Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 10
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Á þessum fundi munum við fjalla um
helstu áskoranir til framtíðar, lofts-
lagsmálin og hvernig hægt sé að nýta
þekkingu, hugvit og nýsköpun í þágu
þeirra,“ segir Logi Einarsson, for-
maður Samfylkingarinnar, í samtali
við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þess að
nk. laugardag verður flokksstjórnar-
fundur Samfylkingarinnar haldinn í
Austurbæ í Reykjavík. Fundurinn er
opinn öllum flokksfélögum og stuðn-
ingsmönnum, en Logi hvetur jafn-
framt alla þá sem áhuga hafa á lofts-
lagsmálum til að sækja fundinn.
Að lokinni setningu mun Anette L.
Bickford, kanadískur sérfræðingur í
loftslagsréttlæti, ræða nýjar hug-
myndir í hnattrænu samhengi. Í máli
sínu mun hún m.a. koma inn á hvern-
ig hægt sé að ráðast í aðgerðir á sviði
loftslagsmála sem tryggja jöfnuð.
„Hún mun fjalla um þau atriði sem
horfa þarf til og hvernig hægt sé að
ráðast í aðgerðir sem tryggja munu
jöfnuð. Þetta atriði skiptir gríðarlega
miklu máli, en aðgerðir mega alls
ekki bitna á veikustu hópunum,“ seg-
ir Logi og bætir við að kjörnir fulltrú-
ar sveitarstjórna muni einnig sækja
fundinn og flytja þar ávörp.
„Eins og menn vita skipta sveitar-
félög miklu máli þegar kemur að
framkvæmd aðgerða. Og það vill nú
svo vel til að Samfylkingin er sérstak-
lega sterk í stóru sveitarfélögunum
og í raun sveitarfélögum víða um
land. Við munum því gefa þessum
fulltrúum mikið pláss,“ segir hann, en
þess má geta að Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri mun taka þátt í pall-
borði um aðgerðir í umhverfismálum
á fundinum.
Umbótaöflin sameinist
Þótt umhverfis- og loftslagsmál
verði áberandi á flokksstjórnarfund-
inum segir Logi stöðu stjórnmála
einnig verða til umræðu.
„Ég verð með greiningu á stöðu
stjórnmála á Íslandi eins og hún blas-
ir við mér. Mun ég þá meðal annars
ræða nauðsyn þess að umbótaöflin
myndi ríkisstjórn eftir næstu kosn-
ingar. Það má vafalaust búast við ein-
hverri umræðu í tengslum við það,“
segir hann, en líftími núverandi ríkis-
stjórnar Íslands er nú hálfnaður.
Spurður hvort loftslagsmál komi til
með að fléttast inn í alla anga stjórn-
mála svarar Logi: „Það má e.t.v. líkja
þeim við jafnréttismál í þeim skilningi
að nú erum við farin að vinna kynjaða
fjárlagagerð – það sama gildir um
loftslagsmálin. Afleiðingar alls sem við
gerum munu endurspeglast í „sót-
spori“. Við leggjum þó áherslu á að
ekki verði gripið til „panikaðgerða“.
Við þurfum að draga rækilega úr los-
un en líka horfa á hvaða möguleika við
höfum með nýrri þekkingu og tækni
til að byggja betri framtíð.“
Morgunblaðið/Hari
Loftslagsmál Fulltrúar sveitarstjórna og sérfræðingar eru á meðal þeirra sem ávarpa munu gesti fundarins.
Áskoranir framtíðar og lofts-
lagsmál á fundi Samfylkingar
Logi Einarsson segir nauðsynlegt að umbótaöflin myndi næstu ríkisstjórn
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist nú þegar finna fyr-
ir „miklum áhuga“ á komandi flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.
Þá segir hann mikilvægt að hugsa stórt og þora að koma með róttæk-
ar hugmyndir í þágu umhverfismála og náttúruverndar.
„Við sjáum tækifæri. En til þess þarf að tefla fram djörfum og hug-
vitssamlegum lausnum í stað þess að leggjast í vörn. Þá er einnig
mikilvægt að tileinka sér ekki kyrrstöðu, eins og mér finnst einkenna
núverandi ríkissjórn,“ segir Logi og vísar þar til ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur, formanns Vinstri-grænna, sem mynduð er af Vinstri-
grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Mælist stjórnin með
tæplega 51% fylgi.
Spurður hvort hann telji almenning hafa mikinn áhuga á umhverfis-
málum kveður Logi já við. „Áhuginn er alltumlykjandi, en hann tengist
líka öllu sem við gerum. Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni og
þeir sem eldri eru hafa áhyggjur af sínum afkomendum.“
Djarfar hugmyndir mikilvægar
ÁHUGI Á LOFTSLAGSMÁLUM SAGÐUR ALLTUMLYKJANDI
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra setti í gær afmælishátíð
í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá
formlegri opnun norrænu sendi-
ráðsbygginganna í Berlín.
Allir utanríkisráðherrar Norður-
landa sóttu hátíðardagskrá og þar
sem Ísland fer nú með formennsku í
norrænu samstarfi kom það í hlut
Guðlaugs Þórs að setja hana. Heiko
Maas, utanríkisráðherra Þýska-
lands, afhenti við þetta tækifæri
gjöf þýskra stjórnvalda til Norður-
landanna, fuglakirsuberjatré sem
var gróðursett á lóð sendiráðanna
vestan við koparband sendiráðs-
bygginganna.
Á fundi utanríkisráðherra Norð-
urlanda og aðstoðarutanríkis-
ráðherra Þýskalands bar hæst
hernað Tyrklands í Sýrlandi og ör-
yggis- og varnarsamstarf Evrópu
og Bandaríkjanna. Að fundi sínum
loknum efndu ráðherrarnir til
stutts fréttamannafundar.
Í dag verður efnt til málþings í
norræna sendiráðinu um „bláa hag-
kerfið“ svonefnda.
20 ár frá opnun nor-
ræna sendiráðshússins
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Berlín Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, lengst til hægri, afhenti
norrænum starfsfélögum sínum kirsuberjatré að gjöf við sendiráðið.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Knoll International
Barcelona
Hönnun: Ludwig Mies van der Rohe, Lilly Reich
Lárus Elíasson
hefur verið ráð-
inn fast-
eignastjóri
Hörpu. Hann er
með meistara-
gráðu í stjórnun
fyrirtækja (MBA)
auk meistara-
gráðu í vélaverk-
fræði og hefur
lengst af starfað sem stjórnandi í
orkugeiranum, bæði innanlands og
utan, við sölu, hönnun, smíði og
gangsetningu virkjana. Auk þess
hefur Lárus fengist við margvísleg
verkefni á sviði rekstrar og stjórn-
unar, úttekt og eftirlit með flug-
völlum auk kennslu í verkefna-
stjórnun og rekstri fyrirtækja við
HÍ, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Lárus ráðinn fast-
eignastjóri Hörpu
Lárus Elíasson
Mælaborð sem ætlað er að tryggja
betri yfirsýn yfir velferð barna á Ís-
landi hlaut í gær alþjóðleg verðlaun
UNICEF (Child Friendly Cities Ini-
tiative Inspire Awards) fyrir fram-
úrskarandi lausnir og nýsköpun í
nærumhverfi barna. Verðlaunin
voru afhent í Köln í Þýskalandi þar
sem stór ráðstefna um innleiðingu
barnasáttmálans í sveitarfélögum
er haldin. Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri Kópavogs, tók við verð-
laununum í Köln.
Mælaborðið hefur verið þróað af
Kópavogsbæ í samvinnu við félags-
málaráðuneytið og UNICEF á Ís-
landi. Samstarfssamningur þess
efnis var undirritaður í júní síðast-
liðnum og er hluti af heildarend-
urskoðun á þjónustu við börn og
ungmenni sem stjórnvöld standa
fyrir.
Verðlaun Fulltrúar Íslands á ráðstefnu
Unicef í Köln voru ánægðir í gærdag.
Hlutu alþjóðleg
verðlaun Unicef