Morgunblaðið - 14.10.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 14.10.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 maður og sannur Íslendingur. Hann kom til dyranna nákvæm- lega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var samur við háa sem lága og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Kjarkur og orka geislaði af honum, hvar sem hann fór. Líf og störf Þrúðmars tengdust með af- gerandi hætti landbúnaði og ekki síður landgræðslu og landvörn- um. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjón- ustu sinni ósérhlífna og trúa starfsmenn. Þar hefur verið að verki sú framvarðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Í þess- um hópi var Þrúðmar meðal hinna fremstu. Það var mikil gæfa fyrir landgræðslustarfið í A-Skaftafellssýslu þegar Þrúð- mar var ráðinn landgræðsluvörð- ur árið 1986. Hann leiddi m.a. landgræðslustarfið á Skógeyjar- svæðinu í Hornafirði og átti stærstan þátt í umfangsmiklu landgræðsluátaki. Það hvessti stundum í samskiptum Hornfirð- inga um þetta þrekvirki, en Þrúð- mar stóð keikur í stafni og leiddi allan ágreining til lykta, eins og sönnum leiðtoga sæmir. Þar sem áður var stórt sandsvæði er nú víða gróskumikið votlendi og eitt glæsilegasta landgræðslusvæði landsins. Þrúðmar lét sig landbrot af völdum fallvatna miklu varða og stjórnaði byggingu tuga kíló- metra langra varnargarða við nær öll fallvötn í sýslunni. Í skjóli þeirra greri landið. Landgræðsl- an átti sannarlega öflugan liðs- mann í Þrúðmari sem með dugn- aði sínum og þekkingu leysti úr vandamálum og verkefnum. Vinnuafköst hans voru með ólík- indum mikil og störf hans ein- kenndust af framsýni, jákvæðni og vinnugleði. Hann var sannur landgræðslumaður. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vin- áttu og heilladrjúgt samstarf og samskipti sem aldrei bar skugga á. Þrúðmar var einn minnisstæð- asti persónuleiki sem ég hef kynnst. Mér var heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti um áratugaskeið. Öll voru þau á einn veg; hann var traustur félagi og vinur, hreinn og beinn. Hólmfríður, fjölskyldur, ætt- ingjar og vinir kveðja nú mikil- hæfan mann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sól- ina, kæri vinur. Sveinn Runólfsson, fyrrver- andi landgræðslustjóri. Haustið er komið, roða slær á kjarri vaxnar hlíðarnar og loftið angar af lyng- og birkiilmi. Í for- sælu ber ferska og kalda goluna að vitunum, eins og jökullinn sé að minna á tilvist sína og á að brátt festi vetur konungur hald á því sem honum ber. Sólin yljar þó enn þar sem hennar nýtur við og fullkomnar fallegan dag á fjöllum. Þeir voru ófáir dagar af þessu tagi sem ég naut samvista við Þrúðmar. Hann ók mér oft ásamt öðrum smölum þegar farið var inn í Núpa eða Efstafell og kom akandi á móti þegar komið var með féð fram í Geitafell. Það var alltaf léttir að horfa ofan af Geita- fellsbjörgum og sjá sólina glampa á dökkgræna Terranóinn eða birtuna af bílljósunum ef gangan hafði dregist á langinn. Þá vissi maður að nú þyrfti bara að koma fénu þangað og þá væri streðinu lokið. Þrúðmar var nefnilega ein- stakur ökumaður og þrátt fyrir að hann væri kominn á níræðisaldur vafðist það ekki fyrir honum að halda utan um fjárhópinn. Auð- vitað kom fyrir að það þurfti að gefa í, stundum losaði bíllinn hjól og jafnvel þau öll! En hann var svo yfirvegaður að eðlisfari og laginn að aldrei upplifði ég að hann hefði ekki fulla stjórn á að- stæðum. Þrúðmar var hestamað- ur, átti góð hross og hafði gaman af því að rækta þau. Hann lagði upp úr því að nálgast ætti hrossin á þeirra forsendum því viðbrögð þeirra við áreiti væru fyrirsjáan- leg. Enda hafa Miðfellshrossin ákveðna lund og ekki stendur á viðbrögðunum ef farið er illa að þeim. Nú í vor heimsótti Þrúðmar mig og tilkynnti mér að hann ætl- aði að gefa mér mertrippi með því skilyrði að það yrði tamið. Hann tjáði mér að hann væri að hætta að rækta hross en vildi sjá til þess að eitthvað yrði úr trippinu. Enga greiðslu vildi hann fyrir en nokkr- um dögum síðar hringdi ég í Þrúðmar og spurði hvort hann vildi ekki í staðinn koma með meri undir graðhest sem við Ragnheiður höfðum til umráða. Hann sagðist ætla að hugsa mál- ið. Eftir 5 mínútur hringdi hann aftur, þáði boðið og sagðist koma með þá bleiku undir hestinn. Þeg- ar hesturinn kom á svæðið hafði ég samband við Þrúðmar og bauðst til að aðstoða hann við að flytja merina. Hann taldi það óþarfa og spurði hvort ég yrði ekki heima við á eftir og því jánk- aði ég. Tæplega hálftíma síðar var Þrúðmar, 92 ára gamall mað- urinn, mættur í hlaðið með þá bleiku. Á þeim tíma hafði hann sett kerruna aftan í bílinn, náð merinni í stóðinu, sett hana á kerruna og keyrt frá Miðfelli í Akurnes sem eru tæpir 13 km á Nissan Terrano, geri aðrir betur. Áræðnin var slík að honum uxu ekki svona smáverkefni í augum. Það er af mikilli virðingu sem ég kveð vin minn Þrúðmar í Miðfelli. Hvíldu í friði. Sveinn Rúnar Ragnarsson. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Nú þegar við kveðjum Þrúð- mar Sigurðsson er rétt að minn- ast hans og þakka honum sam- fylgdina og þá velvild, vináttu og væntumþykju sem honum veittist svo auðvelt að sýna án margra orða. Ég vona að hann hafi fundið að vináttan var endurgoldin og að virðing mín fyrir honum var ómæld. Það er nú þannig að á lífsleið- inni kynnumst við fjölda fólks og stundum rekumst við á einstak- linga sem virðast vera meiri og stærri persónuleikar en aðrir samferðamenn okkar. Þrúðmar var slíkur og í raun þarf ekki að hafa mörg orð um mannkosti hans fyrir þá sem hann þekktu, viska hans, velvild og góðvild lét okkur sem fengum að njóta ekki ósnortin. Þegar ég flutti til Hornafjarðar lá leið mín í Miðfell þar sem ég hitti hjónin Þrúðmar og Hólm- fríði og strax við fyrstu viðkynn- ingu var ég búin að eignast aðra fjölskyldu fjarri heimahögum mínum. Vinátta þeirra Þrúðmars og Fríðu og velvild hafa fylgt mér eftir að ég flutti frá Hornafirði og alltaf verið jafn sterk og sönn þótt fjarlægð í tíma og rúmi væri nokkur. Þau hjón hafa átt saman far- sæla leið í gegnum lífið, samhent og samstiga, ættartré þeirra vax- ið ríkulega og ávextirnir gjörvu- legir. Lífsförunaut og stóru ást- inni hans Þrúðmars, henni Fríðu, votta ég samúð mína, börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Farðu í friði góði vinur. Björg Erlingsdóttir. ✝ Elsa LáraSvavarsdóttir fæddist 10. maí ár- ið 1934 á Akureyri. Hún lést 27. sept- ember 2019 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún var dóttir hjónanna Bjargar Benedikts- dóttur og Svavars Jóhannssonar. Hálfsystkini Elsu samfeðra, Hreinn, Ragna og Sverrir, eru látin. Eftir gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Akureyrar var Elsa í húsmæðraskóla í Reykjavík áður en hún settist í Kennaraskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með kenn- arapróf. Hún var lengst af handavinnukennari við Odd- eyrarskóla á Akur- eyri. Eftirlifandi eig- inmaður Elsu er Hannes Stein- grímsson frá Grenivík en þau gengu í hjónaband 12. júní 1965. Þau bjuggu á Akureyri allan sinn hjúskap. Synir Elsu og Hannesar eru: 1) Svavar, kona hans var Sigur- laug Adolfsdóttir, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Sara, Adolf og Ísak. 2) Stein- grímur, kvæntur Erlu El- ísabetu Sigurðardóttur. Dóttir þeirra er Guðrún Margrét. Útför Elsu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 14. októ- ber 2019, klukkan 13.30. Fallin er frá eðalkona og góð vinkona, hún Elsa. Þegar við fjöl- skyldan fluttum til Akureyrar ár- ið 2001 var það mikið happ að fá Hannes og Elsu sem nágranna. Þau reyndust okkur mjög vel og má segja að þau hafi verið „afi og amma“ dætra okkar á Akureyri. Þegar Svana Björg, sem var 2ja ára, kom heim af leikskólanum var það fastur liður að banka á eldhúsgluggann hjá þeim og fela sig á bak við ruslatunnugeymsl- una. Þennan leik léku þau saman í nokkur ár, eða þangað til við fluttum aftur til Reykjavíkur. Svana Björg fékk mikla matarást á Elsu og kom hún oft hlaupandi inn og sagði „má ég borða hjá Hannesi og Elsu, það er hvítur fiskur hjá þeim“. Elsa fylgdist vel með vettlingastöðunni á heimili okkar og sendi ef vantaði eftir að við vorum flutt. Það myndaðist djúp og góð vinátta á milli okkar og var mikill söknuður á báða bóga þegar við fluttum til baka. Elsku Hannes, innilegar sam- úðarkveðjur til þín og fjölskyld- unnar. Hulda, Birgir, Anna María og Svana Björg. Elsa Lára Svavarsdóttir ✝ Ragna Frið-riksdóttir fæddist 13. janúar 1924 á Gamla- Hrauni á Eyrar- bakka. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Grund 6. október 2019. Foreldrar hennar voru hjón- in Friðrik Sig- urðsson, útvegs- bóndi á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 11.2. 1876 í Hafliðakoti, Hraunshverfi, d. 204. 1953, og Sesselja Sól- veig Ásmundsdóttir, hús- freyja á Gamla-Hrauni, f. 18.02. 1887 í Eyvindartungu, Laugardalshreppi, d. 3.9. 1944. Systkini Rögnu: Ingi- björg Ásta, f. 1910, d. 1910, Sigurður, f. 1912, d. 1981, Jóhann, f. 1913, d. 1942, Friðrik, f. 1915, d. 1977, Davíð, f. 1917, d. 1973, Guð- mundur Ragnar, f. 1918, d. 1920, Margrét, f. 1920, d. 2019, Guðmundur, f. 1922, d. 1998, Guðleif, f. 1925, d. 2019, Pétur, f. 1928, d. 2010. Árið 1942 giftist Ragna Ágústi Ingvarssyni, bifvéla- virkja frá Eyrarbakka, f. 28.9. 1921, d. 28.11. 1990. Foreldrar hans voru Ingvar Loftsson, skip- stjóri frá Eyrar- bakka, f. 29.2. 1892, d. 22.4. 1988 og kona hans, Stefanía Ingvarsdóttir frá Eyrarbakka, f. 25.10. 1898, d. 16.2. 1923. Synir Rögnu og Ágústs eru: Jóhann, Garðar, Ingvar og Loftur. Jóhann var kvæntur Ingunni Kristjánsdóttur og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Jóhann eina dóttur. Barnabörn Jó- hanns eru 5 og barna- barnabörn 10. Jóhann lést 25.5. 2019. Garðar kvæntist Ástu Guðrúnu Guðbrands- dóttur og eiga þau tvö börn, 8 barnabörn og 2 barna- barnabörn. Ásta lést 21.4. 2018. Ingvar er kvæntur Ástríði Svövu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn og 9 barnabörn. Loftur er kvænt- ur Unni Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 14. október 2019, klukkan 11. Það er ákaflega sorglegt að kveðja en á sama tíma er gott að vita að þú sért komin á þann stað sem þú hafðir lengi beðið eftir að komast á. Þegar við hugsum til baka þá koma upp ótal góðar minningar. Stuttu hléin í skólanum sem urðu að tveggja tíma lögn á bláa sóf- anum hjá þér, pólitísku samræð- urnar sem við reyndum að setja okkur inn í og ekki má gleyma ættfræðinni sem þú þuldir stanslaust upp og erfitt var að fylgja. Þú varst mikill matgæðingur og var alltaf hægt að treyst á að fá góðan mat þegar við komum til þín. Lambahryggurinn sem þú varst oft með á sunnudögum er okkur ofarlega í huga og brúnuðu karftöflurnar sem eng- inn gat leikið eftir. Þrátt fyrir háan aldur skipti umhverfið þig alltaf máli, valdir lífrænt hráefni framar öðru og flokkaðir rusl fram á síðustu stundu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þú varst alltaf með putt- ann á púlsinum og vissir upp á hár hvað var nýjast í fréttum. Það var skrítin tilfinning að keyra fram hjá Sléttuveginum og sjá þar flaggað í hálfa stöng fyrir þig. Þú veltir því lengi fyr- ir þér hvenær röðin kæmi að þér en við vorum alltaf fljót að breyta um umræðuefni. Elsku amma, þú sem varst alltaf svo fín og fáguð. Þú kenndir okkur svo margt sem við munum aldrei gleyma og varst alltaf skýr og samkvæm sjálfri þér. Við erum svo þakklát að hafa fengið að eiga síðustu stundirnar með þér og munum ávallt muna þegar við kvödd- umst öll saman í síðasta sinn. „Við spáum í það ...“ Þín Gústi, Guðbjörg og Pétur Haukur. Ragna Friðriksdóttir Sumarið er á brott með lit sinn og ljóma. Elsku fallegi „litli“ bróðir minn Óli Sævar er látinn eftir baráttu við grimman og erfiðan sjúk- dóm, langt fyrir aldur fram að- eins 67 ára. Margs er að minn- ast sem ekki verður rakið hér. Þín verður sárt saknað, Óli minn. Við færum Heiðu og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okk- ar allra. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Óli Sævar Jóhannesson ✝ Óli Sævar Jó-hannesson fæddist 6. desem- ber 1951. Hann lést 20. september 2019. Útför Óla fór fram 30. september 2019. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífs- ins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þin systir, Sigrún. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSTBJARTS SÆMUNDSSONAR, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Álfhólsvegi 85, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Höfða. Pétur Ástbjartsson Hrafnhildur Hjartardóttir Ástríður Ástbjartsdóttir Jón Þór Hallsson Bjarni Valur Ástbjartsson Nongnart Lue-U-Kosakul Gylfi Ástbjartsson Hafdís Helga Ólafsdóttir Hjalti Ástbjartsson Bryndís Emilsdóttir barnabörn og langafabörn Faðir okkar, afi og langafi, ÞORVALDUR JÓSEFSSON, Valdi í Sveinatungu, Skúlagötu 14, Borgarnesi, lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð sunnudaginn 6. október. Jarðsungið verður frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 16. október klukkan 14. Þórdís Margrét Þorvaldsd. Blængur Alfreðsson Jósef Valgarð Þorvaldsson Gunnþórunn Ingólfsdóttir Guðlaug Örlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓHANNSSON sjómaður, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 9. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju 16. október klukkan 11. Hilmar Þór Ólafsson Hrefna Líf Ólafsdóttir Sigurður Jóhannsson Alexsandra Ólafsdóttir Jóna María Jóhannsdóttir Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.