Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.10.2019, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.10. 2019 LÍFSSTÍLL Muna að kynna sig, það eru ekki allir með númerin okkar vistuð undir nafni. Setjum ekki fólk í vandræðalega stöðu með því að segja: Veistu ekki hver þetta er? Þekkirðu mig ekki? Tökum hljóðið af þegar þannig stendur á. Ennþá heyrast símar gjalla við jarðarfarir, á tónleikum eða í leikhúsi. Það á ekki að ger- ast. Skiljum símann eftir heima eða í bílnum þegar við getum alls ekki svarað. Látum ekki símana trufla dagleg störf, kynlífið, matartíma og fjöl- skyldusamveru. Bjóðumst til að taka skilaboð ef við svörum í síma annarra. Upptökur og myndatökur á tón- leikum eða öðrum samkomum geta verið hvimleiðar fyrir aðra gesti. Ljósið truflar líka þegar fólk er að kíkja í símana. Stund- um má bara njóta augnabliksins! Fæstir geta gert vel tvennt í einu. Látum því vera að vinna húsverkin, vera í tölvunni, keyra bílinn eða annað á meðan við spjöllum í síma. Kjams og óæskileg hljóð heyr- ast vel á „hinum endanum“. Sleppum því að borða eða drekka þegar við erum í sím- anum. Auðvitað eru á þessu undantekningar; góður kaffisopi yfir símaspjalli. Forðumst að segja í miðju sím- tali: „Ó! það er einhver að hringja í mig, verð að hætta!“ Svolítið eins og viðmælandinn sé lítt spennandi. Það má alltaf hringja til baka. Utan heimilis og bíls er ágætt að sleppa því að hafa kveikt á hátal- aranum í símanum. Á veitingastöðum tökum við hljóðið af og höfum símann í vas- anum eða töskunni. Aldrei á borðinu. Höldum myndatökum og netfærslum í lágmarki. Ef við eigum von á mikilvægu símtali, tilkynnum við það þegar sest er til borðs, höfum símann á titr- ara, biðjumst afsökunar þegar hann hringir og göngum afsíðis. Tölum aldrei í síma við matar- borð. Viðskiptafundir sími aldrei sjáan- legur. Best er að taka hljóðið af áður en komið er á staðinn og hafa símann í vasanum eða tösk- unni. Í opnum vinnurýmum tökum hljóðið af. Heilsum fallega og kveðjum fal- lega. Þó að fólk í kvikmyndum kveðji ekki þá er það ekki til eft- irbreytni. Þrífum símana reglulega með sótthreinsandi efni. Símakurteisi Símakurteisi tekur stöðugum breytingum, það sem var viðeigandi um síðustu aldamót er orðið breytt. Flestir símar nútímans eru miklu meira en símar, myndavélar og tölvur sem fara vel í hendi. Það er þó eitt sem ekki breytist og gott er að minna sig á: Við látum vera að hringja eftir klukkan tíu á kvöldin og fyrir klukkan níu að morgni – nema mikið liggi við. Stundum stendur þannig á að við getum ekki svarað og fáum einhvern annan til að svara. Þá þarf viðkomandi að segja strax að hann sé að svara fyrir eiganda símans; Halló! þetta er hjá Herdísi Völu! Þetta á líka við þegar börn svara í síma fullorðinna. Á árum áður, áður en síma- númer, nafn og mynd af viðkomandi birtist, þótti fallegt að svara með nafni; Halló! Þetta er Bjarni Skúli! Þetta á ekki eins við í nútímanum þar sem við sjáum oftast á skjánum hver er að hringja. Hvað skal gera? Albert Eiríksson albert.eiriksson@gmail.com Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hringdu í mig – viltu hringja í mig? Ann- ars er eitthvað fallegt þegar maður er í spjalli á netinu og fær skilaboðin: Get ég hringt í þig? Öðru máli gegnir um það þegar einhver sendir sms eða skilaboð á netinu: HRINGDU Í MIG! eða VILTU HRINGJA Í MIG? Það er nú ekkert sér- staklega fallegt. Ef við þurfum að ná í einhvern þá hringjum við sjálf. Það stendur auðvitað misvel á hjá fólki og stundum eru aðstæður þannig að ekki er hægt að svara. Þá hringir viðkomandi til baka þegar betur stendur á. Sleppum: VILTU HRINGJA Í MIG? og líka HRINGDU Í MIG! Nokkrir símapunktar AFP Svansvottuð Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Leiðandi í litum Almött veggmálning* Dýpri litir – dásamleg áferð *Litur: Krickelin Dimblå

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.