Morgunblaðið - 07.10.2019, Blaðsíða 26
Í KÓRNUM OG
MOSFELLSBÆ
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Nýliðar HK eru enn án stiga eftir
fimm umferðir í Olís-deild karla í
handknattleik. Og eins og liðið lék á
móti KA í Kórnum í gær getur biðin
eftir stigum orðið lengri. Þrátt fyrir
kæruleysi síðustu mínúturnar fór
KA með sanngjarnan fjögurra
marka sigur af hólmi, 28:24. KA er
þar með um miðja deild með fjögur
stig og getur bærilega við unað.
Lengst af stóð ekki steinn yfir
steini í liði HK, hvorki í vörn né
sókn. Alltof mikið var um einföld
mistök, s.s. slakar sendingar og
rangar ákvarðanir, sem færðu KA-
liðinu boltann hvað eftir annað. KA-
menn gengu á lagið; voru með
tveggja til fjögurra marka forskot,
m.a. 16:12 að loknum fyrri hálfleik.
Leikmenn KA voru klaufar að
gera ekki út um leikinn á fyrri hluta
síðari hálfleiks. Í stað þess greip þá
kæruleysi sem öflugra lið en HK
hefði nýtt sér til að snúa taflinu við.
Pétur Árni Haukssson var
markahæstur hjá HK með sex
mörk. Ásmundur Atlason var næst-
ur með fjögur. Davíð Svansson varði
11 skot í markinu og Stefán Huldar
Stefánsson sjö.Tarik Kasumovic
skoraði átta sinnum fyrir KA-liðið.
Áki Egilsnes var næstur með sex
mörk. Jovan Kukobat varði 13 skot í
marki KA og Svavar Ingi Sig-
mundsson eitt vítakast.
Raunir Valsmanna halda áfram
Hornamaðurinn Guðmundur Árni
Ólafsson reyndist hetja Aftureld-
ingar þegar hann skoraði sigurmark
liðsins í viðureign við Val á Varmá
síðdegis á laugardaginn, lokatölur
26:25. Guðmundur Árni skoraði sig-
urmarkið á síðustu sekúndu leiksins
og jók þar með enn á vonbrigði
Valsliðsins sem tapaði öðrum leikn-
um í röð á elleftu stundu. Sem fyrr
sitja Valsmenn á meðal liða í neðri
hluta deildarinnar en Mosfellingar
eru í hópi þeirra efstu með átta stig.
Ekki aðeins gengur Valsliðinu illa
að vinna leiki heldur einnig að ná
heilsteyptum leik. Á Varmá á laug-
ardaginn lék liðið illa í fyrri hálfleik.
Leikmenn gerðu sig sig seka um
fjölda einfaldra mistaka í sókninni.
Fyrir vikið máttu þeir heita stál-
heppnir að vera aðeins einu marki
undir að loknum fyrri hálfleik,
13:12.
Valsliðið hresstist í síðari hálfleik
og náði um skeið forskoti. Það rann
hins vegar fljótt út í sandinn og
Mosfellingar jöfnuðu metin. Síðustu
tíu mínútur leiksins voru hnífjafnar
og æsispennandi. Þeim lauk með
sigurmarki Guðmundar Árna.
Varnarleikur beggja liða var
ágætur og leikurinn í heild góð
skemmtun. Áðurnefndur Guð-
mundur Árni var markahæstur Aft-
ureldingarmanna með átta mörk.
Sveinn José Rivera, Tumi Steinn
Rúnarsson og Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson skoruðu fjögur mörk
hver. Anton Rúnarsson og Magnús
Óli Magnússon skoruðu sjö mörk
hvor fyrir Valsliðið og voru marka-
hæstir. Arnór Freyr Stefánsson
varði 12 skot í marki Aftureldingar
og Daníel Freyr Andrésson níu í
marki Vals. Miklu munaði að hann
náði sér ekki á strik. Bætti það ekki
úr skák fyrir Hlíðarendapilta.
Erfiðleikar hjá
HK-ingum og
Valsmönnum
KA reis upp úr vonbrigðum síðustu
umferðar Naumur sigur á Varmá
Morgunblaðið/Eggert
Sterkur Áki Egilsnes sækir að marki HK-inga í Kópavogi í gær.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Afturelding – Valur .............................. 26:25
HK – KA................................................ 24:28
Staðan:
ÍR 4 4 0 0 128:106 8
ÍBV 4 4 0 0 107:94 8
Haukar 4 4 0 0 101:89 8
Afturelding 5 4 0 1 133:122 8
Selfoss 4 2 1 1 116:117 5
KA 5 2 0 3 137:136 4
FH 4 2 0 2 103:102 4
Valur 5 1 1 3 120:120 3
Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3
Stjarnan 4 0 1 3 90:107 1
Fram 4 0 0 4 82:96 0
HK 5 0 0 5 123:139 0
Grill 66 deild karla
Stjarnan U – Víkingur ......................... 17:25
Olísdeild kvenna
Afturelding – Fram.............................. 15:27
Haukar – Valur..................................... 18:33
ÍBV – Stjarnan ..................................... 17:25
Staðan:
Fram 3 3 0 0 97:61 6
Valur 3 3 0 0 92:59 6
Stjarnan 3 3 0 0 76:62 6
KA/Þór 3 1 0 2 78:89 2
ÍBV 3 1 0 2 49:70 2
HK 3 1 0 2 75:80 2
Haukar 3 0 0 3 63:85 0
Afturelding 3 0 0 3 46:70 0
Grill 66 deild kvenna
HK U – ÍR............................................. 21:27
ÍBV U – Stjarnan U ............................. 27:26
FH – Víkingur ...................................... 35:23
Þýskaland
RN Löwen – Wetzlar........................... 29:26
Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Lemgo – Kiel ........................................ 27:30
Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk fyr-
ir Lemgo.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á
meðal markaskorara Kiel.
Bergischer – Minden........................... 26:23
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 1.
Balingen – Erlangen........................... 30:32
Oddur Gretarsson skoraði 1 mark fyrir
Balingen.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Ludwigshafen – Stuttgart.................. 23:27
Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir
Stuttgart.
Nordhorn – Leipzig............................. 33:30
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Viggó Kristjánsson var ekki á meðal
markaskorara Leipzig.
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Bad Wildungen – Leverkusen ........... 21:25
Hildigunnur Einarsdóttir var ekki á
meðal markaskorara Leverkusen.
Zwickau – Neckarsulmer................... 39:45
Birna Berg Haraldsdóttir var ekki í leik-
mannahópi Neckarsulmer.
Á ÁSVÖLLUM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslandsmeistarar Vals eru með fullt
hús stiga í öðru sæti úrvalsdeildar
kvenna í handknattleik, Olís-
deildarinnar, eftir fimmtán marka
sigur gegn Haukum á Ásvöllum í
Hafnarfirði í þriðju umferð deild-
arinnar á laugardaginn. Leiknum
lauk með 33:18-sigri Vals en staðan
í hálfleik var 16:8, Valskonum í vil.
Valskonur svo gott sem kláruðu
leikinn á fyrstu tíu mínútum leiks-
ins. Þær spiluðu mjög fasta en jafn-
framt góða vörn á Hauka og slógu
Hafnfirðinga þannig út af laginu.
Valsarar skoruðu hvert markið á
fætur öðru úr hraðaupphlaupum og
þar fór Ragnhildur Edda Þórð-
ardóttir fremst í flokki. Valskonur
slökuðu aðeins á um miðjan fyrri
hálfleikinn en í hvert skipti sem
Haukar gerðu sig líklega til þess að
koma sér inn í leikinn gáfu Vals-
arar aftur í og munurinn á liðunum
í lokin var síst of stór.
Hafnfirðingar vilja væntanlega
gleyma þessum leik sem allra fyrst
enda leit liðið vandræðalega illa út.
Varnarleikurinn var enginn og
sóknarleikurinn eins slæmur og
hann gerist. Leikmenn liðsins voru
mikið að reyna erfið skot fyrir utan
og í þau fáu skipti sem þau rötuðu á
markið fóru þau beint á Írisi Björk
Símonardóttur í marki Valskvenna.
Guðrún Erla Bjarnadóttir og mark-
maðurinn Saga Sif Gísladóttir voru
einu leikmenn Hauka sem geta ver-
ið nokkuð sáttar með sitt. Aðrir
leikmenn ættu í raun að skammast
sín fyrir frammistöðuna.
Valskonur eru með gjörbreytt lið
frá því í fyrra en þrátt fyrir það er
sami kraftur í varnarleik liðsins og
í fyrra, sem er óþægileg tilhugsun
fyrir önnur lið í deildinni. Haukar
líta í einu orði sagt hræðilega út og
liðið, sem ætlaði sér úrslitakeppn-
ina fyrir mót, þarf að girða sig í
brók ef það ætlar ekki að vera í fall-
baráttu í vetur.
Stjarnan vann í Eyjum
Eins og Valur eru Stjarnan og
Fram með fullt hús stiga. Stjarnan
vann ÍBV af öryggi í Vestmanna-
eyjum, 25:17, þar sem Klaudia Po-
waga varði 20 skot í marki Stjörn-
unnar. Valur hefur unnið þrjá
risasigra en liðið lagði Aftureld-
ingu í Mosfellsbæ, 27:15, eftir að
hafa verið 13:7 yfir í hálfleik.
Morgunblaðið/Eggert
Öflug Lovísa Thompson skoraði sex mörk gegn Haukum.
Valsarar lögðu
arfaslaka Hauka
Sterkur varnarleikur lykillinn að sigri
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu