Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Page 10
Tveggja mánaða sjálfskipað listamannafríhjá Bjarneyju, kölluð Baddý, breyttistsnarlega þegar fimm litlir hvolpar fengu
hjá henni heimili í borginni Chania á eyjunni
Krít. Baddý, sem er grafískur hönnuður og
jóga- og núvitundarkennari, hugðist breyta til
og sinna listinni á þessari fallegu grísku eyju.
Blaðamaður sló á þráðinn til að heyra þessa
hugljúfu en jafnframt óvenjulegu hundasögu.
Dýrahjálp á Krít
Það fer ekki allt eins og planað en það segir
Baddý vera það skemmtilega við lífið.
„Upphaflegi tilgangur ferðarinnar var að
fara til Krítar og einbeita mér að hönnuninni,“
segir Baddý sem hafði hugsað sér að að eyða
tveimur mánuðum í sköpun. Hún leigði sér
íbúð í Chania sem hún segir vera afar menn-
ingarlega og fallega borg. „Mig langaði að taka
mér smá frí frá jógakennslu, skipta um um-
hverfi, hitta nýtt fólk og fá nýjar og ferskar
hugmyndir í listinni. Svo elska ég að læra ný
tungumál þannig að ég fór beint í grískunám
þegar ég kom út. Ég þekkti engan hér,“ segir
hún og hlær.
„Plönin fóru svo aðeins að breytast. Ég hef
alltaf verið dýravinur og heima var ég að vinna
sem sjálfboðaliði í Kattholti um hríð en ég er
mikil kattakona og ættleiddi kött frá Kattholti
í fyrra. Ég fór að skoða hvernig aðstæður væru
á Krít varðandi dýrin og las mér til og kom
mér í samband við fólk sem vinnur við dýra-
hjálp hér. Ég komst fljótt í samband við þýska
konu sem heitir Silke, en hún hefur unnið í
dýravernd hér í þrjátíu ár. Þetta er mjög póli-
tískt mál hér, en stjórnvöld á Grikklandi leggja
lítið til dýrahjálpar. Ferðamenn sem koma til
Krítar, og Grikklands almennt, enda oft á að
eyða öllu fríinu sínu í að hjálpa dýrum. Sér-
staklega fólk frá Norðurlöndum, en því finnst
ástandið ekki ásættanlegt og endar það oft á
að taka dýr inn til sín á hótelherbergin,“ segir
hún.
Baddý segir mikið um heimilislaus dýr á
Krít sem ráfa um göturnar. „Það er enn dálítið
gamaldags hugsun hér hvað varðar dýr; hvaða
tilgang þau hafa og hvernig á að koma fram við
þau.“
Fundust við hraðbraut
Þegar Baddý hafði verið í viku á Krít var hún
stödd með Silke þegar síminn hringir. „Það
kom símtal frá yndislegu túristapari, Nuki og
Yiad, sem höfðu fundið fimm hvolpa. Þeir
höfðu verið skildir eftir við hraðbraut og parið
tók þá inn á hótelherbergið sitt. Svo þurftu þau
að fara heim og hringdu því í Silke. Hvolparnir
voru þá um fimm vikna gamlir og alls ekki illa
haldnir,“ segir hún. „Líklega hafa þeir bara
verið einn dag á götunni. En það er algengt að
fólk losi sig við dýr á þennan hátt en hér eru
dýrin ekki gelt og því verður offjölgun.“
Nú voru góð ráð dýr og ákvað Baddý að taka
hvolpana heim til sín.
„Það var þá sem öll mín plön breyttust,“
segir hún og skellihlær.
„Þá tók við að ormahreinsa þá og byrja að
ala þá upp. Ég þurfti að lesa mér til um hvern-
ig á að ala upp hunda,“ segir Baddý sem aldrei
áður hafði átt hund, hvað þá fimm.
„Þeir eru labrador-blendingar og rosalega
sætir. Þrír hvítir og tveir svartir og hver með
sinn karakter.“
Baddý segist hafa verið heppin að leigusal-
inn tók vel í að fimm hundar flyttu inn. „Ég var
með laust herbergi sem þeir fengu, og svo
hófst gamanið,“ segir hún og hlær.
Ferðu út að labba með fimm hunda í bandi?
„Nei, ég fer út með einn í einu. Stundum tvo
og tvo. Það tekur ágætis tíma. Þeir eru bara
nýfarnir að fara út og fara ekki langt,“ segir
Baddý sem átt hefur hundana síðan 1. júlí.
„Þeir eru búnir að tífaldast í stærð síðan ég
fékk þá.“
Langar að halda þeim öllum
Baddý segir uppeldið ganga vel. „Þessir
hundar eru klárir, ljúfir og góðir. Þetta er rosa
mikil vinna og mikill kostnaður en það gefur
mér ofsalega mikið. Ég er í raun ánægð að ég
vissi ekki út í hvað ég væri að fara, það er
hversu mikil vinna þetta væri. Ég er mikið að
lesa bækur og skoða kennsluvídeó en þetta eru
allt leiðbeiningar hvernig á að ala upp einn
hund. Það er dálítið annað þegar þú ert með
fimm. Þeir læra alveg svakalega fljótt en þetta
krefst gífurlegrar þolinmæði. Ég hef alveg frá
byrjun gefið mér tíma til að verja tíma með
hverjum og einum. Þá myndar maður tengsl
og þá gengur allt betur. Svo bara spila ég þetta
eftir hendinni; ef það er satt sem margir segja,
þá er þetta eins og að vera með fimm lítil
börn,“ segir hún og hlær.
„Ég þarf bara að passa að halda geðheils-
unni.“
Baddý segir parið sem fann hvolpana hafa
nefnt þá eftir fallegum grískum stöðum eða
borgum og heita þeir Kissi, Balos, Chania,
Kala og Funi. „Þeir lærðu nöfnin sína alveg á
fyrstu vikunum. Ég kalla þá The Fabulous
Five,“ segir Baddý.
Varstu búin að ákveða í byrjun hvað þú ætl-
aðir að gera við þá?
„Það hafa komið dagar sem ég hugsa alvar-
lega um að halda þeim öllum. En það er önnur
saga,“ segir hún og hlær. „En fyrst var ég bara
að hugsa um að bjarga þeim og svo að finna
góðar fjölskyldur. Svo ákvað ég að ég vildi ekki
að þeir yrðu áfram á Grikklandi því það er að
mörgu leyti ekki góður staður fyrir dýr. Ég hef
fengið mikinn stuðning í þessu verkefni frá
vinum og vandamönnum heima, og nokkrir
vinir eru áhugasamir um að taka að sér einn,“
segir Baddý sem hyggst koma með þá heim til
Íslands.
Stífar reglur á Íslandi
Það er ekki létt verk að koma fimm hundum
frá Krít til Íslands en Baddý er staðráðin í að
láta það verða að veruleika. „Ein aðalástæðan
fyrir því að ég vilji flytja þá alla heim er sú að
þeir eru mjög samrýndir og mér finnst gott að
vita af þeim á sama stað og á góðum heimilum.
Þá eru þeir alla vega í sama landi og eiga
möguleika á að hittast og ég get heimsótt þá,“
segir hún.
„Þeir verða að vera orðnir sjö mánaða gaml-
ir til að mega að koma inn í landið og verð ég
því að bíða. Ég stefni á flytja þá heim fyrir jól,“
segir hún.
„Ég fór að kynna mér ferlið að koma dýr-
unum heim. Fólki er gert allt of erfitt fyrir að
framkvæma það,“ segir Baddý.
„Það eru óþarflega stífar reglur á Íslandi
miðað við annars staðar í Evrópu. Í Bretlandi
voru reglurnar einna strangastar og þar
þurftu dýr að vera sex mánuði í einangrun, en
reglunum var breytt í Evrópu 2004, og allt
ferlið einfaldað. Það er kominn tími á að gera
það sama heima. Það er í skoðun að stytta tím-
ann í einangrun niður í tvær vikur fyrir hunda
sem myndi breyta heilmiklu bæði fyrir fólk og
dýr, en á Íslandi þurfa hundar að vera í ein-
angrun í einn mánuð,“ segir Baddý.
Milljónir heimilislausra dýra
Kostnaður við að flytja hundana fimm til Ís-
lands mun koma til með að vera tæpar tvær
milljónir. Inni í þeirri tölu er ferðakostnaður,
sérstök búr, einangrun, öll umsóknargjöld og
sprautur.
„Ég er að setja af stað söfnun á Karolina
Fund og þar mun fólk geta valið um að gefa
ýmsar upphæðir. Í staðinn fær fólk listaverk
en ég er með listamenn sem ætla að gefa vinn-
una sína. Svo mun ég leggja til jógakort á
lægra verði en þau kosta,“ segir Baddý, en
þess má geta að hún rekur Reykjavík Yoga.
„Svo er þetta hluti af stærra verkefni sem ég
og samferðamaður minn, José Vasquéz, höfum
gengið lengi með í maganum. Það heitir Be the
change. Það verður stökkpallur fyrir fólk sem
vill láta gott af sér leiða í gegnum alls kyns
góðgerðarmál. Þetta hvolpaverkefni á að vera
innblástur fyrir komandi verkefni og erum við
að hanna alls kyns vörur, eins og töskur og
bolla, með áletruninni Be the change. Fólk fær
því alls kyns fallega hluti í staðinn fyrir sín
framlög,“ segir hún.
„Svo erum við að setja í loftið vefsíðu þar
sem fólk getur skoðað hvolpana. Þá getur fólk
lesið um hvern og einn hvolp og mögulega
finnst einhver sem vill taka einn að sér,“ segir
Baddý og bendir á að fólk getur nálgast allar
upplýsingar um verkefnið og hvolpana á
www.brightsite.is/be-the-change og styrkt
verkefnið á Karolina Fund undir: The Fabulo-
us Five to Iceland.
Ertu búin að gera upp við þig hvaða hvolp
þú ætlar að eiga?
„Já, ég er búin að velja hana Kissi. Svo
sjáum við bara hvernig henni semur við Lynx,
köttinn minn,“ segir Baddý og er greinilegt að
erfitt var að velja á milli hvolpanna.
„Það eru milljónir dýra um allan heim sem
þurfa heimili og ég veit að það er margt gott
fólk heima á Íslandi sem myndi gjarna ætt-
leiða dýr sem hefur verið yfirgefið. En þegar
reglurnar um að flytja dýr heim eru svona
strangar heftir það fólk í því að hjálpa þessum
dýrum.“
Við förum að slá botninn í símtalið yfir hafið
en blaðamaður spyr að lokum hvort hún nái að
vinna eitthvað í listinni, orðin „fimmbura-
mamma“.
Hún hlær. „Ég vinn þegar þeir sofa.“
Bjargaði fimm hvolpum á Krít
Lífið tók sannarlega óvænta
stefnu hjá Bjarneyju Hinriks-
dóttur en hún er nú stödd á
Krít með fimm hvolpa. Kissi,
Balos, Chania, Kala og Funi
hafa fangað hjarta hennar en
hún hyggst koma þeim öllum
heim til Íslands fyrir jól.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Bjarney Friðriksdóttir fór til
Krítar í listamannafrí en
endaði á að bjarga fimm
hvolpum. Hún vill koma
þeim til Íslands fyrir jól.
Ljósmynd/José Vásquez
’Ég hef alveg frá byrjun gefiðmér tíma til að verja tíma meðhverjum og einum. Þá myndarmaður tengsl og þá gengur allt
betur. Svo bara spila ég þetta eftir
hendinni; ef það er satt sem marg-
ir segja, þá er þetta eins og að vera
með fimm lítil börn.
Það er fátt sætara en hvolpar. Baddý stóðst ekki
mátið og tók að sér þennan og systkini hans.
Ljósmynd/José Vásquez
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019