Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þörfin fyrir fleiri bráðalækna á Íslandi er mikil og brýn. Þróun- in í faginu er hröð og sífellt er ný þekking að koma fram. Það hve hátt bráðadeildin skoraði í mati sérfræðinga sem tóku út fyrirkomulag náms og kennslu hér stað staðfestir að sérnámið á Landspítala er fyllilega sam- bærilegt við það sem gerist á sambærilegum sjúkrahúsum er- lendis,“ segir Hjalti Már Björns- son, bráðalæknir og kennslu- stjóri á bráðamótttöku Landspítalans í Fossvogi. Tengt öllum sérgreinum Nýlega veitti mats- og hæf- isnefnd heilbrigðisráðuneytisins bráðamóttöku Landspítala heim- ild til þess að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Skoðuð voru 22 atriði sem lúta að skipulagi og framkvæmd sérnámsins, sem fékk 124 stig af 132 mögulegum. Þá segir nefnd frá Royal College of Emergency Medicine í Bret- landi kennsluna samræmast breskum stöðlum, en þeir eru notaðir til grundvallar allri kennslunni. Alls tekur nám í bráðalækningum sex ár og krafa er gerð um að hálft ár af náms- tímanum sé tekið á viðurkenndu sjúkrahúsi erlendis. Í dag eru alls 15 sérnáms- læknar í bráðalækningum starf- andi á Landspítala, en námið má að hluta til taka við sjúkrahúsið á Akureyri, en nyrðra eru tæki- færi til þjálfunar við sjúkraflug. Að vissu leyti má segja að bráðalæknir þurfi að kunna eitt- hvað tengt öllum sérgreinum. Því er námsdvöl í lyf-, gjör- gæslu- og skurðlækningar einnig hluti af náminu. - Einnig er kennsla í hemilislækningum komin hingað heim. „Sjúklingar sem hingað koma eru margir slasaðir og fá þá strax viðeigandi hjálp. Aðrir eru með óljós sjúkdómseinkenni og þá er læknis að greina stöð- una og vísa til sérfræðinga á öðrum deildum. Kviðverkur vegna nýrnasteina er mál þvag- færalæknis og æðagúlp í kviðar- holi sinna sérfræðingar í æða- skurðlækningum,“ segir Hjalti Már og heldur áfram: „Jú, vissulega eru bráða- lækningar oft mjög krefjandi og reyna á fólk. Því eru verklegar æfingar og skipulögð hand- leiðsla reyndra lækna mik- ilvægur þáttur í náminu. Ekki síður skiptir miklu að læknar fari utan til náms, sem ég tel eina af helstu ástæðum þess hve vel heilbrigðisþjónustan á Ís- landi kemur vel út í alþjóðlegum samanburði. Íslenskir læknar fara víða til náms og færa hing- að heim hugmyndir og þekkingu á því besta sem aðrar þjóðir gera.“ Biðtími verði styttri Starfið á bráðamóttöku Landspítalans er í sífelldri þróun. Á síðustu misserum hefur til dæmis móttaka á slösuðu fólki verið þjálfuð og eins hvernig best megi sinna þeim sem fá heilaslag eða krans- æðastíflu. Innleiðing ómskoð- unar við fyrstu athugun á sjúk- lingi er annað umbótaverkefni. „Við ýmsar kerfisbreyt- ingar hér á deildinni síðustu ár- in hefur alltaf verið áherslumál okkar að halda niðri og stytta biðtíma þeirra sem hingað leita. Það segir sig sjálft hve fólki líð- ur illa þegar það kemur á bráðamóttöku; hrætt og kvalið,“ segir Hjalti og enn fremur: „Hér erum við hins vegar að glíma við kerfisvanda; á bráðmóttökunni eru 36 sjúkra- rúm og stundum eru 30 þeirra teppt af fólki sem hefur fengið þjónustu hér og ætti að fara strax á aðrar sjúkradeildir eða hjúkrunarheimili sem ekki tekst. Staðreyndin er sú að frá- flæðisvandanum er velt yfir á bráðamóttöku Landspítalans. Samt hefur okkur þó tekist að halda biðtímanum innan þolan- legra marka. Ef tekst að taka á vandamálinu með til dæmis fjölgun vistunarrýma fyrir aldr- aða ætti bið á bráðamóttöku að heyra til undantekninga.“ Fíknisjúkum fjölgar Segja má að bráðamót- takan sé gáttin inn í heilbrigðis- kerfið og Landspítalann. Þangað kemur fólk vegna slysa og hinna ýmsu sjúkdóma og öllu þarf að sinna. Svo breytast veikindin og vandamálin og að síðustu misserin hefur tilvikum þar sem fólk leitar á deildina vegna fíknisjúkdóma fjölgað verulega. „Það er mikilvægt að styðja meðferð við fíknisjúkdómum og draga þannig úr skaðanum sem ofnotkun á verkjalyfjum og örv- andi efnum veldur. Þá er stór hluti af vinnu okkar hér á bráðamóttökunni á nætur- vöktum um helgar að sinna fólki sem hefur drukkið of mik- ið og veikist og slasast af þeim sökum. Ofnotkun á áfengi er um margt falið vandamál og af- leiðingarnar alvarlegar.“ Sérfræðinám í bráðalækningum nú í boði á Landspítalanum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bráðalæknir Stytta biðtíma fólks sem hingað leitar. „Það segir sig sjálft hve fólki líður illa þegar það kemur hrætt og kvalið,“ segir Hjalti Már. Þörfin er mikil og þróunin hröð  Hjalti Már Björnsson er fæddur 1972. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ og útskrifaðist úr lækna- deild Háskóla Íslands 1998. Lauk sérfræðinámi í bráða- lækningum við Eastern Virg- inia Medical School í Banda- ríkjunum árið 2010 en hefur starfað sem bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítala frá 2011, þar af sem kennslu- stjóri frá 2012.  Lektor í bráðalækningum við Háskóla Íslands auk þess að starfa hluta úr ári við Mayo Clinic heilbrigðis- stofnun í Minnesota, frá árinu 2016. Hver er hann? Björn Þorbjarnarson, fyrrverandi skurðlækn- ir í New York, er látinn 98 ára að aldri. Björn var yfirlæknir á New York-sjúkrahúsinu og naut viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar, kennslu og læknisstörf á langri starfsævi. Björn komst í hringiðu heimsviðburða árið 1979 þegar hann skar upp Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara sem þá var í útlegð í Bandaríkjunum. Meðal annarra sjúklinga Björns voru eðlis- fræðingurinn J. Robert Oppenheimer og listamaðurinn Andy Warhol. Björn fæddist á Bíldudal 9. júlí 1921. Foreldrar hans voru Þorbjörn Þórðarson, læknir á Bíldudal og Guð- rún Pálsdóttir, húsfreyja á Bíldudal. Björn var næstyngstur af sjö systk- inum, en þau voru Páll alþingismaður og útgerðareigandi í Vestmanna- eyjum, Þórður, forstjóri Fiskistofu, Arndís, húsfreyja og hreppsnefndar- kona á Selfossi, er eitt sinn var barn- fóstra fyrir J.R.R. Tolkien, höfund Hringadróttinssögu, Sverrir, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Guðrún, húsfreyja í Reykjavík og Kristín, húsfreyja og prófarkalesari í Reykjavík. Eru systkinin nú öll látin. Björn varð stúdent frá MA 1940 og cand. med. frá HÍ 1947. Hann starfaði sem að- stoðarlæknir hjá hér- aðslækninum í Patreks- fjarðarhéraði sumarið 1947 og kandídat frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1948 en það- an hélt hann til Banda- ríkjanna. Björn lauk sérfræðiprófi í skurð- lækningum 1954 og fékk almennt lækn- ingaleyfi í New York- ríki 1955. Hann var prófessor handlækn- ingadeildar á New York Hospital, Cornell University Medical Center frá 1968 til starfs- loka. Björn ritaði fjölmargar greinar í erlend læknarit einn eða með öðrum og á átti þátt í þróun skurðlækninga á þessum árum. Barnsmóðir Björns af fyrra sam- bandi er Hulda Guðrún Filippus- dóttir. Dætur þeirra eru tvíburasyst- urnar Kristín og Guðrún, f. 12. september 1946. Í Bandaríkjunum gekk Björn að eiga Margaret Thor- bjarnarson (f. 1928). Þau eignuðust John Björn dýrafræðing (f. 1957 d. 2010), Kathryn Wilmu jarðfræðing (f. 1959), Paul Stewart tónlistarmann og tölvuforritara (f. 1960, d.1996) og Lisu Anne (f. 1964) bókmenntafræð- ing. Björn lætur eftir sig 11 barna- börn og 20 barnabarnabörn. Andlát Björn Þorbjarnarson Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun hefur túlkað ákvæði laga um eftirlit stofn- unarinnar með starfsemi Íslands- pósts of þröngt, að mati samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneyt- isins til stofnunarinnar, sem sent var í ágúst. Í lögum um Póst- og fjarskipta- stofnun er stofnuninni gert að hafa eftirlit með starfsemi póstrekenda, þar með talið fjárhagsstöðu, til að ganga úr skugga um að hann sé fær um að veita þá þjónustu sem rekstrarleyfi kveður á um, en því hlutverki hafi stofnunin ekki sinnt nægilega vel í tilviki Íslandspósts, en fjárhagur fyrirtækisins hefur, sem kunnugt er, verið í miklum ólestri að undanförnu og tapaði fyrirtækið 293 milljónum króna í fyrra. Engu að síður er þess getið í bréf- inu að Póst- og fjarskiptastofnun hafi þó haft eitthvert eftirlit með póst- inum, til að mynda fylgst með bók- haldslegum aðskilnaði félagsins og eftirliti með gjaldskrám alþjónustu. Í bréfinu er því einnig velt upp hvort ástæða sé til að breyta lögum um stofnunina í ljósi nýs lagabálks um net- og upplýsingakerfi, Kóðans, sem til stendur að leggja fyrir þingið. Ekki sinnt eftirliti sem skyldi  Íslandspóstur tapaði 293 milljónum í fyrra Morgunblaðið/Hari Pósturinn Vörubílar Íslandspósts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.