Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 10
Það var margt um manninn þegar bifreiðauppboð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fór fram í húsakynnum Vöku sl. laugardag. Venju samkvæmt var fólki gert að greiða fyrir kaup sín á staðnum og myndaðist nokkuð góð stemn- ing þegar uppboðshaldarar reyndu að fá viðstadda til að lyfta hendi og bjóða þannig í ökutækin. Bílarnir sem seldir voru eru ef- laust í jafn misjöfnu ástandi og þeir eru margir, en lítill tími gefst til að kanna nákvæmt ástand gripanna þegar uppboð eru haldin. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um uppboðsbíla á heima- síðu Vöku sem og næstu uppboð, en Vaka og sýslumaður standa reglulega að viðburði sem þess- um. Bílar boðnir upp í húsnæði Vöku Morgunblaðið/Eggert Vaka Hann virtist nokkuð einbeittur maðurinn með húfuna á uppboðinu. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Fjarvistum starfsfólks vegna veik- inda hefur fjölgað hjá Reykjavíkur- borg líkt og víðast hvar í samfélag- inu. Í ljós hefur komið að veikinda- fjarvistum fækkaði ekki samhliða tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þegar á leið þó að stytting vinnu- tímans hefði já- kvæð áhrif á líðan starfsfólks. Þetta má lesa út úr upplýsingum sem Lóa Birna Birgis- dóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis- sviðs borgarinn- ar, kynnti í erindi á fjármálaráð- stefnu sveitarfélaga í gær. Lóa Birna sagði að ekki væri hægt að draga beinar ályktanir um að stytting vinnuvikunnar hefði áhrif á veikindafjarvistir. Fyrst eftir að tilraunaverkefnið hófst dró úr skammtímaveikindum en það gerð- ist ekki þegar lengra leið á verkefnið og veikindafjarvistir jukust síðan eftir að þátttaka í tilraunaverkefn- inu hafði varað í ákveðinn tíma. Lóa Birna segir í svari til blaðsins að á fyrsta ári tilraunaverkefnisins hafi tveir starfsstaðir tekið þátt og í upphafi hafi úr veikindafjarvistum á þessum stöðum. Veikindafjarvistir hafi svo aukist aftur þegar leið á verkefnið. ,,Í öðrum áfanga verkefnisins voru yfir hundrað starfsstaðir sem tóku þátt, eða um 2.500 starfsmenn. Í þeim áfanga var ekki unnt að draga skýra ályktun um áhrif verk- efnisins á veikindafjarvistir. Veik- indafjarvistir hafa verið að aukast í samfélaginu og það sama á við um þátttökustaði í tilraunaverkefninu. Sveiflur voru í veikindahlutföllum þátttökustaða. Á sumum stöðum dró úr veikindafjarvistum og á öðrum stöðum jukust þær. Heildaraukning veikindafjarvista þátttökustaða var hins vegar minni hjá þeim sem höfðu meiri styttingu en hjá þeim sem höfðu minni styttingu,“ segir hún. Jákvæð áhrif á almenna líðan Framkvæmdar voru kannanir á líðan starfsfólks á tilraunatímanum og voru þær niðurstöður varðandi áhrif styttingarinnar skýrari en varðandi veikindafjarvistir. ,,Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hafði jákvæð áhrif á almenna líðan starfs- manna. Jafnframt voru þátttakend- ur í tilraunahópi líklegri til að eiga sjaldnar við vinnutengt álag að stríða en samanburðarhópur og það dró úr líkamlegum álagseinkennum hjá þeim sem fengu styttingu. Jafn- framt fundu þátttakendur í tilrauna- hópi fyrir betri starfsanda á vinnu- stað og fundu fyrir betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.“ omfr@mbl.is Veikindafjar- vistum fjölgaði  Jákvæð áhrif á líðan af styttingu Morgunblaðið/Hari Bólusetning Veikindafjarvistum fækkaði ekki samhliða tilraunaverkefni. Lóa Birna Birgisdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjómenn láta vel af síldarvertíðinni úti fyrir Austfjörðum; tíðin hefur yfirleitt verið góð, síldin ekki verið mjög langt frá landi og afli verið góður. Haft var eftir Tómasi Kára- syni, skipstjóra á Beiti, á vef Síld- arvinnslunnar á fimmtudag, að upp á síðkastið hefði orðið vart við síld af öðrum stofni í bland við norsk- íslensku síldina og hafi bátarnir m.a. þess vegna fært sig utar. „Athyglisvert er að þessi síld, sem við teljum vera íslenska sumargots- síld, er algjörlega laus við sýkingu, en hún er fjarri því eins feit og norsk-íslenska síldin,“ segir Tómas. Guðmundur J. Óskarsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, er ekki sannfærður um að þarna sé eingöngu um að ræða íslenska sumargotssíld í bland við þá norsk- íslensku. Hann segist taka undir að þarna sé ekki um norsk-íslenska vorgotssíld að ræða þar sem kyn- kirtlar hennar eru stórir og þrosk- aðir á þessum árstíma sem að- greini hana auðveldlega frá hinum stofnunum. Hins vegar geti þetta líka verið Norðursjávarsíld, sem gangi allt norður fyrir Færeyjar í fæðuleit á sumrin, eða síld frá Lofoten- svæðinu, en báðir þessir stofnar hrygni síðsumars eða á haustin. Þessi sumar/hausthrygnandi síld hafi fengist í auknum mæli við veiðar á norsk-íslenskri síld síðustu ár. „Við höfum hins vegar ekki að- ferð til að greina milli þessara sumar/hausthrygnandi stofna á þessum tíma og styðjumst því mik- ið við hvar hún veiðist,“ segir Guð- mundur. Hann segist telja ólíklegt að ís- lensk sumargotssíld sé eins ut- arlega og þessi síld hefur fundist í ár og síðustu haust, þótt hún kunni vissulega að vera á landgrunninu og við landgrunnshallann. Þá virð- ist hún vera án sýkingar sem hefur herjað á íslensku sumargotssíldina síðustu ár, en rannsóknir á þeim stofni hafa sýnt viðvarandi sýk- ingu. Loks nefnir Guðmundur að við síldarleit í desember í fyrra og mikla loðnuleit síðasta vetur hafi ekkert fundist af síld á þessum slóðum. Það bendi til að síldin hafi gengið í átt til Noregs er líður á vetur og það geri íslenska síldin tæplega. Erfðarannsóknir í gangi Guðmundur segir að hafrann- sóknastofnanir á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi vinni í samvinnu við Matís og Síldar- vinnsluna að erfðarannsóknum á þessum síldarstofnum með það markmið að þróa aðferð til að geta greint á milli þeirra. Á undan- förnum árum hefur verið safnað sýnum, og verður fram haldið í ár, sem verða greind í þessu verkefni. Það er meðal annars styrkt af nor- rænu Atlantshafsnefndinni (NORA). Vænst er niðurstaðna á komandi ári og þá verði vonandi hægt að segja til um hvaða síld- arstofnar séu þarna á ferðinni. Góð vertíð en óljóst með uppruna hluta síldarinnar  Síldin ekki mjög langt frá landi og aflinn góður Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Síldveiðar Sjómenn segja veiðar ganga vel úti fyrir Austfjörðum og er síld- in sögð ekki langt frá landi. Þá er síldin algerlega laus við sýkingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.