Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 23

Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, KONA GÓÐ. VIÐ ÆTLUM AÐ FÁ SNEIÐ AF JARÐARBERJAKÖKUNNI OG FJÓRAR SKEIÐAR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa öxl til þess að gráta á í bíó. Æ, Æ. RAFMAGNIÐ FÓR AF … Í EINA SEKÚNDU … ENGAR ÁHYGGJUR. ÉG HREINSAÐI ÚR ÍSSKÁPNUM SVO EKKERT FARI TIL SPILLIS SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR … FLJÓTUR HRÓLFUR! KOMDU HINGAÐ! HVER Á LANDI FEGURST ER? „ÉG KOMST Í GEGNUM FYRSTA ELDVEGGINN – EN ÞÁ SPRUTTU SEX AÐRIR UPP.” Andri Sigfús Gautason og Marteinn Ragnar Gautason, dætur Guðna eru Emma Sól og Karitas Eva; 6) Ingi- mundur Sverrir Sigfússon, f. 5.11. 1981, maki: Elísabet Ósk Guðjóns- dóttir, f. 24.5. 1983, dætur Ingimund- ar eru Kristjana Guðrún og Rannveig Freyja; 7) Stefán Þór Sigfússon, f. 20.3. 1984, maki: Guðrún Ósk Sigurð- ardóttir, þeirra börn eru Tryggvi Þór, Óskar Trausti og Bríet Ósk; 8) Ingibjörg María Þórarinsdóttir, f. 23.10. 1984, maki: Styrmir Þór Bragason, sonur þeirra er Styrmir Benedikt og dætur Styrmis eru Steinunn Margrét og Erna María. Systkini Sigfúsar eru Ingimundur, f. 13.1. 1938, d. 20.3. 2018, fram- kvæmdastjóri og sendiherra, Sverrir, f. 1.9. 1939, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, og Margrét, f. 12.9. 1947, listmálari. Foreldrar Ingimundar voru hjónin Sigfús Bergmann Bjarnason, f. 4.5. 1913, d. 19.9. 1967, stofnandi og for- stjóri HEKLU, og Rannveig Ingi- mundardóttir, f. 29.12. 1912, d. 3.8. 1986, húsfreyja. Úr frændgarði Sigfúsar R. Sigfússonar Sigfús R. Sigfússon Margrét Sigfúsdóttir listmálari Ingimundur Sigfússon forstjóri og sendiherra Sverrir Sigfússon fyrrv. framkvstj. hjá Heklu Jón Guðmundsson b. á Torfalæk Páll Kolka læknir í Eyjum og í Rvík Björn Leví Jónsson læknir og veðurfr. í Hveragerði og í Rvík Ásgeir Guðmundsson náms gagnastj. í Rvík Guðmundur Jónsson skólastj. Bændaskólans á Hvanneyri Guðmundur Guðmundsson b. á Torfalæk Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Uppsölum, frá Hindisvík Sigfús Bergmann Guðmundsson b. á Uppsölum, af Bergmannsætt, systursonur Elínborgar, móður Björns í Núpsdalstungu Margrét Ingibjörg Sigfúsdóttir húsfr. á Neðri-Svertingsstöðum Björn Björnsson hagfræðingur Reykjavíkurborgar Bjarni Björnsson b. á Neðri-Svertingsstöðum í V-Hún Ásgerður Bjarnadóttir húsfr. í Núpsdalstungu Björn Jónsson b. í Núpsdalstungu í Miðfi rði, af Bergmannsætt, systursonur Björns á Marðarnúpi, föður Guðmundar landlæknis Sigfús Bergmann Bjarnason stofnandi og forstj. Heklu Hansína Kristín Jónsdóttir húsfr. á Karlsstöðum Lúðvík Lúðvíksson b. á Karlsstöðum, sonarsonarsonur Hans Jónatans, sonar Heinrich Ludwigs Ernst von Schimmelmans, landshöfðingja á Jómfrúaeyjum Anna María Lúðvíksdóttir húsfr. í Hammersminni Rannveig Ingimundardóttir húsfr. í Rvík Ingimundur Sveinsson húsgagnasm. í Hammersminni á Djúpavogi Rannveig Runólfsdóttir húsfr. á Skeiðfl öt Rannveig Júlíana Ólafsdóttir var á Fossi á Síðu Ólafur Gunnarsson sálfræðingur Snorri Ólafsson læknir Steinunn Sveinsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum í Djúpavogi Sveinn Ingimundarson smiður á Stöðvarfi rði Jón Sveinsson rafmagns- tækni fræðingur Sveinn Ingimundarson b. á Skeiðfl öt í Mýrdal Kerlingin á Skólavörðuholtinugaukaði þessari vísu að karl- inum á Laugaveginum með þeirri athugasemd að maður væri alltaf að uppgötva eitthvað nýtt: Það hiklaust sé og hárrétt tel ef haglega vel mér stellingu, að rass minn passar rosa vel á risastóra kellingu. Karlinn var svolítið drýldinn þeg- ar hann sagði mér frá þessu, velti svo vöngum eins og hans er vandi og teygði höfuðið aftur á bak til vinstri um leið og hann sönglaði: Hún er vaxin vel og sexý, lagsi. Gjörir oft að gamni sín. Grínaktug er kerling mín. Bjarni Sigtryggsson yrkir á Boðnarmiði: Mælti bálskotinn Björgvin við Stínu: „Ég býð þér í Tesluna fínu.“ „Því boði mun sleppa; bannsett umferðarteppa. Ég býð eftir borgarlínu.“ Guðrún Bjarnadóttir brást skjótt við: Sér Bjarni framtíð fína með fyrirhyggjuna sína? Mun Trumpur kosinn, en Thunberg frosin? Býðst nokkur borgarlína? Bjarni Sigtryggsson aftur: Á óskum er ekkert að byggja og alls enga framtíð að tryggja. Því margt getur breytzt ef menn bíða – þú veist, þá er farsælust fortíðarhyggja. Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich skrifar við fallega mynd af kanínu þar sem hún situr á grasbal- anum: „Dósóþeus er vinur minn og hálærður grasafræðingur. Hann er einkar viðræðugóður og hlustar vandlega á allt sem ég segi. Við mælum okkur iðulega mót í garð- inum þar sem hann smakkar öll grösin og ég huga að þjóðmálum.“ Og yrkir: Hann Dósóþeus dýrindi er dásamlegur. Við ræðum, það er algert æði, aðallega um grasafræði. Guðmundur Arnfinnsson fer með nýja seðlabankaspá: Verðbólgan úr böndum fráleitt fer og fljótt í lækkun vaxta stefnir hér, því bankastjórinn „data driven“ er, og dæmalaust hann þykir vel að sér. Hér er gamanvísa eftir Káin: Aldrei brenni- bragða eg -vín né bragi nenni að tóna. Fellt hefir ennþá ást til mín engin kvenpersóna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ný uppgötvun og kanínan Dósóþeus DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.