Morgunblaðið - 07.10.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2019
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Frábær ending
Léttvínsglös
úr hertu gleri
Bókin Skjáskot, eftir Berg Ebba Bene-diktsson, er sögð vera ferðalag ummannshugann og krufning á þeimvandamálum sem blasa við okkur í
samfélaginu.
Fram kemur í inngangi bókarinnar að hún
hafi fyrst átt að heita Skjáskot – spádómur, þar
sem ætlunin var að rýna í framtíðina. Höfundur
komst hins vegar ekki lengra en í okkar tíma og
var það þó feikinóg.
Rithöfundurinn, lögfræðingurinn og síðast en
alls ekki síst uppistandarinn
Bergur Ebbi veltir því upp í
Skjáskoti (ekki spádómi)
hvaða áhrif sífellt hraðari
tækniþróun hinnar svoköll-
uðu fjórðu iðnbyltingar hef-
ur á mannskepnuna.
Bókinni er skipt upp í
fimm undirflokka en í þeim
fyrsta, þar sem höfundur
segir frá ferðalagi um
Bandaríkin nokkrum dögum áður en Donald
Trump varð Bandaríkjaforseti, leið mér á köfl-
um eins og ég væri staddur á uppistandi með
Bergi Ebba.
Engir uppistandarar hafa fengið mig til að
hlæja jafn mikið og það er ekkert endilega út af
bröndurunum sjálfum, jú vissulega eru þeir
góðir, heldur út af æsingnum. Þegar Bergur
biður lesendur um að læsa bíltegundina
Chevrolet Suburban í heilann er auðvelt að
ímynda sér að maður sé staddur í Þjóðleik-
húskjallaranum og að Bergur öskri á viðstadda.
Bergur talar um að þegar fram líði stundir
muni mannfólkið ná betri tökum á tækninni og
öllum þeim áskorunum sem henni fylgja en
staðan verði ekki þannig að við lifum bara í staf-
rænum heimi. Þótt vissulega séum við mikið
þar.
Tekin eru dæmi af öðrum byltingarkenndum
hlutum; útvarpi, sjónvarpi og svo tekur höfund-
ur skemmtilegt dæmi af rúllustigum. Bergur
Ebbi segir rúllustiga afar tæknilega en einnig
mjög klunnalega. Þetta samspil þess tæknilega
og hversdagslega geri það að verkum að rúllu-
stigum verði líklega aldrei skipt út fyrir neitt
annað.
Snjallsímarnir eru að rústa okkur en á einum
stað er þeim líkt við naflastrenginn. Þegar mað-
ur leggur símann frá sér á kvöldin og sofnar
lengist í strengnum. Síðan þegar kveikt er á
bláum skjá snjallsímans um leið og maður vakn-
ar eftir slæman svefn (líklega út af öllu síma-
glápinu rétt fyrir háttinn) er talað um að tengja
naflastrenginn. Þá fáum við okkar tengingu.
„En ég velti fyrir mér, miðað við hversu mikið
símar eru að rústa lífi okkar, hvort það væri
kannski sanngjarnara, fyrir alla aðila, ef þeir
gengju hreinna til verks og dræpu okkur bara,“
skrifar Bergur. Það væri kannski heiðarlegra ef
skjárinn splundraðist framan í fimmtugasta
hvern notanda sem bograr yfir símanum um
miðjar nætur að lesa skoðanir einhvers annars á
málefni sem manni er alveg sama um.
„Í stað þess að sökkva fólki hægt í sjálfshatur
og þunglyndi myndu símar bara klára dæmið
skyndilega og drepa eigendur sína endrum og
eins, til að halda öllum á tánum.“
Bergur fer um víðan völl í bókinni og það
væri ekki sanngjarnt fyrir alla væntanlega les-
endur að útlista frekar hvað hann skrifar um.
Eins og Bergur Ebbi gerir í sinni bók býst ég
við að ég verði líka að láta niðurstöður mínar
fylgja hér aftast, þó ekki topp-tíu eins og hann
gerir.
Bókin er skemmtileg, heimspekileg, fyndin
og á köflum hálf-ógnvekjandi. Þá er ég ekki að
segja að allt í einu muni símarnir taka af okkar
völdin og drepa makann eða eitthvert þannig
rugl heldur frekar hvað margir, þar á meðal ég
líklega, virðast sokknir ofan í samfélagsmiðla og
allt það sem engu máli skiptir þar. Hvað skiptir
þá máli? Bergur Ebbi ætti að íhuga að skrifa
næst bók um „hvað skiptir máli í lífinu“ eða eitt-
hvað svoleiðis.
Flestir hefðu gott af því að líta upp af skján-
um og lesa þessa bók. Það er kannski ágætt fyr-
ir þá sem lesa lítið að byrja á bók þar sem mikið
er fjallað um samfélagsmiðla og snjallsíma. Hún
er ekki það löng en flestir ættu að geta litið upp
úr „heita rifrildi dagsins“ á samfélagsmiðlunum
í nokkrar klukkustundir og lesið bókina.
Hvað skiptir þá máli?
Morgunblaðið/Eggert
Gott Flestir hefðu gott af því að líta upp af skjánum og lesa bók Bergs Ebba, að mati rýnis.
Vangaveltur
Skjáskot bbbbn
eftir Berg Ebba Benediktsson.
Mál og menning, 2019. Kilja, 200 bls.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
» SinfóníuhljómsveitÍslands tók í liðinni
viku á móti sex þúsund
grunnskólanemendum
á sex tónleikum í Eld-
borg Hörpu. Á tónleik-
unum var nemendum
boðið í tímaflakk um
tónheima tónlistarsög-
unnar. Skólatón-
leikarnir eru hluti af
metnaðarfullu fræðslu-
stafi hljómsveitarinnar
en ár hvert heldur hún
fjölmarga tónleika þar
sem nemendum allt frá
leikskólaaldri til fram-
haldsskólanema er
boðið að hlusta á vand-
aða dagskrá í tali og
tónum.
Sex þúsund nemendur á skólatónleikum Sinfóníunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónn Um tónsprotann hélt Michelle Merill, en kynnar voru Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson.
Eftirvænting Á síðasta starfsári tók Sinfóníuhljómsveit Íslands á móti ríflega
15.000 skólabörnum í Eldborg Hörpu og kynnti þeim töfra tónlistar.