Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
✝ Björn PálmiHermannsson
fæddist að Mikla-
hóli í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði
16. júlí 1938. Hann
lést á heimili sínu
22. september
2019.
Foreldrar
Björns voru Her-
mann Sveinsson, f.
20. nóvember
1893, d. 8. janúar 1968, bóndi
og smiður á Stafnshóli í
Deildardal og á Miklahóli, og
Jónína Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja, f. 16. apríl 1897, d.
16. maí 1972.
Björn var yngstur af níu
systkinum, þau eru: 1) Anna
Sölvadóttir, f. 1923, d. 2000. 2)
Sigríður Sölvadóttir, f. 1924, d.
1925. 3) Sigríður Sölvína
(Dolla), f. 1926, d. 2015. 4) Sig-
urlaug, f. 1929. 5) Jón, f. 1931,
d. 1947. 6) Heiðrún Dísa, f.
1932. 7) Sigrún, f. 1935. 8)
Hallfríður, f. 1936, d. 2017.
Björn Pálmi giftist Guðrúnu
Láru Jónsdóttur þann 24. maí
1964 en hún var fædd 12. apríl
Jamchi, f. 22. júní 1994. b)
Markús Darri Maack, f. 9.
ágúst 1998, maki Þórdís Jó-
hannesdóttir, f. 29. september
1997. c) Styrmir Steinn Maack,
f. 31. mars 2000, maki Birna
Lind Pálmadóttir, f. 18. desem-
ber 2000.
Núlifandi lífsförunautur er
Hildur Högnadóttir, f. 9. des-
ember 1946. Dætur hennar
eru: Kristín Völundardóttir, f.
18. febrúar 1966, Anna Guðrún
Gylfadóttir, f. 17. desember
1968, og Þórhildur Gylfadóttir,
f. 23. desember 1976.
Björn kláraði rennismíði frá
Iðnskóla Sauðárkróks og fékk
sveinsbréfið í greininni árið
1961 og meistarabréfið árið
1969. Hann var á samning hjá
vélsmiðjunni Hamri á meðan á
námi stóð, vann einnig á
smíðaverkstæði, síðar kyndari
og þriðji vélstjóri á Elliða S1.
Björn byrjaði sem sumarstarfs-
maður í slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins árið 1965 en
var ráðinn sem brunavörður í
ársbyrjun árið 1967, 2001 fór
hann í dagvinnu á verkstæðinu
og lauk starfsævi sinni þar í
lok maí 2003. Björn flutti í
Kópavoginn árið 1969 og bjó
alla tíð að Holtagerði 30.
Útför Björns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 7. októ-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1944, látin 28. nóv-
ember 1997.
Saman eignuðust
þau tvær dætur.
Þær eru:
1) Rannveig
Steinunn, f. 23.
maí 1963, d. 31.
desember 2018,
eftirlifandi eig-
inmaður hennar er
Jóhannes Jökull
Jóhannesson, f. 3.
ágúst 1962. Börn Steinunnar
og Jóhannesar eru: a) Jóhann-
es Jökull, f. 14. september
1990, maki Julie Strunk Niel-
sen, f. 11. febrúar 1992, börn
þeirra eru Jonatan Jökull
Strunk Jóhannesson, f. 18. júní
2016, og Anna Gudrun Strunk
Jóhannesdóttir, f. 26. desem-
ber 2017. b) Björn Pálmi Jó-
hannesson, f. 9. nóvember
1995. Þau eru öll búsett í Dan-
mörku.
2) Birna Björnsdóttir, f. 1.
september 1968. Börn Birnu
og Kristjáns Maack, fyrrver-
andi eiginmanns, eru: a) Pétur
Andreas Maack, f. 23. október
1990, maki er Nadia Margrét
Elsku pabbi, það er svo óskilj-
anlegt að þú sért farinn. Hér
heima hjá mér varst þú í klipp-
ingu og kaffibolla daginn fyrir
andlát, spenntur yfir því að fara
í ykkar fyrstu ferð með eldri
borgurum til Færeyja nokkrum
dögum síðar. Minningarnar
hrannast upp, annaðhvort voru
jólin haldin fyrir klukkan hálf
átta eða eftir hálf átta við vakta-
skipti á slökkvistöðinni. Margar
eru þær „bingó“-sögurnar sem
þú sagðir, en þú minntir mig á
að segja bingó ef þú varst búinn
að segja mér söguna áður, já eða
30 sinnum áður. Við starfslok
hjá slökkviliðinu lést þú gamlan
draum verða að veruleika og ég
fór til Ameríku og keypti fyrir
þig Harley Davidson-mótorhjól.
Félagarnir sem þú hefur kynnst
í gegnum hjólaklúbbana eru ófá-
ir og ferðirnar um allt land
margar, síðasta langferðin var
til Akureyrar í júlí síðastliðnum,
þú varst sko mesti töffarinn!
Framparturinn, bíllinn þinn
21 árs gamall, ber merki um að
vel fórstu með alla hluti, hann er
næstum eins og nýr, hjólin þín
og gamla vespan og öll verkfær-
in enn í kössunum fylla bílskúr-
inn og í skýjunum varstu með
glænýja rauða djásnið eins og
þú kallaðir nýja bílinn, ekkert
nema rauður kom til greina.
Elsku pabbi, minningarnar og
sögurnar þínar fylgja okkur um
ókomna tíð, hvíldu í friði.
Þin dóttir,
Birna.
Í dag kveðjum við Björn, eða
Babú eins og við systurnar köll-
uðum hann okkar á milli. Lífs-
hlaup hans var farsælt og
spennandi en það sem helst ein-
kenndi Björn var stór kunn-
ingjahópur hvaðanæva, sífelld
eljusemi og það stærsta og
greiðviknasta hjarta sem við
höfum kynnst. Björn og móðir
okkar Hildur kynntust fyrir 21
ári og voru samstiga allt til hins
síðasta þegar Björn varð bráð-
kvaddur, sem í raun lýsir honum
til hins ýtrasta, ekkert að láta
fólk hafa fyrir sér, enginn fyr-
irvari og engin tilætlunarsemi.
Björn var afspyrnu handlaginn
og þau eru ófá tækin sem hann
vakti til lífsins. Jólaskraut sem
búið var að afskrifa gæddi hann
nýju lífi með hugmyndaauðgi og
útsjónarsemi, gerði við vespur
og bíla og var alger galdrakarl í
þessum efnum. Síðan dyttaði
hann að öllu öðru fyrir þá sem
um það báðu. Björn var nefni-
lega alveg sérlega ósérhlífinn og
greiðvikinn. Svo má ekki gleyma
hvað hann var skemmtilegur og
er hláturinn hans okkur mjög
minnisstæður og enginn vafi að
Björn var mættur þegar sá hlát-
ur heyrðist. Þegar á mannamót
var komið var Björn hrókur alls
fagnaðar og alls staðar mátti sjá
að öllum líkaði við hann og
breytti engu hvar á jarðar-
kringlunni hann var.
Björn og mamma ferðuðust
mikið og fengum við systur að
fara nokkrum sinnum með. Voru
þær ferðir alveg einstaklega vel
heppnaðar. Þau ferðuðust til
Norðurlandanna og heimsóttu
reglulega dóttur hans Steinunni
sem nú er fallin frá, fóru til ým-
issa Evrópulanda en þau fóru
líka lengra, bæði til Taílands og
Kína en Björn lét það vera að
heimsækja Bandaríkin og nýtti
sér kunningsskapinn til að
kaupa þar reiðfák. Ein af síð-
ustu stóru skoðunarferðunum
þeirra hjónaleysa var til Kína
seint á árinu 2018 og þá var nú
margt brallað. Óhætt er að segja
að allir þeir leiðsögumenn sem
hann hitti á þessum þrem vikum
eigi góðar minningar um kátan
og hressan eldri mann frá Ís-
landi sem jók á vegsemd lands-
ins og kveikti í mörgum að heim-
sækja klakann í norðri.
Ekki má gleyma öllum minn-
ingunum um hann í garðinum í
Vallargerði þar sem hann var að
laga, breyta eða bæta það sem
þurfti og munu þær minningar
fylgja okkur systrum um
ókomna tíð. Að lokum verður að
nefna vínrauða Harleyinn sem
keyptur var í Bandaríkjunum,
kallinn sitjandi klofvega á fákn-
um í sérmerktu vesti á leið í
reiðtúr, annað hvort einn eða í
hópi Gaflaranna, rauða Mitsub-
ishi Pajeronum sem hann kallaði
frampartinn, enda eingöngu um
hálfan jeppa að ræða sem vant-
aði afturhlutann á, eða rauðu
Piaggio Vespunni sem var næst-
um eldri en kallinn og hann
nýbúinn að gera upp. Allir þess-
ir fákar lifa húsbónda sinn sem
er til marks um hæfileika Björns
og þolinmæði. Þá má merkja að
rauður var hans uppáhaldslitur
og því ekkert skrítið að hann
fengi augastað á mömmu með
sitt rauða hár. Já, það mætti
halda áfram endalaust um þenn-
an góða mann Björn sem nú er
farinn frá okkur en komið er að
kveðjustund. Mikið hefðum við
viljað lengri tíma með þér en
stundin er komin, elskulegi frá-
bæri Björn. Elsku mamma,
elsku Birna og kæru barnabörn,
missir ykkar er mikill og
sendum við ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og vonum
að það sé huggun harmi gegn að
Björn átti farsælan lífsferil sem
hann ferðaðist í gegnum með
góðum lífsförunautum.
Anna Guðrún,
Kristín og Þórhildur.
Í dag kveðjum við tengdaföð-
ur, afa, langafa og góðan vin,
Björn Pálma Hermannsson.
Ég kynntist Bjössa fyrir gott
40 árum er ég og Steinunn, eldri
dóttir hans, fórum að draga okk-
ur saman. Honum leist nú senni-
lega ekki of vel á biðilinn en við
urðum smátt og smátt góðir
vinir. Hann sagði aldrei sérlega
margt en þegar það var sagt
sem þurfa þótti var eftir tekið.
Hjálpsamari mann hef ég ekki
þekkt, handlaginn og ráðagóður,
nutu margir góðs af því.
Þessi fjölskylda fór ekki í
gegnum árin án þess að vera
minnt á það sem lífið hefur upp á
að bjóða, Guðrún kona hans og
móðir Steinunnar og Birnu
dætra hans féll frá langt um ald-
ur fram og ekki er langt síðan
við kvöddum Steinunni dóttur
hans.
En það góða er að alltaf birtir
upp á milli, barnabörnin eru
fimm og barnabarnabörnin tvö.
Bjössi eignaðist góðan förunaut,
Hildi Högnadóttur, og saman
nutu þau margra ára með fjöl-
skyldu og vinum.
Þú fórst eins og þú lifðir,
hljóðlaust og án margra orða, ég
held að það sé rétt sem einhver
sagði, að handan dauðans sé
svarið við því hvað lífið er.
Takk fyrir okkur.
Jóhannes J.
Jóhannesson,
Jökull og Björn Pálmi.
Kær vinur og frændi hefur
óvænt lokið sinni jarðvist og
kvatt okkur – samfylgdinni er
lokið í bili.
Sorgin hefur vitjað okkar en
eftir sitja ljúfar og góðar minn-
ingar sem ylja.
Björn Hermannsson – eða
Bjössi frændi – reyndist okkur
afar traustur og góður vinur.
Allt vildi hann fyrir okkur
gera og máttum við sjaldan end-
urgjalda greiðann. Ef bíllinn
okkar bilaði var oftast leitað til
Björns, sem alltaf lagði eitthvað
gott til málanna. Hann vildi allt-
af ólmur skutla okkur ef okkur
lá á, eða jafnvel lána okkur bíl-
inn sinn um ótiltekinn tíma.
Slíkur vinur er ómetanlegur –
fyrir þetta erum við full þakk-
lætis.
Björn kunni að gleðjast með
glöðum og nutum við þess að
eiga með honum samverustund-
ir bæði heima og á ferðalögum.
Við vorum svo heppin að fá að
ferðast með honum og Hildi vin-
konu hans í nokkur skipti til Te-
nerife – en þau kynntu okkur
töfra þeirrar paradísar.
Björn var mikill sóldýrkandi
og hitinn átti mjög vel við hann.
Ekki þótti honum heldur leiðin-
legt að njóta þess afslappaða
umhverfis sem suðræn lönd
bjóða upp á. Við vitum að nú er
hann kominn á þann stað þar
sem sumarið ávallt ríkir og
gleðin er við völd.
Hann átti sína brandara og
sögur – þó að við hefðum heyrt
þær oft áður var alltaf gaman að
heyra hann segja frá.
Í endurminningunni er
ánægjulegt að minnast þess að
Björn lifði lífinu til fullnustu, var
við þokkalega heilsu alla ævi,
ferðaðist mikið og sinnti áhuga-
málum sínum – m.a. átti hann
mótorhjól af vandaðri gerð sem
hann ók á sumrin innanlands og
utan í hópi mótorhjólafélaga
sinna.
Sú hefð skapaðist fyrir nokkr-
um árum að Björn og Hildur litu
til okkar á gamlárskvöld og
horfðu á áramótaskaupið með
okkur.
Einnig kíkti hann stundum í
heimsókn og var þá glatt á
hjalla. Hann átti sinn sérmerkta
kaffibolla heima hjá okkur.
Ógleymanlegar eru stundirn-
ar með Birni heima í Holtagerð-
inu þar sem slegið var á létta
strengi – stundum við logandi
arineld á vetrarkvöldum.
Nú verða þessar gæðastundir
ekki fleiri.
Vertu kært kvaddur, góði vin-
ur og frændi – hafðu þökk fyrir
samfylgdina.
Heiðrún Hlín
Guðlaugsdóttir,
Hannes Siggason.
Það er engin óskastaða að
skrifa minningargrein um vin
sinn til margra ára, Björn Her-
mannsson sem oft var kallaður
Húni. Þegar ég var nýkominn
heim frá útlöndum hringdi sím-
inn og var mér tilkynnt að vinur
minn væri látinn. Ég átti ekki til
orð, ég hafði talað við hann
nokkrum dögum áður og ætluð-
um við að hittast strax þegar ég
kæmi heim. Sannur höfðingi er
horfinn af sviðinu en skilur eftir
sig góðar minningar. Ég kynnt-
ist Birni 2008 þegar ég keypti
mótorhjól og gekk í mótorhjóla-
klúbbinn Gaflarar. Við hjóluðum
mikið saman á þessum tíma og
var gaman að vera í návist hans.
Hann var alltaf svo hress og kát-
ur þar til yfir lauk. Björn var
hrókur alls fagnaðar, oft þegar
hann sagði sama brandarann
sagði hann ef þú hefur heyrt
hann áður áttu að segja „bingó“.
Við hjóluðum meðal annars til
Grindavíkur, fórum á kaffihús
og fengum okkur kaffi og mar-
ensköku eða í Hveragerði til að
smakka á ísnum. Stundum för-
um við bara á bæjarrúntinn að
skoða mannlífið. Það var ótrú-
legt hvað Björn, á þessum aldri,
var duglegur að hjóla á Harley
Davidson-hjólinu sínu. Alltaf var
Björn tilbúinn að rétta hjálpa-
hönd við að laga bílana mína og
hvað hann var ráðagóður í þeim
efnum. Maður hafði alltaf notið
góðs af greiðvikni hans í alla
staði. Alltaf kom hann með sín
verkfæri, sem hann átti nóg af
og passaði vel upp á. Honum féll
aldrei verk úr hendi, sama hvað
á bjátaði var hann alltaf kominn
til að hjálpa. Hlýja, dugnaður,
traust og smá glettni eru orð og
hugsanir sem ég tengi við Björn.
Þótt söknuðurinn sé mikill mun
minningarnar lifa um góðan og
greiðvikinn félaga.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Kristján Friðþjófsson,
Regína Ólafsdóttir.
Það voru sorgartíðindi þegar
við heyrðum af andláti Björns
vinar okkar og nágranna. Nýbú-
inn að hitta hann hressan og
kátan á nýja bílnum. Betri ná-
granna var varla hægt að hugsa
sér en þau Björn og Hildi.
Björn var einstaklega hjálp-
samur og alltaf tilbúinn að gera
okkur greiða og veita aðstoð.
Fyrir nokkrum árum þurfti að
skipta um rennur á húsinu okk-
ar og barst það í tal við Björn
hvort hann gæti aðstoðað okkur
við það. Við vorum að fara í
ferðalag og meiningin var að líta
á þetta þegar við kæmum aftur
heim. En hvað haldið þið að við
sjáum þegar við komum heim,
það var komin ný renna á húsið.
Svona var Björn – bara að nefna
það – bara eins og Aladín væri
kominn!
Við komumst síðan að því að
hann væri Skagfirðingur, sem
við erum líka að hálfu leyti, eftir
það var ég alltaf frænka hans.
Um hjálpsemi Björns og
skemmtilegar samræður væri
endalaust hægt að skrifa en við
viljum bara þakka honum öll al-
mennileg heitin og skemmtilegt
spjall.
Við söknum vinar í stað og
vottum Hildi, Birnu dóttur hans
og öðrum afkomendum hans og
venslafólki okkar innilegustu
samúð.
Góða ferð á nýjar slóðir, kæri
vinur, og þökk fyrir góða kynn-
ingu og alla aðstoðina.
Kristín og Máni.
Enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.
Þá er þinni jarðvist lokið hér,
kæri vinur. Eitt er ég þó viss
um, að þú varst ekki tilbúinn í
þetta útkall akkúrat núna, alltaf
nóg að stússa og mörg verkefni
á þínum snærum.
Birni kynntist ég fyrst á
námsárum mínum ’62-’66 í Vél-
smiðjunni Tækni en þar kom
Björn til starfa seinnihluta
námstíma míns í rennismíði.
Björn hafði þá sjálfur lokið sama
námi í Vélsmiðjunni Hamri en
kom inn í hlutastarf í smiðjunni,
hann var þá sjálfur að hefja
störf hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur sem varð síðan ævistarf hans.
Birni á ég margt að þakka úr
rennismíðinni en á þessum tíma
styttist í sjálft sveinsprófið hjá
mér, lærði ég margt úr forða-
búri Björns sem kom mér til
góða þar og einnig síðar í brans-
anum.
Gaman er að minnast þessara
ára þegar við störfuðum saman
og Björn var kominn á Trabant-
inn sinn með slökkvigallann í
skottinu. Þegar sírenuhljóð
heyrðist í fjarska þá sástu undir
iljar hans úr smiðjunni í útkallið.
Við Björn (Húni) höfum hald-
ið góðum kunningsskap í gegn-
um árin, alltaf stutt í húmorinn –
gleði og kæti voru á hverri blað-
síðu í orðabók hans.
„Húna“ veit allur vinahópur-
inn deili á og gantaðist hann
sjálfur með það í tíma og ótíma.
Báðir slógum við svipaðan
takt í hlutunum við smíði, lag-
færingu á hlutunum og aðra
endursmíði, oftar en ekki kom-
ust hlutirnir á lappirnar að nýju.
Óskrifað samkomulag er búið
að vera í gildi milli okkar í gegn-
um langan tíma sem gengur út á
að keyra hvor annan og fylgdar-
lið og svo öfugt út á Keflavíkur-
flugvöll og heim að dvöl lokinni.
Oftar en ekki varst þú mættur á
þínum „framparti“ til að sækja
okkur í ýmsum ferðum en hann
er nú búinn að þjóna þér í yfir 20
ár – svo ákvaðst þú að endur-
nýja – þá varð fyrir valinu
skrokkurinn allur (báðir part-
arnir). En því miður náðir þú
ekki að njóta.
Við hjónin vorum stödd er-
lendis þegar við fengum símtal
frá Birnu dóttur hans með þessi
sorgartíðindi. Þú og Hildur vor-
uð með planaða ferð til Færeyja
og því ekki í myndinni að sækja
okkur í þetta sinn, en svona er
þetta bara.
Í restina Bjössi minn, þú vær-
ir vís með að vera kominn með
aðstöðu – búinn að tengja og
koma fyrir því helsta þegar að
minn tími kemur og við hefjumst
handa á ný.
Við hjónum vottum öllum að-
standendum okkar dýpstu
samúð.
Þinn vinur
Halldór Friðrik Olesen.
Kær félagi, Björn Pálmi
Hermannsson, er allur. Björn
hóf störf í afleysingum hjá
Slökkviliði Reykjavíkur í maí
1965 og vann við þær nokkuð
óslitið þar til hann var ráðinn
brunavörður hjá liðinu 1. janúar
1967. Björn vann sem slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamaður
hjá Slökkviliði Reykjavíkur, síð-
ar Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins, í 34 ár, en vorið 2001 söðl-
aði hann um og fór í dagvinnu á
verkstæðinu hjá okkur. Þegar
Björn lauk störfum hjá slökkvi-
liðinu átti hann að baki hátt í 40
ára farsælan starfsferil.
Hann var sjaldan kallaður
annað en Bjössi, honum fannst
hitt of formlegt og var lítið gef-
inn fyrir slíkt. Skemmtilegast
þótti honum að vera kallaður
Húni og skýrði það með því að
hann væri svo lágvaxinn að hann
líktist frekar bjarnarhúni en
fullvaxta birni. Grín og góðlát-
legt glens var aldrei langt undan
þar sem Bjössi var staddur, var
hann þar yfirleitt í fararbroddi
og kallaði þá yfir sig slíkt hið
sama. Það gat stundum fokið í
hann ef honum fannst á sig hall-
að en hann var líka fljótur að
jafna sig.
Í 34 ár stóð Bjössi vaktina
sem slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður. Það verður
ekki frá honum tekið að hann
lagði sig allan fram til að ná ár-
angri í starfi og sérstaklega var
hann aðgangsharður í slökkvi-
störfum. Til marks um það mátti
oft sjá í dagbókum liðsins að
númer 14 slökkti eldinn, en það
var númerið hans Bjössa.
Bjössi var mikill húmoristi og
minnumst við samstarfsfólkið
hans sem síhlæjandi gleðigjafa.
Hann var traustur og trúr
slökkviliðinu og félögum sínum
og var tíður gestur hjá okkur í
Skógarhlíðinni frá því að hann
lauk störfum vorið 2003 og fram
á síðasta dag.
Fyrir hönd Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins og starfsfólks
þess vil ég þakka Bjössa sam-
fylgdina, trúfestuna og vináttu í
gegnum árin og votta ástvinum
hans mína dýpstu samúð.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri.
Björn Pálmi
Hermannsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar