Fréttablaðið - 14.02.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 14.02.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 8 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Ódýrasti rafbíllinn 260 km drægni Nýr e-up! Verð frá 2.990.000 kr Varðskipið Þór kom til Reykjavíkur á miðvikudag og lagðist að bryggju við Miðbakka en ekki Faxagarð eins og venja er vegna framkvæmda þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Varð- skipin hafi aðsetur á Miðbakka fram á vor. Þór fór áleiðis til Vestfjarða klukkan þrjú eftir hádegi í gær. Áhöfnin á Tý verður svo til taks í Reykjavík vegna óveðursins ef á þarf að halda að sögn Ásgeirs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEÐUR Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi fyrir hádegi í dag frá Horna- firði í austri til Snæfellsness í vestri vegna ofsaveðurs sem ganga á yfir landið. „Veðrið verður verst á sunnan- verðu landinu milli klukkan sjö og ellefu. Eftir hádegi færist það svo norður yfir,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í gærkvöldi. Að sögn Birgis má búast við að vindstyrkurinn verði á bilinu 28 til 35 metrar á sekúndu milli klukkan sex og ellefu. Allra verst verði veðrið á Suðausturlandi því þar fylgi mikil úrkoma. Þar geti orðið mjög mikil hríð fyrir hádegi samfara vindinum. „Þetta er ofsaveður og fárviðri,“ sagði veðurfræðingurinn. Draga fer úr vindi sunnan til á landinu upp úr hádegi en að sama skapi fer þá að bæta mjög mikið í vind fyrir norðan. Þar má, að sögn Birgis, líka búast við snjókomu á sumum svæðum. Vindstyrkurinn verði minni fyrir norðan. „En það verður samt alveg bálhvasst,“ sagði hann. Almannavarnir lýstu í gær yfir óvissustigi vegna veðurspárinnar og skólahald leggst víða alfarið af. Ýmsir vinnustaðir hafa einnig ákveðið að starfsfólk þurfi ekki að mæta til vinnu. Allt f lug liggur niðri og búast má við lokunum á þjóðvegum. – gar, aá Þjóðin býr sig undir fárviðri víða um land Gríðarlegt hvassviðri átti að skella á landinu nú í nótt og snemma dags samkvæmt veðurspám. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi og búist var við miklum truflunum á samgöngum. Er öllu flugi aflýst. Sama gildir um skólahald víða um land. Víðtækar lokanir n Samgöngur Allt innanlands- og millilandaflug liggur niðri og búist er við víðtækum lokunum á þjóðvegum lands- ins til hádegis í dag og jafnvel fram eftir degi. Nánari upp- lýsingar eru á vef Vegagerðar- innar. Akstur Strætó liggur niðri en nánari upplýsingar verða gefnar á vef Strætó milli klukkan 10 og 11. n Skólahald Skólahald í leik- og grunnskólum liggur niðri um allt suðvestanvert landið og á Norðvesturlandi. Skóla- byggingum verður þó víða haldið opnum til að tryggja að yngstu börn starfsmanna í neyðarþjónustu fái lág- marksþjónustu. Ekki er þó talið líklegt að veður trufli skólahald á Akureyri að því er fram kemur á vef bæjarins en fólk þó beðið að fylgjast vel með heimasíðum skólanna og bæjarins. n Aðrir skólar Kennsla í Há- skóla Íslands og í Háskól- anum í Reykjavík liggur niðri en engin samræmd ákvörðun hefur verið tekin um lokun framhaldsskóla. Bent er á heimasíður skólanna. n Þjónusta Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk verða opin í allan dag en skerðing verður á þjónustu heimahjúkrunar í Reykjavík. Allir bókaðir tímar hjá heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu falla niður, takmarkaðar opn- anir verða á líkamsræktar- stöðvum og sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða opnaðar í fyrsta lagi klukkan 15. Þá liggur starfsemi Pósts- ins niðri á þeim svæðum þar sem rauð viðvörun er í gildi. Takmörkuð starfsemi er hjá dómstólum suðvestanlands og hafa dómarar frestað þinghaldi vegna veðurs. Veðrið verður verst á sunnanverðu landinu milli klukkan sjö og ellefu. Birgir Örn Höskuldsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands Neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk verða opin í allan dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.