaði bara að maður ætlaði að
borða „hrikalega“,“ segir Björgvin sposkur.
„Þetta var þetta „strongman“-hugarfar sem er
oft á Íslandi. Þú bara borðar hrikalega og öllum
er drullusama hvað það er.“
Björgvin fór að pæla meira í því hvað gæfi
honum orku og hvað ekki. „Ég er samt klárlega
ekki jafn strangur á mataræðið og stelpurnar
[íslensku á heimsleikunum]. Ég vigta flestallt til
að sjá að ég fái nógu mikið af næringarefnum en
ég er lítið að pæla í því ef ég fæ mér aðeins meiri
sósu út á kjúklinginn til dæmis.“
Svekkir sig ekki á neinu
Bæði í aðdraganda og eftir leikana 2015 segist
Björgvin hafa fengið meiri trú á sjálfum sér.
Hann setti meira púður í æfingar og passaði
betur upp á að allt fyrir utan þær væri sem best
yrði á kosið. Það skilaði sér og á næstu árum
náði hann að festa sig í sessi sem einn sá besti í
Björgvin Karl hefur lengi unnið að því að verða meðal þeirra líkamlega sterkustu sem keppa í
crossfit. Það hefur tekist og nú er hann einn þeirra 10 sterkustu í heimi.
Noah Olsen, Mathew Fraser og Björgvin Karl stilla sér upp fyrir myndatöku eftir að þeir náðu
þremur efstu sætunum á heimsleikunum í byrjun síðasta mánaðar.
Keppni á heimsleikunum í crossfit tekur gríðarlega á bæði líkamlega og andlega.