Morgunblaðið - 14.10.2019, Page 1
Dorgveiði í höfnum hefur löngum verið áhugamál barna og
unglinga. Aftur komust veiðar í höfnum í tísku þegar fólki af
erlendum uppruna fjölgaði hér á landi. Tækin urðu jafnframt
öflugri, fínar stangir og fjölbreytt úrval agna. Mennirnir sem
reyndu fyrir sér með stangirnar við gamla vitann í Reykjavík-
urhöfn telja greinilega að þar sé enn veiðivon.
Veiðar stundaðar í mörgum höfnum landsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dorgveiðimenn telja veiðivon í Reykjavíkurhöfn
M Á N U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 241. tölublað 107. árgangur
BARÁTTA Í
FULLKOMINNI
ÓREIÐU
PLÖNTUFÆÐI STÖÐVAR
HJARTASJÚKDÓMA
FISKUR ER
UNDIRSTAÐAN Í
GRUNDARFIRÐI
RÁÐSTEFNA UM VEGAN 11BJÖRG BÆJARSTJÓRI 6 DÓMUR UM THUNBERG 28
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Útlit var fyrir að hægrisinnaði
stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti
(PiS) færi með sigur af hólmi í þing-
kosningum í Póllandi samkvæmt
útgönguspám sem birtar voru eftir
að kjörstöðum var lokað í gær-
kvöldi.
Spárnar bentu til að flokkurinn
fengi 43,6% greiddra atkvæða og
239 sæti á þingi. Gangi þær eftir
eykur flokkurinn við meirihluta
sinn á þinginu. »13
Stjórnarflokkurinn
eflir meirihlutann
Á fyrstu níu mánuðum þessa árs
hafa 95 manns greinst með lekanda
hér á landi, þar af 85 karlar. Það
eru fleiri tilfelli en undanfarin ár að
því er segir í Farsóttafréttum Emb-
ættis landlæknis.
Dregið hefur úr aukningu sára-
sóttar yfir sumarmánuði ársins, en
28 greindust með sjúkdóminn frá
ársbyrjun, 25 karlar og 3 konur. »2
95 karlar með lek-
anda á þessu ári
Landlæknir Hvatt er til aðgátar í kynlífi.
Flestar framanákeyrslurnar verða
við góðar aðstæður en það er talið
styðja þá tilgátu að ökumenn leyfi
sér mögulega glæfralegri aksturs-
hegðun þegar aðstæður eru góðar.
Jafnframt eru meiri líkur á að um-
ferð sé meiri á þeim tíma en það eyk-
ur líkur á árekstrum.
Þetta er meðal niðurstaðna í
meistaraprófsritgerð Rakelar Töru
Þórarinsdóttur við verkfræði- og
náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Rannsóknir hennar sýna að fram-
anákeyrslum bíla sem koma hvor á
móti öðrum fjölgaði á milli áranna
2014 og 2018 og einnig alvarlega
slösuðum. Rakel tekur þó fram að
aukningin sé ekki jafn mikil þegar
litið er til fjölgunar bíla og fólks í
umferðinni, bæði innlendra og er-
lendra ferðamanna.
Töluvert um vanskráningu
Í ljós kom við rannsókn Rakelar
að töluvert er um vanskráningu í
gagnasafninu sem hún fékk afnot af.
Það geti skekkt niðurstöður athug-
unar sem þessarar. Með bættri og ít-
arlegri skráningu væri hægt að ná
fram skýrari mynd af aðstæðum og
orsökum framanákeyrslna sem gæti
nýst við ákvarðanir um vegafram-
kvæmdir, bætt umferðaröryggi og
stefnumótun í framtíðinni. »10
Framanákeyrslum fjölgar
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Árekstur Iðulega verða alvarleg
slys þegar bílar keyra saman.
Nákvæmari slysaskráning myndi nýtast við stefnumótun
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Álagsmeiðsli og einkenni ofþjálf-
unarheilkennis meðal barna og
unglinga sem stunda íþróttir eru
algengari en ásættanlegt er. Þetta
er á meðal ályktana sem Nadia
Margrét Jamchi sjúkraþjálfari
leggur fram í nýrri meistararit-
gerð sinni.
„Með frekari leiðbeiningum og
fræðsluefni fyrir foreldra, þjálfara,
íþróttaiðkendur og þá sem koma
að íþróttaiðkun barna er vonandi
hægt að minnka tíðni ofþjálfunar
þætt og í samræmi við aldur og
þroska.“
Nadia rýndi einnig í rannsóknir
þar sem vísbendingar um tengingu
milli ofþjálfunar eða álagsmeiðsla
og kulnunar komu fram.
Álagsmeiðsli barna of algeng
Ný rannsókn sýnir að einkenni ofþjálfunarheilkennis meðal barna eru of tíð
Sjúkraþjálfari vonar að hægt sé að nýta upplýsingarnar til að draga úr ofþjálfun
og bera kennsl á þróun álags-
meiðsla fyrr í ferli,“ segir Nadia í
samtali við Morgunblaðið, sem
segir að mögulega verði börn of
snemma fyrir utanaðkomandi
pressu um að einblína einungis á
eina íþrótt. „Í raun er æskilegt að
áherslan í þjálfun barna sé fjöl- MOfþjálfun barna … »11