Morgunblaðið - 07.10.2019, Page 24
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
kemur saman í dag til undirbúnings
fyrir leikinn við heimsmeistara
Frakka á föstudag og við Andorra
næsta mánudag. Þetta eru tveir af
fjórum síðustu leikjum Íslands í
undankeppninni, og á liðið í harðri
baráttu við Frakkland og Tyrkland
um sæti á EM, en óhætt er að segja
að íslenska liðið hafi orðið fyrir áfalli
um helgina.
Komið hefur í ljós að landsliðs-
fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson
sleit liðband í ökkla þegar hann var
tæklaður niður með fólskulegum
hætti í leik með Al Arabi í Katar á
föstudagskvöld. Ekki er ljóst hve
lengi Aron verður frá keppni en það
verður að teljast afar ósennilegt að
hann komi meira við sögu í undan-
keppninni, sem lýkur með leikjum
Íslands við Tyrkland og Moldóvu um
miðjan næsta mánuð.
Hörður Björgvin Magnússon get-
ur sömuleiðis ekki tekið þátt í næstu
landsleikjum vegna ökklameiðsla, en
hann meiddist í Evrópuleik með
CSKA Moskvu síðastliðinn fimmtu-
dag. Hörður var reyndar í leik-
mannahópi CSKA í gær þegar liðið
mætti Rostov í slag Íslendingaliða í
rússnesku úrvalsdeildinni en sat all-
an tímann á bekknum. Arnór Sig-
urðsson var hins vegar í byrjunarliði
CSKA. Í kjölfarið dró Hörður sig
svo úr landsliðshópnum.
Ragnar Sigurðsson tók óvænt
ekki heldur þátt í téðum leik í gær,
3:1-sigri Rostov á CSKA. Í yfirlýs-
ingu frá Rostov sagði að Ragnar og
liðsfélagi hans, hinn finnski Roman
Eremenko, hefðu veikst og því ekki
getað tekið þátt.
Ekki hafði í gærkvöld verið kall-
aður inn maður í stað Harðar eða
Arons, en Erik Hamrén valdi 25
manna landsliðshóp og er því enn
með 23 leikmenn til taks eins og
leyfilegt er í hverjum leik.
Fréttir af öðrum lykilmönnum
landsliðsins um helgina voru betri.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann
Berg Guðmundsson léku báðir fram
í seinni hálfleik í 1:0-sigri Burnley á
Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp
mark Astana og lék allan leikinn í
1:1-jafntefli við Ordabasy í Kasak-
stan. Kolbeinn Sigþórsson lék nán-
ast allan leikinn í 2:0-sigri AIK á
Örebro í Svíþjóð, og Jón Daði Böðv-
arsson lék síðustu 10 mínúturnar í
2:1-sigri Millwall á Leeds. Alfreð
Finnbogason kom hins vegar ekkert
við sögu í 5:1-tapi Augsburg gegn
Mönchengladbach í þýsku 1. deild-
inni, eftir að hafa verið í byrjunarlið-
inu í þrjá leiki þar á undan í kjölfar
þess að hafa jafnað sig af meiðslum.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn
með Oostende í 3:1-tapi gegn Waas-
land-Beveren í Belgíu og Hjörtur
Hermannsson lék 90 mínútur með
Bröndby og fagnaði 3:1-sigri á FC
Köbenhavn í stórleik í Danmörku.
Tveir meiddir
og einn veikur
Fyrirliðinn úr leik í undankeppni EM
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliðinn Stórt skarð er fyrir skildi með fjarveru Arons Einars
Gunnarssonar, sem missir af næstu landsleikjum Íslands vegna meðsla.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Undankeppni EM U19 kvenna
Leikið í Reykjavík:
Ísland – Kasakstan .................................. 7:0
Birta Georgsdóttir 5., Ída Marín Her-
mannsdóttir 9., 69., Eva Rut Ásþórsdóttir
54., Karen María Sigurgeirsdóttir 60.,
Sveindís Jane Jónsdóttir 61., Katla María
Þórðardóttir 74.
Spánn – Grikkland ................................... 5:0
Spánn 6, Ísland 6, Grikkland 0, Kasak-
stan 0.
Undankeppni EM kvenna
Þýskaland – Úkraína ............................... 8:0
Norður-Makedónía – Serbía ................... 0:6
Frakkland
Dijon – Strasbourg .................................. 1:0
Rúnar Alex Rúnarsson var á vara-
mannabekk Dijon.
Belgía
Waasland-Beveren – Oostende.............. 3:1
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr-
ir Oostende.
Kasakstan
Ordabasy Shymkent – Astana ............... 1:1
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik-
inn fyrir Astana og lagði upp mark.
Búlgaría
Ludogorets – Levski Sofia ..................... 2:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
í vörn Levski Sofia.
Danmörk
Bröndby – FC Köbenhavn ...................... 3:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
fyrir Bröndby.
Randers – AGF......................................... 2:0
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á hjá
AGF á 73. mínútu.
Silkeborg – Midtjylland .......................... 1:2
Mikael Anderson var í liði Midtjylland
fram á 71. mínútu.
Svíþjóð
AIK – Örebro............................................ 2:0
Kolbeinn Sigþórsson var í liði AIK fram
á 89. mínútu.
Malmö – Gautaborg................................. 1:0
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
fyrir Malmö.
Noregur
Stabæk – Viking ...................................... 0:0
Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn fyrir Viking. Axel ÓskarAndrésson er
frá keppni vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Austurberg: ÍR – Stjarnan.................. 19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH U – Valur U .................... 20
Í KVÖLD!
Uwe Gensheimer og Hans Óttar
Lindberg verða að sætta sig við að
vera ekki markahæstir í þýsku 1.
deildinni í handbolta því Bjarki Már
Elísson trónir á toppnum með 64
mörk í átta fyrstu leikjum sínum fyr-
ir Lemgo. Hann skoraði 13 mörk úr
13 skotum í gær en það dugði
skammt í 27:30-tapi gegn Kiel, og er
Lemgo með þrjú stig í fallbaráttu.
Hannover er á toppnum með 14
stig og Rhein-Neckar Löwen næst
með 12, eftir 29:26-sigur á Wetzlar
þar sem Alexander Petersson skor-
aði þrjú mörk. Sjá úrslit á síðu 26.
Bjarki skorað
flest mörk allra
Ljósmynd/tbv-lemgo-lippe.de
Markavél Bjarki Már Elísson hefur
raðað inn mörkum í haust.
Martin Hermannsson átti mjög góð-
an leik með Alba Berlín sem vann
torsóttan útisigur á Bamberg,
78:74, í þýsku 1. deildinni í körfu-
bolta í gær.
Bamberg var yfir fyrir lokaleik-
hlutann, 61:55, en Martin kom Alba
Berlín fljótlega yfir með tveimur
þristum í röð, 67:66. Hann tók einn-
ig af skarið í lokasókn sinna manna
í leiknum þegar hann skoraði síð-
ustu stig leiksins, fimm sekúndum
fyrir leikslok. Martin skoraði alls
17 stig í leiknum, tók 4 fráköst og
gaf 4 stoðsendingar.
Martin öflugur
í naumum sigri
Ljósmynd/albaberlin.de
Einbeittur Martin Hermannsson er
lykilmaður í liði Alba Berlín.
Línur eru farnar að skýrast í þjálfaramálum fyrir næsta
sumar í íslensku knattspyrnunni. Óskar Hrafn Þorvalds-
son var ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks og skrifaði
undir fjögurra ára samning. Hann kemur til félagsins
frá Gróttu sem hann stýrði úr 2. deild upp í úrvalsdeild á
aðeins tveimur árum. „Það var erfið ákvörðun að yfir-
gefa Gróttuliðið sem ég hef myndað sterk tengsl við,“
sagði Óskar í viðtali sem sjá má í heild sinni á mbl.is.
Andri Hjörvar Albertsson var ráðinn þjálfari kvenna-
liðs Þórs/KA næstu þrjú árin. Hann tekur við af Halldóri
Jóni Sigurðssyni sem gerði Þór/KA að Íslandsmeist-
urum árið 2017. Andri Hjörvar var aðstoðarþjálfari
Halldórs öll þrjú ár hans og var yfirþjálfari yngri flokka Þórs.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er hættur sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur.
Grindavík féll úr efstu deild í sumar og komust félagið og þjálfarinn að
samkomulagi um að slíta samstarfinu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður Guðmundur Hreiðarsson,
áður markvarðaþjálfari landsliðsins, næsti markvarðaþjálfari Vals.
Hrært í þjálfarasúpunni
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
Bandaríkin eiga langbesta frjálsíþróttalandslið heims
eins og þau sýndu á HM í Doha sem lauk í gær. Banda-
ríkin unnu þrjár greinar á lokadeginum og þar með alls
14 heimsmeistaratitla. Við það bætast 11 silfur og fjögur
brons, svo verðlaunin voru samtals 29. Það er mesti
fjöldi sem Bandaríkin hafa fengið á einu heimsmeist-
aramóti, og jafnmikill fjöldi gullverðlauna og á HM 2005
og 2007 en þá var reyndar ekki keppt í 4x400 metra
blönduðu boðhlaupi eins og í ár.
Tveggja barna móðirin Nia Ali tryggði Bandaríkj-
unum gull í 100 metra grindahlaupi í gær og bandarísku
sveitirnar unnu einnig bæði 4x400 metra boðhlaupin.
Óhætt er að segja að engin þjóð sé með tærnar þar sem Bandaríkin hafa
hælana en Kenía vann til næstflestra gullverðlauna í Doha, eða fimm, auk
tvennra silfurverðlauna og fernra bronsverðlauna. Jamaíka fékk þrjú gull,
fimm silfur og fjögur brons, og Kína þrjú gull, þrjú silfur og þrjú brons.
Bandaríkin í sérflokki á HM
Nia
Ali
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt