Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 109.995 SÉRTILBOÐ Í NÓVEMBER & DESEMBER GranCanaria 27. nóvember í 7 nætur Turbo Club Apartments aaa ALLT INNIFALIÐ Engin áform um stækkun flotans  Nýjar þyrlur væntanlegar til Landhelgisgæslunnar 2022  Kosta 14 milljarða en koma í stað eldri véla Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Til greina kemur að Landhelgis- gæslunni verði veitt aukið fjármagn til fjárfestinga í nýju fjárlagafrum- varpi. Slíkt veltur þó á því að Land- helgisgæslan sjálf beri upp óskir um hvað þurfi að bæta. Engin áform eru annars uppi um að stækka flota Gæslunnar, sem telur þrjár þyrlur, tvö skip og eina flugvél. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var rætt við Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, sem vakti máls á stöðu Gæslunnar í fyrirlestri um áhættumat á norðurslóðum í lið- inni viku. Leitar- og björgunarsvæði á ábyrgð Íslendinga er um 1,9 millj- ónir ferkílómetra að stærð, og sagði Björn ljóst að ef stórt skemmtiferða- skip lenti, til að mynda, í alvarlegu sjóslysi í jaðri þess, fjarri ströndum, þyrfti vart að spyrja að leikslokum. Boltinn hjá Gæslunni Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að taka verði til skoðunar fjárframlögin í ljósi umræðu um getuleysi Gæslunn- ar til að veita hjálp á flennistóru svæðinu. Aðspurður segist Willum ekki geta tjáð sig um hvort floti Landhelgisgæslunnar dugi til. „Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði,“ segir Willum. Í sama streng tekur Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmað- ur í fjárlaganefnd. Fyrstu umræðu um fjárlög sé nú lokið, en umsagn- arfrestur hagsmunaaðila ekki liðinn, og eigi hann von á að sjónarmið Landhelgisgæslunnar verði tekin til skoðunar eftir að þau berast. „Gæsl- an þarf að meta sína eigin þörf og það þyrfti þá að koma ósk frá henni á borð nefndarinnar,“ segir Ágúst og bætir við að gríðarlega mikilvægt sé að hér sé fullnægjandi björgunar- og eftirlitslið enda Íslendingar sjávar- þjóð. „Við þurfum að vera í stakk bú- in til að takast á við sjóslys, en ekki síður að hafa virkt eftirlit með um- hverfisslysum sem gætu reynst okk- ur dýrkeypt.“ Hættan á slíkum slys- um aukist með frekari skipaumferð um norðurskautið. Ýmislegt verið gert Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er kveðið á um heimild Gæslunnar til kaupa á þremur þyrlum, sem lagt er upp með að verði teknar í notkun ár- ið 2022. Þær leysi þá af þyrluna TF- LIF, sem hefur verið í eigu Gæsl- unnar frá árinu 1995, og leiguvél- arnar tvær TF-GRO og TF-EIR, sem eru frá 2010 en bættust í flotann í ár. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, að þær muni gera Gæslunni betur kleift að sinna skyldustörfum enda betur búnar, þótt þyrlunum fjölgi ekki. Við bætist að fjármagn hafi fengist til að bæta við sjöttu þyrluáhöfninni, sem bæti viðbragðsgetu Gæslunnar, enda þurfi ávallt að hafa aðra þyrlu til taks ef þyrla er send út fyrir 20 sjómílur. Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Ís- lands, staðfestir að enn sé verið að útfæra aðgerða- áætlun vegna hugsanlegs verk- falls blaðamanna og að horft verði til skæruverkfalla við útfærslu þeirra. Segir hann að áætlunin taki mið af því að reyna að hafa eins mikil áhrif og kostur er en með þeim hætti að það komi eins lít- ið og mögulegt er niður á starfsemi fjölmiðlanna. Segir hann að enn bendi flest til þess að grípa þurfi til verkfallsaðgerða. „Auðvitað vonar maður í lengstu lög að það muni ekki þurfa að grípa til aðgerða en blaðamenn verða eins og aðrir launamenn í þessu landi að vera tilbúnir að standa með kröfum sínum og þá er þetta ráðið sem við höfum samkvæmt lögum til að knýja á um samninga,“ segir Hjálmar. Spurður um þau áhrif sem verk- fall blaðamanna muni hafa á sam- félagið segir hann að Blaðamanna- félagið muni gæta þess að fjöl- miðlarnir í landinu verði enn fyrir hendi þrátt fyrir að gripið verði til aðgerða. „Við skiljum að við erum fjórða valdið og við erum ekki að fara að loka á upplýsingamiðlun í landinu en við erum að sýna það ótvírætt hvar við stöndum og að það þarf að semja við okkur eins og aðra,“ segir Hjálmar. rosa@mbl.is Enn stefnt á verkföll Hjálmar Jónsson  Aðgerðir hafi eins mikil áhrif og hægt er Unglæðan Everlasting Beyoncé af tegundinni Cornish Rex vann verðlaun sem besta læðan í þriðju kategoríu í sínum flokki tvo daga í röð á al- þjóðlegri kattasýningu Kynjakatta sem fór fram í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Er snöggur og liðaður feldur Cornish Rex- tegundarinnar eitt helsta einkenni hennar. Feldur Beyoncé er talinn afar fallegur en hann er í svo- kölluðum „lilac“-lit. Eigandi hennar, Arnar Snæ- björnsson, sem ræktar tegundina hér á landi, er stoltur af velgengni Beyoncé. Hann segir hana vera afar ljúfa, forvitna og einstaklega fallega. Segir hann hegðun Cornish Rex-tegundarinnar minna á margan hátt á hunda, þeir séu forvitnir, vilji mikla athygli og taki þátt í öllu. Beyoncé vann verðlaun tvo daga í röð Morgunblaðið/Eggert Alþjóðleg kattasýning Kynjakatta fór fram um helgina Evrópudómstóllinn (ECJ) í Lúx- emborg dæmdi 3. október að dóm- stólar einstakra Evrópuríkja gætu skikkað Facebook til að fjarlægja meiðandi ummæli og efni af sam- félagsmiðlinum hvar sem er í heim- inum. AFP-fréttastofan segir að lit- ið verði á dóminn sem sigur fyrir evrópsk stjórnvöld, sem vilji knýja bandaríska tæknirisa til að laga sig að hertum evrópskum reglum um hatursorðræðu og ærumeiðandi um- mæli. Austurríski stjórnmálamaðurinn Eva Glawischnig-Piesczek, sem er fyrrverandi talsmaður Flokks græningja, kærði Facebook á Ír- landi árið 2016. Tilefni kærunnar var frétt á austurrískum netmiðli þar sem Eva var sögð vera svikari, spillt og fasisti. Austurrískir dóm- stólar dæmdu að fjarlægja skyldi greinina af netinu og var það gert en írskur Facebook-notandi hafði sett hana á síðuna sína með smá- mynd (e. thumbnail) af upphaflegu síðunni. Eva vildi að Facebook á Ír- landi, þar sem evrópskar höfuð- stöðvar samfélagsmiðilsins eru, brygðist við og fjarlægði færsluna. Austurrískur dómstóll vísaði málinu til Evrópudómstólsins. Dómnum verður ekki áfrýjað Dómarar Evrópudómsins komust að þeirri niðurstöðu að ummælin væru ærumeiðandi í garð Evu og væru sýnileg notendum samfélags- miðilsins Facebook um allan heim. Eva sagði dóminn vera sögulegan sigur mannréttinda á vefrisunum. Ekki er hægt að áfrýja dómum Evrópudómstólsins og hafa þeir áhrif um alla Evrópu. Dómurinn er sagður munu leggja auknar skyldur á herðar Facebook og svipaðra miðla, t.d. Twitter, og gera þeim að fylgjast betur með innihaldi miðlanna og að fjarlægja særandi ummæli eða hatursfull, jafnvel frá falsnotendum. Facebook gagnrýndi dóminn harðlega og sagði hann geta haft „hrollkennd áhrif“ á tjáningar- frelsið. Auk þess fer dómurinn á svig við þá meginreglu að eitt ríki geti ekki með lögum sínum haft áhrif á tjáningarfrelsi í öðru ríki, að því er Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði. Samtök sem berjast fyrir tjáningarfrelsi vöruðu við því að dómurinn gæti ógnað tjáning- arfrelsi á netinu. Hann merki að dómstóll í einu Evrópuríki gæti lát- ið fjarlægja efni af samfélags- miðlum í öðrum löndum, jafnvel þótt efnið bryti ekki í bága við þar- lend lög. gudni@mbl.is Auknar skyldur á Facebook  Dómurinn sagður sigur fyrir evrópsk stjórnvöld  Dómurinn geti haft „hrollkennd áhrif“ að mati Facebook

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.