Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019
LÍFSSTÍLL
Hvað heillar þig við tísku?
Svo margt. Þú getur verið hvaða karakter sem er og klætt þig nákvæm-
lega eins og þú vilt, það má allt. Vanalega sér maður líka fólk í tískubrans-
anum fara vel út fyrir þægindarammann, sem mér finnst svo útrúlega flott.
Það er algjör óþarfi að fylgja þessu venjulega samfélagsmunstri.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó við fatakaup?
Algjörlega, ég kaupi mér ekki flíkur nema ég viti að ég eigi eftir að
nota þær mikið. Ég hugsa virkilega út í flíkina sem ég er að kaupa
mér. Það eru þrjú skref sem ég nota alltaf: Hversu mikið notagildi
er í flíkinni, hvernig eru gæðin og svo tek ég krumputestið mitt á
flíkina. Þá semsagt krumpa ég bút af flíkinni saman þrisvar sinn-
um í röð og ef efnið er hrikalega krumpað eftir þá kaupi ég
ekki flíkina. Þó svo að ég dýrki hana veit ég að ég á ekki
eftir að nota hana því ég er rosalega lítið fyrir krumpaðar
flíkur.
Áttu þér uppáhaldsflík?
Já, ég á alveg nokkrar en það sem stendur upp úr er
sett sem ég keypti af henni Anitu Hirlekar. Hún er ein
af mínum uppáhaldshönnuðum hérna á Íslandi og mér
finnst hönnun hennar einstök, abstrakt og mjög listræn.
Ertu með einhver ráð fyrir fólk sem vill tolla í tísk-
unni í vetur?
Lykillinn að því að setja
saman flotta samsetningu um
hávetur að mínu mati er til dæmis að
eiga gott undirlag til að vera í undir
töff peysum og svo flottri kápu yfir.
Þetta er spurning um að klæðast
nokkrum lögum frekar en vera í stóru
vetrarkápunni. Svo er gott að eiga
góða skó með smáhæl úr þykku og
góðu leðri.
Áttu þér einhverja tískufyrir-
mynd?
Ég dýrka hana Önnu Wintour endalaust. Hún er svo mikil
ofurkona. Ég hef fylgst með henni í mörg ár og verð æ heillaðri
af henni. Svo finnst mér John Galliano algjör meistari.
Hann hugsar mikið út fyrir boxið í sinni hönnun og mér
finnst alltaf gaman að fylgjast með honum.
Hver hafa verið bestu kaupin þín?
Marc Jacobs-veski sem ég keypti í KronKron fyrir
átta árum virkar enn mjög vel, er tímalaust og hentar við
öll tilefni. Einnig er ég nýlega búin að fá mér klikkað
sett, bómullarpeysu og -buxur, frá INKLAW sem ég
hef ekki farið úr síðan ég fékk mér það.
Hverju er mest af í fataskápnum?
Jökkum og kápum. Svo á ég endalaust af bolum og
gallabuxum.
Hver er þín uppáhaldsárstíð varðandi tísku og
hvers vegna?
Haustið. Ég er ekkert mikil sumarmanneskja,
elska að sjá hausttískuna því þar er fólk að byrja að
„layer-a“ eða klæðast nokkrum lögum af fatnaði.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Ég er alltaf með sér-kit tilbúð ef ég skyldi fara eitt-
hvað út. Í því er góður hyljari frá Fenty Beauty það
er góð þekja í þeim sem endist mjög vel; sólarpúður
frá Guerlain í litnum Lingerie 05 Dark Beige og Prep
+ Prime Transparent finishing powder sem er gott að nota ef ég byrja að
glansa yfir kvöldið. Þá dúmpa ég litlu í einu yfir T-svæðið. Þetta ætti allt að
geta bjargað manni til að gefa smá upplyftingu yfir daginn eða kvöldið.
Hvaða tískutímaritum, bloggum eða áhrifavöldum fylgist þú með?
Ég er rosalega lítið fyrir að fylgjast með áhrifavöldum en ég fylgist mjög
mikið með tískuhúsum, förðunarmerkjum, stílistum og förðunarfræðingum.
Ég kaupi líka tímaritin Vogue og ELLE inn á milli til að fá innblástur fyrir
tökur.
Sigrún segir haustið
sína uppáhalds árstíð
þegar kemur að tísku.
Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir
Allt má
þegar tíska er
annars vegar
Sigrún Ásta Jörgensen er sjálfstætt starfandi
stílisti, förðunarfræðingur og búningahönnuður.
Sigrún er ávallt flott til fara enda með gríðarlegan
áhuga á tísku. Sunnudagsblað Morgunblaðsins
fékk Sigrúnu Ástu til að segja frá stílnum sínum
og deila með lesendum nokkrum skotheldum
tískuráðum fyrir veturinn.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Bómullarpeysa og
-buxur frá INKLAW.
Leðurskór frá danska
hönnunarhúsinu Billibi.
Anita Hirlekar er
einn af uppáhalds-
hönnuðum Sig-
rúnar á Íslandi.