Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Qupperneq 13
Colorbox
sem þjáist af kvíða og fylgifiskum hans.
„Stundum eru líka notuð kvíðalyf. Það gæti
tekið tíma að stilla lyfjaskammtinn rétt en
margir tala um að það birti til í lífinu við
lyfin. En það gildir ekki um alla. Það eru
engin kraftaverk.“
Högni segir marga geta náð tökum á
kvíðanum og frestunaráráttunni. „Ef það er
áráttu- og þráhyggjuröskun sem byrjaði í
bernsku þarf fólk oft lengri lyfjameðferð.
Langoftast þarf líka að beita lyfjum við
ADHD. Sumir læra inn á athyglisbrestinn
og geta náð betri tökum á því vandamáli en
það tekur yfirleitt langan tíma,“ segir
Högni.
„Einu sinni var talið að ADHD væri
barnasjúkdómur sem myndi eldast af fólki.
En reyndin er allt önnur og erum við að fá
eldra fólk til okkar sem greinist með
ADHD. Það fólk þarf líka ráðgjöf og með-
ferð,“ segir hann.
Erfðir og umhverfi
Högni segir að fólk sem finni fyrir einkenn-
um kvíða, áráttu- og þráhyggjuröskunar
eða þunglyndis sem hamlar lífi þess ætti að
leita sér hjálpar. „Sumir fara auðvitað í
gegnum lífið á hnefanum; læra að forðast
það sem vekur kvíða sem framkallar þá
frestunaráráttu. Kvíði er yfirleitt eitthvað
sem byrjar snemma á lífsleiðinni þó að und-
antekningin sé áfallastreituröskun sem get-
ur framkallað kvíða á hvaða aldursskeiði
sem er,“ segir hann og bendir á að þung-
lyndi sé líka ein ástæða þess að fólk fresti
hlutum. „Þunglyndið getur valdið framtaks-
leysi; fólk fær lömunartilfinningu og kemur
sér ekki að verki.“
Spurður um rótina að kvíða og þunglyndi
segir Högni:
„Kvíði og þunglyndi geta verið í ættum
en það er líka umhverfið sem getur skapað
þetta vandamál. Það er þessi eilífa tog-
streita að greina milli áhrifa umhverfis og
erfða í læknisfræðinni.“
Högni Óskarsson geðlæknir segir fólk oft þurfa
langar meðferðir til að ná tökum á vandanum.
Morgunblaðið/Ásdís
13.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Af hverju eru sumir haldnir frestunar-áráttu og hvað veldur henni? „Frestunarárátta er ekki sérgrein-
ing heldur afleiðing af einhverju öðru og ýmsar
ástæður geta legið að baki. Sumir eru með
ADHD og aðrir með kvíða og er frestunar-
áráttan fylgifiskur þessara tveggja greininga,“
segir Anna Dóra Steinþórsdóttir sálfræðingur
og bendir á að undir greiningunni ADHD sé
bæði ofvirkni og athyglisbrestur.
Anna Dóra segir þá sem fresta hlutum sýna
forðunarhegðun. „Þá erum við ekki að takast á
við það sem veldur okkur áhyggjum eða kvíða.
Það veldur svo meiri kvíða, þannig að þetta er
vítahringur. Fólk fær sektarkennd þegar það
klárar ekki verkefnin, sem bæði ýtir undir
kvíða og óöryggið sem elur svo aftur á frest-
unaráráttu,“ segir hún.
„Þegar fólk er með athyglisbrest vantar
orkuna og skipulagið; það vantar heildarsýn-
ina. Það ákveður kannski að fara að taka til en
hugsar: „Guð, það er allt í einni bendu!“ Það
vantar skipulagshæfnina, að einblína á einn
hlut í einu og byrja einhvers staðar. Þeir sem
eru með athyglisbrest eiga svo erfitt með að
smætta niður hlutina og verkefnið verður þeim
ofviða og þeir fresta því út í hið óendanlega.
Orkan sem fer í að reyna að skipuleggja verkið
er oft það mikil að fólk leggur svo ekki í það.“
Engan veginn leti
„Frestunarárátta kemur þegar eitthvað vekur
ekki áhuga; það er ekki spennandi. Þú frestar
erfiðum verkefnum. Þér finnst þú ekki ráða við
þau eða hafir jafnvel áður gert mistök. Þá er
erfitt að framkvæma, því ef þér mistekst eða
gerir verk ekki nógu vel er það staðfesting á því
að þú sért ómögulegur og skapar það slaka
sjálfsmynd. Það gæti þá tengst fullkomnunar-
áráttu,“ segir hún og útskýrir að hjá því fólki
geti verið erfitt að klára hlutina því þeir þurfi
að vera svo fullkomnir. Frekar en að taka
áhættuna á því að geta ekki gert hlutinn full-
komlega sé honum frestað svo álit annarra á
viðkomandi minnki ekki.
Er frestunarárátta skyld leti?
„Ég hef oft velt fyrir mér hvað er leti? Ef þú
ákveður að vera latur er það ástand sem þú ert
ágætlega sáttur við. Það er ákvörðun. En þegar
fólk er haldið frestunaráráttu er eitthvað sem
stoppar það; það veit að það á ekki að fresta
hlutunum en gerir það samt. Þannig að ég
myndi engan veginn setja frestunaráráttu und-
ir leti. Þetta eru tveir aðskildir hlutir. Frest-
unaráráttan veldur væntanlega kvíða en ekki
letin,“ segir Anna Dóra.
„Svo eru aðrir sem gera hlutina á síðustu
stundu viljandi. Þá er það vegna þess að þeir fá
aukið adrenalín; það er síðasti séns. Þá gera
þeir hlutina hratt og jafnvel vel. En þetta skap-
ar þeim ekki vanda eða kvíða heldur er þetta
frekar hegðunarmynstur; spennusækni. Það er
í skipulaginu að hafa þetta svona.“
Að horfast í augu við vandann
„Frestunarárátta getur haft verulega slæmar
afleiðingar fyrir marga,“ segir Anna Dóra og
nefnir að fyrir utan að verða af tækifærum í líf-
inu eða bregðast öðru fólki bregðist fólk sjálfu
sér. „Það er svo slæmt. Þá verður sjálfsmyndin
þannig að maður telur sér trú um að maður geti
ekki hlutina og upplifir mikla vanhæfni. Fólk
býr til þá mynd af sér að það sé ekki hægt að
treysta á það. Út frá þessu getur þróast þung-
lyndi. Ef grunnurinn er athyglisbrestur eða
kvíði, eða hvort tveggja, þá eykst kvíðinn og
getur orðið óbærilegur,“ segir hún.
„Það sem fólk þarf að gera er fyrst að horfast
í augu við vandann,“ segir hún og segist hún
byrja á því að reyna að finna grunninn þegar
fólk leitar til hennar með þessi vandamál.
„Ef það er kvíði vinnur maður með honum og
þar með með afleiðingum. ADHD fylgir skipu-
lagsleysi og frestunarárátta og þá kenni ég
fólki að smætta niður verkin,“ segir hún og gef-
ur nokkur dæmi.
„Það getur verið gott að búa sér til lista yfir
verkefni og merkja þau eitt, tvö, þrjú, eftir mik-
ilvægi. Svo máttu ekki gera neitt nema þú klár-
ir númer eitt; þú breytir ekki röðinni. Þá þarf
að sýna smá aga til að byrja á númer eitt og þá
kemur hitt í kjölfarið,“ segir hún.
„Ef á að þrífa íbúðina getur verið gott að
hugsa: „Ég ætla bara að taka baðvaskinn.“ Svo
áður en þú veist af ertu búin með allt baðher-
bergið. Það þarf að yfirstíga þessa hindrun að
maður geti ekki komið sér að verki og þá getur
verið gott að ákveða eitt lítið verkefni og umb-
una sér að því loknu. Búa til gulrótina, hvatn-
inguna. En svo er það oft þannig að þegar þú
byrjar er hindrunin farin,“ segir hún.
„Ef þú þarft að hringja símtal sem tekur
þrjár mínútur þarf að hugsa; „þetta geta verið
erfiðar þrjár mínútur“, en þegar þú ert komin
með aðilann á línuna er það kannski ekkert
mál. En ef þú hringir ekki ertu kannski með
kvíðahnút í þrjá daga. Láttu þig hafa erfiðleik-
ana í þrjár mínútur ef þú gerir þér grein fyrir
því að annars verður þú kvíðin í þrjá daga.
Hvort viltu heldur?“
Að leita sér hjálpar
Anna Dóra segist fá til sín marga skjólstæðinga
sem haldnir séu frestunaráráttu og segir hún
þá flesta vera með athyglisbrest.
„Við frestum öll einhverju leiðinlegu en þeg-
ar það er orðið að áráttu og farið að stuðla að
vandamálum ætti fólk að leita sér hjálpar. Fólk
þarf að þora að horfast í augu við sjálft sig. Það
þarf að finna út hvort það er kvíðatengt, full-
komnunarárátta eða ADHD. Það er alltaf eitt-
hvað meira en bara frestunarárátta. Fólk þarf
að skoða hegðun sína og ef það getur ekki
breytt henni sjálft á það að leita sér hjálpar,“
segir Anna Dóra og nefnir að margir fái lyf við
ADHD sem virki oft vel og vandamálin leysist
frekar.
„Þetta er vítahringur“
Sálfræðingurinn Anna Dóra Steinþórsdóttir segir
frestunaráráttu tengda ADHD og kvíða.
Morgunblaðið/Ásdís
Anna Dóra fær til sín
marga skjólstæðinga
sem haldnir eru mikilli
frestunaráráttu.