Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 17

Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 ✝ Elín PálfríðurAlexanders- dóttir fæddist í Grindavík 30. ágúst 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 30. sept- ember 2019. Hún var dóttir hjónanna Alexand- ers Georgs Sig- urðssonar, f. í Páls- bæ í Seltjarnarneshreppi 16. september 1893, d. 17. maí 1942, og Margrétar Eiríksdótt- ur, f. í Grindavík 31. janúar 1903, d. 27. október 1986. Bróð- ir Elínar var Eiríkur, f. 1936, d. 2008. Maki Hildur Júlíusdóttir, f. 1941, sammæðra var Guð- brandur Eiríksson, f. 1926, d. 2018, maki Hrefna Guðmunds- dóttir, f. 1936, d. 2010. Elín giftist 25. desember 1956 Edvard Júlíussyni, f. 1933. Foreldrar hans voru Júlíus Halldórsson, f. í Brekkukoti í Svarfaðardal 1911, d. 1983, og Kristín Sigmarsdóttir, f. á Hrafnkelsstöðum í N-Múlasýslu vík. Þar kynntist hún eigin- manni sínum sem kom sem sjó- maður á vertíð til Grindavíkur. Þau hófu búskap 1957 og bjuggu lengst af á Mánagötu 13, en síðustu árin bjuggu þau að Skipastíg 3. Á árinu 1965 stofnuðu þau hjónin, ásamt tvennum öðrum hjónum, Hópsnes sem í fyrstu gerði út einn fiskibát, en varð síðar stórt útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki í Grindavík. Elín starfaði við fyrirtækið frá upphafi við almenn skrifstofu- störf, fyrst á Mánagötunni en þegar félagið eignaðist húsnæði að Verbraut 3 fluttist skrifstof- an þangað. Þar starfaði Elín í fjölda mörg ár. Elín var í áratugi félagi í Slysavarnafélaginu Þórkötlu, þar sem hún var ein af stofn- félögum, og einnig virkur félagi í Kvenfélagi Grindavíkur. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstöfum fyrir félögin á langri starfsævi og var hún gerð að heiðurs- félaga í báðum félögunum fyrir störf sín í þeirra þágu. Hún söng einnig í kirkjukór Grinda- víkurkirkju í hartnær 30 ár og var lengi gjaldkeri safn- aðarnefndar kirkjunnar. Útför Elínar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 18. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. 1916, d. 1997. Börn Elínar og Edvards eru: 1) Alexander Georg, f. 1957, maki Þuríður Dóra Ingvarsdóttir. Börn þeirra eru fjögur og barnabörn orðin 10. 2) Kristín Þór- ey, f. 1959, maki Ottó Hafliðason. Samtals eignuðust þau sjö börn og barnabörn þeirra eru orðin 12. 3) Sigmar Júlíus, f. 1961, maki Linda Oddsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru fjögur og barnabörn- in eru orðin níu. Elín ólst upp í Grindavík og bjó þar alla ævi. Hún hlaut hefð- bundna skólagöngu í barna- skóla og eina framhalds- menntun hennar var nám í einn vetur í Húsmæðraskólanum á Ísafirði. Hugur hennar stefndi til frekara náms en aðstæður buðu ekki upp á slíkt á þeim ár- um. Fyrsta starf hennar eftir að hún komst á fullorðinsár var af- greiðslustarf í Einarsbúð sem þá var eina verslunin í Grinda- Elsku mamma. Mikið var erfitt að fá andlátsfregnina þína þar sem við Ottó vorum svo langt í burtu; að sigla á Kyrrahafinu að flækjast alla leið til Ástralíu þar sem ég er núna að skrifa þessi orð. Þér hefði fundist þetta óþarfa flakk og allt of langur tími - heill mánuður. Ég náði sem betur fer að kveðja þig og eiga með þér dýr- mætar stundir í veikindum þín- um sem voru erfið en sem bet- ur fer ekki löng. Þú varst hraust og dugleg, hugsaðir um heimilið og ykkur pabba alveg þangað til þú veiktist síðasta sumar. Ég sakna þess að geta ekki hringt í þig eða þú í mig. Sagt þér fréttir eins og við vorum vanar að gera. Þig var farið að dreyma ömmu – mömmu þína – nokkuð oft. Þér fannst það merkilegt því þig hafði aldrei dreymt hana áður. Hún var greinilega að bíða eftir þér. Ég kveð þig mamma mín og þakka fyrir allt. Allan stuðning- inn við mig og krakkana mína þegar við áttum erfitt. Veit ekki hvernig við hefðum komist í gegnum þann tíma án ykkur pabba. Þín dóttir, Kristín. Það er undarleg tilfinning að kveðja í dag móður okkar sem hefur verið stór hluti af lífi okkar alla ævi og ávallt verið til staðar fyrir okkur. Þessi til- finning er bæði söknuður og á sama tíma þakklæti fyrir fórn- fýsi og þrotlausa vinnu sem snerist að miklu leyti um að búa okkur gott líf. Móðir okkar var ein af þess- um sterku konum sinnar kyn- slóðar sem tókust á við áskor- anir daglegs lífs af festu. Hún var vinnusöm og var yfirleitt fyrst á fætur og sá til þess að allir fengju morgunmat áður en haldið var til vinnu eða í skóla. Hún hafði ávallt heitan mat í hádeginu og á kvöldin. Faðir okkar var sjómaður og því lenti á henni stór hluti af rekstri heimilisins sem hún sinnti af röggsemi ásamt því að ala upp þrjú börn sem sennilega hefðu verið greind ofvirk, a.m.k. við bræðurnir, ef slík greining hefði verið í boði á þeim árum. Samhliða rekstri heimilis og barnauppeldi vann hún í fjölda ára öll almenn skrifstofustörf fyrir útgerðarfyrirtækið sem foreldrar okkar áttu í félagi við tvenn önnur hjón. Mamma var alla tíð kirkju- rækin og söng í kirkjukór Grindavíkurkirkju í áratugi og hafði af því mikla ánægju. Þeg- ar barnabörnin komu til sög- unnar fór hún reglulega með þau í sunnudagaskólann. Á uppvaxtarárum okkar hvatti móðir okkar til þess að við stunduðum allt nám af sam- viskusemi og hún lagði mikla áherslu á að við færum í fram- haldsnám. Hún hafði alla tíð orð á því að henni hefði fundist hún fara mikils á mis að hafa ekki haft tækifæri til náms. Eina fram- haldsmenntun hennar var nám í einn vetur við Húsmæðraskól- ann á Ísafirði. Við nutum þó þess náms ríkulega þar sem hún var góður kokkur sem tókst að útbúa fjölbreyttan og góðan mat úr nánast öllu hrá- efni. Mamma var heimakær og leið yfirleitt best heima. Eftir að fjölskyldan eignaðist bíl var þó oft farið í útilegur um helg- ar. Í þessum ferðum var víða farið um land og margar upp- götvanir gerðar. Vinsælast var þó að fara í tjaldútilegu á Laugarvatn. Í fyrsta sinn sem mömmu og pabba var boðið í hálendisferð í Landmannalaug- ar tók mamma ekki í mál að fara, en þegar hún hafði verið upplýst um að leiðin væri að- eins margar litlar brekkur og ekkert að óttast lét hún til leið- ast. Eftir þetta fóru mamma og pabbi í fjölmargar hestaferðir m allt land. Í þeim ferðum ók mamma jafnan stórum jeppa með svefnhúsi á pallinum um allar trissur eins og ekkert væri. Margar ferðir voru farnar, bæði innanlands og erlendis og er þá helst að minnast síðustu ferðarinnar sem við fórum fyrir um ári börn og tengdabörn með mömmu og pabba á sólarströnd þar sem við áttum ánægjulegar stundir saman. Eftir að við stofnuðum fjöl- skyldur og eignuðumst börn var hún þeim góð amma. Það voru ófáar lopapeysurnar, sokkarnir eða vettlingarnir sem hún prjónaði á þau. Hún hafði mjög gaman af heimsóknum þeirra og ávallt tilbúin að leyfa þeim að gista ef eftir því var leitað. Elsku mamma, kærar þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur á þinni ævi. Þú varst okkur góð fyrirmynd og frá þér fengum við dýrmætt veganesti út í lífið. Alexander og Sigmar. Elsku amma mín þá er kom- ið að kveðjustund, stund sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma en allt tekur víst enda. Tilhugs- unin um að fá aldrei að hitta þig aftur, tala við þig, faðma þig og ræða við þig um daginn og veginn er skrýtin. Ég er þakklát fyrir okkar samband og allar okkar góðu stundir saman sem blessunar- lega voru mjög margar. Þú fékkst að fylgja mér í gegnum líf mitt og verið til staðar á öll- um þeim stóru stundum sem ég hef átt, þú hefur alltaf verið stór partur af mér. Þó að þú hafir oft fussað og sveiað yfir þeim ákvörðunum sem ég tók þá varstu alltaf á endanum ánægð með þær og sagðir mér oft hversu stolt þú værir af mér. Þú varst til að mynda ekkert alveg sátt með að ég ætti kærasta svona ung, bara 18 ára. Þú lést mig heyra það fyrst en það tók ekki langan tíma til að sannfæra þig og þú sættist á að hann væri partur af fjöl- skyldunni og urðuð þið góðir félagar. Þegar við fórum að huga að brúðkaupi þá sagði ég strax að ég vildi gifta mig með- an amma mín lifði því ég vildi að þú sæir mig ganga inn kirkjugólfið og taka stolt þátt í þessum stóra degi með mér. Ég fékk ósk mína uppfyllta og þarna varstu allan tímann með mér og partur af þessu augna- bliki sem mér þykir ævinlega vænt um. Síðustu árin vantaði þig stundum eitthvað að gera og ég sá um að þér leiddist ekki. Ég fékk þig í heimsókn til mín til að brjóta saman þvottinn því þér þótti það svo gaman og svo tókstu alltaf sokkana með þér heim og sast yfir sjónvarpinu og paraðir þá saman fyrir mig. Þú komst og passaðir krakkana fyrir mig meðan ég skrapp í smá stund og þær stundir gerðu mikið fyrir þig. Þú varst mikil barnakona og þér þótti alltaf vænt um börnin þín, barnabörnin og barnabarna- börnin. Þínar dyr voru alltaf opnar og þú tilbúin að gera allt fyrir okkur. Ég er svo heppin að börnin mín hafi fengið að kynnast þér. Ungu árin þín voru ekki auð- veld en alltaf stóðstu bein í baki allt fram á síðasta dag og það finnst mér aðdáunarvert. Við erum svo líkar á margan hátt og síðustu árin hef ég séð það betur og betur hversu líkar við erum. Oft þegar ég kom í heimsókn til þín fórum við í gegnum skápana þína og þú sýndir mér kjólana og skartgripina og allt fína dótið sem þú áttir: bolla- stellin, kertastjakana og silfur- búnaðinn. Mér þótti alltaf gam- an að koma og fá að skoða allt dótið þitt því báðar erum við mjög glysgjarnar og smekkleg- ar og fékk ég oft að heyra frá mömmu að ég hefði þetta frá þér. Ég mun ávallt sakna þín og þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Mér þótti rosalega vænt um þig og ég veit að þú ert á góðum og sársaukalausum stað núna með bræðrum þínum og munu þeir passa þig eins vel og afi hefur gert. Við munum passa vel uppá afa fyrir þig. Hvíldu í friði elsku amma mín. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. Lilja Ósk Sigmarsdóttir. Elsku amma hefur kvatt þennan heim. Amma var ein- staklega glæsileg og ljúf kona. Ég var svo lánsöm að fá að eyða miklum tíma með henni og afa sem barn. Afi og amma í Grindó, eins og þau voru alltaf kölluð, bjuggu á Mánagötunni í fallegu húsi og þangað var dásamlegt að koma. Mér leið alltaf svo vel þar, líkt og ég væri stödd í töfra- heimi. Teppalögðu tröppurnar, sem urðu mikilvægur partur af leik okkar, leikföngin sem við sáum hvergi annars staðar og bárum ómælda virðingu fyrir, þvottahúsið sem var spennandi og dularfullt en þó var örugg- ara fyrir lítið hjarta að hafa ömmu með. Ég man hvað mér fannst heillandi að skoða snyrtiborðið hennar, allt í röð og reglu og ávallt smekklegt. Ég minnist göngutúra með ömmu í fallegu umhverfi Grindavíkur. Ég minnist ferða í kirkjuna, kór- söngs, Hópsness, kvikmynda- sýninga í félagsheimilinu og allt þótti mér þetta jafn heillandi. Táta, hundur afa og ömmu, var í miklu uppáhaldi. Ég held að það sé ekki til ljósmynd af mér í heimsókn hjá þeim án þess að Táta hafi verið með. Við vorum óaðskiljanlegar, bæði í Grindavík og í bústaðn- um í Grímsnesinu. Jólaboðin eru mér líka minnisstæð og glösin góðu sem ég átti vægast sagt í erfiðleikum með. Það voru vissar hefðir sem mynduðust hjá afa og ömmu. Ein þeirra tengdist aðfanga- degi, þá mátti opna einn pakka fyrir mat, pakkann frá afa og ömmu í Grindó. Þessa hefð þótti mér svo vænt um að þeg- ar ég fór sjálf að halda jól með mínum dætrum þá fengu þær að opna einn pakka fyrir mat. Pakkann frá langafa og lang- ömmu í Grindó. Fyrir ekki svo löngu síðan kíkti ég með stelpurnar í heim- sókn til afa og ömmu í vetr- arfríi og amma tók upp púslu- spil og sýndi stelpunum. Þetta voru sömu púsluspil sem ég lék með með sem barn og það sá ekki á þeim. Æskuminningarn- ar streymdu fram. Elsku amma, takk fyrir alla umhyggjuna og hamingjuna sem þú veittir mér sem ungri stúlku og síðar dætrum mínum. Ég mun varðveita þessar dýr- mætu minningar með hlýju í hjarta um ókomna tíð. Harpa. Elín Pálfríður Alexandersdóttir ✝ Ásgerður Ósk-arsdóttir Laur- itsen fæddist á Ísa- firði 6. nóvember 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 8. október 2019. Ásgerður var kjördóttir Óskars Þórarinssonar, f. 1911, d. 1992, og Kristjönu Helga- dóttur, f. 1902, d. 1964. Uppeld- isbróðir Ásgerðar var Haukur Helgason, f. 1934, d. 2001. Móðir Ásgerðar var Steinunn Her- mannsdóttir, f. 1917, d. 1996. Steinunn giftist Gunnlaugi Þorbjarnarsyni, f. 1913, d. 1993. Börn þeirra og hálfsystkini Ás- gerðar eru Ágústa Sigurborg, f. 1950, og Þór, f. 1946. Ásgerður giftist hinn 29. des- ember 1970 Árna Þórðarsyni, f. 22. júlí 1938, d. 21. febrúar 1988. Foreldrar hans voru Þórður Ing- þórsson, f. 1904, d. 1995, og Guð- rún Jónsdóttir, f. 1906, d. 1998. Dætur Ásgerðar og Árna eru Ár- ný Björk, f. 8. maí 1967, og Guð- rún, f. 17. ágúst 1979. Fyrir átti Ásgerður Kristjönu Ægisdóttur, f. 2. september 1957, faðir henn- ar var Ægir Ólafsson, f. 11. des- ember 1938, d. 14. febrúar 1989. Árni átti dótturina Lindu Björk, f. 7. mars 1968, móðir hennar var Guðbjörg Ólafs- dóttir, f. 17. júní 1941, d. 4. nóv- ember 2006. Árný er gift Hilmari G. Gunnarssyni, f. 28. ágúst 1963, dætur þeirra eru Ásgerð- ur Ósk, f. 20. mars 1993, í sambúð með Sindra Snæ Alfreðs- syni, og Steinunn Ýr, f. 28. júlí 1995, fyrir átti Hilmar Lindu Björk, f. 16. júlí 1993, gift Davíð Lúther Sigurðarsyni, barnabörn- in eru Hilmar Lúther, Ragnhild- ur Birta, Árný Sif og Harpa Sól- ey. Guðrún er gift Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, f. 15. júní 1969, dæt- ur þeirra eru Þórhildur Elín, f. 28. maí 2004, og Vigdís Lóa, f. 27. apríl 2008. Fyrir átti Ásgeir Val- gerði Ýri, f. 3. desember 1995. Dætur Kristjönu eru Sandra Theres Lundahl, f. 19. júní 1985, og Emeli Catarina Lundahl, f. 24. febrúar 1988, búsettar í Svíþjóð. Dætur Lindu Bjarkar eru Unnur Sóley Lindudóttir, f. 29. nóvem- ber 1994, og Kolbrá Lindudóttir, f. 10. maí 2004. Ásgerður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 18. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Látin er kær systir, mág- kona, frænka, Ásgerður Óskars Lauritsen. Ásgerður var fædd á Ísafirði og ólst þar upp hjá heiðurs- hjónunum Óskari Þórarinssyni og Kristjönu Helgadóttur ásamt fósturbróður sínum Hauki Helgasyni til 20 ára ald- urs er hún flutti til Reykjavík- ur. Óskar, Kristjana og Haukur eru látin. Blessuð sé minning þeirra. Ísafjörður var henni ætíð hugleikinn og mannlífið þar, því þar átti hún sterkar rætur. Á unglingsárunum vann Ás- gerður við sundlaug Ísafjarðar, enda góð sundkona sem og við hin ýmsu störf á Ísafirði með hefðbundnu skólanámi. Ásgerður vann mestan sinn starfsaldur hjá Landssímanum, var afar farsæll og traustur starfskraftur, fyrir utan að vinna í Brauðbæ um tíma eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Það var ljúft og gaman að umgangast Ásgerði, ávallt létt í lund og bauð af sér afar góðan þokka. Hún var myndarleg húsmóðir, heimilið smekklegt og ávallt fágað út úr dyrum. Veisluborð í boði í hvert skipti sem komið var í heimsókn og spjallið ávallt létt og skemmti- legt. Traustari og heiðarlegri konu höfum við vart kynnst, einnig móður hennar Steinunni Hermannsdóttur og fósturföð- ur, Gunnlaugi Þorbjarnarsyni sem bæði eru látin. Blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna. Árið 1970 giftist Ásgerður Árna Þórðarsyni og áttu þau saman dæturnar Árnýju Björk og Guðrúnu, fyrir átti Ásgerð- ur, Kristjönu Ægisdóttur, einn- ig átti Árni dótturina Lindu Björk. Allt kraftmiklar athafnakon- ur og eiga þær átta mannvæn- legar dætur og eru barna- barnabörn Ásgerðar tvö. Ásgerður var afar stolt af stelpunum sínum og fjölskyld- um þeirra, bar hag og framtíð þeirra allra mjög fyrir brjósti sem og annarra fjölskyldumeð- lima. Árni og Ægir létust báðir um aldur fram. Blessuð sé minning þeirra heiðursmanna. Þessi áföll höfðu óneitanlega áhrif á heilsu Ásgerðar þótt hún bæri það ekki á torg. Ásgerður fór í sérstaka lungnaaðgerð á sínum tíma, eina þá fyrstu sem gerð var hér á landi og þar sem aðgerðin tókst vel flýtti það fyrir að slík- ar aðgerðir yrðu framvegis gerðar hér á landi. Um Ásgerði væri hægt að skrifa langa minningargrein þ.e. um skemmtilega og trausta samferðakonu, léttleika og spaugsemi hennar o.fl., en þær línur bíða betri tíma. Það er alltaf sárt að kveðja kæra ættingja og samferðafólk. Við munum eiga eftir að sakna hvella og innilega hlát- ursins hjá Ásgerði, sem ekki var sjaldgæft að heyra þegar spjallið barst að skondnum at- burðum, minningar sem við munum geyma og vernda um ókomna tíð. Jafnframt hugljúfar þakkir fyrir að prjóna öll dúkkufötin, ógleymanlegu bíó- og Tívolíf- erðirnar og margt fleira sem gert var á skemmtilegum dög- um. Allt kærar minningar sem Gústa þakkar Ásgerði fyrir og aðrar yndislegar samveru- stundir. Megi Guð venda Ásgerði og minningu hennar með þökk fyr- ir allt og allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Innilegar samúðarkveðjur til dætra, fjölskyldna og vina Ás- gerðar. Guð gefi þeim ljós og styrk til framtíðar. Ágústa, Ómar, Tómas, Eva og Dharma. Ásgerður Óskarsdóttir Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.