Morgunblaðið - 18.10.2019, Qupperneq 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Ég fór á minn fyrsta lands-
leik sem blaðamaður með ís-
lenska karlalandsliðinu í fótbolta
hinn 12. júní 2015 er Tékkland
kom í heimsókn á Laugardals-
völlinn í undankeppni EM 2016.
Ísland vann 2:1 og fór langt með
að tryggja sig inn á Evrópumótið
í Frakklandi.
Í kjölfarið fylgdi ég liðinu til
Frakklands og sá það komast alla
leið í átta liða úrslit. Fram að
leiknum við Frakka í átta liða úr-
slitum var ég sannfærður um að
ég væri happafengur fyrir liðið.
Ísland tapaði ekki á meðan ég
skrifaði um leiki þess.
Að lokum þurfti ég að
sætta mig við það að Ísland væri
ekki alveg ósigrandi, þótt ég
væri í blaðamannastúkunni. Eftir
leikinn við Frakkland tók við und-
ankeppni HM. Þar mætti ég á alla
heimaleiki og Ísland tapaði ekki
leik.
Þá var ég sannfærður um að
Ísland tapaði ekki heimaleikjum
á meðan ég væri í blaðamanna-
stúkunni. Svo kom Þjóðadeildin,
þar sem Ísland tapaði tveimur
leikjum á Laugardalsvelli, og aft-
ur þurfti ég að sætta mig við að
ég væri ekki endilega lukkutröll
landsliðsins.
Ég á hins vegar enn eftir að
sjá landsliðið tapa í undankeppni
stórmóts á Laugardalsvelli. Það
hlýtur að vera mér að þakka.
Árangur Íslands í undan-
keppnum hefur verið einn sá
besti í heiminum síðan ég byrjaði
að skrifa um leiki liðsins.
Ég skellti mér til Búdapest
fyrir síðustu helgi og missti því
af leikjunum við Frakkland og
Andorra. Það eru fyrstu leikirnir í
áraraðir sem ég missi af og auð-
vitað tapaði Ísland fyrir Frakk-
landi í fjarveru minni. Kannski er
ég smá lukkutröll eftir allt sam-
an.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Á ÁSVÖLLUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar þurftu svo sannarlega að
hafa fyrir öðrum sigri sínum í Dom-
inos-deild karla í körfubolta á leik-
tíðinni. Haukar höfðu betur gegn
Grindavík á heimavelli í gærkvöldi í
þriðju umferðinni, 97:93.
Leikurinn var stórskemmtilegur
og skiptust liðin á góðum áhlaupum.
Að lokum féllu smáatriðin með
Haukum, sem gátu fagnað sigri.
Í hvert skipti sem Haukar virtust
ætla að stinga af, fundu Grindvík-
ingar taktinn og tókst að minnka
muninn og að lokum jafna skömmu
fyrir leikslok.
Haukar voru hins vegar sterkari í
blálokin og spilaði þar inn í að Jamal
Olasawere, bandarískur leikmaður
Grindavíkur, fékk sína fimmtu villu
skömmu fyrir leikslok. Án hans áttu
Grindvíkingar í erfiðleikum. Þrátt
fyrir tapið var leikurinn var ágæt-
lega leikinn hjá Grindavík, sem er
enn án stiga. Olasawere, sem spilaði
sinn fyrsta leik fyrir Grindavík, er
mjög spennandi leikmaður. Litháinn
Valdas Vasylius spilaði einnig sinn
fyrsta leik í gær og gerði vel.
Grindavík á eftir að verða sterkari
eftir því sem líður á mótið þegar at-
vinnumennirnir komast betur inn í
liðið.
Gerald Robinson var stærsta
ástæða þess að Haukar unnu leik-
inn. Hann spilaði gríðarlega vel þeg-
ar mest var undir og setti stór skot
niður. Robinson fór alla leið í úr-
slitaeinvígið um Íslandsmeistaratit-
ilinn með ÍR á síðustu leiktíð og það
kann greinilega góðri lukku að stýra
að hafa hann í sínum röðum. Kári
Jónsson átti fína spretti og sömu-
leiðis Hjálmar Stefánsson. Haukar
eru með lið sem getur skorað mikið
af stigum á örskömmum tíma og
hreinlega gengið frá liðum á nokkr-
um mínútum ef skytturnar detta í
gang. Flenard Whitfield lenti í villu-
vandræðum og hefur oft spilað bet-
ur, en það kom ekki að sök. Haukar
eru með það breiðan og sterkan hóp
að þeir komast upp með að einn og
jafnvel tveir lykilmenn spili ekki
eins vel og þeir geta.
Yngvi Freyr Óskarsson kom með
glæsilega innkomu af bekknum og
skoraði tíu stig og skoruðu Haukar
alls 22 stig af bekknum. Grindvík-
ingar skoruðu aðeins tíu stig af
bekknum og komu þau öll frá Ingva
Þór Guðmundssyni. Breidd Hauka-
manna er meiri og það skilar sigrum
í jöfnum leikjum sem þessum.
Það var ljóst að byrjun Grindvík-
inga yrði erfið þar sem liðið hefur
leikið án atvinnumanna þar til í gær.
Liðið leit betur út með fullskipað lið
og er stutt í fyrsta sigurinn. Haukar
hafa sýnt að þeir ætla sér ekkert
annað en toppbaráttu.
Annar sigur Stólanna
Tindastóll hafði betur gegn
Stjörnunni á Sauðárkróki 93:81.
Pétur Rúnar Birgisson lék sinn
fyrsta leik fyrir Tindastól í deildinni
í vetur en á hinn bóginn var Stjarn-
an án Hlyns Bæringssonar. Stól-
arnir höfðu frumkvæðið á löngum
köflum og náðu um tíma átján stiga
forskoti. Gerel Simmons átti stór-
leik fyrir Tindastól og skoraði 35
stig en hann var með 64% skotnýt-
ingu.
KR vann Fjölni 99:80 í Grafarvogi
og hafa Íslandsmeistararnir unnið
alla leiki sína til þessa. Kristófer
Acox lék í átján mínútur hjá KR en
talið var að hann yrði lengur frá
vegna meiðsla.
Þórsararnir í Þór Þorlákshöfn og
Þór Akureyri áttust við í Þorláks-
höfn og úr varð spennandi viðureign
þar sem heimamenn höfðu betur
85:81. Fyrsti sigur Þórsara frá Þor-
lákshöfn í deildinni en Þórsarar frá
Akureyri eru án sigurs. Emil Karel
Einarsson skoraði 22 stig fyrir
heimaliðið.
Stórskemmtilegt þegar
Haukar unnu Grindavík
Grindvíkingar með fullskipað lið Fyrsti sigurinn í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Hari
Ásvellir Ingvi Þór Guðmundsson tekur hraustlega á móti Kára Jónssyni í Hafnarfirðinum í gærkvöldi.
Rhein-Neckar Löwen, lið Kristjáns
Andréssonar þjálfara og Alexanders
Petersson, gerði jafntefli við topp-
liðið Hannover Burgdorf 29:29 í
þýsku bundesligunni í handknattleik
í gær. Alexander skoraði 3 mörk fyr-
ir Löwen sem er í 5. sæti með 14 stig
eftir tíu leiki. Burgdorf er með 17
stig í efsta sætinu, tveimur stigum
fleiri en meistaraliðið Flensburg og
Melsungen. Erlangen tapaði í gær
fyrir Melsungen 28:27 en Aðalsteinn
Eyjólfsson þjálfar Erlangen sem er í
9. sæti með 10 stig.
Kiel á tvo leiki til góða en liðið er
með 14 stig eftir átta leiki. Kiel hafði
betur gegn Wetzlar á útivelli 30:26.
Gísli Kristjánsson kom ekki við sögu
hjá Kiel. Bjarki Már Elísson raðar
inn mörkunum fyrir Lemgo en liðið
tapaði fyrir Leipzig 34:32 á útivelli.
Bjarki skoraði 9 mörk og Viggó
Kristjánsson skoraði 2 fyrir Leipzig.
Leipzig er í 6. sæti með 14 stig en
Lemgo hefur aðeins unnið einn leik.
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark
fyrir Stuttgart í 28:33 tapi fyrir
Magdeburg á útivelli.
AFP
Jafntefli Kristján Andrésson tók við RN Löwen í sumar.
Löwen gerði jafntefli
við toppliðið
Sean Dyche, knatt-
spyrnustjóri Burnley,
greindi frá því á frétta-
mannafundi í gær að lands-
liðsmaðurinn Jóhann Berg
Guðmundsson yrði frá
næstu vikurnar vegna alvar-
legrar tognunar aftan í læri
sem hann hlaut í lands-
leiknum gegn Frökkum.
Kemur hann örugglega til
með að missa af síðustu
tveimur leikjum Íslendinga í undankeppni EM
sem verða gegn Tyrkjum 14. nóvember og Mol-
dóvum 17. nóvember, eins og fyrirliðinn Aron
Einar Gunnarsson. sport@mbl.is
Frá næstu vikurnar
Jóhann Berg
Guðmundsson
Útlit er fyrir að knattspyrnuhús
bætist í flóruna hérlendis á næstu
árum. Bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar hefur samþykkt að bjóða
út byggingu fjölnota knatt-
spyrnuhúss. Samkvæmt mati
nefndar um byggingu hússins eru
líkur taldar vera á því að fram-
kvæmdir geti hafist næsta sumar
eða haustið 2020. Að því gefnu að
útboð verði fljótlega. Nefndin
lagði til að byggt yrði 50x70
metra einangrað og upphitað hús
og kostnaður yrði ekki hærri en
380 milljónir króna.
Verði húsið að veruleika verð-
ur það fyrsta knattspyrnuhúsið í
þessum landsfjórðungi en slík hús
er að finna víða um land eins og
þekkt er. Þess má geta að karla-
lið Vestra fór upp úr 2. deild í
sumar og leikur því í næstefstu
deild næsta sumar.
Ekki var einhugur um málið í
bæjarstjórninni en fimm fulltrúar
D- og B-lista greiddu atkvæði
með tillögunni en fulltrúar Í-lista
greiddu atkvæði gegn henni. Í
bókun minnihlutans kemur m.a.
fram að ekki liggi fyrir hvaða
áhrif svo stór framkvæmd kunni
að hafa á afkomu og rekstur bæj-
arsjóðs. Þeim spurningum sé
ósvarað.
Hús fyrir
knattspyrnu
á Ísafirði
Belgíska B-deildarliðið
Lommel hefur sagt Stefáni
Gíslasyni upp störfum en frá
þessu er greint á heimasíðu
félagsins. Stefán yfirgaf
Leikni Reykjavík í júní og
var í kjölfarið ráðinn þjálf-
ari Lommel. Hvorki hefur
gengið né rekið hjá liði
Lommel undir stjórn Stef-
áns en liðið hefur aðeins
unnið einn af tíu leikjum sín-
um og er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Kolbeinn Þórðarson fór til Lommel frá Breiða-
bliki í sumar sem og belgíski bakvörðurinn Jo-
nathan Hendrickx en hann lék áður með FH.
Stefán látinn fara
Stefán
Gíslason
Ekki er ofmælt að segja að
unglingalandsliðskonan Lena
Margrét Valdimarsdóttir hafi
farið hamförum þegar ung-
mennalið Fram og ungmenna-
lið Vals mættust í Grill66-
deild kvenna á miðvikudag.
Lena skoraði 20 mörk í leikn-
um en Fram sigraði 41:29.
Óvíst er að leikmaður hafi
nokkurn tíma skorað fleiri
mörk í deildakeppni á Íslandi.
Í fyrstu fimm leikjum Fram í deildinni hefur
Lena skorað sextíu mörk og vefst því fyrir fleir-
um en Valskonum að halda aftur af henni í
markaskorun. kris@mbl.is
20 mörk hjá Lenu
Lena Margrét
Valdimarsdóttir