Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 32
MARAÞON
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Þessi afrek fá mann til að hugsa að-
eins um hvort þessir skór séu virki-
lega að gefa eitthvert forskot, og
margir vilja meina það,“ segir ól-
ympíufarinn Kári Steinn Karlsson
um nýleg afrek í maraþonheiminum.
Síðastliðinn laugardag hljóp Eliud
Kipchoge frá Keníu heilt maraþon á
innan við tveimur klukkustundum,
fyrstur manna, og varla var liðinn
sólarhringur áður en landa hans,
Brigid Kosgei, stórbætti heimsmet
kvenna í maraþoni með því að
hlaupa á 2:14,04 klukkustundum í
Chicago-maraþoninu. Bæði klædd-
ust þau sérstakri tegund Nike Va-
porfly-hlaupaskóa sem þykja svo
góðir að deilt er um hvort Alþjóða-
frjálsíþróttasambandið, IAAF, þurfi
að setja skýrari reglur um skóbúnað
hlaupara.
Skórnir eru gerðir með það að
markmiði að minnka þá orku sem
hlauparar nota um 4%. Ef satt reyn-
ist munar að sjálfsögðu um það.
Einn af þeim fyrstu í mark í Chi-
cago-maraþoninu um helgina,
Bandaríkjamaðurinn Jake Riley, lét
hafa eftir sér að það væri eins og að
hlaupa á trampólíni þegar hann
hlypi í skónum. Íþróttafræðingurinn
Ross Tucker segir að best sé að
ímynda sér að í skónum sé sóli sem
virki eins og skopparabolti frekar en
skvassbolti.
„Ég hef ekki hlaupið í þessum
skóm sjálfur en miðað við það sem
ég hef kynnt mér eru gríðarleg vís-
indi á bak við þetta. Á meðan sumir
skór drepa allt högg og gefa ekkert
til baka þá eru þessir svolítið eins og
að hlaupa á einhverjum gormum.
Þeir draga í sig höggið en spyrna
manni aftur frá jörðinni. Þetta virð-
ist vera alveg ótrúlegt efni,“ segir
Kári Steinn og bendir á að jafnvel í
10.000 metra hlaupi á hlaupabraut
séu menn farnir að kjósa téða skó í
staðinn fyrir sérhannaða gaddaskó
eins og hefð var fyrir.
Fordæmi til staðar úr sundi
Fyrir áratug bannaði Alþjóða-
sundsambandið hina sérstöku sund-
búninga sem hjálpuðu sundfólki að
ferðast hraðar í vatni, og hluti frjáls-
íþróttafólks hefur kallað eftir því að
IAAF bregðist við með sams konar
hætti. En hvað má ganga langt í að
bæta skóbúnað hlaupara?
„Þetta er mjög góð spurning.
Skór hafa alveg orðið betri og betri í
gegnum tíðina, en svo hugsar maður
með sér að skór geti bara gefið
manni ákveðið mikið án þess að það
séu beinlínis einhverjir gormar
þarna undir. Þetta minnir mann á
umræðuna um gervifæturna og Osc-
ar Pistorius, þegar fæturnir voru
orðnir það öflugir að menn töldu að
þeir gætu tekið fram úr fótum ófatl-
aðra. En manni fannst ekki að ein-
hver skóbúnaður gæti orðið svo öfl-
ugur að þessi umræða ætti sér stað,
en hún er að kvikna núna og maður
veit ekki alveg hvað maður á að
halda. Hversu mikil framþróun er
enn möguleg og hvernig mörk er
hægt að setja?“ spyr Kári.
Hann bendir á að á leið í keppni á
stórmótum þurfi keppendur að sýna
að gaddar undir skóm séu ekki of
stórir, og kannski komi þá að því að
einnig þurfi að sýna að skór séu ekki
með of mikla „skoppeiginleika“, ef
hægt er að orða það þannig. „Þá er
maður kominn út á eitthvert svæði
sem sportið hefur ekkert verið á áð-
ur,“ segir Kári. Burtséð frá öllum
skóbúnaði eru hins vegar afrek
Kipchoge og Kosgei aðdáunarverð:
Kipchoge stóðst
gríðarlega pressu
„Þessi afrek eru auðvitað ótrúleg.
Það kom mér þó ekki á óvart að
Kipchoge næði þessu eftir að hafa
verið svona nálægt því í Monza [fyr-
ir tveimur árum]. Fram að því var
ég þó efasemdamaður um að þetta
væri gerlegt á allra næstu árum, en
vissi að ef einhver gæti þetta þá yrði
það Kipchoge. En það er svo margt
sem þarf að ganga upp,“ segir Kári,
en hlaup Kipchoge er ekki skráð
sem nýtt heimsmet hjá þessum 34
ára heimsmethafa þar sem það var
sett sérstaklega upp með það í huga
að hann hlypi undir 2 tímum, til
dæmis með aðstoð „héra“ sem vörðu
hann fyrir vindi.
„Það var gríðarlega mikil pressa á
honum enda svo margt sem getur
farið úrskeiðis í maraþoni, menn
geta fengið einhvern krampa, sofið
illa eða átt slæmt dagsform eða hvað
sem er, en hann virðist með hausinn
hárrétt skrúfaðan á. Svo er hann
auðvitað með rosalegt teymi í kring-
um sig sem eflaust hefur mælt allt
sem mögulegt er að mæla til að
fylgjast með, svo þeir hafa verið
nokkuð vissir með sig. En það er
rosalega erfitt fyrir hausinn að vera
einn með alla ábyrgðina, með allt
þetta batterí í kringum sig, búið að
setja þessa braut sérstaklega upp og
búa til þessa miklu athygli. En hann
klikkar ekki, er alveg ótrúlegur karl
og það er aðdáunarvert að hlusta á
hann því hann virðist svo hógvær og
góður gæi,“ sagði Kári, og bætti við:
„Slátrun“ Kosgei kom á óvart
„Þó að Kipchoge hafi kannski vak-
ið meiri athygli þá kom það manni
ekki svo mikið á óvart, eftir tilraun-
ina í Monza, en það kom manni mjög
á óvart að allt í einu kæmi þessi
slátrun á heimsmetinu í Chicago.
Heimsmetið hennar Paulu Radcliffe
hafði staðið án þess að nokkur kæm-
ist nálægt því, og maður hélt að
þetta væri bara eitthvað ómannlegt.
Maður vissi að Kosgei gæti hlaupið
rosalegt hálfmaraþon en hún hafði
ekki komist nálægt þessum tíma í
maraþoni. Maður hefði haldið að
maður sæi alla vega fyrst einhverja
daðra aðeins við heimsmetið, en að
fara svona langt undir gamla metið,
allt í einu, er alveg svakalegt og fær
mann til að velta fyrir sér hversu
mikið hún eigi inni. Hún er 25 ára,
sem er alveg í yngri kantinum, og
oft er talað um að maraþonhlaup-
arar toppi í kringum þrítugt. Fyrri
og seinni helmingur hlaupsins voru
jafnir hjá henni en það var hins veg-
ar mikið um hraðabreytingar hjá
henni á milli kílómetra, svo hún
hefði getað útfært þetta örlítið bet-
ur.“
AFP
Magnaður Eliud Kipchoge kemur í mark í Vínarborg á laugardaginn á
1:59,40 klukkustund, laufléttur í Nike Vaporfly-skónum sínum.
Metin falla í um-
deildum undraskóm
Einstök maraþonafrek Kipchoge og Kosgei en hve mikinn þátt áttu skórnir?
Maraþonafrek
» Eliud Kipchoge á heims-
metið í maraþoni karla
(2:01,39 klst.) sem hann setti í
Berlín í fyrra. Hann hljóp á
1:59,40 í Vín á laugardag en
það taldist ekki vera gilt
heimsmet enda ekki um opið
keppnishlaup að ræða.
» Brigid Kosgei sló 16 ára
gamalt heimsmet Paulu Rad-
cliffe á sunnudag, um 1 mínútu
og 21 sekúndu, þegar hún hljóp
á 2:14,04 í Chicago.
AFP
Heimsmet Brigid Kosgei sló gamalt heimsmet Paulu Radcliffe rækilega
með því að hlaupa á 2:14,04 klukkutímum í Chicago-maraþoninu.
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Olísdeild kvenna
KA/Þór – Valur..................................... 24:32
Staðan:
Valur 5 5 0 0 143:101 10
Stjarnan 4 4 0 0 103:78 8
Fram 4 3 0 1 115:80 6
KA/Þór 5 2 0 3 127:144 4
HK 4 1 1 2 104:109 3
ÍBV 4 1 1 2 78:99 3
Haukar 4 0 0 4 86:110 0
Afturelding 4 0 0 4 62:97 0
Grill 66 deild karla
FH U – Stjarnan U .............................. 27:29
Staðan:
Þróttur 5 3 1 1 166:148 7
Þór Ak. 4 3 1 0 118:104 7
KA U 4 3 0 1 134:106 6
Víkingur 5 2 1 2 122:125 5
FH U 5 2 0 3 142:139 4
Haukar U 4 2 0 2 109:100 4
Valur U 4 2 0 2 116:118 4
Grótta 4 2 0 2 100:106 4
Stjarnan U 5 1 1 3 123:158 3
Fjölnir U 4 0 0 4 94:120 0
Þýskaland
Hannover-Burgdorf – RN Löwen ..... 29:29
Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Wetzlar – Kiel ...................................... 26:30
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
Leipzig – Lemgo.................................. 34:32
Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir
Leipzig.
Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir
Lemgo.
Melsungen – Erlangen........................ 28:27
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Magdeburg – Stuttgart ...................... 33:28
Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir
Stuttgart.
Flensburg – Ludwigshafen ..................29:26
Staðan:
Hannover-Burgdorf 17, Flensburg 15, Mel-
sungen 15, Kiel 14, RN Löwen 14, Leipzig
14, Füchse Berlín 12, Magdeburg 12, Er-
langen 10, Wetzlar 9, Göppingen 8, Minden
7, Bergischer 7, Balingen 4, Stuttgart 4,
Lemgo 4, Ludwigshafen 2, Nordhorn 2.
Svíþjóð
Önnered – Skuru ................................. 21:29
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 1 mark
fyrir Skuru.
Noregur
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Drammen – Haslum ............................ 27:32
Óskar Ólafsson leikur með Drammen.
HANDBOLTI
Dominos-deild karla
Fjölnir – KR.......................................... 80:99
Þór Þ. – Þór Ak. .................................... 85:81
Tindastóll – Stjarnan ........................... 93:81
Haukar – Grindavík ............................. 97:93
Staðan:
KR 3 3 0 290:241 6
Keflavík 2 2 0 183:166 4
Tindastóll 3 2 1 253:242 4
Valur 2 2 0 181:160 4
Haukar 3 2 1 286:279 4
Stjarnan 3 2 1 276:247 4
Njarðvík 2 1 1 160:155 2
Fjölnir 3 1 2 261:262 2
Þór Þ. 3 1 2 238:260 2
Grindavík 3 0 3 259:283 0
ÍR 2 0 2 146:188 0
Þór Ak. 3 0 3 234:284 0
1. deild karla
Breiðablik – Hamar.............................. 76:93
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla:
Hertz-hellirinn: ÍR – Valur ..................18.30
Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík..........20.15
1. deild karla:
Álftanes: Álftanes – Höttur..................19.15
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur.......19.15
Ísafjörður: Vestri – Selfoss ..................19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – Valur U..................18
Höllin Akureyri: Þór Ak. – Fjölnir U ..19.30
Ásvellir: Haukar U – KA U .......................20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Kaplakriki: FH – ÍR..............................19.30
Hertz-höllin: Grótta – Fylkir ....................20
Í KVÖLD!
Meistaradeild kvenna
16-liða úrslit, fyrri leikur:
Barcelona – Minsk.................................... 5:0
KNATTSPYRNA