Morgunblaðið - 14.10.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 14.10.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Lífsgleði og glæsileiki ein- kenndi allt hennar fas. Hún var ávallt prúðbúin með skart. Hún hafði starfað sem leikkona og leikstjóri víða um land og opn- aði okkur heim leikhússins. Þá var hún tvívegis fjallkona. Amma var skyggn framan af aldri og trúði á líf eftir dauðann. Við áttum ófáar dýrmætar sam- ræður um lífið og leyndardóma þess, þar vorum við samstiga. Hún trúði því að allir myndu sameinast að lokum, „bæði ég og aðrir, hittast allir“. Amma átti sína barnatrú án þess að mikið væri um það rætt. Við veikindi dóttur minnar sagði hún mér frá því að hún bæði fyrir okkur. Mér þótti vænt um það. Jákvæðni, leikgleði og góð- vild var ríkjandi í hennar fari. Ég minnist þess með hlýju þeg- ar hún hélt um hendur Kristins Hauks míns, þá 95 ára, og dreif hann með sér í dans og söng: „Stígur hann við stokkinn, ljós- an ber hann lokkinn, litli stráka- hnokkinn“ og hló. Amma var einstaklega víð- sýn, umhugað um náungann og talaði vel um fólk. Þegar ég til- kynnti henni að ég væri ólétt að Kristni og ætti barnið ein fagn- aði hún því af einlægni. Hennar stuðningur var mér dýrmætur. Sama stuðning sýndi hún seinna barni mínu, Erlu Maríu. Þótti mér því heiður að biðja jafn sterka kvenfyrirmynd og ömmu að halda henni undir skírn Tengsl ömmu við börnin sín voru sterk og margir afkom- enda hennar búa enn í Vest- urbæ Kópavogs þar sem þau afi bjuggu frá 1945, þá í Bankaseli. Foreldrar mínir byggðu hús á jörðinni og ég naut þeirrar gæfu að hafa hana nærri. Að fá ömmu sína í heimsókn á laugardögum, á aðfangadag í hangikjöt, að sjá ömmu á stuttbuxunum með hnéhlífarnar að vinna úti í garði. Eða síðustu ár að þeysast um á „skutlunni“ um bæinn. Sjálf- stæð, jákvæð og sterk. Eftir að afi dó styrktist vin- skapur okkar ömmu. Vænst þótti mér um hvernig hún stóð sem klettur í hafi við hlið mér á erfiðum tíma í mínu lífi. Þá hafði hún það sem er hvað dýrmæt- ast; tíma fyrir samveru og hlýju. Hjá henni stóðu dyrnar opnar, stutt var í rjúkandi te- bolla, ristað brauð og bakkelsi. Við sátum saman í eldhúsinu og ræddum um lífið. Hún var fyr- irmynd innri styrks sem hafði reynt öldur lífsins en stóð enn teinrétt með lífsgleði í hjarta. Heima hjá ömmu dáðist ég ávallt að því hversu öllu var haganlega fyrirkomið. Fegurðin var í smáatriðunum og skipulag- inu. Hjartans amma mín, þín er og verður sárt saknað. Ég þakka þér fyrir tímann okkar saman, væntumþykjuna og vís- dóminn. Að vera fyrirmynd innri styrks og jákvæðni og höfðingi heim að sækja. Að vera þess heiðurs aðnjótandi að læra af lífsreynslu þinni og heyra þína sýn á lífið og tilveruna. Ég minnist þín með því að fagna lífinu með gleði, leik, ákveðni og styrk og hlúa vel að fjölskyldunni. Að kenna börn- unum að vera góð við minni máttar. Læra af erfiðleikum og „kasta þeim svo aftur fyrir sig“ eins og þú ráðlagðir svo oft. Þó að andi þinn hafi kvatt efnið veit ég að þú ert mér nærri. Órofa hjartatenging án tíma og stundar. 101 ár. Það var sennilega ekki hægt að biðja um meira. Ég hugga mig við að nú sért þú komin til afa, foreldra og systkina. Guð blessi þig og varðveiti alla tíð. Með hjartans kveðju. Þín Fjóla og börn.  Fleiri minningargreinar um Auði Helgu Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Björn SævarÁstvaldsson fæddist á Sauðár- króki 9.7. 1953. Hann lést á Land- spítalanum 30.9. 2019. Foreldrar hans eru þau Svanfríður Steins- dóttir, f. 18.10. 1926, búsett á Sauðárkróki, og Ástvaldur Óskar Tómasson, f. 31.8. 1918, d. 20.1. 2007. Systkini hans eru: Steinn Gunnar, f. 7.3. 1948, Tómas Leifur, f. 23.5. 1950, Ingimar Rúnar, f. 20.12. 1959, og Ragnheiður Guðrún, f. 8.8. 1964. Hinn 19.7. 1986 kvæntist hann Kristínu Rós Andrés- dóttur, f. 22.12. 1952, for- eldrar Guðrún Guðfinna Guð- mundsdóttir, f. 10.3. 1919, d. 7.10. 1989, og Andrés Guðna- 20.9. 1975, faðir Þorsteinn Máni Árnason, f. 17.9. 1949. Maður hennar er Magnús Justin Magnússon, f. 7.2. 1973. Börn þeirra eru: María Rakel, f. 23.7. 1999, Magnús Aron, f. 21.3. 2014, og Daníel Máni, f. 21.3. 2014. Björn ólst upp í Skaga- firði, í Hvammi og Kelduvík á Skaga og síðar í Sól- heimum í Blönduhlíð. Hann lauk sveinsprófi í bifvéla- virkjun 1974 og fékk meist- araréttindi 1977. Björn lauk prófi í rekstrar- og vél- tæknifræði frá Odense Tekn- ikum í Danmörku 1985. Árið 1989 varð hann eigandi og framkvæmdastjóri Sóló- húsgagna þar sem hann starfaði alla tíð síðan. Björn var mikill talsmaður íslenskr- ar framleiðslu, hvort sem var í húsgagnasmíði eða öðrum iðnaði. Hugsjón hans var að íslensk hönnun væri fram- leidd hér á landi til að við- halda þekkingunni á hand- verkinu og framleiðslunni. Útför Björns fer fram frá Áskirkju í dag, 14. október 2019, klukkan 13. son, f. 7.8. 1919, d. 25.4. 2008. Sonur Björns af fyrra hjónabandi er Brynleifur Birgir, f. 2.12. 1977, móðir Helga Brynleifsdóttir, f. 4.3. 1956. Hann er kvæntur Ingi- björgu Ösp Magn- úsdóttur, f. 3.5. 1979, synir þeirra eru Birkir Snær, f. 4.8. 2003, Magnús Breki, f. 10.6. 2006, og Björn Hlynur, f. 22.8. 2012. Dætur Björns og Kristínar Rósar eru: Sandra Rós, f. 31.7. 1987, og Birna Karen, f. 22.7. 1990, sambýlismaður Bjarki Hjálmarsson, f. 28.2. 1988. Fósturdóttir Björns, dóttir Kristínar Rósar af fyrra hjónabandi, er Dagmar, f. Elsku pabbi. Hógvær, snjall og klár af úrræðum þú áttir offjár. Hnyttinn, ákveðinn og handlaginn allan hug þinn átti Kelduvíkur-skaginn. Raunsær bóndi í borg aldrei heyrðist frá þér org. Á sólarströnd þú vildir ekki hangsa bæði erum kennd við bangsa. Þú kenndir mér að reikna og hugmyndir að teikna. Stappaðir í mig stálinu þegar lítið var traustið á sjálfinu. Menntun alltaf í hávegum hafðir í vandræðum hjálp þú okkur umvafðir. Nema kannski við enskuna, það passaði ekki við bernskuna. Ég man við eldhúsborðið sátum og kvöldverðinn við átum þegar ungir bræður þig spurðu með svolítilli furðu: „Afi, af hverju ertu svona rauður?“ Af húmori þú aldrei varst snauður og svaraðir með hánni: „Ég er indjáni.“ Nú kveð ég þig með trega sakna mun þín, sjúklega. Ég hélt við fengjum meiri tíma þá væri ég ekki hér að ríma. Líklega við værum að hugleiða um ágæti íslenskrar framleiða bæði á klæði og um húsgagna gæði. Birna. Eins og miðjubarna er gjarn- an siður storkaði pabbi hefðum og venjum. Hann var þriðji í röð- inni af fimm börnum afa og ömmu. Mér er sagt að hann hafi sett hnakk og beisli á kálf í Kelduvík á Skaga, þar sem hann ólst upp í bernsku, og kvatt ömmu með þeim orðum að hann væri farinn í réttirnar. Snemma var hann staðráðinn í að mennta sig og lágu leiðir meðal annars til Danmerkur til að ljúka námi í tæknifræði. Í honum sló þó alla tíð skagfirska hjartað. Pabbi var myndarlegur maður með sín brúnu augu og dökka hár. Hann flíkaði ekki tilfinning- um sínum heldur lét sína góðu nærveru og verk tala. Hann var óþreytandi í að hjálpa til með hvað sem var. Hann var einstak- lega handlaginn og með mikið verksvit. Hann sá lausnir þegar aðrir sáu engin úrræði. Svo átti hann það til að setja saman vís- ur. Í veikindum hans komu frá honum hnyttnar vísur sem lýstu ástandi hans og líðan. Hann hafði aðdáunarvert jafnaðargeð og man ég ekki þá stund að hafa séð hann nokkurn tímann reiðast svo upp úr syði. Þegar pabbi og Kristín eign- uðust heimili sitt við Langholts- veg notaði hann bílskúrinn til ýmissa verka, meðal annars að gera upp tjónabíla til að selja aft- ur. Minn fyrsti bíll var einmitt af þeirri gerðinni og ættaður úr skúrnum góða. Það var gott að eiga pabba að. Ófáar stundir vor- um við saman í viðgerðum á þeim bílum sem ég eignaðist; hann lagaði, ég rétti honum verkfærin. Árið 1989 urðu þáttaskil þegar pabbi og Kristín keyptu fyrir- tækið Sólóhúsgögn. Það má segja að það hafi orðið þeirra fimmta barn. Pabbi vann þar óslitið með Kristínu sér við hlið þau þrjátíu ár sem síðan eru lið- in. Það urðu hans ær og kýr að smíða húsgögn og skapa nýjung- ar. Hann var alla tíð talsmaður íslenskrar framleiðslu og iðnaðar og var stoltur af að Sóló seldi einungis íslenska framleiðslu. Með árunum öðlaðist hann yf- irburðaþekkingu á hönnun og þróun húsgagna sem varð til þess að margir húsgagnahönn- uðir leituðu til hans. Sumarfrí urðu sjaldan löng en ferðir á bernskuslóðir hans norð- ur í Kelduvík á Skaga með fjöl- skyldunni voru fastir viðburðir. Þar var stórafmælum pabba fagnað á viðeigandi hátt með mörgum gestum. Hvergi fannst honum betra að kúpla sig út og hlaða batteríin eftir önn hvers- dagsins. Það má jafnvel segja að Kelduvík hafi verið hans draumaland. Pabbi mun skilja eftir sig stórt skarð hvert sem litið er. Hann fór frá okkur alltof snemma; 66 ára. Þrátt fyrir al- varleg veikindi óraði engan fyrir því að hann myndi kveðja svona snögglega. Hann var ákaflega traustur, hógvær og góður mað- ur sem mætti öllum með þægi- legu viðmóti og sínu ljúfa brosi. Ég minnist pabba fyrir allar góðu stundirnar og þá hlýju sem hann sýndi okkur Ingibjörgu og strákunum; stundir sem hefðu átt að verða miklu fleiri. Minn- ingin um pabba lifir í hjörtum okkar allra. Brynleifur B. Björnsson. Elsku Bjössi. Mér finnst þetta allt svo óraunverulegt. Eins og þetta sé draumur ... og ekki góður draumur. Ég vil ekki trúa að þetta sé staðreynd. Þegar við vorum á spítalanum, og ég vona að þú hafir heyrt í mér, þá sagði ég þér hversu ótrúlega ánægð ég hefði verið að fá þig inn í líf mitt þegar ég var 6 ára. Þú varst svo rólegur og í rauninni fámáll en mér leist svo vel á þig frá fyrstu kynnum. Nánast frá fyrsta degi sem þú fórst að heimsækja okkur mæðg- ur þá lagaðir þú allt á heimilinu. Ef ofninn var bilaður þá komst þú honum í gang, ef eitthvað var að rafmagni, pípulögnum, bílum, húsgögnum o.s.frv. þá varst þú kominn til að laga það. Enginn tók í rauninni eftir því ... allt í einu var bara búið að laga hlut- ina, þú bara gekkst í það í róleg- heitunum. Ég byrjaði að vinna í Sóló- húsgögnum, sennilega upp úr fermingu, og í gegnum árin fékk ég að kynnast öllum hliðum fyrirtækisins vegna þess að þú treystir mér. Ég fékk að prófa að vinna á öllum vélum og tækjum bæði í trésmíðinni, bólstruninni og stálsmíðinni. Þú kenndir mér á vélarnar og fylgdist með mér en ég fékk að gera hlutina sjálf. Þegar maður fær uppeldi þar sem fullkomið traust ríkir á getu manns þá er ekki hægt að biðja um meira. Síðan þegar ég er um 17 ára og er í Versló þá fékk ég að taka ábyrgð á bókhaldi fyrir- tækisins að mestu leyti og fékk að vera með í ákvörðunum um fjárfestingar og fjármögnun. Þetta var svakalegur skóli og ég held að það sé ekki til betri grunnur til að halda áfram út í atvinnulífið. En þó að við bæði höfum verið algjörlega drifin af vinnu þá kunnum við líka að njóta okkar. Bjössi, þú kunnir svo sannarlega að njóta þín í Kelduvík. Að fara á traktorinn, sækja rekavið í fjör- una, slá grasið og laga húsið. Þú varst ekki einn af þeim sem geta legið á ströndinni á Spáni í 3 vik- ur. Þú hefðir dáið úr leiðindum. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni ... vera að brasa eitt- hvað. Já, það er svo margt sem ég er þakklát fyrir og ég vildi að ég hefði sagt þér það oftar. Ég er þakklát fyrir að hafa eignast stjúpbróður þegar ég var 6 ára og hann 4 ára. Ég viðurkenni að ég var oft pirruð á látunum í honum þegar við vorum krakkar en hann er yndislegur í alla staði og forréttindi að vera hluti af hans lífi og hans fjölskyldu. Þegar ég var 12 ára fæddist fallegasta barn sem ég hafði séð. Það var hún Sandra. Ég var svo spennt að eignast litla systur. Eins erfið og hún gat stundum verið gat hún alltaf unnið mann með fallega brosinu sínu og smit- andi hlátri. Síðan þremur árum seinna kom Birna. Ótrúlega ljúf, falleg og þægileg í alla staði og er enn í dag. Allt í einu var ég orðin hluti af sex manna fjöl- skyldu á innan við 10 árum þar sem áður höfðu bara verið við mamma. Bjössi minn, ég skil ekki af hverju lífið þarf að vera svona ótrúlega ósanngjarnt. Við eigum eftir að ræða svo margt, gera svo margt, byggja, breyta og bæta. Mig vantar að hafa þig til ráð- leggingar. Ég er alls ekki tilbúin að kveðja en þessu ræð ég víst ekki. Ég vona að þú getir fylgst með okkur hvar sem þú ert. Takk fyrir allt. Meira: mbl.is/andlat Dagmar. Elsku yndislegi bróðir minn. Með sorg í hjarta og tár á kinn kveiki ég á kertum og hugsa. Hugsa um það hversu fallegt haustið var þína síðustu lífsins daga. Hugsa um að það er eins og náttúran, veðrið og almættið hafi sameinast um að þínir síð- ustu lífsins dagar skyldu vera sem fallegastir, fallegir eins og þú varst. Hugsa um að í þínu lífi hafi haustið komið of snemma, því í þínu lífi var enn sumar. Þar sem ég sit hérna og horfi á kertalogann bærast birtast myndirnar ein af annarri og hlýj- ar minningar streyma fram. Myndir og minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu, en þar átt þú þinn sérstaka stað. Það er dýrmætt að eiga góðar minning- ar og þær á ég svo sannarlega um þig. Góðar minningar sem ég ylja mér við þegar hugurinn fer að reika, reika til baka og hugsa, hugsa til þín. Þegar úti blása vindar og kuldinn bítur kinn, ég hugsa til þín. Þegar daginn tekur að lengja og sólin vermir jörð, ég hugsa til þín. Þegar geislar sólarinnar leika sér og kitla mína kinn, ég hugsa til þín. Þegar fuglarnir byggja sitt ból og syngja trjánum í, ég hugsa til þín. Já elsku bróðir, ég hugsa til þín. Margs er að minnast en best man ég hvernig þú ljómaðir all- ur, lyftist upp í sætinu og ein- hvern veginn stækkaðir allur þegar minnst var á Kelduvík. Ég man hvernig þú varst allaf boð- inn og búinn að hjálpa litlu syst- ur. Hjálpa henni hvort sem var við flutninga eða gefa „Fjalla“- Justy start og já, svo fannst þér nú ekki mikið mál að grilla eins og einn lambsskrokk þegar ég varð fimmtug. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Elsku bróðir, það voru for- réttindi að eiga þig að bróður og það er sárt að hugsa til þess að þinn lífsins kveikur hafi ekki ver- ið lengri en það er nú einu sinni svo að vegir lífsins eru óútreikn- anlegir. Ég veit að vel hefur ver- ið tekið á móti þér og þar hefur pabbi verið fremstur í flokki, og vel verður hugsað um þig á því ferðalagi er þú ert nú farinn í. Góða ferð elsku bróðir og megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Elsku Kristín, mamma, Dag- mar og fjölskylda, Biggi og fjöl- skylda, Sandra Rós, Birna og Bjarki. Samúðarkveðjur ég sendi ykkur frá mínum innstu hjarta- rótum. Þið eruð stöðugt í huga mínum. Þín litla systir, Ragnheiður Ástvaldsdóttir (Radda). Liðin eru 30 ár frá því að ég heimsótti Björn Ástvaldsson í Sólóhúsgögn í Brautarholtinu þeirra erinda að kanna hvort hann hefði áhuga á að vinna með mér og öðrum framleiðanda að þróun og smíði skólahúsgagna. Þessi heimsókn reyndist mér mikið gæfuspor og við Björn unnum í framhaldinu fjölmörg verkefni saman auk þess sem ég vann á verkstæðinu hjá honum eitt sumar. Mér leið vel í návist Björns enda var hann kurteis og hæglátur með einstaklega þægi- lega nærveru, það var gott að vinna fyrir hann. Það lék allt í höndum Björns og hann var áhugasamur um verkefni sín. Eitt aðaláhugamál hans var íslensk húsgagnahönn- un og smíði. Hann lagði metnað í að framleiða fyrst og fremst ís- lensk hönnuð húsgögn og átti farsælt samstarf við fjölda ís- lenskra hönnuða í þeim tilgangi, auk þess sem hann stuðlaði að því að klassísk eldri húsgögn voru framleidd á ný. Hvergi á landinu er í boði jafn mikið úrval íslenskra húsgagna og í Sólóhús- gögnum og hvergi annars staðar eru til sölu á einum stað húsgögn eftir jafn marga íslenska hús- gagnahönnuði og allt er það fyrir tilstilli og einlægan áhuga Björns um að koma íslenskri hönnun á framfæri. Þeir eru ófáir hönnuðirnir sem hafa leitað til Björns um aðstoð við frumgerð húsgagna og var öllum vel tekið hvort sem um var að ræða einstaka flipp eða alvar- legri vangaveltur. Ég var svo sannarlega einn þeirra sem nutu þess ríkulega. Sumt tókst vel en annað síður eins og gengur og gerist en alltaf var Björn jafn tilbúinn og áhuga- samur að setjast niður í vanga- veltum um hvernig leysa mætti hlutina, þetta voru góðar stund- ir. Nú er skarð fyrir skildi og ís- lenskir húsgagnahönnuðir hafa misst einn sinn ötulasta stuðn- ingsmann. Samveran með Birni sem vini og samstarfsmanni var ómetan- leg og gefandi og mun ég búa að því alla tíð. Ég mun minnast hans með þakklæti fyrir árin öll sem við brölluðum ýmislegt saman. Mik- ið á ég eftir að sakna hans. Kristínu og fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Sturla Már Jónsson. Björn Sævar Ástvaldsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓHANN SIGURÐUR JÓNSSON, Dagsbrún, Djúpavogi, lést á Skjólgarði, Höfn í Hornafirði, 7. október. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 19. október klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs á Höfn. Þráinn Sigurðsson Emiliana L. Dicdican Jóna S. Sigurðardóttir Mustafa M. Koca Sigurbjörg Sigurðardóttir Árni Sigurðsson Þorgerður Sigurðardóttir Guðmundur L. Magnússon Margrét Þ. Sigurðardóttir Halldór Lúðvigsson Ólöf R. Sigurðardóttir Bjarki Gunnarsson Guðrún Sigurðardóttir afabörn, langafabörn og langlangafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.