Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 ✝ MatthíasSveinsson fæddist 21. sept- ember 1943 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hinn 7. október 2019. Matthías var sonur hjónanna Sveins Matthíassonar, sjó- manns og útgerðarmanns frá Byggðarenda í Vest- mannaeyjum, f. 14.8. 1918, d. 15.11. 1998, og Maríu Péturs- dóttur, sem ættuð var frá Norðfirði, f. 8.11. 1923, d. 4.10. 2012. Systkini Matthíasar eru: Óskírður, f. 22.11. 1946, d. 23.11. 1946, Stefán Pétur, f. 2000, Birkir, f. 29.6. 2006, og Bergdís, f. 12.5. 2010. Matthías stundaði sjóinn all- an sinn starfsferil. Hann byrj- aði á sjó 14 ára, þá á Reyni VE-15 á síld. Árið 1959, þá 15 ára, lauk Matthías mótornám- skeiði og fékk mótoristapláss strax á vertíðinni 1960 hjá Rikka í Ási á Erling IV. Fram- an af var hann á ýmsum stöð- um í vél en það má segja að hann hafi fest ráð sitt 1966 hjá útgerðinni Ósi hf. Þá réð hann sig sem fyrsti vélstjóri á Leó VE 400 og var þar stöðugt til áramóta 1970-1971 en þá fór Þórunn Sveinsdóttir á flot og var hann þar þar til hann lauk sínum sjómannsferli árið 2007 og vann þá fyrir útgerðina í landi. Matthías hlaut fjölda viðurkenninga fyrir að vera aflakóngur á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum og fjórum sinnum fyrir að bjarga manns- lífum sem skipverji á Þórunni Sveinsdóttur VE. Útför Matthíasar fer fram frá Landakirkju í dag, 18. október 2019, klukkan 13. 1948, Sævar, f. 1953, Halldór, f. 1956, Ómar, f. 1959, og Cass- andra C. Siff, f. 1960. Matthías kvænt- ist Kristjönu Björnsdóttur hinn 14.4. 1968 og bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Börn Matthíasar og Kristjönu eru synirnir Sveinn, f. 20.3. 1966, d. 4.8. 2012. Maki Harpa Gísladóttir, f. 11.1. 1960, og Björn, f. 2.6. 1978. Maki Hrefna Jónsdóttir, f. 16.12. 1977. Börn Sveins eru Matt- hías, f. 26.6. 1984, Erna Sif, f. 1.12. 1989, og Heimir Freyr, f. 17.4. 2003, og börn Björns og Hrefnu eru Kristjana, f. 28.9. Elsku pabbi. Nú er baráttan töpuð fyrir þessum illvíga sjúk- dómi sem þú barðist svo hetju- lega við. Þú tókst á við verkefnið af miklu æðruleysi og uppgjöf kom aldrei til greina. Ég á svo margar góðar og hlýj- ar minningar sem ég geymi hjá mér og munu þær hjálpa mér að takast á við sorgina. Þú stundaðir sjóinn öll þau ár sem ég bjó í for- eldrahúsum og fékk ég bestu út- gáfuna af pabba sem hugsast gat þegar þú komst í land. Þú varst einstakt ljúfmenni og ekki fór mikið fyrir æsingnum. Ég var heppinn að fá tækifæri til að stunda sjóinn um tíma með þér á Þórunni Sveinsdóttur og var ekki hægt að finna betri vinnufélaga til að stíga sín fyrstu skref til sjós með. Eftir að við Hrefna hófum okkar búskap og eignuðumst okkar eigið heimili varst þú alltaf fyrstur til þegar taka þurfti til hendinni. Það verð- ur skrítið að geta ekki lyft upp símtólinu og leitað ráða hjá þér eins og var svo dýrmætt að geta gert. Börnin okkar sakna þín mikið. Þú varst einstakur afi og gafst þér alltaf tíma fyrir þau, sem við mátum mikils. Þau eiga eftir að sakna þessara gæða- stunda með þér. Elsku pabbi, ég kem til með að sakna þín óendanlega en minn- ingin lifir í hjarta okkar. Hvíldu í friði. Þinn sonur, Björn Matthíasson. Mig langar að minnast elsku Matta með örfáum orðum. Matti var einstakur maður, algjör ljúf- lingur sem öllum líkaði vel við. Jákvæður með eindæmum og með mikið jafnaðargeð. Heimir Freyr minn hefur alla tíð leitað mikið til afa síns og ömmu, hefur verið duglegur að kíkja á þau og virkilega notið þess að eyða með þeim tíma. Hann hefur ávallt fengið frá þeim hlýju og góðar viðtökur og er ég mikið þakklát fyrir það. Það er ómet- anlegt að eiga góða afa og ömmu og fullt af góðum æskuminning- um sem eru svo dýrmætar. Heimir Freyr minn vissi ekkert skemmtilegra en að fara í sund eða niður á bryggju að vesenast með pabba sínum og það var svo ómetanlegt að hann gæti gert þessa hluti með afa sínum eftir að Svenni féll frá. Ég er óendanlega þakklát fyrir hvað Matti var hon- um góður afi og ég veit að allar góðu minningarnar ylja nú þegar komið er að kveðjustund. Ég veit að Heimir Freyr verður áfram duglegur að kíkja á ömmu sína og hugsar vel um hana. Hvíldu í friði elsku Matti og takk fyrir allt. Halldóra (Dóra). Elsku besti afi okkar er farinn frá okkur en hann verður þó áfram í hjörtum okkar. Afi Matti var yndislegur afi sem var alltaf svo skemmtilegur og gerði mikið með okkur. Dýrmætar ferðir í sundlaugina, göngutúrar, gefa dýrunum brauð og allar stundirn- ar sem við spiluðum við eldhús- borðið. Best voru þó öll afaknúsin sem við fengum frá þér. Nú líður þér vel á himnum, hvíldu í friði elsku afi, við söknum þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Kristjana, Birkir og Bergdís. Mig langar að minnast elsku afa míns með nokkrum orðum. Afi var einstakur maður, hann var góðhjartaður, vildi öllum vel og var alltaf í góðu skapi. Þótt hann væri veikur kvartaði hann aldrei. Það hefur alltaf verið svo gott að kíkja til ömmu og afa eftir skóla, spjalla við þau um daginn og veginn, kíkja með afa í sund eða rúnt á bryggjuna og í Þórunni Sveins. Afi var mér eins og faðir og hans verður sárt saknað. Hvíldu í friði elsku afi minn, við sjáumst þegar minn tími kem- ur. Heimir Freyr. Í fáeinum orðum langar mig að minnast Matthíasar Sveinssonar, bróður míns. Matti var fyrsta barn foreldra okkar og var þeim mikill happafengur. Að sögn móður okkar þá var hann ein- staklega þægilegt barn og ekki rengi ég þau orð því að Matti var einstakt ljúfmenni alla tíð og man ég ekki eftir að hafa heyrt nokk- urn mann hallmæla honum eða hann öðrum. Matti fór snemma að vinna eins og þótti eðlilegt á þeim tíma og fljótlega fór hann á sjóinn sem varð hans ævistarf. Hann fór ungur til Noregs og réði sig þar á fraktara og sigldi víða um heim- inn, sögur af þessum ævintýrum sveipuðu Matta, hetju ljóma í barnshuga mínum. Matti kom aftur til Vestmannaeyja og aftur á sjóinn. Hann krækti sér í eftirlifandi eig- inkonu sína, Kristjönu Björns- dóttur, og hófu þau hjúskap. Mér finnst lýsing þeirra hjóna lýsa vel breytingunni á þjóðfélagi okkar á þeim rúmlega 50 árum frá því að þau giftu sig. Það var látlaust brúðkaup með kaffi og nánustu ættingjum. Snemma nætur á brúðkaupsnóttinni var hann ræstur á sjó, að sjálfsögðu mætti Matti. Þrátt fyrir þetta hefur hann trúlega ekki þurft að heyra mörg lög í útvarpinu til að dilla sér í takt við. Matti var þarna að róa hjá Óskari Matthíassyni frænda okkar og var hann með honum, Sigurjóni Óskarssyni og útgerð þeirra, það sem hann átti eftir ólifað. Matti var vélstjóri nánast allan sinn sjómannsferil og þóttu vélarrúmin hjá honum til mikillar fyrirmyndar. Þá var hann mjög liðtækur á dekkinu, í aðgerð, greiða úr netum og fljót- ur að grípa smúlinn og smúla dekkið að aðgerð lokinni. Á sjómannadaginn árið 2016 var Matti heiðraður fyrir störf sín. Matti og Kristjana eignuðust tvo syni, Svein og Björn. Þau hugsuðu vel um strákana sína og bjuggu þeim gott heimili þar sem snyrtimennskan var í fyrirrúmi enda bæði fyrir það að hafa reglu á hlutunum. Það var mikil gleði þegar barnabörnin fóru að skila sér og þau nutu þess að koma til ömmu og afa. Matti var góður við barna- börnin, þótti mér einstakt hvað hann var duglegur að fara með þeim í barnaguðsþjónustu. Kristjana og Matti urðu fyrir gríðarlegu áfalli þegar Sveinn sonur þeirra varð bráðkvaddur árið 2012. Þarna missti Matti ekki bara son sinn heldur líka samstarfsmann og vin. Fyrir tveimur árum greindist Matti með krabbamein í brisi, mætti hann því með sinni yfirveg- un en barðist. Hann reyndi að stunda golf með vinnufélögunum en svo varð hann slæmur í fótum og gat það ekki lengur. Var hon- um þá útvegað rafmagnsþríhjól sem hann var duglegur að hjóla á um Heimaey. Matti var alltaf í góðu líkam- legu ástandi og fór vel með sig að öðru leyti en oft mikilli og erfiðri vinnu. Það var því undarlegt að sjá hvernig sjúkdómurinn þróað- ist en hann hélt yfirvegun sinni og ró þar til yfir lauk. Það hefur verið vel tekið á móti honum á himnum og minning um ljúfmennið lifir. Fjölskyldu Matta sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Halldór Sveinsson. Í fáeinum orðum langar mig að minnast mágs míns, Matthíasar Sveinssonar, sem lést sunnudag- inn 6. október síðastliðinn. Matti hafði verið veikur um tíma og þótt vitað væri í hvað stefndi er alltaf jafn sárt þegar kallið kem- ur. Matti kom inn í líf mitt þegar hann og Kristjana systir mín fóru að draga sig saman. Ég var 12-13 ára gömul og man eftir sjálfri mér á gægjum bak við gardínurn- ar, að fylgjast með þegar hann skilaði systur minni heim á kvöld- in á fínu Wolkswagen-bjöllunni sinni. Þetta var nú aldeilis eitt- hvað spennandi fyrir táninginn mig að fylgjast með. Fljótlega fór þó mesti spenningurinn af þessu hjá mér, því samband þeirra óx og dafnaði og innan ekki mjög langs tíma hófu þau búskap á efri hæðinni á æskuheimili mínu og Matti varð einn af heimilismeð- limum. Ekki voru þau systir mín þó mjög lengi á loftinu hjá okkur, því fljótlega hófu þau að reisa sér heimili á Illugagötu 37 þar sem þau bjuggu æ síðan. Matti var góður fjölskyldufaðir og var fjöl- skyldan honum allt. Það var því mikið áfall þegar Svenni sonur þeirra varð bráðkvaddur í ágúst 2012 langt fyrir aldur fram og voru þau sár engan veginn gróin. Líkt og var um flesta Eyja- stráka á þessum árum stundaði Matti sjóinn og var viðloðandi sjómennskuna alla tíð. Hann var vélstjóri og reri lengst af á bátum Óskars Matthíassonar og sona hans. Hann var ákaflega vel lið- inn til sjós og báru allir skips- félagar honum vel söguna enda var Matti sérstaklega hógvær og dagfarsprúður maður með góða nærveru og ekki veit ég til þess að hann hafi nokkurn tímann hækkað róminn við nokkurn mann. Það var því gott að vera í nálægð við hann og traustvekj- andi fannst mér að sjá einmitt andlitið hans í forstofugluggan- um mínum gosnóttina 1973 þegar hann var sendur til að vekja mig og aðstoða okkur dóttur mína við að komast burt af eyjunni, en við vorum einar heima þá nótt. Hann sá svo um að koma okkur um borð í Þórunni Sveinsdóttur ásamt sinni eigin fjölskyldu og gerði það ekki endasleppt heldur lánaði okkur líka kojuna sína til lands. Matti var ákaflega hlýr í við- móti og man ég varla eftir að hann hafi ávarpað mig öðruvísi en „sæl Eygló mín“ eða eitthvað í þá veruna þegar við hittumst. Sama viðmót sýndi hann foreldrum mínum alla tíð. Þeim var hann ákaflega góður og alltaf tilbúinn að rétta þeim hjálparhönd ef með þurfti og fyrir það ber að þakka. Það sama átti einnig við gagnvart okkur hinum í stórfjölskyldunni; alltaf var Matti boðinn og búinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Starf hans gerði það þó að verk- um að hann var lítið heima við ár- ið um kring svo samverustund- irnar með okkur fjölskyldunni voru af þeim sökum færri en við hefðum kosið. Samverustundirn- ar voru þó alla tíð góðar og bar aldrei skugga þar á. Ég kveð Matta með miklum söknuði og þakka honum sam- fylgdina og allt það sem hann gerði fyrir okkur fjölskylduna. Minning hans mun lifa með okkur um ókomin ár. Við sendum Krist- jönu, Bjössa og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Eygló Björnsdóttir og fjölskylda. Matthías Sveinsson stíginn, Lækjarheiðina, Sands- heiðina, Fossheiðina og Móru- dalinn. Svo ótrúlega skemmtileg og dýrmæt spor í fylgd með þér, kæri göngufélagi. Mig langar að þakka fyrir alla gestrisnina á Hvolsvellin- um, í Grindavíkinni og í Móru- dalnum, tesopana og grillin að afloknu góðu dagsverki að ryðja skóg fyrir ferðalanga í Mórudal, samkomu við heimkomu frá Noregi – þið Unnar blésuð til veislu eins og ekkert væri og fædduð jafnt einn ferðalang sem tugi og hélduð uppi gleð- skap í góðum félagsskap. Mig langar að þakka fyrir öll innlitin í Barmahlíðina og þegar ég var svo heppin að hitta á ykkur á Seftjörn – alltaf gaman að vita af ykkur Unnari á ferð- inni og tækifærinu til að hitta ykkur kæra fjölskylda. Það er samveran, það að vera saman, ganga saman sem stillir saman strengi og góða vináttu og samkennd og skiptir svo miklu máli. Það eru samtaka hendur sem vinna að settu marki, njóta dagsins, eru kraft- miklar og glettnar og skemmti- legar og njóta samvistanna og náttúrunnar. Það eru góðir vinir og fjölskylda sem njóta þess að hittast og deila lífinu saman. Elsku Halldóra, mig langar til að þakka fyrir það að hafa fengið að ganga með þér nokkra stund. Það eru dýrmætar stund- ir sem munu lifa með mér alla tíð. Hafðu hjartans þökk fyrir. Unnari frænda, dætrum og fjölskyldu allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elva Björg. Elsku Dóra vinkona. Vegir lífsins eru óskiljanlegir og ég kveð þig nú alltof fljótt. Minn- ingarnar eru bjartar og sökn- uðurinn mikill. Þótt það væri fjarlægð á milli okkar var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Við vorum æskuvinkonur og vinskapur þinn var mér mjög dýrmætur. Aðstandendum votta ég samúð mína. Vinur Ávallt minn vinur á hverju sem dynur. Aldrei gleymi ég þér hvert sem mitt hjarta fer. (Guðmundur Breiðfjörð) Takk fyrir allt Dóra mín. Þín vinkona Vigdís María, Sören og fjölskylda í Svíþjóð. Við viljum minnast fyrrver- andi liðsfélaga okkar úr blak- félaginu Dímon, Halldóru Magnúsdóttur, sem var einn af frumkvöðlum blakíþróttarinnar í Rangárvallasýslu. Við vorum slegnar þegar við heyrðum um andlát hennar Halldóru vinkonu okkar. Við vorum að undirbúa okkur og fara af stað á blakmót og þá komu upp í hugann þær mörgu keppnisferðir sem við fórum í saman meðan Halldóra bjó á Hvolsvelli og spilaði með okkur. Hún starfaði og sinnti blakinu af mikilli alúð og áhuga eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Margar góðar minning- ar urðu til í öllum þeim fjöl- mörgu ferðum sem við fórum. Halldóra var mikil keppnis- manneskja, hún var alltaf hvetj- andi og hélt uppi góðum liðs- anda innan vallar sem utan. Það var stutt í grín og glens og allt- af var jafn gaman að enda góð- an keppnisdag á einu góðu rauðvínsglasi með Halldóru. Þrátt fyrir að Halldóra flytti burt úr Rangárvallasýslunni og færi að spila með öðrum blakl- iðum sló hjarta hennar alltaf með sínu gamla liði og hún fylgdist með gengi liðsins og ef spilað var í nágrenninu kom hún gjarnan og horfði á. Við minnumst síðustu sam- veru okkar og Halldóru með hlýju og þakklæti en síðastliðið vor þegar öldungamótið í blaki var haldið í Keflavík kom Hall- dóra og fylgdist með okkur þrátt fyrir að veikindi hennar væru farin að taka sinn toll. Við viljum þakka Halldóru fyrir samveruna og vináttuna gegn- um árin og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd blakdeildar Dím- onar-Heklu, María Rósa, Fjóla, Ingi- björg (Inga) og Guðný. Vorið er 2011 og fyrirhuguð er vorferð starfsmanna Akur- skóla til Minneapolis. Með í för er Halldóra sem hafði ráðið sig til starfa sem aðstoðarskóla- stjóri frá og með næsta skóla- ári. Það er svo lýsandi fyrir Halldóru að um leið og hún hafði tekið þá ákvörðun að starfa við skólann var hún orðin hluti af hópnum, þrátt fyrir að þekkja ekki ferðafélagana. Hall- dóra féll strax vel inn í starfs- mannahópinn og við sem höfð- um kynnst störfum hennar að menntamálum vissum að þar var kominn mikill menntafröm- uður. Áherslur hennar féllu vel að hugmyndafræði skólans og með krafti sínum og dugnaði studdi hún starfsmenn áfram í þeirri vegferð að skapa hlýlegt og metnaðarfullt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Velferð barna var hennar hjartans mál. Það var sama hvort það voru nemendur eða starfsmenn; allir fengu notið umhyggju og ein- staklega gefandi nærveru henn- ar. Við minnumst Halldóru sem lífsglaðrar og skemmtilegrar konu sem lýsti upp umhverfið. Hún var mikil íþrótta- og úti- vistarkona, með keppnisskap eins og sönnum kvenskörungi sæmir. Við fengum að njóta starfskrafta hennar í einn vetur eða þar til hún tók við stöðu skólastjóra í Grindavík. Við er- um þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta návistar hennar og það sem hún kenndi okkur; að horfa jákvæðum augum á líf- ið. Elsku Unnar og fjölskylda, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jónína, Helga, Lovísa og Sólveig, fyrrverandi samstarfskonur úr Akurskóla. Fallin er frá fyrrverandi skólastjóri Grunnskóla Grinda- víkur, Halldóra Kristín Magn- úsdóttir. Halldóra var skóla- stjóri á árunum 2012 til 2017 eða í fimm ár. Á þeim tíma vann hún ötullega að uppbyggingu skólans og eflingu starfsmanna- hópsins. Halldóra var með skýra sýn á skólastarfið og þá stefnu sem hún vildi taka með starfsfólkinu. Hún lagði áherslu á að allt starfsfólkið setti sér sameiginleg markmið og ynni saman að eflingu skólastarfsins. Hún var stöðugt að leita leiða og hvetja starfsfólkið, nemend- ur og foreldra til þátttöku. Þannig vildi hún byggja upp lýðræðisleg vinnubrögð við skól- ann og lærdómssamfélag til heilla fyrir nemendur. Halldóra var metnaðarfull fyrir hönd skólans og vann að endurskoð- un skólanámskrár og uppbygg- ingu tæknimála og fjölbreyttra kennsluhátta á öllum skólastig- um. Hún hvatti alla til að nýta sköpunarkraft sinn og hug- myndaflug við lausn verkefna. Hennar verður minnst fyrir óeigingjarnt starf í þágu Grunn- skóla Grindavíkur. Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur sendir fjölskyldu Halldóru innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsmanna, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, skólastjóri. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.