Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
60 ára Svavar er
Blönduósingur en býr í
Hnífsdal. Hann er með
skipstjórnar- og vél-
stjórnarpróf og er stýri-
maður á Fríðu Dagmar í
Bolungarvík.
Maki: Sigríður Inga Elí-
asdóttir, f. 1963, vinnur á Hjúkrunarheimili
Bolungarvíkur og er sjúkraliðanemi.
Börn: Pétur Geir, f. 1981, Linda Rut, f.
1989. Stjúpbörn eru Ingibjörg Heba, f.
1982, Björn Elías, f. 1984, Salóme, f. 1989.
Fósturdóttir er Eygló Inga, f. 1998. Barna-
börn eru 14 og eitt barnabarnabarn.
Foreldrar: Ævar Rögnvaldsson, f. 1938, d.
2009, trésmíðameistari, og Elín Sólveig
Grímsdóttir, f. 1938, fv. kaupmaður, búsett
í Reykjavík.
Svavar Geir
Ævarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eigirðu erfitt með að gera upp hug
þinn getur reynst gagnlegt að leita ráða
hjá öðrum. Byrjaðu á að skrifa lista og for-
gangsraðaðu á hann.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér hættir til að nota leggja mál þitt
fram með þeim hætti að fólk á erfitt með
að átta sig á því, hvað þú ert að fara.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fólk þarfnast þeirrar hjálpar sem
þú getur veitt og er til í að borga vel fyrir.
Þér er það mikið í mun að hafa betur í rök-
ræðum í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að laga ýmislegt í starfs-
háttum þínum og umfram allt þarftu að
muna að æfingin skapar meistarann.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Lánið virðist leika við þig þessa dag-
ana og þér er svo sem óhætt að njóta
þess meðan á því stendur. Ekki reyna að
draga mat annarra í efa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert ákveðinn í að fá aðra til að
gera eitthvað í vinnunni. Taktu fyrsta
skrefið og leggðu allt annað til hliðar á
meðan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur öðlast djúpan skilning á því
sem skiptir sköpum fyrir þig. Láttu það
ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfs-
mennirnir reyni á þolinmæði þína í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu auðmjúkur því það
þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að
halda frið innan fjölskyldunnar. Nýttu þér
krafta annarra til þess að leggja lokahönd
á það sem óklárað er.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að gera ekki svo
stífar kröfur til þinna nánustu að þær
kunni að ganga af sambandinu dauðu
22. des. - 19. janúar
Steingeit Óvænt tækifæri berst þér upp í
hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta
þér það til hins ýtrasta. Þegar þú stendur
frammi fyrir vali skaltu ekki velja það sem
er auðveldast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Takturinn í lífi þínu verður
hraðari á næstunni og á næstu vikum get-
ur þú átt von á meira annríki en venjulega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allt virðist leika í höndunum á þér
og þú nýtur aðdáunar annarra. Góð sam-
skipti þýða ekki bara réttu orðin á réttum
tíma, heldur líka réttu orðin eftir það.
og virta fyrirtæki sem hún var. Við-
skiptasambönd HEKLU voru víða;
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland,
Japan og Suður-Kórea voru okkar
helstu samstarfsaðilar. Fyrirtækin
sem við áttum í viðskiptum við voru
leiðandi í heiminum; hvert á sínu sviði
þannig að áskoranirnar voru margar.
Okkur tókst að nýta okkur styrkleika
þessara fyrirtækja og segja má að
HEKLAN hafi verið alþjóðlegur
suðupottur lifandi viðskipta.“
Ásamt störfum sínum í HEKLU
var Sigfús tímabundið formaður Bíl-
greinasambandsins og stjórnar-
formaður í Vífilfelli. „Satt best að
segja lá minn metnaður í HEKLU og
vinnunni með mínu fólki, þar voru
mínar ær og kýr. Ég hafði ekki mikla
þörf fyrir að taka að mér önnur störf
eða láta ljós mitt skína annars staðar;
ég var Sigfús í HEKLU, eins og
pabbi og mjög sáttur við það.
Ferðalög hafa mér þótt skemmti-
leg og nú er ég loksins farinn að
stunda líkamsrækt. Ég hef nú ekki
alveg sagt skilið við viðskiptalífið en
ég hef mjög sveigjanlegan vinnutíma
og það hentar mér vel. Viðskipti hafa
alltaf heillað mig og það gera þau
enn.
Í dag, þegar ég lít til baka, sé ég
hversu mikillar gæfu ég hef verið að-
njótandi. Lífið hefur leikið við mig og
fyrir það er ég þakklátur. Barnalánið
leikur við mig og í mars á næsta ári
og við það breyttist lífið mikið. Pabbi
hafði verið mín stoð og stytta og ég
hafði hlakkað til samstarfs við hann
þegar ég kæmi heim. Úr því varð
ekki og ég ákvað að hætta í HEKLU.
Ég sótti um starf hjá ÍSAL og fékk
það. Þar vann ég í þrjú ár og segi oft
að þar hafi ég tekið meistaranámið
mitt. Í ÍSAL var frábært að vinna og
þar kynnist ég bara góðu fólki og ein-
um minna besta vina kynntist ég þar.
Eftir þessi ár vildi mamma að ég
kæmi til starfa í fjölskyldufyrirtæk-
inu og auðvitað hlýðir maður mömmu
sinni! HEKLAN sem alltaf hafði átt
hug minn og hjarta varð minn starfs-
vettvangur eftir það. HEKLA var
fjölskyldufyrirtæki og þar vann ein-
stakt starfsfólk sem gerði
HEKLUNA að því framúrskarandi
S
igfús Ragnar Sigfússon er
fæddur 7. október 1944 á
Víðimel 66 í Reykjavík.
„Æskan leið við leik og
áhyggjuleysi. Nóg af
skemmtilegum leikfélögum og heim-
ilið eins og hálfgert félagsheimili.
Sveitungar og ættingjar foreldra
minna komu mjög gjarnan til
Reykjavíkur að leita sér lækninga og
fleira og þá var alltaf opið hús á Víði-
melnum. Auk þessa mátti mamma
ekkert aumt sjá. Hún lét gott af sér
leiða á svo margan hátt og nutu fang-
ar og margir sem illa voru staddir
góðmennsku hennar. Vegna starfa
pabba þurftu þau oft að fara til út-
landa og þá var manni komið í fóstur
m.a. til Döggu systur mömmu í Vest-
mannaeyjum og til föðursystra
minna. Þessa tíma minnist ég oft og
með miklu þakklæti.
Pabbi og mamma ætluðust til að
við systkinin menntuðum okkur og
lagði pabbi mikla áherslu á tungu-
málin. Sjálfur hafði hann kynnst því
hversu mikilvæg kunnátta í erlend-
um tungumálum var og hann ætlaði
ekki að láta skort á tungumálakunn-
áttu hamla okkur börnunum. Ég var
því sendur snemma til Danmerkur og
Englands að læra þessi tungumál.
Mig minnir að ég hafi verið 10 ára
Danmerkursumarið og ég var nú
ekki sérlega þakklátur fyrir þessa
ráðagerð þá, en þetta var lærdóms-
ríkt og gott þegar upp var staðið.
Eftir skyldunám reyndi ég tvisvar
að komast inn í Verslunarskólann.
Ég var nú aldrei neinn afreksmaður í
námi og féll í bæði skiptin. Pabbi neit-
aði mér um að troða mér inn í skólann
í gegnum klíku en hann kom mér, í
gegnum sín sambönd erlendis, í
strákamenntaskóla í Sviss.“
Sigfús útskrifaðist úr svissneskum
menntaskóla eftir þriggja ára nám.
Eftir menntaskóla var stefnan tekin
til Bandaríkjanna og útskrifaðist
hann sem viðskiptafræðingur frá The
Univeristy of Wisconcin í Madison.
Seinna meir sótti Sigfús sér viðbót-
armenntun í Stanford University í
Kaliforníu.
„Þegar ég kom heim frá námi sum-
arið 1967 byrjaði ég í HEKLU. Þetta
sama haust varð pabbi bráðkvaddur
mun bætast við eitt barnabarn og eitt
langafabarn. Ég nýt lífsins með kon-
unni minni sem er minn besti vinur.
Hún er og hefur verið mín stoð og
stytta í stóru og smáu. Hér áður fyrr
var hún skólastjóri og hún sagði nú
stundum við mig að það væri auð-
veldara að stjórna heilum skóla en
mér! Hvernig sem það nú er þá höf-
um við verið samstiga og glaðst yfir
lífinu. Hundurinn okkar, hann
Kasper, laðar svo fram allt það besta
í okkur.“
Sigfús ætlar að fagna 75 ára af-
mælinu með fjölskyldunni um næstu
helgi „Á laugardaginn ætlum við í
leikhús með yngri deildina og á
sunnudaginn erum við búin að bjóða
öllum börnunum okkar og fjöl-
skyldum þeirra, samtals 44, í
afmæliskvöldverð. Skemmtileg helgi
er því framundan hjá okkur.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigfúsar er María Sol-
veig Héðinsdóttir, f. 27.7. 1958. For-
eldrar hennar voru hjónin Héðinn
Emilsson, f. 22.2. 1933, d. 1.3. 2006, og
Ingibjörg Olga Hjaltadóttir, f. 10.3.
1934, d. 2.2..1996. Fyrri eiginkona
Sigfúsar er Guðrún Norberg, f. 14.4.
1942.
Börnin eru 1) Aðalsteinn G. Nor-
berg, f. 6.10. 1961, maki: Elín Anna
Ísaksdóttir; 2) Sigfús Bjarni Sigfús-
son f. 5.12. 1968, maki: Unnur Páls-
dóttir. Börn Unnar eru Páll Ingi
Kvaran og Erla Hlíf Kvaran, dætur
Erlu Hlífar eru Sigrún Lára og Unn-
ur Ágústa. Börn Sigfúsar og Unnar
eru Sigfús Ragnar, maki: Mardís
Bjartmarz og dóttir Sigfúsar Ragn-
ars er Skyler Hekla; og Gunnar
Sveinn Sigfússon; 3) Margrét Ása
Sigfúsdóttir f. 1.11. 1971, maki: Özur
Lárusson og dætur þeirra eru Guð-
rún, maki: Úlfar Finnsson; og Ragn-
heiður Özurardóttir, unnusti: Helgi
Már Vilbergsson; 4) Rannveig Sig-
fúsdóttir, f. 27.10. 1975, maki: Magn-
ús Árnason, sonur Rannveigar er
Stefán Ragnar Sandholt, sonur
Magnúsar er Árni Snær og dóttir
Rannveigar og Magnúsar er Björg
Margrét. 5) Guðrún Helga Sigfús-
dóttir, f. 4.7. 1980, maki: Rögnvaldur
Guðni Jóhannsson, synir Helgu eru
Sigfús R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri HEKLU – 75 ára
Í garðinum heima Sigfús og María ásamt broti af barnabörnunum.
Sigfús í HEKLU, eins og pabbi
Hjónin Sigfús og María.
40 ára Kristinn er
Breiðhyltingur en býr
í Kópavogi. Hann er
viðskiptastjóri hjá
Coca Cola á Íslandi
og sér um skyndibita-
og bíómarkaðinn.
Hann er í meistara-
flokksráði ÍR í handbolta.
Maki: Laufey Árnadóttir, f. 1980,
sérfræðingur í fjárstýringu hjá Sím-
anum.
Börn: Hrefna Rán, f. 2004, Sturla, f.
2013, og Rúrik, f. 2015.
Foreldrar: Hörður Kristinsson, f. 1952,
bókari hjá Sláturfélagi Suðurlands, og
Rut María Jóhannesdóttir, f. 1956, vinn-
ur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Kristinn
Harðarson
Til hamingju með daginn
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is