Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 245. tölublað 107. árgangur
ÁHORFENDUR
GETI BÆÐI HLEG-
IÐ OG GRÁTIÐ
ÆSIR Á
VILLIGÖTUM
HÖNNUN
RUTAR KÁRA
ELDIST VEL
GOÐHEIMAR 37 FASTEIGNIR 24 SÍÐURSTÓRSKÁLDIÐ FRUMSÝNT 36
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
HS Orka hefur náð að minnka þörf
sína á kaupum á toppafli á álagstím-
um við dýru verði og gert sölu fyrir-
tækisins sjálfbærari með því að
kaupa raforku af smávirkjunum.
Hefur fyrirtækið á örfáum árum
safnað í kringum sig 13 smávirkjun-
um af ýmsum stærðum um allt land
og þrjár virkjanir til viðbótar bætast
í hópinn á næsta ári.
Þær 13 smávirkjanir sem HS
Orka er í viðskiptum við eru með
tæplega 24 megavött í uppsettu afli
og framleiða um 147 gígavattstundir
á ári. Að auki eru þrjár virkjanir í
byggingu sem teknar verða í notkun
nú í janúar og síðar á því ári. Þá
verður uppsett afl smávirkjana sem
fyrirtækið er í viðskiptum við 42 MW
og framleiðslan 247 GWst á ári.
Þetta er svipuð framleiðsla og 4.
stærsti orkuframleiðandi landsins er
með og meira uppsett afl.
Kom þetta fram í erindi Friðriks
Friðrikssonar, framkvæmdastjóra
framleiðslu og sölu hjá HS Orku, á
fundi sem Orkustofnun hélt í gær um
uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.
Fram kom í máli Friðriks að sam-
skiptin við eigendur og rekstraraðila
smávirkjana hefðu gengið afar vel
enda reynt að haga samningum og
rekstri þannig að allir hafi hag af
samstarfinu. Gerðir eru orkusamn-
ingar til 7 til 15 ára sem eigendur
geta farið með í banka til að fá fjár-
mögnun fyrir framkvæmdirnar.
Áhugi um allt land
Aukinn áhugi er hjá orkufyrir-
tækjum og landeigendum að byggja
upp smávirkjanir og er fjöldi verk-
efna í þróun um allt land. Endur-
speglast það í miklum áhuga á fundi
Orkustofnunar.
Fram kom í máli Rein Husebø,
fulltrúa samtaka smávirkjana í Nor-
egi, að hluti árlegrar ráðstefnu sam-
takanna sem haldin verður í Stav-
angri á næsta ári verður helgaður
þróun smávirkjana á Íslandi. »4
HS Orka fær umtalsverða
orku frá smávirkjunum
Verður komin í samstarf við 16 smávirkjanir á næsta ári
Morgunblaðið/Golli
Kostur Verið er að mæla rennsli og
rannsaka virkjanakosti um allt land.
Úlfarsfell er mjög vinsælt fjall á höfuðborgarsvæðinu. Þar er
hægt að velja um ýmsar gönguleiðir sem liggja upp á fellið. Af
fellinu er mjög gott útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Gangan á
Úlfarsfell tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir fólk í
þokkalegu formi og vel þjálfaðir eru enn fljótari en það.
Hæsti tindurinn, Stórihnúkur, er á austanverðu fjallinu og er
hann 295 metra hár. Sumar leiðirnar liggja um skógi vaxin
svæði eins og svæðið við Hamrahlíð þar sem Skógræktarfélag
Mosfellsbæjar hefur ræktað skóg.
Morgunblaðið/Eggert
Úlfarsfell er kjörið til útivistar
„Við höfum farið mjög vandlega yfir
þetta mál og eigum ekki endilega
von á að það verði mikil skammtíma-
áhrif af því ef Ísland lendir á gráum
lista FAFT,“ sagði Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri. Hann segir að
Seðlabankinn hafi farið yfir viðbún-
aðaráætlanir sínar til að vera viðbú-
inn komi til þess að Ísland lendi á
listanum og það valdi einhverjum
skammtímaáhrifum.
Borgun og Valitor hafa hvort í
sínu lagi látið helstu samstarfsaðila
sína erlendis vita að mögulega lendi
Ísland á gráum lista FAFT.
„Við höfum verið í sambandi við
helstu erlenda samstarfsaðila okkar,
kortasamtök og banka, og höfum út-
skýrt stöðuna. Við trúum því að
þessir aðilar muni taka á málunum af
skynsemi,“ sagði Viðar Þorkelsson,
forstjóri Valitors. Hann segir að ís-
lensku fjármálafyrirtækin hafi unnið
ötullega að því árum saman að
byggja upp varnir gegn peninga-
þvætti. „Það skiptir kortafyrirtækin
miklu máli að hafa þessa hluti í góðu
lagi,“ sagði Viðar.
„Til skemmri tíma litið vonum við
að þetta hafi lítil sem engin áhrif,“
sagði Sæmundur Sæmundsson, for-
stjóri Borgunar. Hann segir að þau
hafi getað sagt viðskiptabönkum sín-
um að þau atriði sem út af standi hér
hafi ekkert með íslenska fjármála-
kerfið að gera, hvorki banka, færslu-
hirða, kortaútgefendur né kerfin
sjálf. Sæmundur segir að það verði
slæmt fyrir orðspor Íslands lendi
það á gráa listanum. „Ég hef mestar
áhyggjur af nýjum og minni aðilum
sem þurfa að koma sér upp banka-
samskiptum erlendis. Til „skemmri
tíma“ er þetta kannski minna mál
fyrir okkur sem höfum átt áratuga
samskipti við erlenda banka.“ »8
Skammtímaáhrif
talin ólíkleg
Óvissa um áhrif af veru á gráum lista