Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Qupperneq 14
FRESTUNARÁRÁTTA 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 Ég á rosalega auðvelt með að „beila“ áeiginlega öllu sem ég plana. Ég fæ oft-ast þá tilfinningu að ég þurfi að hætta við. Ef ég er ekki hundrað prósent í geggjuðu skapi, vel út sofin og lít vel út þá sleppi ég að mæta,“ segir hún og segir það ekki skipta máli hvort viðburðurinn er skemmtilegur eða leiðinlegur. „Ég hætti oft við þó ég sé búin að segjast ætla að koma. Ég er þannig kvíðatýpa að ég get ekki einu sinni hringt og afboðað mig heldur sendi frekar skilaboð svo ég þurfi ekki að eiga bein samskipti. Svo fæ ég móral yfir því að afboða,“ segir Steinunn Edda. Finnst þér frestunaráráttan tengjast kvíða? „Já, hundrað prósent. Ég hef alltaf verið kvíðin og það hefur ágerst. Ég mikla allt fyrir mér. Þá finnst mér allt svo yfirþyrmandi. Það er betra að gera hluti án þess að plana því þá hef ég ekki tíma til að hugsa út í þá,“ segir hún og segist hafa sagt nánum vinum og fjöl- skyldu frá kvíðanum og frestunaráráttunni sem fylgir honum. „Það var mikill léttir að segja bara frá því og þá gat ég alveg verið ég sjálf. Þá var búið að taka pressuna af mér.“ Einfaldir hlutir yfirþyrmandi Nauðsynlegum daglegum verkefnum, eins og að mæta í vinnu, hugsa um heimilið og einka- soninn, slær Steinunn Edda ekki á frest. „Ég geri alla þessa hluti, en ef það er eitt- hvað auka eins og tími í klippingu, hitta ein- hvern í hádeginu, fara í IKEA af því ég var búin að ákveða það; þetta eru allt viðburðir sem ég slæ á frest.“ Einnig frestar hún því að svara póstum eða til að mynda að gera skattskýrsluna. „Ég hef lent í vandræðum. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar.“ Þegar Steinunn Edda var í skóla segist hún hafa lært seint og illa fyrir próf. „Ég fann mér alltaf eitthvað annað til að gera. Ég hugsaði alltaf að ég myndi byrja klukkan átta morguninn eftir en svo þegar morgunninn rann upp fann ég mér alltaf eitthvað annað að gera. Þess vegna hef ég aldrei treyst mér í háskólanám því það er algjörlega undir mér komið; enginn til að segja mér að gera hlut- ina. Þá myndi ég örugglega fresta að mæta í tíma og fresta að læra. Ég kláraði stúdents- próf en það gekk brösuglega,“ segir hún og segir kvíða og frestunaráráttu þar eiga hlut að máli. „Það er dagamunur á því hvað mér finnst eitthvað sem er fáránlega einfalt vera yfir- þyrmandi. Ef ég fæ eitthvert verkefni þá fresta ég því ítrekað, geri það svo í flýti og fæ svo kannski góða umsögn. Þannig að ég veit að ef ég hefði lagt tíma í verkið hefði það get- að orðið frábært,“ segir hún. Þegar þú frestar verkefni og dettur í aðra hluti, hvaða hlutir eru það þá? „Það er misjafnt. Ég gæti til dæmis allt í einu ákveðið að fara að endurskipuleggja alla skápa í eldhúsinu. Þannig að þegar ég á kannski að mæta eitthvað er allt innan úr öll- um skápum uppi um öll borð. Þá get ég ekk- ert farið því ég get ekkert skilið það svona eftir.“ Áfallastreituröskun eftir fæðingu Steinunn Edda gekk í gegnum afar erfiða fæðingu og eftirköst sem enduðu á að hún var hætt komin. Lífi hennar var bjargað á síðustu stundu en það skildi eftir sig ör á bæði líkama og sál. „Ég er búin að vera að fara til sálfræðings reglulega eftir að ég átti strákinn en ég fékk áfallastreituröskun eftir fæðinguna. Ég fór til að vinna úr því en svo áttaði ég mig á því að þetta væri stærra vandamál og tengdist ekki bara áfallastreituröskun,“ segir hún. „Þannig að nú er ég að vinna almennt í kvíðanum og við reynum að skilgreina hvaðan hann kemur. Ég fer líka í EMDR-stofuna en þar er boðið upp á öðruvísi nálgun. Þetta er hálfgerð dá- leiðsla og ég finn að þetta virkar fyrir mig.“ „Ég mikla allt fyrir mér“ Steinunn Edda frestar oftar en ekki að hitta vini og kunningja. Hún er að vinna í kvíðanum hjá sál- fræðingi og hjá EMDR-stofunni en hún fékk áfallastreituröskun eftir erfiða fæðingu. Morgunblaðið/Ásdís Steinunn Edda Steingrímsdóttir tengir frestunaráráttu við kvíða sem hún segir hafa fylgt sér í gegnum lífið. Kvíðinn magnaðist þegar hún fékk áfallastreituröskun eftir erfiða fæðingu. Frá því að ég man eftir mér, alla vega fráunglingsárunum, hef ég verið með frest-unaráráttu. Í menntaskóla gat ég aldrei komið mér að verki fyrr en á síðustu ögur- stundu. Ég fékk ítrekað frest til að skila ritgerðum og verkefnum, nánast undan- tekningarlaust. Eða ég skilaði ekki neinu,“ segir Ása. „Og þegar það voru próf byrjaði ég aldrei að lesa fyrr en kvöldinu áður og sat þá fram á morgun,“ segir Ása og nefnir að þótt það sé al- gengt að unglingar geymi hlutina stundum þá var það í hennar tilviki reglan en ekki undan- tekningin. Og batnaði ekki með árunum. „Þetta var ekki bara á einu tímabili, heldur hefur þetta fylgt mér í gegnum lífið. Og í raun hélt ég lengi vel að svona væru allir en ég átt- aði mig á því þegar ég varð eldri að fólk bara skilar sínum verkefnum á réttum tíma. Fólk lærir fyrir próf vel fyrir prófdag og skilar rit- gerðum jafnvel fyrir settan dag.“ Hvernig hefur þetta haft áhrif á þitt daglega líf í gegnum árin? „Auðvitað hef ég frestað fullt af leiðinlegum verkefnum. Alls konar tiltektir og að panta tíma hjá tannlæknum og læknum. Ég hef frestað að fá iðnaðarmenn til að koma og laga hluti heima hjá mér. Að panta tíma í alls konar fyrir börnin mín. Ég fresta þessu öllu. Stund- um get ég ekki hringt og pantað neitt og það líða dagar og vikur. Ég hreinlega get ekki tek- ið upp símtólið og ég veit ekki af hverju. Ég veit að þetta hljómar undarlega en svona er þetta stundum,“ segir hún. Gildir þetta aðallega um leiðinleg verkefni? „Já, aðallega um verkefni sem eru íþyngj- andi.“ Þegar þú þarft að plana skemmtilega ferð, er þetta ekkert vandamál? „Nei, það er ekkert vandamál,“ segir hún og skellihlær. Sannarlega ekki leti Hefurðu einhverja hugmynd hvað veldur þess- ari frestunaráráttu? „Já, ég held að þetta tengist því að ég sé með athyglisbrest, ADD. Ég er ekki komin með greiningu en er að vinna í því. Frestunar- árátta er gegnumgangandi hjá fólki með at- hyglisbrest. Hún er stór partur,“ segir hún. Þannig að í þínu tilviki tengist hún ekki kvíða? „Nei, en það að maður sé alltaf að fresta veldur samt kvíða. Það er erfitt til lengri tíma að vera alltaf að fresta hlutum því manni líður ekkert vel,“ segir Ása og nefnir að það hafi áhrif á sjálfsmyndina og sjálfsálitið. „Eins og þegar maður lærir fyrir próf á síð- ustu stundu þá sér maður eftir á hvað maður hefði getað gert svo miklu betur ef maður hefði gefið sér betri tíma. Þá verður maður svo svekktur út í sig að hafa ekki byrjað fyrr. En svo þegar kemur að næsta prófi er það sama upp á teningnum,“ segir hún og nefnir að þetta valdi því að maður festist í vítahring. Hvað myndir þú segja ef einhver segði að þetta væri bara leti? „Ég myndi segja það að já, auðvitað hélt ég það sjálf og fékk skilaboð um að þetta væri leti. En þetta er svo sannarlega ekki leti því ég er ekki löt að öðru leyti. En jú, vissulega hefur sjálfstraustið beðið hnekki því ég hef hugsað: „Hvaða aumingi ertu? Af hverju ertu ekki löngu byrjuð á þessu?“ Ég hugsa alveg þannig ennþá.“ Hefur þetta hamlað þér í lífinu? „Já, auðvitað að mörgu leyti. Ég hugsa stundum að mig langi í meistaranám en nenni eiginlega ekki aftur þessum kvölum. Að vera alltaf að fresta og koma sér ekki að verki. Ég skrifaði BA-ritgerðina til dæmis á þremur vik- um. Það er týpísk lýsing á frestunaráráttu; ég gat ekki byrjað. Svo allt í einu byrjaði ég og þurfti að sitja dag og nótt í þrjár vikur. Ég prentaði hana út eina mínútu í skil,“ segir Ása. Hefur þú hugsað þér að leita þér hjálpar við þessu? „Já, ekki spurning, ég ætla að gera það. Ég er þegar búin að skrá mig hjá ADHD- samtökunum á fjögurra kvölda námskeið til að vinna með skipulag. Skipulagsleysi er einmitt einn partur af frestunaráráttunni. Þó ég sé ekki komin með ADD-greininguna er ég klár- lega með frestunaráráttu.“ „Af hverju ertu ekki löngu byrjuð á þessu?“ Ása Valgerður telur að hún sé með athyglisbrest og er í ferli að fá greiningu. Morgunblaðið/Ásdís Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir hefur verið með frestunaráráttu frá því hún man eftir sér. Hún er núna fyrst, 52 ára gömul, að gera sér grein fyrir að hún sé að öllum líkindum með athyglisbrest.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.