Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Qupperneq 17
anum varð ekki svefnsamt og vildi láta leita af sér all- an grun. Sömu heimildir herma að þegar Trump hafi verið bent á að svo mikil leit kostaði umtalsvert fé hafi hann svarað því til að þótt frúin fyndist ekki sjálf í húsinu við fyrstu leit væri ekki útilokað að 33 þús- und týndir tölvupóstar hennar með ríkisleyndar- málum gætu komið í leitirnar. Saki einhverjir bréfrit- ara um að vitna hér í ómarktækar heimildir verður fátt um varnir aðrar en þær að þessar væru síst lak- ari en hátimbraðar heimildir sem hrópuðu um Rússa- samsærið dag og nótt í tæp þrjú ár og ekkert annað kom út úr því en það að það náðist að dæma mann í áratuga fangelsi fyrir gamalt skattalagabrot sem kom Rússum ekki við. Þær heimildir sem runnu svo illa á rassinn eru enn kallaðar „stór“ þetta eða hitt af dómgreindarlausum aðdáendum hér á skerinu. Erdogan enn En raunverulegu fréttirnar í vikunni voru austan hafs. Erdogan forseti var í fréttaljósinu eins og stundum áður og brexit hefur ekki komist út úr því nokkra stund í þrjú ár. Kúrdar voru viðfangsefni forseta Tyrklands. Fyrir utan barna- og unglingabækur og illa nýttar náms- bækur var bókin Með uppreisnarmönnum í Kúrdist- an eftir Erlend Haraldsson með fyrstu bókum af al- vöru lífsins sem lenti í hillum bréfritara. Hún var gefin út af Skuggsjá 1964, fyrir meira en hálfri öld. Sennilega myndi Erdogan ekki hafa gert athugasemd við þetta bókarheiti, þótt hann kveði gjarnan fast að. Erlendur segir að Kúrdistan merki einfaldlega Kúrdaland. Og enn er sú þjóð án ríkis og fjarri því að vera einhuga um að hverju beri að stefna og hvort sækja skuli það með báli og brandi. Þjóð er ekki alltaf til í stjórnskipulegum skilningi þótt sjálf sé hún ekki í vafa um tilveru sína og þjóð- arsál. Gyðingaþjóðin er gott dæmi um það. Gerð var grimmileg tilraun til að útrýma henni. Þótt þar hafi farið ofurefli mikið er ekki víst að illvirkið hefði tekist þótt það hefði ekki kafnað í eigin ofsa og illsku í tæka tíð. Þjóð í stjórnskipunarlegum skilningi og viðurkennd af SÞ og öðrum varð Ísrael fyrir aðeins rúmum sjötíu árum. Mikill meirihluti gyðinga býr þó enn utan Ísraels, þótt hugur þeirra flestra horfi heim. Frá 1949 og allt framundir miðjan áttunda áratug síðustu aldar var Kína á Formósu, alllangt úti á hafi frá meginlandinu séð, þar til Nixon tók annan kúrs. Nágrannaþjóðir hins unga Ísraels eru ekki allar gamlar á kortinu í stjórnskipulegum og viðurkennd- um skilningi og landamæri þeirra lúta iðulega strik- um sem heimsveldi þess tíma drógu. Bretar voru seigir að draga strik, stundum furðu bein, en þau voru ekki alltaf beint í friðarátt né endir allra deilna. Öðru nær. Horfa má til Indlands, Pakist- ans, Kasmírs og Bangladesh. Eða til þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, og strika á Kýpur, Írlandi og víðar. Fornar þjóðir með mikla sögu byggðu svæðið þar sem hin tiltölulega unga Sádi-Arabía er nú og ekki er minni sagan norðan og austan við þótt landamæra- strikin megi ekki öll lesa úr þeirri sögu. Það var ekki annað hægt en að fyllast af samúð með málstað Kúrda við lestur hinna ágætu bókar Erlends. Kortið sem hann birtir í bókinni um „þjóðir Vestur- Asíu,“ þar sem land byggt Kúrdum er sýnt sem stórt dökkt landlukt svæði sem fellur innan landamæra Tyrklands, Írans og Íraks og sem rönd í norðaustan- verðu Sýrlandi segir sömu sögu nú og þá. Kúrdar eru á milli 15 og 20% af íbúafjölda Tyrk- lands, og vel á aðra milljón Kúrda er nú búsett í Evr- ópu. Þeir hafa reynst djarfir og hugrakkir hermenn og það voru ekki síst þeir sem voru tilbúnir að takast á við sveitir Isis sem vopnaður maður á mann, en aðr- ir kusu fremur að heyja sitt stríð með öflugum fjar- búnaði, eldflaugum og drónum. Þess vegna eru flestir stríðsfangar Íslamska ríkisins nú í höndum Kúrda. Fjallaþjóðin, eins og Kúrdar eru stundum kallaðir, eru því miður enn víðsfjarri því að geta stofnað og varið sjálfstætt ríki og engin stórþjóð hefur sett sig á oddinn í baráttu fyrir því. Og til hins verður einnig að líta að sterk öfl á meðal þeirra sjálfra hafa raunsætt mat á stöðunni og sækjast fremur eftir viðurkenn- ingu á þjóðareinkennum og tilverrétti sem slíkum, en vopnaðri baráttu fyrir landsvæði sem þeim sé einum helgað og geta kallað alfarið sitt. Og sanngirni ætti að leiða til þess að minnsta kosti að horft sé í fullri al- vöru til slíkra kosta. En slík sanngirni á langt í land. Kafla skil? Hin stóra fréttin var að nokkuð óvænt virtist kominn samhljómur í samtöl forsætisráðherra Bretlands og Írlands. Og talsmenn ESB, sem allan tímann hafa haft allt á hornum sér, virðast nú taka sæmilega und- ir og ekki hamra á sinn storknaða stein að um ekkert sé að semja. Bjartsýni bærir á sér. En óróleiki gerir það líka því að baráttumenn um brexit vakna sumir upp við vond- an draum, eða óþægilegan. Þeir óttast að Boris, að- klemmdur af svikahröppunum í Íhaldsflokknum, eyðileggingaröflum þjóðaratkvæðis í þinginu, og dómaraklíkunni sem þykir hollari undir ESB en stjórnvaldið sem á rót hjá bresku þjóðinni, sé að kikna undir því fargi. Daily-Express sem er útbreitt en ekki endilega öruggt og hefur stutt brexit fremur en hitt, þótt það hafi lengi dregið taum Theresu May, sló því upp að Boris hefði nú ákveðið að samþykkja tillögurnar sem hún lagði margoft fyrir þingið sem felldi þær jafn- óðum. Minnt er á að Boris hafi sjálfur tvisvar greitt atkvæði gegn því máli en samþykkt það einu sinni! Þá eru þeir til sem segjast óttast að Norður-Írlandi verði nú fórnað á altari þessa samnings og kunni það í lengri framtíð leiða til sameiningar alls Írlands. Þá eru þeir til sem benda á að hið hriplega Evrópu- samband hafi ekki lekið neinu um innihald samn- ingafunda nágrannanna og það sé merki um að búró- krötum hugnist þróunin, og það sé illt efni. Enginn efaðist um að síðustu tvær til þrjár vik- urnar fyrir 31. október yrðu spennuþrungnar en hvorug fylkingin er fyllilega róleg þessa dagana. En vera má að allt önnur staða verði uppi næst þegar að farið verður yfir stöðuna. En á hvern veg? Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Hin stóra fréttin var að nokkuð óvænt virtist kominn samhljómur í samtöl for- sætisráðherra Bretlands og Írlands. Og tals- menn ESB, sem allan tímann hafa haft allt á hornum sér, virðast nú taka sæmilega undir og ekki hamra á sinn storknaða stein að um ekkert sé að semja. 13.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.