Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Page 2
Um hvað fjallar Gósenlandið? Hún fjallar um íslenska matarhefð og matarsögu. Titillinn Gósenlandið kemur frá því að ég spurði í opnum hópi á fésbók hvað væri besta nafnið yfir allsnægtahornið og út kom þetta nafn. Það á við Ísland þar sem við höfum verið nokkuð glúrin við að lifa af á þessu landi þrátt fyrir kulda. Hvers vegna heimildarmynd um matarsögu Íslendinga? Ég gerði mynd um bátasögu á Norðurlöndum og svo um íslensku búningana og mér finnst gaman að gera þrennu. Ég tók eftir því að enginn hafði gert kvikmynd um þetta efni. Þetta er mikið á döfinni núna, aðallega vegna breytinga. Ég reyni að spanna alla söguna og hafa yfirsýn. Hverjir koma fram í myndinni? Ég var óskaplega heppin. Mér var vísað á konu sem hafði alist upp við hlóðir, sem hét Elín Methúsalemsdóttir en hún lést í sumar. Hún sætt- ist á, með smá eftirgangsmunum frá mér, að veita viðtal sem tók tvo daga. Hún ætlaði nú aldrei aftur að Bustarfelli, þar sem hún ólst upp og var burstabær, en samt kom hún að eigin frumkvæði. Elín og fjölskylda hennar eru kjarni myndarinnar en út frá hennar frásögn fór ég um allt land og talaði við fólk sem vann við framleiðslu og framreiðslu matar og eldamennsku. Til að veita aðeins meiri yfirsýn er líka talað við fræðimenn. Ég held að þessi mynd tali til margra sem búa á þessu landi. Er eitthvað annað á döfinni hjá þér? Já, mig langar að búa til kvikmynd um skógrækt, skógeyðingu, landnýtingu, landeyðingu, söguna, landið og íbúa þess. Það er mikil yfirsýn í þessu. Að vissu leyti er þetta framhald og ég er aftur þar að hugsa um hvernig við búum í þessu landi. Það er mjög gaman að búa til heimildarmyndir vegna þess að maður tekur á einhverju þema og einhverju efni og reynir að fara svolítið djúpt þó maður hafi þessa yfirsýn. ÁSDÍS THORODDSEN SITUR FYRIR SVÖRUM Glúrin við að lifa af Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Framundan er langur og strangur vetur hjá stærsta sértrúarsöfnuðiþjóðarinnar – áhangendum hins fornfræga enska knattspyrnufélagsLiverpool. Ekki svo að skilja að liðið þeirra sé svo slakt að þeir þurfi að skammast sín fyrir það. Það leikur þvert á móti við hvurn sinn fingur, eins og kýrnar forðum, og þurfti ekki nema átta umferðir til að ná átta stiga forskoti á toppi úrvalsdeildarinnar. Og fátt getur komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari næsta vor; í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Nei, Þuríður, þetta er ekki innsláttarvilla. Það eru þrjátíu ár frá því að Alan Hansen reif Englands- bikarinn upp seinastur Liverpoolmanna. En bíddu nú hægur, lagsi? Hvers vegna verður veturinn þá svona langur og strangur ef Liverpool ber ægishjálm yfir aðrar sparksveitir þar syðra? Jú, einmitt þess vegna. Púlarar, eins og söfnuðurinn kallar sig, munu horfa örvæntingarfullir yfir öxlina á sér í allan vetur og fram á vor í stöðugum ótta um að eitthvert annað lið elti þá upp. Hálsrígstöflur munu að óbreyttu seljast eins og heitar lummur á næstu mánuðum. Þegar ég segi eitthvert annað lið þá meina ég auðvitað Manchester City. Önnur lið eru þess ekki umkomin að eyði- leggja samkvæmið fyrir Púlurunum. Og býsna langt frá því raunar. Frá sjónarhóli Púlarans eru átta stig bara eins og halinn á nautinu, þegar borða á það í heilu lagi. Ég veit ekki um neinn Púlara (og þekki ég þá fjölmarga og þykir vænt um þá flesta) sem kemur til með að verða í rónni fyrr en munurinn á Liverpool og City verður orðinn a.m.k. 25 stig. Þangað til mun hjartað slá á sexföldum hraða með tilheyrandi meltingartruflunum. Ekki bætir úr skák að City er réttnefnt ólíkindatól; villir á sér heimildir og þykist ekkert geta núna en er alveg eins líklegt til að skipta í túrbógírinn á hverri stundu eins og á síðustu leiktíð – og skilja Liverpool eftir. Þannig að treystið mér, látið ykkur ekki dreyma um að spyrja Púlarana ykkar á komandi vikum hvort þetta sé ekki örugglega komið! Reyndi það við utanríkisráðherra þjóðarinnar (einn harð- asta Púlara landsins, kæmi ekki á óvart að hann svæfi í Liverpool-nátt- fötum), þegar ég átti fund með honum fyrir um ári þegar keimlík staða var uppi í deildinni. Hann hvessti augun á mig eins og ég hefði verið að stofna til milliríkjadeilu og mælti af fullum þunga: „Ekki reyna þetta!“ Það er sem ég segi, framundan er langur og strangur vetur hjá stærsta sértrúarsöfnuði þjóðarinnar. Púl framundan Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég veit ekki um neinnPúlara (og þekki ég þáfjölmarga og þykir væntum þá flesta) sem kemur til með að verða í rónni fyrr en munurinn á Liverpool og City verður orðinn a.m.k. 25 stig. Matthildur Björk Guðmundsdóttir Það er svo margt, eiginlega allt. SPURNING DAGSINS Hverju slærð þú helst á frest? Ragnar Ingi Aðalsteinsson Stundum kemur fyrir að skokkið fer á frest þegar mikið er að gera. Guðný Arndal Ég fresta jólagjöfunum. Hjalti Jón Þórðarson Ætli það sé ekki að taka til. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ásdís Thoroddsen er leikstjóri nýrrar heimildamyndar um mataröflun, matseld og matar- sögu Íslendinga, sem frumsýnd verður 18. október í Bíó Paradís og kallast Gósenlandið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.