Fréttablaðið - 14.02.2020, Síða 6
Kínversk yfirvöld
hafa lokað þeim
borgum sem verst hafa orðið
úti. Þar búa um 60 milljónir
manna.
Bloomberg á kosningafundi vestra
Michael Bloomberg, kaupsýslumaður, milljarðamæringur og fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, er einn frambjóðenda í vali Demókrata-
flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hann kemur seint inn í forvalsbaráttuna, en hefur sagst ætla að verja allt að milljarði Banda-
ríkjadala af eigin fé í kosningabaráttuna, í auglýsingaherferðir í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞJÓÐAMÁL Evrópusambandið
hefur sett Cayman-eyjar á svartan
lista yfir erlend skattaskjól. Fyrir á
listanum eru til að mynda Óman,
Fídjíeyjar og Vanúatú. Þetta er í
fyrsta skipti sem yfirráðasvæði
Bretlands hefur verið sett á þennan
lista yfir skattaundanskot.
Sendiherrar ESB-ríkjanna 27 tóku
á miðvikudag ákvörðun um að bæta
Cayman-eyjum á lista yfir níu ríki
sem talin eru ósamvinnuþýð vegna
skattaundanskota. Athygli vekur að
aðgerðin kemur til nokkrum vikum
eftir útgöngu Breta úr sambandinu.
Talið er að ákvörðunin verði stað-
fest í næstu viku.
Cayman-eyjar og Bresku Jóm-
frúaeyjar, sem eru breskt yfirráða-
svæði, hafa verið á „gráum lista“
ESB um skattaundanskot. Yfirvöld
aflandseyjanna hafa ekki brugðist
við kvörtunum ESB. Cayman-eyjar
fari því nú á „svartan lista“.
ESB setti fyrst fram ríkjalista yfir
skattaskjól árið 2017 í baráttu sinni
fyrir auknu gagnsæi, gegn skatta-
undanskotum og ósanngjarnri
samkeppni.
Aflandsríkin bjóða þjónustu til
að vernda félög og fyrirtæki ann-
arra ríkja fyrir afskiptum yfir-
valda. Lönd á „svarta listanum“.
eiga í erfiðleikum með að fá aðgang
að fjármögnunaráætlunum ESB
og evrópskum fyrirtækjum sem
stunda viðskipti í þessum ríkjum
er gert erfitt fyrir.
Í tengslum við útgöngu Breta
úr sambandinu hefur verið lögð
áhersla á að Bretland hlíti sömu
leikreglum um skattaviðmið og
beitingu sameiginlegra reglna til
baráttu gegn skattsvikum. – ds
Cayman-eyjar á svartan lista ESB yfir skattaskjólÍTALÍA Efri deild ítalska þingsins hefur svipt Matteo Salvini friðhelgi.
Salvini, sem er fyrrverandi innanrík-
isráðherra Ítalíu og leiðtogi Norður-
bandalagsins, verður leiddur fyrir
rétt vegna ásakana um að hafa beitt
ólöglegum aðgerðum gegn flótta-
fólki og hælisleitendum í fyrra.
Sem innanríkisráðherra mein-
aði hann í fyrra 131 f lóttamanni
landgöngu á Sikiley og lét þá hír-
ast um borð í varðskipi við slæmar
aðstæður í viku. Salvini vildi þrýsta
á Evrópusambandsríki að taka við
fólkinu.
Salvini gæti átt yfir höfði sér allt
að 15 ára fangelsi. Réttarhöldin gætu
skapað honum, sem hægriöfga-
manni, sterkan pólitískan vettvang
enda hefur hann sagst vera „stoltur“
af þessum verkum sínum. – ds
Matteo Salvini
sviptur friðhelgi
HEILBRIGÐISMÁL Mobile World
Congress, stærstu snjallsímamessu
Evrópu, hefur verið af lýst. Mess-
una átti að halda í þessum mán-
uði í Barcelona á Spáni en henni
var af lýst í kjölfar þess að mörg
stærstu fyrirtækin sem ætluðu að
taka þátt, á borð við Deutsche Tele-
kom, Nokia, Amazon og Vodafone,
af boðuðu sig. Skýringarinnar er að
leita í ótta manna við útbreiðslu
kórónaveirunnar Covid-19.
Snjallsímamessan hefur verið
haldin árlega í Barcelona. Hún
er einkum sótt af tækjaframleið-
endum og f lutningsaðilum síma
og fjölmiðla. Þar hefur verið kynnt
allt það nýjasta í síma- og fjarskipta-
tækni í heiminum. Í fyrra sóttu á
þriðja þúsund fyrirtæki og meira
en 100.000 gestir messuna, þar af
allt að 6.000 frá Kína.
Þetta þykir mikið áfall fyrir ferða-
þjónustuna í Barcelona. Áætlað er
að messan hafi skilað árlega um 70
milljörðum króna inn í hagkerfi
borgarinnar og skapað um 14.000
tímabundin störf. – ds
Hætt við
símamessu
EGYPTALAND Íbúafjöldi Egypta-
lands fór yfir 100 milljónir í vikunni
samkvæmt upplýsingum frá hag-
stofu landsins.
Íbúafjöldinn í landinu hefur þre-
faldast frá árinu 1960 meðal ann-
ars vegna umbóta í heilsugæslu og
landbúnaði. Daglega fjölgar Egypt-
um um 5.000 manns.
Egyptaland er fjölmennasta ríki
Austurlanda nær. Landið hefur
verið að reyna að takast á við aukna
fæðingartíðni. Sameinuðu þjóðirn-
ar segja um 62 prósent landsmanna
yngri en 29 ára.
Forseti landsins, El-Sissi, hefur
ítrekað talað fyrir Egypta um hætt-
una við offjölgun og lýst henni sem
„meðal stærstu ógn sem Egyptaland
stendur frammi fyrir“.
Ríkisstjórnin hefur hleypt af
stokkunum metnaðarfullri fjöl-
skylduáætlun sem kallast „tvö eru
nóg“ til að vinna gegn hefðarhyggju
og djúpstæðum menningarhefðum,
þar sem getnaðarvarnir eru af
skornum skammti og litið er á börn
sem vinnuafl og ákveðna tryggingu
fyrir þá sem eldri eru. – ds
Egyptar orðnir
100 milljónir
Cayman-eyjar eru notaðar til skattaundanskota. NORDICPHOTOS/GETTY
Milljónir búa í höfuðborginni Kaíró.
HEILBRIGÐISMÁL Kínversk yfirvöld
tilkynntu í gær um mikla aukningu
dauðsfalla og sýkinga af völdum
kórónaveirunnar sem nýlega var
nefnd Covid-19.
Bjartsýnin, sem hafði gætt um að
hægt hefði á fjölgun sýkingartilfella
í Hubei-héraði þar sem veiran á upp-
tök sín, reyndist mjög skammvinn.
Heilbrigðisyfirvöld í Hubei-hér-
aði eru farin að taka saman og birta
upplýsingar um þau tilfelli sem eru
greind klínískt, en ekki eingöngu
þau sem eru greind með prófum.
Með þessu hafa verið greind mun
f leiri tilfelli og það hækkað opin-
berar tölur yfir sýkta.
Kínverskur almenningur hefur
víða gagnrýnt embættismenn fyrir
að hafa ekki brugðist nægilega hratt
og afgerandi við útbreiðslu hins
nýja víruss. Í upphafi fullvissuðu
yfirvöld almenning um að lítil sem
engin hætta væri á að veiran smit-
aðist milli manna. Sú yfirlýsing var
síðar dregin til baka. Íbúar Wuhan
hafa gagnrýnt yfirfull sjúkrahús og
skort á lækningavörum. Læknar sem
deildu upplýsingum snemma um
sýkingarhættu voru áminntir af lög-
reglu fyrir að „dreifa sögusögnum“.
Í fordæmalausri ráðstöfun til
að hemja útbreiðslu sjúkdómsins
hafa kínversk yfirvöld látið loka
þeim borgum sem verst hafa orðið
úti. Það þýðir að meira en 60 millj-
ónir manna eru lokaðar inni. Í einu
hverfi Shiyan-borgar í Hubei-héraði
hefur verið lýst yfir „stríðsástandi“
sem hindrar íbúa í að yfirgefa eigið
íbúðarhúsnæði í tvær vikur. Þar er
hverfisnefndum ætlað að dreifa
grunnnauðsynjum á ákveðnum
tíma og á föstu verði, sem og að
aðstoða íbúa við brýn lyfjakaup.
Samkvæmt upplýsingum frá
Johns Hopkins-háskóla í Banda-
ríkjunum, sem tekur saman gögn
frá öllum heiminum um veiruna,
voru í gær um 1.400 látnir á heims-
vísu af völdum veirunnar og 60 þús-
und eru taldir smitaðir á heimsvísu.
Ekkert bóluefni er til við veirunni
og meðferð beinist að einkennum
og ástandi sjúklinga.
Kona á níræðisaldri lést í Japan
eftir sjúkrahúslegu frá því snemma
í febrúar. Þar með er þriðja dauðs-
fallið staðfest utan meginlands
Kína. Áður hafði verið sagt frá
dauðsföllum á Filippseyjum og í
Hong Kong.
Faraldurinn breiðist hratt út og
mörg ríki hafa sett á ferðatakmark-
anir gesta frá Kína, en þar eru meira
en 99 prósent tilkynntra tilfella.
david@frettabladid.is
Smituðum fjölgar gríðarlega
Um 1.400 manns eru nú látnir af völdum Covid-19 kórónaveirunnar og alls eru 60 þúsund taldir smitaðir
á heimsvísu. Ekkert bóluefni er til við veirunni og meðferð beinist að einkennum og ástandi sjúklinga.
Starfsmenn Jinyintan spítala í Wuhan borg, Kína, í gær . NORDICPHOTOS/AFP
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð