Morgunblaðið - 07.10.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 07.10.2019, Síða 32
Málfundaröðin Samtal við leik- hús hefur göngu sína í dag í Ver- öld – húsi Vigdís- ar, kl. 17. Í henni koma saman fræðimenn og leikhúsfólk og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum. Fyrsta samtalið verður um nýja sýn- ingu Þjóðleikhússins á Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræð- ingur mun fjalla um verkið og verð- ur í pallborði með Ólafi Agli Egils- syni leikstjóra, höfundinum Auði Övu og Baldri Trausta Hreinssyni leikara. Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg stýrir umræðunum. Samtal við leikhús MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Ísland verður án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sem og Harð- ar Björgvins Magnússonar þegar liðið mætir heimsmeisturum Frakka á föstudaginn á Laugardals- velli, í undankeppni EM í fótbolta. Þá er lykilmaður úr vörn liðsins veikur og lék því ekki með félagsliði sínu í gær. Íslenski landsliðshópur- inn kemur saman í dag. »24 Tveir úr leik vegna meiðsla og einn veikur ÍÞRÓTTIR MENNING Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og er liðið í 12. sæti eftir 1:0-tap gegn Newcastle í gær. Rauðu djöflarnir eru aðeins tveimur stigum fyrir of- an fallsæti og hafa ekki byrjað leik- tíð verr í þrjá áratugi. Liverpool er hins vegar í frábærum málum á toppi deildarinnar, enn með fullt hús stiga og aukið forskot eftir að Manchest- er City tapaði óvænt gegn Wolves á heimavelli í gær. »25 Man. Utd ekki byrjað verr í þrjá áratugi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Djasstríóið Hot Eskimos verður með tónleika á Björtuloftum í Hörpu á miðvikudagskvöld og verð- ur skemmtunin, sem nefnist Af- mælisbörn, sérstök að því leyti að aðeins verða leikin lög eftir eða tengd fólki sem fæddist 9. október. Tríóið skipa Karl Olgeirsson píanóleikari, Jón Rafnsson kontra- bassaleikari og Kristinn Snær Agn- arsson trommuleikari. Jón segir að þeir hafi sótt um að vera með í haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans og verið úthlutað fyrrnefndu kvöldi. „Þá hafði Kalli Olgeirs orð á því að margir tónlistarmenn ættu afmæli 9. október, með John Lennon fremstan í flokki, og varpaði fram þessari hugmynd að spila bara tón- list eftir afmælisbörn þessa dags,“ segir Jón. „Við tókum hann á orðinu enda er ekkert heilagt hjá okkur.“ Í lok ágúst lék tríóið í sumar- djasstónleikaröð Salarins í Kópa- vogi og kom víða við í poppi, rokki og pönki. Jón segir nýstárlegar út- setningar til marks um víðsýni tríósins. „Við erum alltaf opnir fyrir öllu og sennilega hafa aldrei áður verið haldnir tónleikar eins og Af- mælisbörn, og þeir verða bara í þetta eina skipti, því varla verður hægt að bjóða upp á sömu tónleika að ári.“ John Lennon í fyrirrúmi Lög eftir John Lennon verða í forgangi en auk þess flytur tríóið lög eftir eða tengd PJ Harvey, Kenny Garrett, Bebo Valdés, Rod Temperton, Camille Saint-Saëns, Serge Gainsbourg, Abdullah Ibra- him, Steve McQueen og Lee Whil- ey. „Við erum með mörg lög í hatt- inum og helsti vandinn verður að velja,“ segir Jón um tónleikana, sem hefjast klukkan 21. Hot Eskimos var stofnað 2010. Jón segir að þá hafi verið ákveðið að það myndi fyrst og fremst leika rokk, pönk og popp í djassútsetn- ingum. „Við spiluðum nokkur lög, sem okkur fannst koma vel út, og fórum því í stúdíó og tókum þau upp.“ Afraksturinn var platan Songs from the Top of the World sem kom út 2011. „Hún er ein af söluhæstu íslensku instrumental- plötunum,“ segir hann og bætir við að hún sé væntanleg á vínylplötu. Önnur plata, We Ride Polar Bears, kom út 2015. Jón segir að Örn Clausen hafi sagt í viðtali fyrir keppni á Ólympíuleikum um miðja síðustu öld að Íslendingar færu um á ísbjörnum og notuðu þá til þess að draga vagna. „Í tilvitnuðum texta er haft eftir honum á ensku að „Ice- landers are special because they ride polar bears and use them to pull our wagons“. Okkur þótti þetta flott setning og nefndum plötuna eftir orðum hans, en þess ber að geta að við höfum ekki beint verið þekktir fyrir þátttöku eða áhuga á íþróttum. Hins vegar erum við sennilega eina íslenska sænskumæl- andi tríóið í heiminum og höfum því ákveðna sérstöðu en þess ber að geta að við höfum allir búið í Svíþjóð um lengri eða skemmri tíma.“ Hot Eskimos Tónlistarmennirnir frá vinstri: Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson. Afmælisbörn dagsins í sviðsljósinu í Hörpu  Djasstríóið Hot Eskimos með sérstaka tónleika 9. október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.