Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bann sem lagt var við notkun
stangaméla með tunguboga í keppni
hér á landi hefur borið góðan árang-
ur. Alvarlegum þrýstingsáverkum á
kjálkabeini hesta hefur fækkað
mjög. Hins vegar hefur tíðni vægra
þrýstingsáverka aukist aftur, eftir
að allir áverkar minnkuðu mjög eftir
bannið. Þess vegna er heildartíðni
þrýstingsáverka ennþá mikil.
„Bannið við notkun stangaméla
með tunguboga virkar mjög vel, eig-
inlega betur en lesa má úr súlurit-
inu. Allra alvarlegustu áverkarnir,
mikil beinhimnubólga og sár á
kjálkabeini, eru horfnir. Engu hrossi
hefur verið vísað úr gæðingakeppni
eða tölti af þessum ástæðum frá því
bannið var sett,“ segir Sigríður
Björnsdóttir, dýralæknir hrossa-
sjúkdóma.
Árveknin hefur minnkað
Bann við tungubogamélunum var
sett á í kjölfar þess að Sigríður birti
niðurstöður rannsóknar frá lands-
móti 2012. Þá hafði yfir helmingur
hesta í úrslitum einstakra greina al-
varlega áverka á kjálkabeini þar
sem notkun stangaméla með tungu-
boga reyndist afgerandi áhættuþátt-
ur.
Greinilegt er að bannið hefur haft
áhrif og hestamenn einnig vandað
sig sérstaklega því allir áverkar í
munni minnkuðu stórlega á lands-
mótinu 2014. Síðan hefur tíðni væg-
ari áverka aftur aukist. Sigríður seg-
ist ekki hafa aðra skýringu en þá að
knapar hafi skipt yfir í hringamél og
séu ekki eins mikið á tánum við reið-
mennskuna.
Sigríður segir að þessir áverkar
séu ekki bráðadýravelferðarmál,
eins og hinir alvarlegu áverkar. Ekki
sé ástæða til að hætta mótshaldi.
Hún segist hafa birt samantekt sína
nú til þess að vekja umræðu um
þetta mál meðal hestamanna, helst
án upphrópana, og hvetja hesta-
menn og mótshaldara til að nýta sér
upplýsingarnar til að gera keppn-
isgreinar hestvænni. Hún segist
engar töfralausnir hafa í því efni en
huga mætti að því að draga niður
einkunnir fyrir reiðmennsku. Aftur
tekur hún fram að það sé ekki auð-
velt fyrir dómara að sjá hvenær of
langt er gengið.
Alþjóðasamband um íslenska
hestinn bannar ekki stangamél með
tunguboga í keppnum hjá sér og
virðast þessir alvarlegu áverkar ekki
vera skráðir á Heimsleikum íslenska
hestsins. Segist Sigríður vita til þess
að áverkar á kjálkabeini verði þar,
eins og var hér, enda geti hesturinn
ekki notað tunguna til að lyfta mél-
unum frá kjálkabeini. Hins vegar sé
auðvelt að líta fram hjá þessum
áverkum því leita þurfi sérstaklega
eftir þeim og á réttum tíma.
Bann við tilteknum
beislisbúnaði virkar
Alvarlegustu áverkarnir horfnir en þeim vægari fjölgar
Morgunblaðið/Eggert
Rangárbakkar Hestamenn virðast hafa vandað reiðmennskuna sérstaklega
á landsmótinu 2014. Þá snardró úr öllum áverkum í munni keppnishrossa.
Þróun áverka í munni keppnishesta 2012-2018
Tíðni áverka eftir bann við notkun stangaméla með tunguboga*
M
yn
d
: C
o
lo
u
rb
ox
Hlutfallsleg tíðni áverka (%) 2012 2014 2016 2018
Alvarlegir þrýstingsáverkar
á kjálkabeini
15 4 1 4
Vægir þrýstingsáverkar, oft-
ast í munvikum og kinnum
45 28 40 48
Tíðni áverka alls (%) 60 32 41 52
*Á Landsmóti hesta-
manna (gæðingakeppni
og tölt) 2012-2018.
Heimild: mast.is
60%
40%
20%
0%
2012 2014 2016 2018
Alvarlegir áverkar Vægir áverkar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug
átta ferðir á miðvikudag með rusl úr
friðlandinu í Búðahrauni og úr Beru-
vík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli frá
strandlengju og upp á veg. Alls flutti
þyrlan um tvö tonn af rusli í þessum
ferðum.
Um er að ræða fjörurusl sem hef-
ur verið safnað saman og mun þjóð-
garðurinn láta flytja ruslið í endur-
vinnslu í Ólafsvík. Verkefnið gekk
vel að sögn þjóðgarðsvarðar, Jóns
Björnssonar.
Fram kemur á vef Umhverfis-
stofnunar að frumkvæði að hreins-
uninni kemur frá Sigurði Vigfússyni
sem býr á Bjarnarfossi, skammt frá
friðlandinu í Búðahrauni.
Meginkostur þess að nota þyrlu til
sorphreinsunar við verkefni eins og
þessi er að umrædd svæði eru erfið
yfirferðar og víða óaðgengileg.
Haft er eftir Jóni þjóðgarðsverði
að áfram verði unnið að því að
hreinsa rusl úr fjörum þjóðgarðsins
og nálægra friðlanda.
Þyrlan flutti tvö
tonn af rusli á brott
Nýtist við svæði sem eru erfið yfirferðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslan Þyrla Gæslunnar kom að góðum notum við flutning á rusli.
Kiwanishreyfingin fagnaði því á um-
dæmisþingi í Hafnarfirði nýverið að
búið er að taka á móti nærri 65 þús-
und reiðhjólahjálmum frá Eimskip á
undanförnum 15 árum. Af því tilefni
tóku fulltrúar Eimskips á móti þakk-
argjöf frá Kiwanis, þar sem búið var
að festa hjálm við áletraðan stein úr
stuðlabergi frá Hofsósi.
Aðalsteinn Maríusson, múrara-
meistari og steinsmiður, hannaði
steininn og Þröstur Magnússon hjá
fyrirtækinu Myndun á Sauðárkróki
sá um áletrunina. Er steinninn var
unninn höfðu 60 þúsund hjálmar
verið gefnir en sú tala hækkaði svo í
nærri 65 þúsund síðastliðið vor.
Eitt aðalverkefni Kiwanishreyf-
ingarinnar á Íslandi hefur verið að
gefa öryggishjálma á börn er byrja í
fyrsta bekk grunnskóla ár hvert.
Verkefnið byrjaði á Akureyri árið
1991 er Kiwanisklúbburinn Kald-
bakur fór að gefa börnum á Akur-
eyri hjálma. Ári síðar tóku Kiwanis-
klúbburinn Drangey á Sauðárkróki
og Ós á Höfn að gera slíkt hið sama.
Fleiri klúbbar fóru síðan að gefa
hjálma en það var árið 2004 að þetta
var gert að landsverkefni Kiwanis-
hreyfingarinnar og þá var gengið til
samstarfs við Eimskipafélag Íslands
um að styrkja verkefnið með
hjálmagjöfum.
„Samningur sá var mikið heilla-
spor og stendur enn og á Eimskipa-
félagið miklar þakkir skildar fyrir
þann hug og elju er þau leggja í að
bæta öryggi barna í leik og starfi,“
segir Ólafur Jónsson, formaður
hjálmanefndar Kiwanis.
Hreyfingin hefur um árabil til-
einkað sér kjörorðið „Hjálpum börn-
um heimsins“ og hefur Kiwanis á Ís-
landi einsett sér að vinna eftir því
kjörorði, að sögn Ólafs.
Ljósmyndir/Kiwanis
Kiwanis Sæunn Sunna Samúelsdóttir frá Eimskip, Ólafur Jónsson, formað-
ur hjálmanefndar Kiwanis, Guðmundur Viðarsson, starfsmannastjóri Vöru-
hótels Eimskips, og Eyþór Kr. Einarsson, umdæmisstjóri Kiwanis.
65 þúsund hjálmar
gefnir á 15 árum
Þakkargjöf Stuðlabergssteinn frá
Hofsósi með hjálmi frá fyrstu árum
samstarfs Kiwanis og Eimskips.
Eimskip fékk
þakklætisvott frá
Kiwanismönnum
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
ÍTÖLSK
HÖNNUN