Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 18.10.2019, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019 ✝ Karl (GeorgKristján) Guð- mundsson fæddist í Bæ í Súgandafirði 6. mars 1945. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands á Akranesi 5. október 2019. For- eldrar Karls voru Guðmundur Þor- leifsson, f. 16.12. 1917 í Bolungarvík, d. 12.9. 1989, og Unnur Steinunn Kristjánsdóttir, f. 25.8. 1923 á Ísafirði, d. 13.3. 2015. Karl ólst upp í Bæ í Staðardal og var næstelstur systkina sinna en þau eru: 1) Guðný, f. 6.3. 1944 d. 11.9. 2014, 2) Elín Dalrós, f. 5.12. 1946, 3) Þorleifur Kristján, f. 26.6. 1948, 4) Dagbjört Hrönn, f. 14.9. 1949, og 5) Hjördís Helga, f. 28.8. 1953. Karl kvæntist 16. desember 1967 Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 4.7. 1948, frá Hafnarfirði. For- eldrar hennar voru Jón Hans- son, f. 29.8. 1923, d. 21.3. 2017 og Þorgerður Sigurjónsdóttir, f. 21.8. 1923, d. 2.2. 2006. Börn Karls og Ingibjargar eru: 1) Guðrún Margrét, f. 4.9. 1967, maki Þröstur Óskarsson, f. 25.12. 1964. Börn þeirra: a) Helgi, f. 17.4. 2018. b) Regína Huld, f. 26.12. 1995. c) Kristján Logi, f. 28.4. 2001. d) Aron Máni, f. 12.5. 2003. e) Elvar Þór, f. 27.8. 2009. 5) Alda Björg, f. 21.4. 1979, maki Magnús Erlingsson, f. 22.11. 1974. Börn þeirra: a) Karl Viðar, f. 22.6. 2119. b) Ingibjörg Sif, f. 3.10. 2001. c) Mikael Darri, f. 19.10. 2008. Sonur hans: Jakob Fannar, f. 25.9. 1996. 6) Hafþór, f. 4.5. 1985, maki Ingunn Valdís Baldursdóttir, f. 10.5. 1985. Börn þeirra: a) Alexandra Dís, f. 25.11. 2010. b) Margrét Rún, f. 12.5. 2014. Sonur hans: Róbert Aron, f. 26.12. 2007. Karl stundaði nám við Hér- aðsskólann á Reykjanesi 1961-62 og varð búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1966. Karl og Ingibjörg hófu búskap í Bæ árið 1966 og bjuggu með for- eldrum hans til 1989, en þá tóku þau við allri jörðinni og lauk bú- skap þeirra þar haustið 2014 er þau fluttu á Akranes. Karl vann lengi utan heimilis m.a. við beitningu, var sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Ísfirðinga á Ísa- firði og fiskmatsmaður hjá Fisk- iðjunni Freyju á Suðureyri. Sá um forðagæslu í Ísafjarðarbæ í nokkur ár. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmálum, var samvinnumaður og studdi Fram- sóknarflokkinn. Hann sat í hreppsnefnd Suðureyrarhrepps árin 1986-1990. Útförin fer fram frá Akranes- kirkju í dag, 18. október 2019, klukkan 13. Heba Dís, f. 25.4. 1995, sambýlis- maður Anton Helgi Guðjónsson f. 17.12. 1993. Börn þeirra: Óskar Helgi, f. 21.7. 2015 og Hafdís Björt, f. 12.1. 2017. b) Birta Rós, f. 30.7. 2000. 2) Þorgerður, f. 3.1. 1969, maki Arnar Sigþórsson, f. 20.6.1965. Börn þeirra: a) Ívar Örn, f. 15.11. 1988, sambýliskona Ólöf María Vigfúsdóttir, f. 22.7. 1988. Barn þeirra: Vigdís Lára, f. 31.10. 2018. b) Stefán Már, f. 26.12. 1994. c) Daði Freyr, f. 23.9. 1998. 3) Þröstur, f. 6.11. 1970, maki Ingibjörg Anna Elíasdóttir, f. 26.12. 1967. Börn þeirra: a) Heiðrún Sól, f. 17.11. 2004. b) Brynja Margrét, f. 25.2. 2007. Dóttir hans: Hrafnhildur, f. 25.6. 1996, sambýlismaður Daníel Magnússon, f. 13.1. 1993. Barn þeirra: Unnar, f. 18.1. 2017. Dóttir hennar: Hrafnhildur Anna Francis, f. 22.11. 1997. 4) Guðbjarni, f. 21.7. 1972. Börn hans: a) Ólöf Erna, f. 9.2. 1992, maki Heiðar Smári Haraldsson, f. 22.11. 1990. Börn þeirra: Emil Örn, f. 30.5. 2012 og Viktor Í dag kveð ég pabba sem fór alltof snemma eftir erfið veikindi. Nú húmar að hausti í Staðardal, og himinninn breytir um lit, fegurðina í þeim fjallasal, finn ég sem eftir sit. Margs er að minnast, margt fyrir vil þakka. Guð og gæfan ríki hér. Margt skulum muna, margs er að sakna, minningarnar sem tengjast þér. (Höf. Þröstur Óskarsson) Hvíldu í friði elsku pabbi. Þín Guðrún. Elsku pabbi, nú ert þú farinn alltof snemma frá okkur en við það verður ekki ráðið. Veikindin voru búin að ná yfirhöndinni. Þegar hugsað er til baka rifj- ast ýmisleg upp, þú varst góð manneskja og vildir allt fyrir okkur krakkana, maka og barna- börn og langafabörn gera. Það var orðin full vinna hjá þér að fylgjast með öllum afkomendun- um. Ég og fjölskylda mín nutum góðs af nærveru þinni. Í minningu minni frá því að ég ólst upp fyrir vestan er sterkt að það var alltaf nóg að gera í kring- um þig. Þú varst með eindæmum duglegur að yrkja jörðina og það var heiður að fá að skottast í kringum þig og hjálpa til. En það gátu verið snjóþungir vetur fyrir vestan sem gerði búskapinn erf- iðari. Má þar nefna það að koma mjólkinni frá bænum ykkar sem var ekki auðvelt þegar allt var ófært. Hún var sett á brúsa og dregin á sleða niður að sjó og komið þar í bát til flutnings inn á Suðureyri. Þú varst einstök manneskja þegar kom að fjölskyldunni, vild- ir fylgjast með öllum og vita hvar allir voru staddir á hverjum tíma. Þið mamma ákváðuð að bregða búi árið 2014 og fluttuð á Akranes, þá fékk ég og mín fjöl- skylda að vera nær ykkur sem mér fannst gott. Ég á bara góðar minningar um þig, elsku pabbi, við fjölskyldan minnumst þín með gleði og þakk- læti í hjarta. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þröstur, Inga og börn. Elsku tengdapabbi. Þegar ég hitti þig í fyrsta skipti árið 2009 urðum við strax vinir og ein- kenndist samband okkar af gríni og skotum hvort á annað, við höfðum alltaf eitthvað til að spjalla um. Við vorum bæði þrjósk og töluðum stundum um að ég yrði að verða ráðherra í framtíðinni því ég hefði svo margt til brunns að bera. Þú varst svo stoltur af mér í náminu mínu og minn helsti stuðningsmaður. Það verður skrýtið að keyra norður í lotur og sjá ekki nafnið þitt á símaskján- um að hringja og athuga með mig og færðina á leiðinni. Það verður skrítið að koma á Vallarbrautina með stelpurnar og sjá þig ekki sitja í lazyboy og kalla á litlu dúll- urnar hans afa því þær voru svo miklir sólargeislar í þínum aug- um. Þú spurðir þær alltaf hvern- ig dagurinn hefði verið og sýndir okkur öllum svo mikla ást. Ég mun gera þig stoltan og halda minningu þinni á lofti og við pössum litla strákinn þinn. Þar til við hittumst aftur, elsku Kalli minn, kveð ég þig með þessu ljóði. Til þín afi Nú sefur þú rótt það er komin nótt. Þú sefur vært, Það er mér kært. Vertu mér hjá, lof mér að sjá, hvað á ég að gera, það er svo margt að bera. Þó ég sé særð, þá friðinn þú færð. Þreyttur þú varst, mörg árin þú barst. Ég elska þig afi, það er enginn vafi. Minning þín er í hjarta mér. (Ágústa Kristín Jónsdóttir) Þín tengdadóttir, Ingunn. Elsku afi. Ég er enn að með- taka það að þú sért farinn frá okkur, að ég eigi aldrei eftir að fá aftur símtal frá þér þegar ég er á ferðalagi til að segja mér frá færðinni og athuga hvernig gangi. Þú varst alltaf svo umhyggju- samur og hugsaðir vel um þitt fólk. Stórt hjarta. Þetta er sárt, þyngra en orð fá lýst, að kveðja þig. Minningarnar eru margar, þær ylja og hugga á erfiðum dög- um. Allar góðu stundirnar í sveit- inni með ykkur ömmu, þangað vorum við barnabörnin alltaf spennt að koma. Aðstoða ykkur í fjárhúsunum og við hin ýmsu verk. Þið amma voruð hætt bú- skap þegar mitt fyrsta barn kom í heiminn, við töluðum oft um að hann hefði unað sér vel í sveit- inni. Við áttum alltaf gott sam- band og verð ég alltaf innilega þakklát fyrir það. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér, skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig, þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi, lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig, veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig, geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Lífsvilji, kraftur, réttsýni, hjartahlýja og alltaf stutt í sprell- ið. Þau eru mörg lýsingarorðin sem eiga við um þig. Þú varst klettur fyrir fólkið þitt. Takk fyr- ir að standa alltaf með mér, takk fyrir að elska skilyrðislaust, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, takk fyrir hláturinn. Takk fyrir allt elsku afi, ég elska þig. Þín Heba Dís. Nú er vinur minn Kalli í Bæ, eins og hann var oftast kallaður, látinn og kvaddi hann okkur allt- of snemma. Ég hef þekkt hann alla ævi og vorum við lengi nánir samstarfs- menn og samherjar í Framsókn- arflokknum í Súgandafirði. Við sátum saman í hreppsnefnd og barðist Kalli hart fyrir hagsmun- um Súgfirðinga, enda mikill bar- áttumaður og ódeigur. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hripa niður þessar fátæklegu lín- ur. Flestar eru þær tengdar póli- tísku samstarfi okkar og fram- gangi flokksins. Oft gaf þó á bátinn en alltaf tókust fullar sættir. Áttum við saman ótal margar ánægjustundir, bæði á héraðsmótum og ferðum á kjör- dæmisþing og við ótal önnur tækifæri, sem aldrei gleymast. Eftir að Kalli komst yfir ferm- ingu fór hann fljótlega að vinna á vetrum inni á Suðureyri, aðallega við línubeitingu og þótti mjög fljótur að beita, enda mjög kapp- samur og harðduglegur. Eftir að foreldrar hans hættu búskap í Bæ tóku þau Inga kona hans við og byggðu þar stórt og gott íbúðarhús og önnur útihús . Tóku þau við að slétta öll tún í Bæ og fram að hrauni og síðan allan Vatnadalinn og bjuggu eftir það stóru búi. Mikill var dugnaður og sam- heldni þeirra hjóna, enda Inga frábær dugnaðarkona og mikil húsmóðir. Eignuðust þau sex börn, hvert öðru duglegra og myndarlegra. Þegar aldur færð- ist yfir þau seldu þau jörðina og bústofn og fluttu suður á Akra- nes, þar sem þau undu hag sínum mjög vel. Ekki mjög löngu síðar veiktist Kalli af sjúkdómi sem ágerðist með tímanum svo hann náði sér aldrei aftur. Með þessum fátæk- legu orðum mínum langaði mig til að kveðja þennan frænda minn og vin. Elsku Inga mín, við Adda vilj- um votta þér og afkomendum og aðstandendum ykkar öllum okk- ar dýpstu samúð. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson) Eðvarð Sturluson. Karl (Georg Krist- ján) Guðmundsson ✝ Haraldur Haf-steinn Ólafs- son, Haddi, húsa- smíðameistari fæddist í Keflavík 12. mars 1936. Hann lést á heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 6. október 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Ingvarsson, f. 31. janúar 1907, d. 26. apríl 1988, og Kristín Guð- mundsdóttir, f. 23. september 1913, d. 25. janúar 2004. Systk- ini Haraldar eru Sigríður Vil- borg, f. 29. desember 1937, Ólafur Róbert, f. 12. nóvember 1944, og Guðríður, f. 8. febrúar 1950. Haraldur var elstur af systkinunum. Hinn 30. september 1956 giftist Haraldur Halldóru Bjarneyju Þorsteinsdóttur, Gógó, f. 23. apríl 1934, d. 10. desember 2010. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 5. ágúst 1956, giftur Jan Haraldsson, f. 1. apríl 1961, eiga þau tvö börn. 2) Kristín, f. 23. júní 1958, d. 12. desember 2008, gift Guðmundi Sig- hvatssyni, f. 30. maí 1958, eiga þau þrjú börn. 3) Sig- rún, f. 12. febrúar 1961, gift Birni Oddgeirssyni, f. 11. desember 1964, eiga þau tvær dæt- ur. 4) Ólöf, f. 1. nóvember 1968, gift Ásgeiri Þórissyni, f. 31. janúar 1968, eiga þau tvær dætur, en Ólöf á son fyrir. 5) Sigurður, f. 20. mars 1970, giftur Steinunni Unu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn. Haraldur og Halldóra byrj- uðu búskap í Keflavík, þau bjuggu alla tíð í Lyngholti 13 í Keflavík. Haraldur vann alla starfsævi sína sem húsasmiður á Keflavíkurflugvelli. Útför Haraldar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. október 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Kæri tengdapabbi minn Haddi smiður, vinur minn í 31 ár, takk fyrir allt og allt elsku Haddi. Það var vegna þín sem við gátum keypt íbúð tilbúna undir tréverk og gamalt hús sem krafðist end- urbóta. Alltaf varstu mættur tilbúinn til þess að hjálpa okkur með allt sem gera þurfti. Stuðningur þinn alla tíð var okkur ómetanlegur. Nokkrum sinnum í hverri viku komstu við í kaffi á leiðinni í Bónus og tókst þannig virkan þátt í lífi okkar og barnanna. Og hvernig þú fylgdist af mikl- um áhuga með Sigga þínum á sjónum, beiðst úti á vita og svip- aðist um eftir bátnum og tókst svo á móti honum við bryggju hvern dag. Í því fólst mikill kær- leikur og ást. Í hjarta mínu geymi ég minningu um góðan mann sem var mér og mínum ætíð svo góð- ur. Una Sigurðardóttir. Hann Haddi vinur er fallinn frá og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Hadda fyrir 15-20 árum í gegnum getraunaleik Keflavík- ur í K-húsinu við Hringbraut þar sem við félagarnir hittumst við að setja saman seðil í enska boltan- um og myndaðist góð vinátta hjá okkur og hélst allar götur síðan. Haddi var einstaklega hjálp- samur maður, sama hvað maður bað hann um; „ekki málið“ var svarið og áður en byrjað var kom þetta einlæga sko. Hann sagði mér margar skemmtilegar sögur úr henni Keflavík í den. Ein var sú þegar hann og Guðfinnur heitinn Sig- urvins lentu í einhverju þrasi sem guttar, sátu þeir á steini á Suður- götunni og þrösuðu út í eitt. Ann- ar sagði víst og hinn nei, svona gekk þetta lengi og þeir tóku sér meira að segja matarhlé og héldu svo áfram þessu þrasi. Haddi hló mikið þegar hann rifjaði þetta upp. Við vinirnir sátum oft í eldhús- inu á Lyngholti 13 og settum saman seðil í enska boltanum en nú hefur sá síðasti verið settur saman. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst honum Hadda, ég á þó mjög erfitt með að sætta mig við að hann sé farinn og sökn- uðurinn er mikill. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Hvíl í friði kæri vinur, þín verður sárt sakn- að. Þinn vinur, Jón Ásgeir Þorkelsson. Haraldur Hafsteinn Ólafsson ✝ Svala Eggerts-dóttir fæddist 11. febrúar 1937 í Reykjavík. Hún lést á lungnadeild Borgarspítalans 4. október 2019. For- eldrar Svölu voru Magnea Kjart- ansdóttir hús- freyja, f. 17. júlí 1907, d. 12. maí 1979, og Eggert Benónýsson, útvarps- virkjameistari, f. 5. september 1908, d. 20. janúar 1991. Systir Svölu er Erla Eggertsdóttir, f. 18. janúar 1942. Eftirlifandi eiginmaður Svölu er Baldur Einarsson, tæknifræðingur, f. 26. ágúst 1938. Þau gengu í hjónaband 6. apríl 1963 og hófu búskapinn í Kaupmannahöfn þar sem Baldur var við nám. Svala var fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar lengst af æv- innar fyrir utan árin í Kaup- mannahöfn og 10 ár í Fellabæ á Héraði. Síðustu árin bjuggu þau í Bólstaðarhlíð 41. Svala lauk verslunarskóla- prófi frá Verslunarskóla Ís- lands og stundaði ýmis skrif- stofustörf alla sína starfsævi. Útför Svölu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 18. október 2019, klukkan 15. Glæsilega stúlkan sem hóf störf sem aðalgjaldkeri Brunabóta- félags Íslands fyrir um það bil hálfri öld sinnti starfi sínu af mik- illi trúmennsku og var fljót að ávinna sér hylli stjórnenda og starfsfélaga sinna. Þar hófust kynni okkar Svölu. Mikill ljómi umlykur minning- ar okkar um Svölu og alla sam- fundi við þau hjónin, bæði á ferða- lögum og heima fyrir. Dægurmálin voru rædd fram og til baka og oftar en ekki fundnir kómískir fletir á málunum, enda hafði Svala ríka kímnigáfu og einkar skemmtilegan hlátur. Nú syrgjum við góða vinkonu og er efst í huga þakklæti fyrir áratuga langa vináttu. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinson) Við vottum Baldri, Erlu og hennar fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Ingibjörg og Pétur. Frá er fallin fyrirmynd, frænka og vinkona sem er sárt saknað. Svala var stórkostleg og í henni endurspeglast gæfa okkar systra í lífinu. Hún umvafði okkur kær- leika og vildi allt fyrir okkur gera. Það er ekki öllum gefið að láta mann finna væntumþykju og sam- stöðu eins og hún gerði. Í kringum hana var alltaf gleði og fátt var betra en að sitja með Svölu, spjalla og hlæja saman. Hún kunni að njóta lífsins, var sterk, heiðarleg, gerði það sem hún vildi og kenndi okkur svo ótal margt. Svala og Baldur hafa alltaf verið stór hluti af okkar lífi og nú er svo dýrmætt að eiga allar minningarn- ar. Því fylgdi alltaf eftirvænting að fara heim til þeirra, hvort sem til- gangurinn var að gista, sauma vambir eða að fá að leika með skartgripakassann. Við munum varla eftir jólum eða áramótum án þeirra og gleymum því aldrei þeg- ar við komum heim til Svölu og Baldurs á aðfangadagskvöld og jólatréð var pínulítið platjólatré! Það er skemmst frá því að segja að eftir aðfinnslur okkar systra fór þetta jólatré ekki upp aftur fyrr en áratugum seinna. Hún hafði ómælda þolinmæði gagnvart okk- ur og horfði því á óþægilega marga lélega leikþætti inni á stofugólfi. Við höfum notið þess að ferðast vítt og breitt um landið saman og átt fjölda góðra stunda saman á Ullartanganum og í Seli. Það er sárt og erfitt að kveðja. Eftir sitja ótal margar dásamlegar minningar og þakklæti fyrir að hafa haft Svölu í lífi okkar og fjöl- skyldna okkar. Hún var ómetan- leg. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. Brynja, Magnea og Gyða. Svala Eggertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.