Morgunblaðið - 18.10.2019, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2019
Goðheimar er ný norrænstórmynd sem byggist áhinum ástsælu og sam-nefndu myndasögum eft-
ir Peter Madsen. Árið 1986 kom
út teiknimynd byggð á sögunni
þar sem mannabörnin Þjálfi og
Röskva fara ásamt Þór og Loka til
Útgarðs. Þessi nýja mynd sver sig
þar með í ætt við nýtt átak Disn-
ey-samsteypunnar, sem er að gera
svokallaðar live-action-útgáfur af
sígildum teiknimyndum.
Nýja myndin hefst á sama hátt
og gamla sagan af ferðinni til
Útgarða-Loka. Ása-Þór og Loki
koma til mannheima og þiggja
gistingu á bóndabæ. Þór slátrar
geithöfrum sínum og gefur fólkinu
að éta, en tekur fram að það þurfi
að skila öllum beinunum heilum í
lok máltíðar. Hinn ungi Þjálfi
brýtur engu að síður eitt bein til
mergjar, sem verður þess valdandi
að þegar Þór lífgar hafurinn við
daginn eftir er hann haltur. Þór
verður ævareiður yfir þessu en
samþykkir að taka Þjálfa í þjón-
ustu sína sem sárabót.
Þá fer sagan að bregða út af því
sem þekkjum úr Snorra-Eddu.
Röskva á að vera eftir heima en
hún laumar sér með þeim til Ás-
garðs. Brátt kemur í ljós að hún
er ekkert venjulegt mannabarn
heldur „hin útvalda“ og það er á
hennar ábyrgð að bjarga Ásgarði
frá jötnunum og hinum ógurlega
Fenrisúlfi.
Líkt og áður sagði er sérstak-
lega tekið fram að myndin byggist
á myndasögunum, ekki bara
Gylfaginningu. Þetta er áhugavert
þar sem myndin er að mörgu leyti
mjög ólík báðum verkunum, hún
er í raun alveg ný og sjálfstæð að-
lögun. Það er allt gott og blessað í
sjálfu sér og handritshöfundar
fara áhugaverða leið með því að
blanda þekktum stefjum úr æv-
intýra- og fantasíumyndum við
goðsagnaarfinn. Þarna eru ýmsar
skemmtilegar hugmyndir en samt
hefur ekki náðst að negla þetta
niður, handritið er gloppótt og
myndin sekkur niður í nokkrar
hyldjúpar plottholur, sérstaklega
undir lokin.
Myndin á óskaplega lítið skylt
með myndasögunum; fléttan, bún-
ingarnir og sviðsmyndin eru t.d.
allt öðruvísi en stærsti munurinn
þarna á milli er líklega að hún er
algjörlega gersneydd öllum húm-
or, sem myndasögurnar og gamla
teiknimyndin voru sneisafullar af.
Það mætti jafnvel halda því fram
að stærsta framlag myndasagn-
anna hafi verið að setja gamla
sagnaarfinn í gamansaman og að-
gengilegan búning. Því er ekki
fylgt eftir hér, Goðheimar er
hreinræktuð dramamynd. Ekki
einu sinni smájötunninn Kvarkur,
kómísk persóna sem kemur fram í
myndasögunum, er fyndinn í þess-
ari mynd, sem er algjörlega óskilj-
anlegt.
Tónlistin ýtir mjög undir þessa
drungalegu stemningu sem ríkir í
myndinni og hentar myndefninu
misvel. Hún er nánast alltaf þung
og dramatísk, sem á vel við á
þungum og dramatískum augna-
blikum en hún er líka þannig á
köflum sem eiga að vera krútt-
legir og hjartnæmir. Fyrir vikið
verða þeir á einhvern hátt angur-
værir og tilætluð áhrif tapast.
Myndin er afskaplega glæsileg
og mikill metnaður lagður í sjón-
rænu hliðina. Tæknibrellurnar eru
reglulega góðar, þarna birtist til
dæmis tölvureiknaður Fenrisúlfur
sem er mjög sannfærandi. Geit-
hafrar Þórs, Tanngnjóstur og
Tanngrisnir, eru sömuleiðis mjög
flottir en þeir eru hins vegar ekki
tölvugerðir, ég held að þeir hafi
verið hestar í dulargervi, sem er
afar snjallt. Búningarnir eru
svakalega flottir og þess má geta
að hin íslenska Margrét Einars-
dóttir annaðist búningahönnun en
hún er ein fjölmargra Íslendinga
sem koma nálægt myndinni.
Tæknibrellur og tölvuteikningar
í Goðheimum eru það fagmann-
legar að þær gefa stórmyndum í
rauninni ekkert eftir. Þegar kem-
ur að sviðsmyndinni finnur maður
hins vegar mjög skýrt fyrir því að
hér er engin risavaxin Hollywood-
framleiðsla á ferð. Við sjáum til að
mynda mjög lítið af Valhöll, hún
er aldrei sýnd í víðmynd, okkur er
bara hleypt inn í stök herbergi og
þar tapast ákveðinn sannfæring-
arkraftur. Raunar er lunginn úr
myndinni tekinn frá frekar þröngu
sjónarhorni til að dylja þá stað-
reynd að þarna er hvorki risastór
sviðsmynd né glás af aukaleikur-
um.
Teiknimyndaformið er einstakt
fyrir þær sakir að það er ekki
bundið í viðjar raunveruleikans. Í
teiknimyndum getur allt gerst.
Þess vegna felur nýtt átak Disn-
ey-samsteypunnar, sem dælir út
leiknum útgáfum af teiknimyndum
sínum, í sér ákveðna yfirlýsingu.
Yfirlýsingu um að nú sé allt hægt.
Fyrst tæknin er orðin svo ótrú-
lega þróuð að við getum látið hvað
sem er gerast í raunverulegum
myndum – við getum látið fílinn
Dúmbó fljúga um loftin meðan
Colin Ferrell stendur gapandi á
jörðu niðri – af hverju í ósköp-
unum ættum við þá ekki að gera
það? Eina ástæðan fyrir því að
það er verið að gera þessar mynd-
ir er að það er mögulegt að gera
þær (fyrir dágóða summu) og fólk
mun kaupa sér miða til að sjá
þær, því enginn faðmur er eins
hlýr og skilningsríkur og faðmur
nostalgíunnar. Myndin Goðheimar
er að reyna eitthvað svipað en fer
því miður flatt á því að hafa aug-
ljóslega ekki haft efni á að fram-
fylgja þessari sýn.
Leikararnir eru fínir og mér
fannst talsetningin glettilega góð,
þótt það sé auðvitað alltaf ofurlítið
furðulegt að horfa á talsettar
leiknar myndir. Cecilia Loffredo,
sem leikur Röskvu, smellpassar í
hlutverkið, hún hefur einhvern
veginn hárrétt útlit og orku.
Röskva er talsett af hinni ungu og
hæfileikaríku Grímu Valsdóttur,
sem ferst verkefnið vel úr hendi.
Tvær íslenskar leikkonur leika í
myndinni, Salóme Gunnarsdóttir
leikur Freyju og Lára Jóhanna
Jónsdóttir er Sif. Hlutverkin eru
vissulega ekki stór og hefði verið
gaman að sjá meira af þeim en
þær taka sig vel út sem ginnheil-
agar gyðjur.
Goðheimar er gríðarlega ólík
bæði myndasögunum frægu og
hinum upprunalegu goðsögum,
þannig að hætt er við að jafnt
aðdáendur myndasagnanna sem
fólk sem kann illa við að hróflað
sé við sagnaarfinum verði fyrir
vonbrigðum. Fólk ætti því að
nálgast verkið með opnum huga,
sem algjörlega nýja aðlögun. Þrátt
fyrir að myndin sé á margan hátt
gölluð má vel vera að fyrir ungum
áhorfendum sé hún hin fínasta
vígsla inn í heillandi heim goð-
sagnanna.
Æsir á villigötum
Smárabíó, Bíó Paradís, Laug-
arásbíó, Háskólabíó, og Sam-
bíóin Álfabakka og Akureyri
Goðheimar bbmnn
Leikstjóri: Fenar Ahmad. Handrit: Fenar
Ahmad og Adam August. Kvikmynda-
taka: Kasper Tuxen. Klipping: Kasper
Leick. Aðalhlutverk: Cecilia Loffredo,
Roland Møller, Dulfi Al-Jabouri, Saxo
Moltke-Leth, Stine Fischer Christensen.
100 mín. Danmörk, Noregur, Ísland, Sví-
þjóð, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Þrumuguð Roland Møller í
hlutverki Þórs í Goðheimum.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sex í sveit (Stóra sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/10 kl. 20:00 10.sýn Lau 2/11 kl. 20:00 14.sýn
Lau 19/10 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/10 kl. 20:00 11.sýn Sun 3/11 kl. 20:00 15.sýn
Fim 24/10 kl. 20:00 8.sýn Fim 31/10 kl. 20:00 12.sýn Fös 8/11 kl. 20:00 16.sýn
Fös 25/10 kl. 20:00 9.sýn Fös 1/11 kl. 20:00 13.sýn
Sprenghlægilegur gamanleikur!
Matthildur (Stóra sviðið)
Lau 19/10 kl. 13:00 60.sýn Lau 26/10 kl. 13:00 62.sýn
Sun 20/10 kl. 13:00 61.sýn Sun 27/10 kl. 13:00 63.sýn
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Stórskáldið (Nýja sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00
frumsýning
Fim 24/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 31/10 kl. 20:00 5.sýn
Lau 19/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 25/10 kl. 20:00 4.sýn
■Sönn saga? Hvað er það? Sannleikurinn er róf!■
Eitur (Litla sviðið)
Lau 2/11 kl. 20:00
frumsýning
Fim 14/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 24/11 kl. 20:00 13.sýn
Sun 3/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 15/11 kl. 20:00 8.sýn Fim 28/11 kl. 20:00 14.sýn
Fim 7/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 16/11 kl. 20:00 9.sýn Fös 29/11 kl. 20:00 15.sýn
Fös 8/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 17/11 kl. 20:00 10.sýn Sun 1/12 kl. 20:00 16.sýn
Lau 9/11 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/11 kl. 20:00 11.sýn
Sun 10/11 kl. 20:00 6.sýn Fös 22/11 kl. 20:00 12.sýn
Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns?
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 26/10 kl. 20:00 48.sýn Fös 1/11 kl. 20:00 50.sýn
Sun 27/10 kl. 20:00 49.sýn Lau 2/11 kl. 20:00 51.sýn
Aðeins örfáar sýningar í haust!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 23/10 kl. 20:00 18.sýn Fim 7/11 kl. 20:00 20.sýn
Mið 30/10 kl. 20:00 19.sýn Mið 13/11 kl. 20:00 21.sýn
Þá skal ég verða verstur allra þrjóta.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Mið 20/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 24/11 kl. 20:00 15.sýn Fim 28/11 kl. 20:00 17.sýn
Fim 21/11 kl. 20:00 14.sýn Mið 27/11 kl. 20:00 16.sýn
Allra síðustu sýningar.
Um tímann og vatnið (Stóra sviðið)
Þri 22/10 kl. 20:00 2.sýn Þri 12/11 kl. 20:00 3.sýn
Kvöldstund með listamanni.
HÚH! (Nýja sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 7.sýn Fös 25/10 kl. 20:00 8.sýn
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 18.sýn Lau 26/10 kl. 20:00 19.sýn
Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á
borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 20/10 kl. 13:00 Sun 27/10 kl. 13:00
LOKASÝNING
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Brúðkaup Fígarós (Stóra Sviðið)
Fös 18/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 9.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið)
Lau 19/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 9. sýn
Lau 26/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 10/11 kl. 19:30 8. sýn
Lau 2/11 kl. 19:30 auka Fös 15/11 kl. 19:30 auka
Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn)
Fös 18/10 kl. 19:30 9.sýn Sun 27/10 kl. 19:30 auka Lau 23/11 kl. 19:30 auka
Lau 19/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 17. sýn
Fös 25/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 auka
Lau 26/10 kl. 19:30 auka Sun 10/11 kl. 19:30 14. sýn
Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga
Gilitrutt (Brúðuloftið)
Lau 19/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 9/11 kl. 13:00
Lau 2/11 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/11 kl. 15:00
LOKASÝNING
Brúðusýning fyrir alla fjölskylduna
Atómstöðin (Stóra Sviðið)
Fös 1/11 kl. 19:30 Frums Mið 13/11 kl. 19:30 4. sýn Fim 28/11 kl. 19:30 7. sýn
Fim 7/11 kl. 19:30 2. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 5. sýn
Fös 8/11 kl. 19:30 3. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn
Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness
Engillinn (Kassinn)
Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn
Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn
Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson
Leitin að jólunum (Brúðuloftið)
Lau 16/11 kl. 11:00 343. sýn Lau 23/11 kl. 11:00 347. sýn Lau 30/11 kl. 11:00 353. sýn
Lau 16/11 kl. 13:00 344. sýn Lau 23/11 kl. 13:00 348. sýn Lau 30/11 kl. 13:00 354. sýn
Sun 17/11 kl. 11:00 345. sýn Sun 24/11 kl. 11:00 350.
sýn
Sun 17/11 kl. 13:00 346.
sýn
Sun 24/11 kl. 13:00 351. sýn
Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Matur