Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.10.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 7. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.25 123.83 123.54 Sterlingspund 152.04 152.78 152.41 Kanadadalur 92.42 92.96 92.69 Dönsk króna 18.123 18.229 18.176 Norsk króna 13.523 13.603 13.563 Sænsk króna 12.517 12.591 12.554 Svissn. franki 123.99 124.69 124.34 Japanskt jen 1.1543 1.1611 1.1577 SDR 168.4 169.4 168.9 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.9463 Hrávöruverð Gull 1509.5 ($/únsa) Ál 1696.5 ($/tonn) LME Hráolía 57.69 ($/fatið) Brent Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Öryggisógnir og fyrirmælasvik eru að verða áberandi vandamál í daglegum rekstri fyrir- tækja og sífellt flóknari viðureignar. Tölvu- þrjótar hafa í auknum mæli beint sjónum sín- um að Íslandi. Þeir beita útsmognum aðferðum sem erfitt getur verið að sjá í gegnum og geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag og ímynd fyrirtækja. Allir þurfa að vera á tánum. Til að fjalla um öryggis- mál þessi hafa Reiknistofa bankanna (RB) og Syndis boðað til ráðstefnu á Grand hóteli miðvikudaginn 9. október. Þar verður boðið upp á röð áhugaverðra fyrirlestra um öryggismál. Fyrirlesararnir eru allir al- þjóðlegir sérfræðingar í netöryggismálum og með áratuga reynslu og þekkingu á því sem er að gerast á þeim vettvangi og viðbrögðum við net- árásum af öllu tagi. Eru þeir m.a. frá CSIS Security Group, Duo Security og Google. „Ráðstefnan er samstarfsverkefni RB og Syndis sem er eitt öflugasta netöryggisfyrir- tækið á Íslandi. Með ráðstefnunni viljum stuðla að enn frekari umræðu um öryggismál og einnig mikilvægi þess að búa sig undir það versta, þ.e. að verða fyrir barðinu á óprúttnum aðilum sem tekst að ógna öryggi fyrirtækja og einstaklinga með netárásum, innbrotum eða netsvikum,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri RB. Krónan viss vörn „Netglæpir þekkja engin landamæri og því eru íslensk fyrirtæki í jafnmikilli hættu og er- lend fyrirtæki hvað varðar öryggisógnun í formi tölvuglæpa, árása eða innbrota. Það má þó vera að einhver vörn felist í íslensku krón- unni. Það sama á við um einstaklinga; Íslend- ingar geta verið skotspónn netsvikara á sama hátt og gerist erlendis. Á Íslandi hefur verið mikil umræða síðustu misseri um svokallaða „CFO fraud“-glæpi, en nokkur fyrirtæki hafa tapað miklum upphæðum vegna þannig glæpa nýverið,“ segir Ragnhildur. „Netárásir geta haft alvarleg áhrif á virkni fjármálainnviða en alvarlegar og endurteknar netárásir eru ekki einungis taldar geta ógnað fjármálastöðugleika heldur jafnvel þjóðar- öryggi,“ bætir Ragnhildur við. Þess má geta að Atlantshafsbandalagið skilgreinir nú net- öryggi sem fjórðu vídd sameiginlegra varna. Samstarfsvettvangur Ragnhildur segir að öryggið verði aldrei 100%. Með markvissri vinnu megi þó draga úr líkum á því að verða fyrir alvarlegu tjóni af völdum tölvuárása. Hún segir mikilvægt að gæta að tæknilegum vörnum gegn tölvu- árásum. Mikilvægt sé að fræða einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja því það sé algengt að óprúttnir aðilar reyni að blekkja starfsfólk til að ná aðgengi að kerfum og gögnum. Mannlegi þátturinn sé oft veikasti hlekkurinn þegar kemur að öryggismálum. Þó að tæknilegar varnir séu góðar sé ekki á allra færi að lesa úr þeim upplýsingum sem tækin og tólin upplýsa, það sé oft kostnaðarsamt og ekki á allra færi. Einnig sé nauðsynlegt að gera prófanir, hafa uppfærslur á búnaði í lagi og hafa aðgerðar- áætlun ef eitthvað komi fyrir. „Samstarf er lykilatriði í baráttu gegn net- glæpum. Samstarf aðila eins og fjármála- fyrirtækja, samstarf atvinnugreina, samstarf við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði öryggismála. Í undirbúningi er að frumkvæði Seðlabankans samstarfsvettvangur um rekstraröryggi fjármálakerfisins, sem á að vinna sameiginlega að eflingu öryggismála á fjármálamarkaði og viðbragða við þeim. Einn- ig er mikilvægt að huga að viðbrögðum við ör- yggisatvikum, þ.e. að vera með neyðaráætlanir til að bregðast við atvikum. Atvik eru vissulega víðtækari en netárásir, s.s. bilanir, mannleg mistök og áhrif margs konar utanaðkomandi atvika,“ segir Ragnhildur. Hún bætir við að ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða muni taka gildi 1. sept 2020. Segir Ragnhildur að með þeim verði Netöryggissveit Íslands (CERT- ÍS) lykilviðbragðsaðili vegna netárása. Margt sé enn óljóst en þó sé ljóst að með lögunum sé verið að kalla eftir betri viðbrögðum og upplýs- ingagjöf þegar atvik eigi sér stað. „Það er von RB að þessi ráðstefna verði til þess að opna augu þátttakenda enn frekar fyrir þeirri alvarlegu öryggisógnun sem netglæpir eru, að samstarf milli fyrirtækja í hverri at- vinnugrein séu lykill að öruggum rekstri tölvu- kerfa og almenn fræðsla og umræður þurfi alltaf að vera í gangi og aldrei megi slaka á al- mennum öryggiskröfum. Og síðast en ekki síst er mikilvægt að við höfum í huga að öryggis- mál snúast um samstarf en er ekki sam- keppnismál,“ segir Ragnhildur. Ljóst má vera að þessi mál eru í brennidepli því uppselt varð á ráðstefnuna á aðeins nokkrum dögum. Netglæpir flókin starfsemi Meðal fyrirlesara er Daninn Peter Kruse, forstöðumaður CSIS eCrime Unit hjá CSIS Security Group A/S í Kaupmannahöfn. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði hann að netheima- glæpir hefðu þróast og væru orðnir að flóknum viðskiptum með þjónustusamningum, upp- færslum og stuðningsgjörðum. Aldrei hefði verið eins auðvelt að vera netheimaglæpon eins og nú og glæpir sem þjónustustarfsemi væru orðnir stórfellt vandamál fyrir hagkerfi heimsins. „Tölvuárásir eru orðnar svæsnari og skað- legri. Við erum ekki einungis að sjá bratta aukningu flókinna ránforrita heldur einnig beinskeytt áhlaup. Árásarmennirnir skiptast á aðgangi að stórum netum í þeim tilgangi að auka á arðheimtu sína. Sem dæmi um slíkar árásir má nefna Norsk Hydro og fleiri alþjóð- leg stórfyrirtæki. Samhliða árásunum er aukin sviksemi með tölvupósti,“ segir Kruse. Spurður hvort hættan á netárásum sé varan- leg segir hann: „Stafræn árás getur valdið meiri háttar röskun og beinlínis stöðvað þjónustustarfsemi fyrirtækja. Í árás geta glatast hugverk og fjár- munir og vörumerki skaðast. Tapið af árásinni gæti ekki einungis snúist um gríðarlegar fjár- hæðir heldur getur hún einnig bitnað á gengi hlutabréfa fyrirtækis og orðstír þess.“ Eru einhverjar lausnir til á vanda þessum? „Ég mun í fyrirlestri mínum koma inn á við- bótaraðgerðir og tæknilegar varnir gegn margbrotnum tölvuárásum. Þá mun ég fjalla um nokkrar árásir sem átt hafa sér stað síðasta árið og varpa ljósi á hvað fór þar úrskeiðis. Ekkert nettengt fyrirtæki er algjörlega óhult. En meðal helstu vopna til að tryggja óraskaða starfsemi fyrirtækja er að þætta netkerfin nið- ur og stilla búnað svo hann verði öruggari, auka á meðvitund notenda og taka upp viðeig- andi afritunaraðferðir,“ segir Peter Kruse. Tölvuárásir eru orðnar svæsnari  Netglæpir þekkja engin landamæri og því eru íslensk fyrirtæki í jafnmikilli hættu og erlend fyrirtæki Ragnhildur Geirsdóttir Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sem fer með forystu í Evrópusambandinu (ESB), segist hafa tjáð Boris Johnson í síma- samtali í fyrradag að nauðsynlegt væri að finna lausn á brexit- deilunni í síðasta lagi um næstu helgi. Írski forsætisráðherrann Leo Varadkar segist telja samninga mögulega en nýjar tillögur Johnson til lausnar deilunni gangi þó ekki nógu langt. Krisjanis Karins, for- sætisráðherra Lettlands, sagði í gær að nýtt samkomulag virtist langt undan en „tvímælalaust“ mögulegt. Boris Johnson sagði í gær stuðn- ing við nýjar tillögur hans í þinginu fara vaxandi. Hvatti hann ESB til málamiðlunar. Nýtt samkomu- lag um útgöngu Breta úr ESB færi eftir samn- ingsvilja ESB. Stephen Barclay, sem fer með brexit-málin í stjórn Johnson, eggjaði ESB lögeggjan í gær að setja aukinn kraft í viðræðurnar. Hefst ný samningslota í dag og verður reynt að ná nýju sam- komulagi í tíma fyrir leiðtogafund ESB 17. október. agas@mbl.is Antti Rinne Gefur Brexit viku Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.