Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Síða 19
13.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
mannastaður. Í dag er íbúatalan hins
vegar núll. Á 19. öld var Two Guns
þekktur áningarstaður áður en farið
var yfir Djöflagil, Canyon Diablo,
fyrst á hestvögnum, síðar á bifreið-
um. Seinna komu aðrar samgöngu-
leiðir til og Two Guns tók að glata að-
dráttarafli sínu. Frægastur er
bærinn þó líklega fyrir Apache-
dauðahellinn, The Apache Death
Cave, þar sem 42 Apache-indíánar
mættu örlögum sínum árið 1878 eftir
grimmilegt uppgjör við fjandmenn
sína, Navajo-ættbálkinn.
Eftir næturgistingu við Miklagljúf-
ur, Grand Canyon, sem einnig kostar
lítinn krók út frá 66 en er þess virði,
tekur eyðimörkin í Arizona við og
Svörtufjöll eða Black Mountains. Hit-
inn er 40 gráður, sólskinið miskunn-
arlaust. Eftir að því er virðist enda-
lausan akstur um hlykkjótta fjallvegi
á 40 kílómetra hraða kemur gull-
námubærinn Oatman í ljós, íbúafjöldi
90. Tíminn hefur nánast staðið kyrr í
Oatman, pósthúsið er það sama og
það var árið 1890 og að ganga niður
aðalgötu þessa fámenna bæjar er eins
og að stíga 130 ár aftur í tímann.
Á tíunda degi frá því Chicago var
kvödd stóðum við undir skiltinu sem
markar endalok Route 66 í vesturátt
á bryggjunni í Santa Monica í Kali-
forníu. Tíu dagar er stuttur tími til að
aka Route 66, auðveldlega má taka
mánuð í þessa leið, dvelja víðar og
skoða meira. Oft er talað um 14 daga
sem eins konar miðgildi og spurt
hvort ferðalangar ætli sér að aka 66 á
lengri eða skemmri tíma en það. Fer
eftir smekk og ferðaeðli hvers og eins,
en hvað sem því líður er óhætt að
mæla með þeirri upplifun að aka The
Historic Route 66 einu sinni á ævinni
eða svo. Við hittum nokkra sem höfðu
fetað þessa slóð töluvert oftar en það.
Þeim, sem þyrstir í frekari sögur af
förinni, skal bent á Ferðavef mbl.is
þar sem ítarlegri útgáfa í þremur þátt-
um hefur göngu sína á mánudag.
Ljósmyndir/Atli Steinn Guðmundsson
Safn til sögu 66 Í smábænum Elk í Vestur-Oklahoma er að finna safn til heiðurs Route 66, The National Route 66
Museum. Gestum býðst þar að ganga gegnum svæði sem hvert og eitt stendur fyrir eitt þeirra átta ríkja Bandaríkjanna
sem leiðin liggur um. Hluti safnsins er helgaður samgöngum á ýmsum tímum og er fjöldi gamalla bifreiða hluti safnkosts-
ins auk vélhjóla og ævafornrar slökkviliðsbifreiðar.
Einn af séra Guðmundarkyninu Ekki þótti stætt á öðru en að velja hæfilega baldinn fola í svo verðugt verkefni sem
akstur Route 66 er óneitanlega. Þennan rúmlega 300 hestafla Ford Mustang sóttum við á Logan-flugvöllinn í Boston og
skiluðum rúmum þremur vikum og 7.382 kílómetrum síðar á flugvöllinn í San Francisco. Alex, afgreiðslumaður Alamo-
bílaleigunnar Boston-megin, baðst fyrst afsökunar á þeirri misritun að ætlunin væri að skila bifreiðinni í San Francisco
en var fljótt sannfærður um að sá væri helber ásetningur viðskiptavina hans.
Til minningar um 168 fórnarlömb Á því sem var grunnflötur Alfred P. Murrah-bygging-
arinnar í Oklahoma má nú heimsækja minnismerkið The Field of Empty Chairs sem lætur fáa
ósnortna, einn stóll úr bronsi og gleri fyrir hvert fórnarlamb McVeigh, með ígröfnu nafni hins eða
hinnar látnu, og stillt upp í raðir miðað við á hvaða hæð viðkomandi sat. Einnig eru stólarnir
staðsettir eftir því hvernig höggbylgja áburðarsprengjunnar skall á byggingunni og eru því flestir
stólarnir saman komnir næst þeim stað þar sem bíllinn stóð, þar sem flestir létust. Nítján börn
urðu fórnarlömb þessa grimmilega ódæðis, þar af þrjú ófædd í móðurkviði.
Við loftsteinsgíginn í Arizona, Meteor Crater Nat-
ural Landmark, um 60 kílómetra austur af Flagstaff.
Gígur þessi myndaðist við árekstur fyrir um 50.000 ár-
um og býður upp á stórbrotna útsýn, vel þess virði að
taka stuttan útúrdúr frá þjóðvegi 40.
Greinarhöfundar leggja í hann frá Malibu í Kaliforníu daginn
eftir að akstri Route 66 lauk í Santa Monica og að loknum
endurnærandi svefni í Malibu. Þaðan var ekið sem leið lá
norður California State Route 1, öðru nafni Pacific Coast
Highway, til San Francisco, en það er önnur saga.