Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.9. 2019
K
annanir um traust einstaklinga og
stofnana eru ekki endilega sjálfar
meðal traustustu kannana. Enn
hefur ekki verið spurt í könnunum
um traust manna á slíkum könn-
unum. En það má af nokkru
öryggi vantreysta ýmsum könnunum enda stundum
gerðar af vanefnum og aðrar strax eftir að misvand-
aðir fjölmiðlar hafa þyrlað upp moldviðri og veifað
einlitum skoðunum um hríð. Sumar hraðkannanir eru
unnar á eldhúsborði þess sem birtir þær og aðrar
taka eingöngu til þess hóps sem er staðfastur
skoðanabróðir spyrjandans.
Spyrjendur
Óþarfi er þó að mikla ímyndað tjón fyrir sér, en æski-
legt er að nokkuð rækileg grein sé gerð fyrir því
hvernig staðið er að verki og hverjir koma að því.
Kannanir um fylgi flokka sem birtar eru laust fyrir
kosningar eru auðvitað marktækastar. Þá hafa flestir
kjósendur gert upp hug sinn og þar með taldir þeir
sem segjast aldrei gera það fyrr en á kjördag. Enda
raunin sú „að hinir óákveðnu“ skiptast nánast eins á
milli lista og „hinir ákveðnu“. Við þetta bætist að þeir
sem kanna leggja sig alveg sérstaklega fram á þess-
um tímapunkti, enda vond auglýsing verði kannanir
þeirra fjarri úrslitunum.
Bréfritara er minnisstætt löngu liðið samtal við
klókan fjölmiðlamann sem ýmsir höfðu í hávegum
sem safnaði öllum könnunarblöðum til sín og reiknaði
einn út niðurstöðuna og sagðist í léttúðarfullu and-
rúmslofti „hafa mjög ríkulegt svigrúm til að laga
kannanir í hendi sér“ þegar enn væri langt í kosn-
ingar. Hann sagðist þó ekki gera það í annarlegum
tilgangi, heldur einungis þegar hann þættist sjá að
sitt fólk hefði verið óheppið með úrtak á þeim stutta
tíma sem það fékk til verksins. Á hinn bóginn sagðist
hann leggja mikið í þær kannanir sem framkvæmdar
væru síðustu tvö, þrjú skiptin fyrir kosningar, því
góða nálægð við úrslitin gæti hann síðan notað næstu
ár á eftir til að blása á þá sem hefðu efasemdir um
kannanir hans og grunuðu jafnvel um græsku. Enda
hefðu hefðu kannanir hans ekki verið að baki þeim
sem „vísindamenn fræðanna“ gerðu.
Áhrifavaldar
Kannanir sem birtar eru reglulega á milli kosninga
verða ekki sannreyndar nema þá helst með vísun til
annarra sem gerðar eru á svipuðum tíma.
Þau sjónarmið hafa heyrst að reynt sé að hafa áhrif
á þróun stjórnmála með birtingu kannanna, með upp-
slætti þeirra, fyrirsögnum og myndskreytingum og
viðtölum við „fræðimenn“ og hinar talandi stéttir.
Sá málatilbúnaður hafi þó einkum áhrif þegar létta-
vigtarfólk sé fyrirferðarmest í forystu flokka.
Þótt kannanir sem birtast skömmu fyrir kosningar
hafi sjaldnast áhrif á meginlínur úrslita eru þekkt
dæmi um að álitlegur hópur kjósenda bregðist við
þeim. Það eru þá einkum þeir sem hugnast ekki það
mynstur sem kannanir virðast vera að teikna upp.
Eins eru til mörg sannfærandi dæmi um að það hafi
hjálpað frambjóðendum að sýnast vera nærri því að
komast inn eða nærri því að falla í kosningum. Fram-
bjóðendur og flokkar sem ná ekki flugi í mælingum fá
á hinn bóginn minna en ætla mætti á kjördag því
kjósendur vilja ekki „kasta atkvæði sínu á glæ“.
Og svo er hitt augljóst að eftir því sem flokkur
verður ótrúverðugri sjálfum sér og tryggustu kjós-
endunum sínum gengur honum sífellt verr að ganga
að þeim vísum. Það lögmál er einnig þekkt úr öðrum
samböndum.
Villtir leiðsögumenn
eru vandræðagemlingar
Til eru þeir lögfræðingar, og það jafnvel í hópi þeirra
sem trúað er fyrir að kenna nýliðum fræðin, sem telja
sig mega horfa framhjá grundvallaratriðum eins og
því hvort samningar sem gerðir hafa verið fyrir
landsins hönd séu bindandi fyrir það eða ekki.
Þegar samþykkt er að landið skuli eiga þátttöku í
samstarfi með hópi annarra ríkja með því fortaks-
lausa skilyrði að niðurstöður hins yfirþjóðlega valds
séu ekki bindandi fyrir það er það grundvallaratriði
en ekki hortittur. Viðkomandi stofnun, t.d. Mann-
réttindadómstóllinn, samþykkti þá þátttöku Íslands
og þar með samþykkti hann skilyrðið. Í þessu felst að
gengi úrlausn Hæstaréttar landsins til þessa dóm-
stóls og hann setti sig gegn niðurstöðunni væri úr-
lausn gagnvart kærandanum sérstakt mál og færi
eftir leiðum sem eru kunnar. Löggjafarþingið myndi
þá í framhaldi af úrskurðinum leggja mat á það hvort
efni og vilji stæðu til þess að breyta gildandi reglum í
landinu til að tryggja að dómstólar dæmdu fram-
vegis, í algjörlega sambærilegum málum, í samræmi
við hina erlendu túlkun. Enginn getur knúið þingið til
aðgerða í þessum efnum og engin viðurlög eru við
aðgerðarleysi þess. Teldi þingið ástæðulaust að gera
breytingar myndu úrlausnir dómstóla ekki breytast
og kærur til hins erlenda dómstóls um sambærileg
mál kæmu ekki til, hefðu enga efnislega þýðingu og
ástæðulaust væri fyrir ríkið að taka til varna vegna
þeirra.
Sama eðlis
Óframbærileg og niðurlægjandi afstaða íslensku
ríkisstjórnarinnar í svokölluðu orkupakkamáli er
sama eðlis. Augljóst er að látið hefur verið undan
hótunum sem hvergi hefur þó verið upplýst um hvað-
an komu. Ríkisstjórnin sjálf viðurkenndi í raun að
hún lyppaðist niður fyrir hótunum um að gerði hún
það ekki væri EES-samningurinn úr sögunni. Ekkert
í samningnum sjálfum ýtti þó undir þá niðurstöðu!
En vandinn er sá að þar sem þessi dusilmennska
náði fram að ganga er stjórnskipulegur tilveruréttur
EES-samningsins að engu gerður. Þeir sem fyrstir
allra misstu fótanna í þessu máli eru augljóslega
algjörlega vanhæfir til að leggja trúverðugt mat á
stöðu EES-samningsins. Og breytir engu þótt þeir
hafi nú verið í heilt ár hjá Guðlaugi Þór við að bera í
bætifláka fyrir málatilbúnað hans.
Rétti tíminn
Lengi hafa verið uppi raddir um þá spurningu hvort
ekki væri rétt að stofna til sérstaks stjórnlagadóm-
stóls á Íslandi. Lengst af hefur mönnum þótt í of mik-
ið ráðist í þeim efnum, enda höfðu mjög fá mál borist
Nú er lag
sagði Raggi og
hélt því eftir það
’Þegar samþykkt er að landið skuli eigaþátttöku í samstarfi með hópi annarraríkja með því fortakslausa skilyrði að niður-stöður hins yfirþjóðlega valds séu ekki bind-
andi fyrir það er það grundvallaratriði en
ekki hortittur. Viðkomandi stofnun, t.d.
Mannréttindadómstóllinn, samþykkti þá
þátttöku Íslands og þar með samþykkti hann
skilyrðið.
Reykjavíkurbréf20.09.19