Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
árabil. Þá voru þau með tvíburana
litla og við með Þorstein Frey ári
yngri.
Nýtt tímabil hófst í lífi Birgis og
Sonju þegar þau festu kaup á íbúð
í Dunedin í Flórída. Þar nutu þau
að dvelja, enda yndislegur staður.
Við Steini heimsóttum þau nokkr-
um sinnum og eigum dásamlegar
minningar þaðan. Ekki má svo
gleyma síðustu ferðinni sem við
fórum saman til Frakklands að
heimsækja Björgu Jónu og Má í
„Eplahúsið“ í Normandí.
En nú er öllum ferðalögum lok-
ið og komið að kveðjustund, elsku
Sonja mín.
Við Steini, Maggi og Helga
kveðjum þig með þökk fyrir ára-
tuga vináttu um leið og við vottum
Birgi og fjölskyldu ykkar innilega
samúð okkar.
Esther Ólafsdóttir.
Sumt fólk hefur eitthvað sérstakt við sig
sem virkar þannig að það heillar þig.
Slíkt fólk, þú tekur eftir því hvar sem
það fer.
(Jóhann G. Jóhannsson)
Mér finnst þetta erindi eiga svo
vel við um hana Sonju Backman
vinkonu mína. Hún hafði einstak-
lega fallega framkomu og góða
nærveru. Okkar fyrstu kynni voru
fyrir tæpum 20 árum er hún kom
inn á hárgreiðslustofuna mína í
Skipholtinu til að kaupa sér hár-
vörur. Það tókst strax með okkur
alveg sérstakt samband, eins og
við hefðum þekkst alla tíð. Sonja,
ásamt dóttur sinni Lilju Dögg, var
tíður gestur á stofunni og áttum
við þar margar góðar samveru-
stundir þar sem mikið var talað og
hlegið. Við Sonja áttum gott trún-
aðarsamband og fundum aldrei
fyrir aldursmuninum sem var á
okkur. Þegar við kynntumst var
eftirlifandi eiginmaður hennar,
Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla-
bankastjóri og þurfti hún því oft
hárgreiðslu fyrir veislur og við-
burði tengd starfi hans. Þá
skemmtum við okkur í vangavelt-
um um fataval og stíl sem var okk-
ur sameiginlegt áhugamál ásamt
matargerð, innanhússhönnun og
bókmenntum. Þegar leið að því að
þau hjónin myndu hætta að vinna
varð Sonju tíðrætt um hvað þau
ættu að taka sér fyrir hendur. Þá
var það svo að ég vissi af íbúð til
leigu á Flórída sem væri alveg
kjörin fyrir þau til að vera í, slaka
á og njóta, sem þau og gerðu. Voru
þau svo heilluð af verunni þarna
að þau festu kaup á íbúð á þessum
stað. Íbúðin á Flórída var þeirra
annað heimili í áratug og undu þau
sér þar oft með fjölskyldu og vin-
um. Sonja rifjaði oft upp hvað ör-
lögin væru merkileg; að ég hefði
einmitt á þessum tímamótum vit-
að af þessari íbúð og látið hana
vita af því. Svo var það fyrir tveim-
ur árum að það hittist svo gleði-
lega á að ég og Þorsteinn maður-
inn minn vorum á sama tíma og
Sonja, Birgir og Lilja Dögg á Te-
nerife. Nutum við samvista með
þeim, fórum nokkrum sinnum
saman út að borða og er óhætt að
segja að gleðin hafi verið þar við
völd. Þetta eru mér nú ómetanleg-
ar minningar. Það var líka
ánægjulegt að vera gestur í átt-
ræðisafmæli hennar í fyrra og sér-
legu dömuboði á heimili þeirra
hjóna í janúar sl. Þar hafði hún
ásamt dætrum sínum sett upp
sýningu á kjólum sem hún hafði
klæðst þegar hún var með Birgi í
hans embættisstörfum. Þessi sýn-
ing var svo skemmtilega uppsett
þar sem kjólarnir voru á gínum
ásamt því að bæði hún, dætur
hennar og barnabörn sýndu kjól-
ana. Með hverjum kjól fylgdi svo
einnig frásögn af þeim viðburði
sem þau hjónin voru á hverju
sinni. Þarna kom berlega í ljós
hvað Sonja hafði upplifað marga
merka viðburði á sinni ævi sem í
mínum eyrum voru eins og ævin-
týri líkastir. Er óhætt að segja að
þau hjónin hafi alla tíð verið glæsi-
legir fulltrúar íslensku þjóðarinn-
ar.
Já glæsileg og falleg var hún
Sonja mín, bæði að innan sem ut-
an. Það er mikill söknuður í hjarta
mínu en líka mikið þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast henni.
Votta ég Birgi Ísleifi og fjölskyldu
mína dýpstu samúð. Hvíl í friði
kæra vinkona.
Hrefna G. Magnúsdóttir.
Fyrir nær þremur áratugum
auglýsti Skóli Ísaks Jónssonar
eftir skrifstofustjóra til starfa við
skólann. Nokkur hópur fólks sótti
um, en strax vakti sérstaka at-
hygli broshýr kona sem þar að
auki var hin stórglæsilega borgar-
stjórafrú Reykvíkinga, Sonja
Backman. Fullur undrunar spurði
skólastjóri hvort hún héldi að
þetta starf hentaði hennar per-
sónu. Augu hennar leiftruðu og
hún svaraði um hæl: Já, og mig
langar að fá þetta starf! Skóla-
stjórinn fræddi hana um innihald
starfsins: Þetta getur orðið miklu
meira en skrifstofustarf. Þú getur
þurft að vera sem móðir allra
þessara barna þegar þörf er á! Ég
kann það, svaraði hún og geislandi
bros fylgdi orðum hennar. Hún
fékk auðvitað stöðuna og það varð
skólanum til gæfu. Hún var hlý,
kærleiksrík, hógvær, áreiðanleg
og jákvæð. Hún töfraði ekki að-
eins okkur starfsfólkið, heldur öll
börnin og ekki síst foreldrana sem
einnig nutu þess láns okkar að
hafa þessa einstöku konu í okkar
röðum. Hún varð vinkona okkar
allra, gladdist og hló með okkur og
eftir að kennarafélag SÍJ var
stofnað mætti hún einna best af
okkur á mánaðarlega fundi ýmist
á kaffihúsi eða í heimahúsi eftir at-
vikum. Þar var rætt um allt milli
himins og jarðar og alltaf var glatt
á hjalla, sannkallaðir fagnaðar-
fundir. Fyrir fáum vikum upplýsti
Sonja, róleg og æðrulaus, að hún
hefði greinst með alvarlegan sjúk-
dóm og þyrfti í aðgerð. Minnugar
þess hve lengi hún var búin að um-
faðma og hjúkra elskuðum eigin-
manni sínum, lífshættulega veik-
um, um langa hríð, setti okkur
hljóðar. Enn mætti hin trygg-
lynda vinkona á fund, sagðist ekki
vilja missa af neinni stund með
okkur. Síðast sagði hún okkur að
hún hefði upplifað dásamlega
stund með fjölskyldunni þegar
hún átti stórafmæli síðast. Birgir,
svo veikur sem hann var, stóð
óstuddur og hélt ræðu blaðalaust,
konu sinni til heiðurs, rakti þar
alla þeirra sögu saman frá því að
þau hittust fyrst og fram á þann
dag. Var þetta hin fegursta ást-
arsaga sem Sonja tekur með sér í
síðustu ferðina, og vonandi er
huggun fyrir manninn hennar að
hafa getað gefið henni þessa gjöf í
nesti. Svo kom fréttin, Sonja var
komin á líknardeild og lést þar eft-
ir stutta legu. Um leið og við
kveðjum þessa einstöku vinkonu
og þökkum henni allar samveru-
stundir hugsum við hlýtt til Birgis
og fjölskyldunnar allrar. Þessa
kveðju sendum við í nafni allra
kennara sem störfuðu með henni
við skólann.
Herdís og Anton.
Í dag þegar ég minnist Sonju
Backman leitar hugurinn til baka.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
margt löngu, þar sem eiginmenn
okkar voru góðir vinir og störfuðu
mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
sátu m.a. saman í borgarstjórn í
mörg ár. Á þeim árum hittumst
við oft við margvísleg tækifæri og
urðum góðar vinkonur. Sonja var
sérlega glæsilega kona, kát og
skemmtileg og dugleg í öllu því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Ég fylgdist með annasömu lífi
Sonju á þeim árum og vissi hvað
hún hafði mikið að gera með fjög-
ur börn og þurfti einnig að aðstoða
Birgi Ísleif við mörg skyldustörf.
Það var aðdáunarvert hvað hún
gat sinnt þessu öllu vel.
Árin liðu og við héldum alltaf
góðu sambandi og hittumst við
mörg tækifæri og vorum í vina-
hópi með eiginmönnum okkar.
Þegar við hittumst síðast ræddum
við um gamla daga og vináttuna
og ákváðum að láta ekki langan
tíma líða til næsta fundar. Það
dróst að vísu því miður, m.a. vegna
margvíslegra veikinda í fjölskyld-
um okkar beggja.
Við Ólafur eigum margar góðar
minningar frá ótal ánægjulegum
samverustundum með Sonju og
Birgi Ísleifi og frábæru samstarfi.
Hugurinn dvelur hjá vini okkar
Birgi Ísleifi og elskulegum börn-
um þeirra hjóna, sem hafa stutt
foreldra sína í þeirra erfiðu veik-
indum undanfarið. Við Ólafur
sendum þeim öllum innilegar sam-
úðarkveðjur og minnumst Sonju
með hlýju og söknuði.
Jóhanna J. Thors.
Sonja Backman var geislandi
kona. Þegar við kveðjum hana nú
þá minnist ég hlýjunnar, brossins
og glettninnar. Ég minnist líka
konu sem hafði skoðanir á mönn-
um og málefnum sem hún setti
fram af festu og með málefnaleg-
um hætti. Og stundum var hún
ekkert að skafa af því. Það var
bæði gaman og gefandi að tala við
hana.
Við vorum báðar „giftar“ inn í
Seðlabanka Íslands, ef svo má að
orði komast, þegar við kynntumst
fyrir um 30 árum. Hún var gift
seðlabankastjóranum, ég for-
stöðumanni á hagfræðisviði, sem
síðar varð aðalhagfræðingur
bankans. Samverustundir okkar á
þessum tíma voru margvíslegar.
Þær eru margar minningarnar
sem upp í hugann koma en ég læt
eina stutta sögu nægja hér sem
lýsir Sonju svo vel. Eitt sinn var
kvöldverður með bankastjórn,
bankaráði og helstu embættis-
mönnum bankans ásamt mökum.
Einnig var boðið fyrrverandi
seðlabankastjórum og bankaráðs-
formönnum og þeirra mökum.
Þrjár aldraðar ekkjur fyrrverandi
seðlabankastjóra og formanna
voru í boðinu. Eftir kvöldverðinn
hnippti Sonja í mig með glettnis-
svip í augum og sagði að ég yrði að
koma og sitja hjá þeim og henni.
Þær segðu ekki mikið og einn
bankaráðsmaður héldi yfir þeim
hálfgerða einræðu.
Auðvitað gerði ég það og náð-
um við Sonja að gera samtalið við
þann mælska bankaráðsmann
meira marghliða og höfðum gam-
an af. Ég minnist líka kvöldstund-
ar á heimili þeirra hjóna á Sjafn-
argötu þar sem Birgir djassaði svo
einstaklega vel á píanóið og Sonja
naut sín.
En ég þekkti hana líka sem
skrifstofustjóra Ísaksskóla þar
sem dætur okkar Más stigu sín
fyrstu skref á grunnskólabraut.
Þar hélt Sonja um þræðina af
festu og samviskusemi. Það duld-
ist engum. Og til hennar var alltaf
gott að leita.
Fyrstu árin eftir að við Már
komum heim frá Basel og hann
tók við embætti seðlabankastjóra
áttum við góðar stundir með þeim
hjónum við ýmis tækifæri. Alltaf
fundum við fyrir hlýju og vináttu.
Síðustu árin hafa veikindi því mið-
ur orðið til að fækka þeim sam-
verustundum. Það var því einstak-
lega ánægjulegt að sjá Sonju
hressa og káta í 80 ára afmæli-
veislu Ágústu Johnson í mars á
þessu ári. En lífið er hverfult og
nú hefur hún kvatt.
Elsku Birgir. Megi góður guð
gefa þér styrk í sorg þinni. Við
Már sendum þér og fjölskyldu
þinni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Sonju Backmann.
Elsa S. Þorkelsdóttir.
Ó já, þau hafa verið mjörg hlát-
ursköstin á Fjölnisveginum. Það
var haustið ’83 sem við Ingunn
kynntumst og ég varð heimalning-
ur hjá þeim Sonju, Birgi og tvíbb-
unum. Ef ég hugsa til baka finn ég
lyktina, hlýjuna, tónlistina og
húmorinn sem umvafði heimilið.
Að læðast inn á föstudagskvöldi
þar sem Birgir var að setja plötu á
fóninn, Sonja með svuntuna og
púrtvínsglas að matbúa eitthvað
gott handa sínum, sú hugsun ylj-
ar. Þau kunnu að búa til stemn-
ingu, hann rólegur, hún með
glampa í augum, kertaljós og
djass. Við Ingunn bara að spá í líf-
ið og Lilja Dögg hjá okkur, við
gátum leitað ráða og Sonja gat oft
hlegið að okkur og með. Við Ing-
unn vorum oft að læra þegar
Sonja kom heim úr vinnu. Fór hún
þá oft út að ganga og sagði mér að
það væri best fyrir sál og líkama,
með árunum hef ég orðið henni
sammála. Gaggóárin liðu og
menntó tók við með ýmsum uppá-
komum hjá okkur stelpunum. En
svo kom að því að við þroskuðumst
aðeins meira, við Ingunn vorum
ekki lengur frjálsar heldur jurtir
sem eignuðumst börn, og einn
daginn voru þær mæðgur Sonja
og Lilja Dögg mættar til mín í
hárgreiðslu, mikið þótti mér vænt
um að hitta þær reglulega. Þá tók-
um við Sonja aftur upp þráðinn;
hún hvíslaði einhverju að mér,
glampi kom í augun og við hlóg-
um. Við ræddum líka alvöru lífs-
ins, ég leitaði ráða hjá henni og
hún hjá mér, við vorum sammála
um að réttindi fólks ættu að vera
hin sömu. Við ræddum framtíð
Lilju, Sonja gaf ekkert eftir í bar-
áttu sinni fyrir að Lilja Dögg fengi
sambærilega þjónustu og önnur
börn. Þegar ég ræddi það við hana
síðar þegar Lilja var komin á sam-
býli fann ég friðinn í hjarta Sonju,
hún var sátt. Þau hjónin hafa alla
tíð hugsað vel um hópinn sinn,
sem er einstaklega samheldinn.
Það er mikil gæfa að vera ástfang-
in yfir sex áratugi, maður skynjaði
ástina sem ríkti á milli þeirra
hjóna og virðinguna. Svo voru það
kjólarnir hennar Sonju, það var
ekki slæmt fyrir Birgi í öllum hans
embættum að hafa trausta, glæsi-
lega og skemmtilega konu sér við
hlið. Sonja bar af í glæsileika og
þykir mér leitt að hafa ekki komist
í síðasta boðið sem hún bauð mér í
þegar skellt var í kjólasýningu og
búblur. Mig langar að þakka þeim
hjónum fyrir hlýjuna sem þau
hafa ávallt sýnt mér, hann hæglát-
ur, hún kímin, hugsunin um þau á
Fjölnisveginum vermir hjarta
mitt og ég veit að allar fallegu
minningarnar munu verma brost-
in hjörtu Birgis og fjölskyldu.
Hugur minn er hjá ykkur elsku
vinir.
Góða ferð elsku Sonja, þín
Erla Guðrún Estragon.
Í dag kveðjum við Sonju, glæsi-
lega og fallega konu sem við
kynntumst á unglingsárunum í
gegnum dóttur hennar Ingunni
Mjöll.
Hjónin á Fjölnisveginum hafa
átt sinn þátt í lífi okkar, enda stóð
hlýlegt heimili þeirra okkur alltaf
opið. Sonja varð strax vinkona
okkar og fylgdist með okkur af
áhuga og umhyggju. Hún hafði
einstaklega gaman af félagsskapn-
um okkar, Kryddjurtum, sem
stofnaður var á Fjölnisveginum
fyrir einmitt 30 árum eða haustið
1989 og hafði Sonja alltaf jafn gam-
an af því að rifja upp hvernig heim-
ilið var skreytt við það tækifæri.
Hlýhugur hennar í okkar garð
sýndi sig svo vel þegar við Krydd-
jurtirnar áttum 20 ára vináttu-
afmæli. Við það tækifæri kom hún
okkur á óvart með heimboði þar
sem hún bauð upp á freyðivín og
snittur og fagnaði þannig með okk-
ur þessum skemmtilegu tímamót-
um klúbbsins, sem einmitt varð til í
stofunni hjá henni.
Það var yndislegt að koma heim
til Sonju í kjólaboð í byrjun árs og
fá að upplifa hluta af hennar lífs-
ferli í gegnum kjólasýninguna
sem hún ásamt dætrum sínum
hafði sett upp á heimilinu. Þar
sýndu þær kjóla sem hún hafði
klæðst við ýmis opinber tilefni á
lífsleiðinni. Það geislaði af Sonju
þennan dag og sýningin sýndi
hversu glæsileg og smekkleg kona
Sonja var.
Hugur okkar er hjá Ingunni
vinkonu okkar, systkinum hennar,
Birgi og fjölskyldunni allri á þess-
um erfiðu tímum. Við vottum þeim
öllum innilega samúð.
Þínar jurtir;
Birgitta, Erla,
Marta og Rósa.
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Fagurhólsmýri í
Öræfum 21.8. 1936.
Hún lést á Vífils-
stöðum 27.9. 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Guðnýjar
Aradóttur, 2.7.
1891, d. 15.11. 1976
og Jóns Jónssonar,
f. 8.2. 1886, d. 4.3.
1976, búsett á Fag-
urhólsmýri í Öræfum. Systkini
hennar eru: Ari Jónsson, d.
2000, Guðrún Jónsdóttir, d.
2015), Guðjón Jónsson, d. 2013,
Jóhanna Þuríður Jónsdóttir,
Sigþrúður Jónsdóttir, d. 1999,
Sigurgeir Jónsson, d. 2015,
Gústaf Albert Jónsson, d. 1954.
Sigríður giftist Sigurjóni
Jónssyni, f. 8.1. 1932, d. 2.7.
2017, frá Hofi í Öræfum, þann
17. maí 1959.
Börn þeirra eru: 1. Ágúst, f.
29.9. 1959, giftur Sesselju
Hrönn Jensdóttur. Börn þeirra
eru Sigurjón og Unnur. Fyrir
átti Sesselja einn son, Gísla Þór.
2. Helga Jónína, f. 13.9. 1960,
gift Hafsteini Má Ársælssyni.
Börn þeirra eru Hugrún Lind og
Birkir Örn. Fyrir átti Hafsteinn
eina dóttur, Hrafn-
hildi Laufeyju,
sambýliskona henn-
ar er Stella Guð-
jónsdóttir. Börn
þeirra eru Bergrún
og Bjartmar Húni.
3. Guðný Sigurjóns-
dóttir, f. 19.7. 1965,
sambýlismaður
hennar er Svavar
M. Sigurjónsson.
Börn þeirra eru
Örvar og Rakel.
Sigríður ólst upp á Fagur-
hólsmýri í Öræfum. Hún stund-
aði nám við barnaskóla sveit-
arinnar á Hofi. Hún fór í vist til
Reykjavíkur og síðar í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur.
Sigríður og Sigurjón bjuggu
fyrstu búskaparárin á Malarási í
Öræfum. Árið 1962 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Þau
bjuggu fyrst í Sörlaskjóli en síð-
ar fluttust þau á Laugarnesveg
þar sem þau bjuggu lengst af.
Sigríður vann til margra ára
sem aðstoðarmaður tannlæknis
á tannlæknastofu Lofts Ólafs-
sonar.
Útför Sigríðar fer fram frá
Áskirkju í dag, 18. október
2019, og hefst kl. 13.
Elsku Sigga frænka mín er
sofnuð í síðasta sinn. Sigga,
systir hans pabba og mágkona
mömmu, hefur alla mína ævi
verið ein þeirra sem mynduðu
öryggisnetið mitt, hér fyrir
sunnan.
Samband þeirra systkinanna
var einstakt – pabba og Siggu,
mömmu og Sigurjóns, alveg
eins og samband máganna og
mágkvennanna. Á uppvaxtarár-
um mínum átti ég stöku sinnum
kost á því að koma í heimsókn
til frændsystkina minna í
Reykjavík.
Fyrst í ferðum með mömmu
og pabba, en seinna ein eða
með fleirum. Þá var gist í góðu
yfirlæti hjá Siggu og Sigurjóni,
sem hikuðu ekki við að draga
fram dýnur og svefnpoka handa
hópnum ef þess þurfti. Heim-
sókn á Laugarnesveg 106 var
til dæmis mikilvægur hluti af
skólaferðalögum úr Nesjaskóla,
hittum þá Ágúst, Helgu Jónínu
og Guðnýju líka. Þau systkinin
voru öll „í sveit“ hjá mömmu og
pabba í Neðribænum á Fagur-
hólsmýri og urðu þannig hluti
af fjölskyldunni, eins og systk-
ini.
Eftir því sem árin líða kann
maður betur að meta þessi mik-
ilvægu tengsl og afkomendurn-
ir eru líka farnir að skynja mik-
ilvægi þeirra. Þegar ég hóf nám
í Verslunarskóla Íslands fékk
ég fyrst herbergi hjá annarri
föðursystur minni, Þuríði, sem
bjó með fjölskyldu sinni í
Langagerði 16. Sigga, Þuríður
og Nunna systir þeirra tóku all-
ar virkan þátt í starfi Söng-
félags Skaftfellinga og leiðir
mínar lágu þangað með þeim.
Þær voru líka allar virkar í
Ferðafélaginu Breiðumörk, þar
sem voru haldnar kvöldvökur
og farið í lengri og skemmri
ferðalög.
Dagleg umgengni var minni
við Diddu, Ara og Guðjón,
systkini pabba sem bjuggu líka
í Reykjavík, en tengsl við þau
voru samt líka sterk. Sigga var
létt og skemmtileg og mér
fannst hún alltaf vera í góðu
skapi.
Hún átti líka góðan hóp vin-
kvenna og ég minnist þess
reyndar, að við frænkur höfum
brosað í kampinn þegar Sigga
kvaddi okkur með því að hún
ætlaði að hitta „stelpurnar“,
vinkonur sínar í saumaklúbbn-
um. Þær voru 30 árum eldri en
við og því ekki „stelpur“ í skiln-
ingi okkar, sem vorum táningar
þá!
En nú erum við, sem vorum
táningar þá, löngu komnar
fram úr Siggu og sauma-
klúbbsvinkonum hennar og
hittum enn „stelpurnar“ í okkar
hópi.
Þær eru margar, minning-
arnar sem tengjast Siggu og
fjölskyldunni hennar. Ég beið
hjá þeim síðustu vikurnar fram
að fæðingu Evu, því þá eins og
nú þótti heldur langt frá Öræf-
unum í öryggi heilbrigðisstofn-
ana.
Þar fór auðvitað vel um mig
og ég naut lífsins við að prjóna
heimferðarsett og fleira, sem
þurfti að vera tilbúið þegar
barnið kæmi í heiminn. Sigur-
jón og Sigga voru okkur líka
betri en engin eftir að barnið
var fætt, þegar að því kom að
hjálpa okkur Sigrúnu systur við
að koma upp heimili á Bræðra-
borgarstígnum.
„Margs er að minnast, margs
er að sakna“ eins og segir í
ljóðinu eftir Valdimar Briem.
Ég leyfi mér að njóta þess að
sakna og ylja mér við minning-
arnar.
Með ástarkveðju til Ágústs,
Helgu Jónínu, Guðnýjar, fjöl-
skyldna þeirra og frændfólksins
alls.
Jónína Sigurgeirsdóttir.
Sigga föðursystir er dáin.
Hugurinn reikar til baka í
Laugarnesið, heim til Siggu og
Sigurjóns, og minningarnar
streyma fram. Glaðlegur hlátur,
hlýja, umhyggja og góð nær-
vera einkenndu þetta heimili og
hana Siggu frænku okkar. Við
systkinin vorum alltaf velkomin
í Laugarnesið og á mennta-
skólaárunum nutum við þess
iðulega að koma við eftir skóla
og þiggja hressingu, bæði í
formi veitinga og skemmtilegra
samræðna.
Þarna var lagður grunnur að
væntumþykjunni sem entist
alla ævina. Sigga hafði góða
kímnigáfu og það var alltaf
gaman að tala við hana um mál-
efni líðandi stundar. Við frænd-
systkinin höfðum gaman af
söng og tónlist almennt, þegar
við komum saman þá var oft
stutt í tónlistina. Sigga tók
stundum undir, enda heyrðum
við sagt að hún hefði sungið
mikið í gegnum tíðina ásamt
fleiri Öræfingum. Vonandi eru
þau Sigurjón nú bæði á góðum
stað þar sem þau fá notið
áhugamála sinna. Við sendum
Ágústi, Helgu Jónínu, Guðnýju
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Helgi Sigurgeirsson og
Sigrún Sigurgeirsdóttir.
Sigríður Jónsdóttir