Morgunblaðið - 14.10.2019, Page 20

Morgunblaðið - 14.10.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss og allir velkomnir - Hreyfisalurinn opinn milli kl.9:30-11:30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð - Kraftur í KR, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Granda- vegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20, frábær kennari, kostar ekkert og allir velkomnir - Félagsvist kl.13:00 - Útskurður kl.13:00 opið námskeið með leiðbeinanda - Kaffi kl.14:30-15:20 - Boðinn Boccia kl. 10:30. Gönguhópur kl. 10:30. Bingó kl. 13:00. Myndlist kl. 13:00. Vatnsleikfimi kl. 14:30. Spjallhópur kl. 15:00. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaaffi,spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlis- tarnámskeið kl. 12:30. Handavinnuhornið kl. 13. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Komdu að púsla með okkur í Borðstofunni. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Hjúkrunarfræðingur kl. 10. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um hverfið kl. 13:00. Handaband kl. 13. Bridge kl. 13:00. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl. 15:30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13:10- 13:30. Á morgun kl. 15:00 verður Lilja Sigurðardóttir rithöfundur með upplestur og bókaspjall á Vitatorgi. Verið öll hjartanlega velkomin. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Zumba salur Ísafold. kl. 16:15 Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu Ben 11:00-11:30. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta-spil, kl. 16.30 Kóræfing Söngvina, kl. 19.00 Skapandi skrif. Gullsmára Postulínshópur kl.9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handav- inna og Bridge kl.13.00, Félagsvist kl. 20. Þriðjudagur: Myndlistarhópur kl.9.00 Boccia kl. 9.30. Málm-og silfursmíði. Canasta. Trésmíði kl 13.00. Leshópur kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Miðvikudagur: Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge. Silfursmíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl 16.00 Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin Handavinna kl. 9 - 12:30. Jóga kl. 10:00-11:00. Sögustund kl.12:30-14:00. Olíumálun kl. 14:00-18:00 (án leiðbeinanda) Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl 8.00-12.00, Myndmennt kl 9.00, Ganga í Haukahúsi kl.10.00, Gaflarakórinn kl 11.00 Félagsvist kl 13.00 Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9, ganga kl 10 frá Grafarvogskir- kju og Borgum, dans í Borgum kl. 11 í dag allir velkomnir í dans- gleðina. Prjónað til góðs og gefið til líknarmála í listasmiðju Korpúlfa í Borgum kl 13 í dag og félagsvist kl. 13:00 í Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl 13 í dag á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpu- systkina kl. 16:00 í Borgum, fleiri hjartanlega velkomnir í hópinn. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, opin listasmiðja kl. 9-16, upplestur kl.11, trésmiðja kl.13-16, Gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stofunni kl.15.30.Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl,. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Sekinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20 -ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 -STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Enska kl. 13.00 -leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ SvanfríðurClausen fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1964. Hún lést á kvenlækn- ingadeild 21A, Landspítalanum við Hringbraut, 7. október 2019. For- eldrar hennar voru Axel Clausen verzl- unarmaður, f. 25.11. 1930, d. 10.7. 1998 og Halldóra Svava Clau- sen, f. 11.5. 1930, d.31.7. 2007. Systkini Svanfríðar eru Axel, Kristrún Þóra, Svava Viktoría og Jenni Guðjón. Uppeldissystir Svanfríðar er Halldóra. Sonur Svanfríðar er Axel Ingi Kristinsson, f. 24.8. 1994, sambýliskona hans er Álfheiður María Ívarsdóttir, f. 12.5. 1995. Svanfríður ólst upp í Hraunbæ í Árbæjarhverfi og gekk í Árbæjarskóla þar sem hún lauk grunnskólaprófi. Hún flutti með foreldrum sínum í Seljahverfi í Breiðholti og stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti þar sem hún útskrifaðist sem stúdent af tungumálabraut 1986. Svanfríður flutti árið 1997 með syni sínum Ax- el Inga í Stranda- sel 7, árið 2003 fluttu þau í Tungu- sel 10 og bjó hún þar til æviloka. Svanfríður starf- aði hjá Símanum sem fulltrúi í skráningum hjá símaskrá frá 1999 til 2008. Hún hóf síðan störf hjá SP- Fjármögnun árið 2008 þar sem hún starfaði til 2012 þegar fyrirtækið sameinaðist Lands- bankanum og starfaði hún í bankanum sem þjónustufulltrúi og fjármálaráðgjafi í þjón- ustuveri. Árið 2015 lauk hún námi sem vottaður fjármála- ráðgjafi við Háskólann í Reykjavík sem nýttist henni í starfi sínu. Svanfríður verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 14. októ- ber 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Mamma mín þú varst mér allt- af svo góð og traust. Þú gafst mér allan heiminn og rúmlega það, ég hefði ekki getað beðið um betri mömmu. Fyrir þig er ég óendanlega þakklátur og þann tíma sem við fengum saman þó að hann hafi verið allt of stuttur. Ég mun sakna þín svo sárt en það er mér þó huggun að þú fáir núna að hvíla þig í friði eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein þar sem þú barðist áfram til síðasta dags. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn sonur, Axel Ingi. Elsku systir, mágkona og frænka. Í dag kveðjum við þig með ást, söknuði og trega, en þú varðst að láta undan þessum illvíga sjúk- dómi sem greip þig heljartökum. Hin ótrúlega barátta þín og æðruleysi var okkur öllum hvatning og von um betri daga og bjarta framtíð. En það er ekki okkar að ákveða. Við horfumst í augu við örlög okkar með þeirri trú að yfir okk- ur sé vakað og allt hafi tilgang. Elsku Axel Ingi og Heiða, okkar innilegustu samúðar- kveðjur, megi framtíð ykkar og ófædda barnsins ykkar vara kærleiksrík og björt. Hvers vegna er leiknum lokið Ég leita og finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði ) Axel, Kristbjörg og Karen. Elsku Dandý systir. Mikið sakna ég þín og mikið þykir mér ósanngjarnt að þú sért farin frá okkur ástvinum þínum, þú sem varst á besta aldri til að njóta lífsins með þín- um yndislega einkasyni Axel og Heiðu sem eiga von á barni fljót- lega. En mig langar bara að þakka fyrir að fá að hafa átt þig sem systur því að þú varst mjög vönduð og yndisleg manneskja sem var tillitssöm, góðhjörtuð og hlý og allir sem þekktu þig elskuðu þig. Blessuð sé minning þín elsku systir. Þinn bróðir, Jenni Guðjón Clausen. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að elsku besta Dandý mín sé farin frá okkur. Við áttum ein- staklega náið samband allt frá því að ég fæddist og hefur hún fylgt mér í gegnum lífið og alltaf verið til staðar. Við eyddum nán- ast öllum jólum saman, páskum, afmælum ...Ég á mjög erfitt með að hugsa mér allt þetta án hennar. Eftir situr stórt tóma- rúm sem mun svíða lengi en ég ætla að gera mitt besta til þess að fylla það með hlýlegum hugs- unum til hennar og öllum fallegu minningunum okkar. Ég held að allir sem þekktu Dandý séu sammála því að hún var alveg einstaklega góð mann- eskja. Sterk og ákveðin, skipu- lögð og snyrtileg, full af gæsku og góðmennsku. Hún var líka einstök móðir en sambandið á milli hennar og elsku Adda var einstakt enda var ekkert í heim- inum sem hún elskaði meira en strákinn sinn. Missirinn er mik- ill og sorgin er ólýsanleg. Ég er svo óendanlega þakklát að hafa fengið að vera með henni síðustu dagana. Dandý var al- gjör nagli og hún sýndi enn einu sinni hversu ótrúlega miklum styrk hún bjó yfir þessa síðustu daga. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert en á sama tíma alveg ómetanlegt. Ég gleðst yfir því að hún hef- ur nú fengið hvíld. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku Dandý. Takk fyrir að vera þú. Takk fyrir að elska mig eins og þú gerðir. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Hef alltaf gert og mun alltaf gera. Þín Birta. Elsku Dandý frænka, við elskum þig svo mikið og söknum þín. Þú varst best. Adam Ingi og Jóhann Axel. Alveg frá því við fæddumst hefur elsku Dandý frænka verið hluti af lífi okkar allra. Svo hlý, góð, yndisleg og alltaf stutt í brosið. Það fór ekki mikið fyrir Dandý en hún var með einstak- lega góða og hlýja nærveru og alltaf gaman að spjalla við hana um lífið og tilveruna. Dandý var yngsta systir mömmu okkar og var alltaf mik- ið tengd heimilinu okkar enda voru þær mamma mjög nánar og mikið saman. Þegar við vor- um lítil hittum við Dandý frænku alltaf hjá ömmu og afa og eftir að við urðum eldri var hún alltaf hluti af fjölskyldunni okkar og fagnaði öllum tíma- mótum með okkur. Fylgdi okk- ur á stórum stundum í lífi okkar og barnanna okkar. Fyrir það erum við þakklát. Dandý var einstaklega góð mamma, Addi litli var auga- steinninn hennar frá fyrstu stundu og hún var svo stolt af honum. Samband þeirra mæðg- ina var afskaplega náið og fal- legt. Það er ósanngjarnt að þurfa að kveðja einhvern á besta aldri. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt en við, líkt og allir þeir sem þekktu Dandý, yljum okkur við allar góðu minningarnar sem hún skilur eftir sig. Dandý var nefnilega þannig gerð að allir sem hana þekktu hugsa til hennar hlýlega með þakklæti í hjarta því hún var góð í gegn. Takk fyrir samfylgdina, elsku frænka. Elsku Addi okkar og Heiða, megi allur heimsins kærleikur umvefja ykkur í sorginni. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir (Hannes Pétursson) Alfreð, Gunnar Axel, Gestur og Viktoría. Elsku hjartans Dandý mín, það er svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur, ég á svo erfitt með að sjá fyrir mér fram- tíðina án þín, við höfum alltaf verið svo nánar. Síðan við kvöddumst í hinsta sinn á Land- spítalanum eru dagarnir búnir að vera erfiðir og sorgin mikil. Það streyma fram hlýjar og góðar minningar um allt sem við höfum brallað saman í gegnum tíðina, ég var svo heppin að fá að alast upp með þér hjá ömmu og afa og hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi og er óendanlega þakklát fyrir þig, þú varst mér bæði systir og besta vinkona, við höfum grátið saman á erf- iðum stundum og glaðst á sam- an á góðum stundum. Þú hefur alltaf staðið sem klettur við hlið mér og dætrum mínum og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Þú skilur eftir þig yndislegan son sem syrgir þig sárt og miss- ir hans er mikill. Hann er hepp- inn með Heiðu sína sem stendur þétt við hlið hans á þessum erf- iðu tímum. Ég mun gera mitt besta til að vera til staðar fyrir þau og fjölskyldu þeirra og halda minningunni um þig lif- andi. Þú barðist hetjulega við þennan erfiða sjúkdóm fram á síðustu stundu og gafst aldrei upp, þú kvartaðir aldrei og tókst á við sjúkdóminn með einstöku æðruleysi sem er fáum gefið. Elsku Dandý mín, ég mun sakna þín svo óendanlega sárt en hugga mig við að þú hefur nú fengið frið og frelsi frá þessum illvíga sjúkdómi og því sem hon- um fylgdi. Takk fyrir allt sem þú varst mér og gafst mér. Ég elska þig. Þín Halldóra (Doris). Kær samstarfskona okkar, Svanfríður Clausen, er fallin frá, fyrir aldur fram. Við minn- umst hennar með mikilli hlýju. Svanfríður var mikill dugn- aðarforkur með hlýlegt viðmót, lítið eitt hlédræg og lét verkin tala. Brosið og húmorinn var aldrei langt undan og alltaf var hún tilbúin að taka þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem til féllu. Hún var fróðleiksfús og ávallt tilbúin að deila með sér nýrri vitneskju eða nýjungum sem komu sér vel fyrir heildina. Hennar þægilega nærvera og hlýja viðmót gerði það að verk- um að það var gott að leita til hennar eftir aðstoð og enginn byrjandi á vinnustaðnum var svikinn af handleiðslu hennar. Gott dæmi um dugnað og þrautseigju Svanfríðar er þegar hún, fyrir nokkrum árum, klár- aði krefjandi nám samhliða veikindum. Þetta voru verkefni sem hún ætlaði sér að klára, sem og hún gerði. Gaman er að minnast matar- og kaffitíma þegar mikið var spjallað og hlegið, þar var Svan- fríður öflug með heklunálina svo úr urðu listaverkin eftir hana eins og á færibandi. Stoltið í lífi Svanfríðar var Axel sonur hennar, og hafði hún gaman af því að deila með okk- ur ýmsum gleðistundum í lífi þeirra. Axel og öðrum fjölskyldu- meðlimum Svanfríðar vottum við okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum. Minning um yndislega konu og samstarfsfélaga mun ávallt lifa með okkur. Fyrir hönd starfsfólks þjón- ustuvers Landsbankans, Guðrún Magnúsdóttir. Það haustaði snögglega þetta árið þegar við samstarfsfélagar Svanfríðar Clausen fengum fregnir af því að hún hefði látist eftir stutt en erfið veikindi. Sorgin hvílir þungt á okkur þegar við hugsum til okkar góðu samstarfskonu. Það var við sameiningu SP Fjármögnunar haustið 2011 sem Svanfríður hóf störf í Landsbankanum og fylgdi eftir krefjandi verkefnum tengdum bílafjármögnun. Hún hóf störf í þjónustuveri bankans skömmu síðar. Þar komu styrkleikar hennar strax í ljós þegar hún leiðbeindi og aðstoðaði sam- starfsfólk sitt af mikilli alúð þegar stór verkefni voru færð inn í deildina. Hún bjó yfir mik- illi sérfræðikunnáttu og var einkar lagin við að koma henni áfram til okkar hinna. Það var sama af hvaða toga fyrirspurn- irnar voru, hún gaf öllum tíma sinn og sinnti krefjandi verk- efnum af alúð og þolinmæði. Svanfríður lauk námi í vottun fjármálaráðgjafa árið 2015 og hóf í kjölfarið störf í útibúunum í Vesturbæ og Borgartúni. Þar sýndi hún hversu góð hún var að takast á við nýjar áskoranir og tileinka sér nýja þekkingu um leið og hún gat miðlað af viskubrunni sínum, bæði til við- skiptavina og ekki síður sam- starfsfélaganna. Leið Svanfríð- ar lá að lokum aftur í þjónustuverið sumarið 2017 þar sem hún starfaði þegar hún veiktist alvarlega. Það er mikill missir að Svan- fríði. Hún var frábær sam- starfsfélagi, góð vinkona og forkur til vinnu. Hún hafði ein- lægan áhuga á því að læra nýja hluti, setja sig í spor viðskipta- vina og umfram allt að taka þátt þeim miklu breytingum sem orðið hafa í bankastarfsemi undanfarin ár. Þar kom jafnað- argeð og dugnaður hennar hennar sér vel, sérstaklega þeg- ar gustaði um. Syni Svanfríðar, Axel, öðrum ástvinum og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristín Rut Einarsdóttir, forstöðumaður þjónustu- vers Landsbankans. Svanfríður Clausen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.