Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Skógrækt er rétt leið í
baráttunni gegn loftslags-
röskun og þjóðir í öllum
heimsálfum ráðast nú í stór-
tæk skógræktarverkefni til
að binda. Í Gallup-könnun í
maí 2018 töldu 93% svar-
enda að skógrækt hefði al-
mennt jákvæð áhrif fyrir
landið. Þjóðin veit að skóg-
rækt er beitt vopn í lofts-
lagsbaráttunni.
Leitt er þegar gagnrýni á skógrækt felst í
að fara rangt með vísindalegar staðreyndir
og afbaka niðurstöður rannsókna. Hér
skulu leiðréttar nokkrar alvarlegar rang-
færslur sem fram komu í viðtali Morg-
unblaðsins við Önnu Guðrúnu Þórhalls-
dóttur prófessor 3. október.
Í viðtalinu er því haldið fram að graslendi
bindi meira kolefni í jarðvegi en skógur
þegar til lengri tíma er litið. Jafnvel að kol-
efni tapist þegar skógur er ræktaður á
graslendi. Þetta passar ekki við fyrirliggj-
andi íslenskar rannsóknir sem hafa ekki
sýnt marktækt tap á kolefni úr jarðvegi
þegar skógur er ræktaður á graslendi hér-
lendis. T.d. sýnir nýtt MS-verkefni við LbhÍ
að kolefnisbinding er umtalsverð í jarðvegi
þar sem greniskógar hafa verið ræktaðir á
íslensku graslendi (Owona, 2019). Mik-
ilvægt er líka að hafa í huga að þótt finna
megi undantekningar í öðrum löndum þar
sem kolefnisforði minnkar með nýskógrækt
í graslendi eykst heildarkolefnisforðinn
þegar á heildina er litið því mikið binst of-
anjarðar í skóginum.
Kolefnisforði jarðvegs
eykst með skógrækt
Villandi er sú mynd Önnu Guðrúnar að
graslendi safni kolefni í jarðveg en tré að
mestu í trjástofn. Vissulega er rétt að stór
hluti þess kolefnis sem geymdur er í þurr-
lendislífmassa heimsins er geymdur í skóg-
um eða um 65%-75% (FAO FRA 2010 og
FRA 2015). Allar rannsóknir á kolefnisbind-
ingu skóga sýna að þar binst líka
mikið í jarðvegi og stærstur hluti
þess kolefnis sem geymdur er í
jarðvegi er í skógarjarðvegi (FAO
2017). Í áðurnefndri meist-
araritgerð reyndist kolefnisforði
íslensks skógarjarðvegs 12% meiri
en í jarðvegi skóglausra svæða og
sterkt samband virtist vera milli
viðarvaxtar og kolefnisbindingar í
jarðvegi. Tré binda því álíka mikið
kolefni í trjástofnum og jarðvegi.
Að jafnaði var forðinn meiri í efstu
30 cm jarðvegs undir barrskógum
en birkiskógum, þrátt fyrir minni
botngróður barrskóganna.
Hér eins og í Skandinavíu er nytja-
skógrækt byggð á sjálfbærni. Ekki er tekið
meira út úr skóginum en verður til í trján-
um sem eftir standa og nýjum sem vaxa
upp. Þannig er þess gætt að ekki tapist kol-
efni úr skóginum. Kolefni sem trén binda
glatast ekki um leið og skógurinn er höggv-
inn. Sé viðurinn nýttur í t.d. byggingar eða
húsgögn geymist kolefnið þar áfram.
Brennsla sjálfbærs timburs er kolefn-
ishlutlaus. Mikið vinnst með því að hætta ol-
íunotkun en nota trjávið í staðinn. Þetta er
útskýrt vel í bæklingi Norrænu ráðherra-
nefndarinnar sem nefnist Loftslagsávinn-
ingur norrænu skóganna. Íslenska útgáfu
er að finna á vef Skógræktarinnar, skog-
ur.is.
Lítill skógur, lítil skýjamyndun
Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor
óttast að meiri skógur valdi aukinni skýja-
myndun á Íslandi og stuðli þar með að lofts-
lagsröskun en vísar þó ekki í rannsóknir.
Rétt er að stór hluti ársúrkomu í skógi guf-
ar aftur út frá trjánum. Þannig er eðlileg
vatnshringrás skógar. En ef skýin draga úr
útgeislun frá jörðu, draga þau þá ekki líka
úr inngeislun frá sólu með endurkasti sól-
argeisla út í geiminn? Skýin einangra í báð-
ar áttir rétt eins og steinullin í húsunum
okkar. Erfitt er að sjá að aukin skógarþekja
á norðurslóðum stuðli að loftslagsröskun.
Þekja ræktaðra skóga á Íslandi er nú um
hálft prósent landsins og skógar dreifðir.
Jafnvel þótt samanlögð þekja villtra og
ræktaðra skóga yrði 12%, eins og stefnt
hefur verið að til ársins 2100, yrðu skógar
áfram dreifðir um landið og vandséð að úr
þeim yrðu til öflug skýjamyndandi kerfi.
Svartar auðnir hita upp
heiminn, ekki skógarnir
Því hefur áður verið haldið fram að dökk-
ur greniskógur að vetrarlagi dragi mikinn
hita í sig samanborið við snævi þakið land
og stuðli því að hlýnun. Í grein dr. Bryn-
hildar Bjarnadóttur, lektors við HA, o.fl. í
Bændablaðinu 8. mars 2018 er sagt frá mæl-
ingum á endurskini frá sandauðnum, upp-
græddu landi, birki- og barrskógum á Suð-
urlandi. Þar sést að skógarvistkerfin tvö
höfðu vissulega minnsta endurskinið að
vetri til og endurskin birkiskóga var enn
minna en barrskóga. Á þeim árstíma er hins
vegar lítið og veikt sólskin og áhrifin lítil.
Öðru máli gegnir þegar sól er hátt á lofti.
Þá taka sandauðnir og uppgrætt land í sig
meiri hita en birki- og barrskógar. Auk þess
binda svartir sandar ekkert kolefni. Á upp-
græddu landi, birkiskógi og barrskógi binst
hins vegar kolefni á vaxtartíma plantnanna.
Það vegur upp á móti skortinum á end-
urskini sólarljóssins. Því er villandi að vekja
fólki ugg um að norðlægir skógar hiti upp
heiminn af því að þeir séu dekkri en snjó-
breiður á veturna. Skylda okkar er að
græða svörtu auðnirnar upp til að vinna
gegn hlýnuninni.
Fjölbreytni í skóginum
Loks eilítið um þá staðhæfingu Önnu
Guðrúnar að gróðursetning skóga dragi úr
líffræðilegum fjölbreytileika en fjölbreytnin
sé í birkiskógi og graslendi. Í rannsóknar-
verkefninu SkógVist, sem helstu nátt-
úruvísindastofnanir landsins stóðu að á ár-
unum 2002-2005, voru rannsökuð tvö svæði
á Austur- og Vesturlandi. Í ljós kom að með
skógrækt á mólendi eykst tegundafjöldi
fyrstu árin en þegar birta minnkar á skóg-
arbotni dregur aftur úr fjölda háplöntuteg-
unda. Aðrar lífverur, svo sem sveppir og
jarðvegsdýr, njóta hins vegar góðs af aukn-
um lífmassa og tegundum þeirra fjölgar,
jafnt í þéttum barrskógum og birkiskógum.
Varppörum fugla fjölgar líka mjög (Ásrún
Elmarsd. o.fl., 2011 Náttúrufræðingurinn
81(2)). Svipaðar niðurstöður komu fram í
annarri rannsókn á líffjölbreytni aspar-
skógar og graslendis á Suðurlandi.
Engin trjátegund sem hér er notuð til
ræktunar hefur verið dæmd í flokk ágengra
framandi tegunda lífvera eins og hugtakið
er skilgreint í náttúruverndarlögum. Tré
geta orðið hávaxin og varpað skugga á botn-
gróður. Það þýðir þó ekki að þau minnki líf-
fjölbreytni eða útrými öðrum tegundum.
Þvert á móti hafa innlendar rannsóknir
bent til þess að með réttri umhirðu skóga
aukist fjölbreytni í þeim samanborið við
skóglaust land.
Rétta leiðin er skógrækt
Loftslagsváin er ein helsta ógn mann-
kyns. Brýnt er að draga úr losun en einnig
að binda kolefni. Ná má verulegum lofts-
lagsárangri með ræktun gjöfulla trjáteg-
unda á örlitlu broti landsins. Jafnvel þótt
skógrækt yrði margfölduð yrði Ísland
áfram meðal skóglausustu landa í Evrópu.
Engum stafar ógn af skógrækt, hvorki fólki,
fuglum, vistgerðum, landbúnaði, fæðu-
öryggi landsmanna, tegundum lífvera né
öðru. Til að vernda lóu og spóa skulum við
græða upp auðnir. Til að tryggja beitiland
skulum við stýra gróðurauðlindinni betur.
Til að vernda vistgerðir, fornminjar og teg-
undir lífvera skulum við gera vandaðar
áætlanir, líkt og ræktunaráætlanir sem
gerðar eru fyrir megnið af nýskógrækt í
landinu. Skógræktin hefur nú hafið vinnu
við gerð lands- og landshlutaáætlana í skóg-
rækt þar sem allt þetta verður tekið með í
reikninginn og meira til.
Skógur vinnur gegn loftslagsröskun
Eftir Pétur
Halldórsson »Þekja ræktaðra skóga á Ís-
landi er nú um hálft prósent
landsins og skógar dreifðir.
Pétur Halldórsson
Höfundur er kynningarstjóri Skógræktarinnar.
petur@skogur.is
Fyrir stuttu fór ég
yfir fjárlagafrumvarp
2019 og þar á súluriti
blasir við að á toppn-
um trónir, að sjálf-
sögðu, fjármagn sem
fer í öll heilbrigð-
isúrræði, í öðru sæti
eru útgjöld vegna
málefna aldraðra og í
3. sæti örorku-
greiðslur í almenna
tryggingakerfinu. Já, þriðji stærsti
útgjaldaliðurinn er vegna örorku
og er stærri útgjaldaliður en það
fjármagn sem fer samanlagt í sam-
göngur og löggæslu.
En er ekki hægt að sporna við
þessari þróun?
Ég tel að svarið við spurning-
unni sé sem betur fer jú, það er ef
stjórnvöld leggi meiri áherslu á
skimun og fyrirbyggjandi úrræði.
Flestir sjúkdómar eiga nefnilega
það sameiginlegt að það er erfiðara
að ná bata og fyrirbyggja óvinnu-
færni ef sjúkdómur fær að malla
árum saman án aðgerða.
Vefjagigt er sjúkdómur sem er
mjög algengur örorkuvaldur. Yfir
20% kvenna sem eru á örorku eru
með vefjagigtargreiningu. Þetta er
svakalega hátt hlutfall fyrir einn
sjúkdóm. En staðreyndirnar blasa
við, vefjagigt er skaðlegur sjúk-
dómur og leiðir, í svo mörgum til-
vikum, til óvinnufærni.
Ein stór ástæða fyrir
því er að heilbrigð-
iskerfið bregst ekki
rétt við þessum sjúk-
dómi. Einstaklingar
með vefjagigt fá ekki
réttar úrlausnir fyrr
en sjúkdómurinn er
kominn á illvígt stig og
hefur verið í þróun ár-
um saman. Hjá Þraut
ehf. – miðstöð vefja-
gigtar og tengdra
sjúkdóma greinast yfir
60% umsækjenda með vefjagigt á
illvígu stigi við fyrstu komu og í
vaxandi mæli síðustu ár eru ein-
staklingarnir þá þegar komnir á
örorku. Þeir eru komnir á örorku
áður en þeir fá sérhæfða meðferð
við sínum sjúkdómi. Ekki er það
vegna þess að vefjagigtarsjúkling-
arnir hafi ekki leitað eftir aðstoð
og þjónustu innan heilbrigðiskerf-
isins, rannsóknir sýna að þeir hafa
flestir reynt ítrekað að fá lausnir á
sínum vanda en ekki fengið við-
unandi meðferð.
Á 16 mánaða tímabili 2018-2019
komu í Þraut 58 einstaklingar með
frekar nýlega örorku. Gefum okkur
nú að við bætist 58 nýir öryrkjar
vegna vefjagigtar ár hvert. Hvað
skyldu þeir kosta okkur? Lauslega
áætlað eru það um 150 milljónir ár-
ið 2019, 450 milljónir á tveggja ára
tímabili, 900 milljónir á þriggja ára
tímabili, ... og yfir átta milljarðar á
10 ára tímabili. Að auki bætist við
ýmis annar kostnaður, meðal ann-
ars aukinn heilbrigðiskostnaður.
Fjármagn sem fer í sérhæfða
greiningu og endurhæfingu fyrir
fólk með vefjagigt er ekki í neinum
takti við þörfina og ótrúlega lítið ef
það er borið er saman við kostnað
þjóðfélagsins vegna afleiðinga
sjúkdómsins. Hjá Þraut eru jafnan
á biðlista yfir 600 manns og bið eft-
ir greiningu um tvö ár. Á sama
tíma fjölgar öryrkjum vegna vefja-
gigtar ár hvert.
Til að stöðva þessa stöðugu
fjölgun örorkuþega verður að fara
að vinna meira að forvörnum. For-
varnir eru ein besta leiðin til að
sporna við ýmsum sjúkdómum sem
og kostnaði vegna þeirra. Tölur
sem sýna þann árangur eru mjög
sláandi.
Drögum úr örorku vegna vefja-
gigtar með aukinni áherslu á rétt
úrræði á réttum tíma.
Spornum við örorku
vegna vefjagigtar
Eftir Sigrúnu
Baldursdóttur
Sigrún Baldursdóttir
» Bætum heilsu
vefjagigtarfólks
og spornum við
örorku þessa hóps.
Höfundur er sjúkraþjálfari og lýð-
heilsufræðingur, framkvæmdastjóri
Þrautar ehf. – miðstöðvar vefjagigtar
og tengdra sjúkdóma
sigrun@thraut.is
Stjórnmálamenn
bera fulla ábyrgð á
umferðaröngþveitinu
í Reykjavík. Það er
pólitískt og verk-
fræðilegt klúður. Og
nú síðast snýr það að
fyrirlitningu á græn-
um torgum og bíln-
um, sem bogaryf-
irvöldin telja sig geta
rænt frá fólkinu með
skattlagningu og ótta um ham-
farahlýnun og dauða jarðarinnar.
Byggingaverktakar ráða öllu og
borgin snýst kringum þá. Alls
staðar er verið að finna göt og
óbyggð svæði til að þétta byggð.
Nú er svo komið að bæði morgna
og kvölds, í vinnu og úr vinnu, er
fólkið hátt í tvær klukkustundir
úr Ártúnsbrekku niður í Vatns-
mýri eða um Klepp og vestur í
Sund. Þar síga bílarnir áfram,
einn maður oftast í hverjum bíl
og stúdentar í öðrum hverjum á
leið í háskólann, slíkt er víst eins-
dæmi í veröldinni. Og svo er
kvartað yfir mengunarskýi á heið-
skírum morgni. Öfgavinstrimenn
kenna svo baulum og sauðfé um
mengunarvandann.
Það er heimsborgarabragur á
þessu öllu. Allt mannanna verk
fyrirséð í stjórnun og háttalagi
borgarstjóra og borgarstjórnar.
Vegagerðin og þingið dansa svo
með. Og allt ber að sama brunni.
Skattar og gjöld á umferðina eiga
að leysa vandann. Skattur á skatt
ofan og af himnum ofan skal hann
falla á lýðinn, ekki síst þann sem í
úthverfunum býr. Nú skal ekki
spurt um tekjur eða
hvort auðmaður eða
öryrki eigi í hlut, um-
ferðin krefst þessa.
Skatturinn kemur á
bílinn frá myndavél-
inni og beint á kenni-
töluna og þaðan í
bankann. Já, þökk sé
tækninni og þessu
guðdómlega hug-
arfari, að láta sér
detta í hug að láta
skatta koma þessa
leið.
Þeir sem ákváðu að ræna flug-
velli þjóðarinnar undir blokkir
ákváðu líka að setja annan há-
skóla í hinn hlutann á Vatnsmýr-
inni. Þeir sem ákváðu að berja
upp Landspítala á rústum þess
gamla í Vatnsmýrinni ákváðu líka
að þétta og byggja hótel og
blokkir á öllum grænum blettum
og húsasundum í 101 Reykjavík.
Þeir bera alla ábyrgð á því að
Reykjavík er í umferðarlegri
garnaflækju. Það verður ekki
greitt úr þessu með sköttum. Hér
þarf mannvit, velvilja og verk-
fræðilega hugsun í þágu almenn-
ings. Saklaust fólk neitar að
borga þessi dýru mistök borg-
arinnar.
Reykjavík er stífluð
af mannavöldum
Eftir Guðna
Ágústsson
Guðni Ágústsson
» Skattur á skatt ofan
og af himnum ofan
skal hann falla á lýðinn,
ekki síst þann sem í út-
hverfunum býr.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Atvinna