Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 28

Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 28
AF SPJALLI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Engar myndatökur á undan spjall- inu og engar vídeóupptökur á meðan á því stendur. Þannig hljómuðu skýr fyrirmæli Clarie Denis, heiðursgests Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, þegar hún mætti í Norræna húsið, örlítið á eftir áætlun, fimmtudaginn síðastliðinn, 3. októ- ber. Denis er virtur kvikmyndagerð- armaður, rómuð mjög fyrir verk sín og „þekkt fyrir áhugaverð sjónar- horn þar sem jaðarhópar og mis- munandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða“, svo vitnað sé í texta RIFF um þessa merku konu. Sjónheimur kvikmynda hennar og heimildarmynda þykir afar sterkur og samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma er sagt leika lykilhlutverk í myndum hennar. Þá varpa sögur hennar ljósi á hið mannlega og er Denis talin næmur sögumaður. Ljósmyndararnir verða af mánaðarlaunum Leikstjórinn ræddi við Auði Övu Ólafsdóttur rithöfund um listsköpun sína í Norræna húsinu. Auður er greinilega aðdáandi því hún lýsti yfir hrifningu sinni á nokkrum kvik- myndaverka Denis á meðan á spjall- inu stóð. Þegar þær höfðu komið sér þægi- lega fyrir á sviðinu og ætluðu að hefja spjallið rak Denis augun í ljós- myndara sem krupu á gólfinu fyrir framan sviðið og voru byrjaðir að smella af. Það leist henni illa á og bað ljósmyndarana um að hætta að taka myndir. Þeir mættu gera það að spjalli loknu, alls ekki fyrr. Ljósmyndararnir drifu sig út, dá- lítið ergilegir eins og við mátti búast þar sem tíminn er dýrmætur í þeirra fagi og viðkomustaðir margir á ein- um degi. Denis horfði á eftir þeim og spurði svo hvort þeir fengju ekki örugglega borgað þrátt fyrir þessar kröfur hennar. „Nei, þeir verða af mánaðarlaunum,“ svaraði Auður al- varleg í bragði og hlógu gestir inni- lega að þessu bleksvarta spaugi rit- höfundarins. Var þá loksins hægt að hefja spjallið sem ranglega hafði ver- ið merkt „master class“, eins og Denis benti á þegar hún mætti á svæðið. Í spjallinu nefndi hún líka að hún yrði ekki með kynningu fyrir sýningu á kvikmynd sinni Chocolat, eins og auglýst hafði verið. Viðtöl voru ekki heldur í boði fyrir fjöl- miðlamenn sem gerðu sér spjallið að góðu í stað viðtala við heiðursgest- inn. Dýrmætir dagar Denis fræddi gesti um að kvik- myndirnar væru hennar eina tekju- lind, hún hefði ekki tíma til að kenna eða leita annarra leiða til að afla sér tekna. Það væri því ekki auðveld ákvörðun að taka sér þriggja daga frí frá vinnu til að fara á kvikmynda- hátíð á Íslandi. „Heiðursverðlaun greiða ekki húsaleiguna,“ sagði Denis og upp- skar hlátrasköll viðstaddra, bætti svo við að verðlaunin nýttust henni ekki heldur við fjármögnum næstu kvikmyndar. Hún ítrekaði þó að það gleddi hana að vera boðið til Íslands og að fá að tala við gesti RIFF. Sagð- ist hún þekkja Friðrik Þór Friðriks- son og hafa sérstakt dálæti á honum. Denis þekkir líka Ólaf Elíasson og sagði hann hafa lagt henni lið við gerð High Life og þá m.a. hvað varð- aði útlit svarthols sem kemur við sögu í myndinni. Í High Life segir af ungum manni, leiknum af Robert Pattinson, og nokkurra mánaða gamalli dóttur hans . Feðginin búa í geimfari sem þokast í átt að svartholi þar sem hvorki ríkir tími né rúm. Sagði Denis Ólaf hafa veðjað á réttan lit svarthols, gulan eða gylltan, þar sem hann er svipaður þeim sem sést á fyrstu ljósmyndinni af svartholi sem birt var heimsbyggðinni í apríl síðastliðnum, mörgum mánuðum eft- ir frumsýningu kvikmyndarinnar. Ólst upp í Afríku Denis er 73 ára, fæddist í París en ólst upp í frönskum nýlendum Afríku til fjórtán ára aldurs, nánar tiltekið Búrkína Fasó, Kamerún, Senegal og Franska Sómalílandi sem nú heitir Djíbútí. Þessi lönd eru nú sjálfstæð ríki. Í Chocolat segir af franskri konu sem snýr aftur til Vestur-Afríku og rifjar upp æskuár sín þar og andúð hvítra íbúa á innfæddum. Mun Denis hafa byggt handritið á eigin reynslu og ævi. Önnur kvikmynd hennar, Beau travail frá árinu 1999, þykir ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Hún segir af hermönnum í Frönsku út- lendingahersveitinni og er sögusvið- ið Djíbútí. Hefur hópatriðum her- manna í myndinni verið líkt við ballett, einhvers konar testósterón- dans og greindi Denis frá því í spjalli að myndin hefði verið gerð fyrir afar lítið fé og að leikararnir, sem áttu að vera heil herdeild, hafi aðeins verið fjórtán talsins. „Hjartað skiptir öllu máli,“ sagði Denis í framhaldi af þessu tali um peningaleysi og kvikmyndagerð og hefur ástríða hennar fyrir listinni skilað sér í eftirminnilegum verkum. Afríka kemur við sögu í fleiri mynd- um Denis, m.a. White Material sem segir af franskri konu og kaffifram- leiðanda sem ákveður að halda kyrru fyrir í ónefndu Afríkuríki þó að borg- arastyrjöld sé í uppsiglingu. Með skoðanir á heiminum Denis sagði sig alltaf hafa langað að gera kvikmyndir. „Að gera kvik- myndir þýðir að maður hefur skoð- anir á heiminum og lífinu,“ sagði hún og að efinn væri líka afar mikilvægur hluti listsköpunarinnar. „Kvik- myndagerð krefst hugrekkis, þrjósku og biðlundar og maður verð- ur að geta fundið lausnir,“ sagði Denis og að mikilvægt væri hverjum kvikmyndagerðarmanni að vera ein- lægur. Ekki vildi Denis gangast við því að vera ljóðræn í kvikmyndagerð sinni en sagðist á heildina litið meira fyrir stemningu en löng samtöl. Benti hún á hversu mikilvægur ramminn væri í kvikmyndum, þ.e. hvernig viðfangs- efnið væri rammað inn og skipti þá miklu gott samstarf leikstjóra og kvikmyndatökumanns. Denis hefur einmitt átt í farsælu samstarfi við kvikmyndatökumanninn Ágnesi Godard sem er fyrrverandi skóla- systir hennar og góð vinkona. Hafa þær unnið saman í ein 30 ár. Ástin næst á dagskrá Denis var í enda spjallsins beðin um að hugleiða feril sinn og sagði hún í raun ekki um feril að ræða, hún liti ekki á störf sín sem einhvern sér- stakan feril. Var engu líkara en hún kynni illa við orðið „career“. „Ég var fyrst full efasemda og þrjósku,“ sagði hún um fyrstu ár sín í faginu en kvikmyndir voru það eina sem komst að í huga hennar að ást- inni undanskilinni, bókum og tónlist. Það tók hana dágóðan tíma að átta sig á því að þetta yrði hennar ævi- starf. „Ég er viðkvæm manneskja,“ sagði Denis áhugasömum gestum Norræna hússins og kann það að vera ástæða þess að hún vísaði ljós- myndurum á dyr um klukkustund fyrr. Að spjalli loknu stillti hún sér upp með Auði Övu og var létt yfir báðum. Denis sagðist næst ætla að gera kvikmynd um fólk sem verður ást- fangið en er ekki ætlað að unnast. Kunnuglegt þema það. Og spjallið endaði líka á ástúðlegum nótum hjá leikstjóranum: „Þér verður að þykja vænt um fólkið sem þú ert að vinna með. Annars mun starfið reynast þér mjög erfitt.“ Hugrekki, einlægni og þrjóska Morgunblaðið/Eggert Samtal Auður Ava Ólafsdóttir og Claire Denis í Norræna húsinu. Auður spjallaði við Denis í um klukkustund. Í Afríku Úr tveimur kvikmyndum Denis sem gerast báðar í Afríku, Chocolat (vinstra megin) og Beau travail. » „Heiðursverðlaungreiða ekki húsaleig- una,“ sagði Denis og uppskar hlátrasköll viðstaddra, bætti svo við að verðlaunin nýttust henni ekki heldur við fjármögnum næstu kvikmyndar. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.