Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 2

Morgunblaðið - 08.11.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2019 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er búið að dreifa öllu því bólu- efni sem hingað kom til lands, eða alls 70.000 skömmtum,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til inflúensubóluefnis. Þórólfur segir eftirspurn á Ís- landi eftir inflúensubóluefni hafa aukist mjög undanfarin ár. „Í fyrra var dreift um 73.000 skömmtum og árið þar á undan voru skammtarnir um 70.000. Fyrir nokkrum árum voru þeir aftur á móti nokkru færri, eða um 55.000. Eftirspurn eftir bóluefni hefur því aukist mjög mikið síðastliðin ár og vafalaust væri hægt að dreifa enn fleiri skömmtum en við bara fáum þá ekki,“ segir Þórólfur og bætir við að mikil spurn sé einnig á heimsvísu eftir bóluefninu. „Við höfum verið með útboðssamning fyrir 65.000 skömmtum og höfum keypt auka- lega 5.000 síðastliðin þrjú ár.“ Annað bóluefni tekur við Á heimasíðu Ríkiskaupa er nú óskað eftir tilboðum í bóluefni gegn inflúensu í árlegri bólusetningu. Ástæða útboðsins er sú að hætt hef- ur verið að framleiða það bóluefni sem inniheldur þrjá stofna inflú- ensu. Þess í stað verður framleitt bóluefni sem inniheldur fjóra stofna. Þá segir Þórólfur inflúensu- tilfelli vera fá það sem af er vetri. Búast má við fleirum eftir áramót. 70 þúsund skammtar af inflúensubóluefni í dreifingu Morgunblaðið/Hari Bólusetning Vafalaust fá færri bóluefni gegn inflúensu en vilja.  Spurn eftir bóluefni aukist Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur sl. mánuði og hafa þær nú tekið á sig mynd. Er meðal annars búið að þrengja akstursleið ökutækja um hring- torgið, koma fyrir gönguþverunum á tveimur stöðum og strætóskýli skammt frá aðalinngangi Hótels Sögu. Skýlið stendur á nýju hellulögðu svæði sem teygir sig inn á gömlu akstursleiðina um hringtorgið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir framkvæmdirnar í takt við íbúakosningu og að nú sé verið að kjósa um hvað gera eigi við torgið sjálft. „Það er ekki búið að útfæra þetta alveg, en þarna gæti komið einhver gróður eða bætt nýting fyrir svæðið,“ segir hann. khj@mbl.is Morgunblaðið/RAX Gönguþveranir og þrengingar við Hagatorg í Vesturbæ Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samn- inga við Teit Jónasson ehf. um að annast ferðaþjónustu fatlaðra í bæn- um. Starfsmenn bæjarins hafa farið yfir helstu þætti tilboðsins. Ekki hafa fundist villur og fyrirtækið stenst þær kröfur sem gerðar eru. Eigi að síður verður farið yfir alla liði tilboðsins áður en skrifað verður undir samninga til þess að athuga hvort tilboðið standist. „Þetta er umtalsvert lægra en við reiknuðum með en fyrir hönd bæj- arins get ég ekki sagt að mér þyki þetta of lágt tilboð. Ég hlýt að vera mjög ánægður með niðurstöðuna,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæj- arstjóri, spurður hvort tilboðið væri ef til vill of lágt. Tilboð Teits Jónassonar ehf. í akstursþjónustuna reyndist lang- lægst í útboði bæjarins. Fyrirtækið býðst til að taka verkið að sér fyrir 776 milljónir kr. sem er 424 millj- ónum undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 1.200 milljónir, eins og fram kom í blaðinu í gær. Samið verður til fimm ára. Ármann segir að margt í rekstri Teits Jónassonar ehf. hafi samlegð- aráhrif við það verkefni sem hann er nú að taka að sér. „Auk þess höfum við átt viðskipti við fyrirtækið í mörg ár án þess að komið hafi til vandræða með reksturinn. Þetta er rótgróið fyrirtæki í Kópavogi sem eftir því sem ég best veit stendur mjög traustum fótum.“ Fyrirtækið Efstihóll ehf. fékk samning um þjónustuna eftir útboð á árinu 2016. Fyrirtækið óskaði eftir því að losna undan samningi vegna rekstrarerfiðleika og þess vegna er verið að bjóða út nú. helgi@mbl.is Samið við Teit Jónasson  Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að lægsta tilboð í ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi standist ekki Morgunblaðið/Golli Rútur Teitur Jónasson ehf. er öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Gæsluvarðhald yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem grunaður er um að hafa orðið Gísla Þór Þórarinssyni að bana við heimili þess síðarnefnda í þorpinu Mehamn í Finnmörku nyrst í Noregi undir lok apríl, hefur verið framlengt enn einu sinni, nú um fjór- ar vikur. Ákæra hefur ekki verið gef- in út í málinu en enn er stefnt að því að rétta í málinu á þessu ári. Kemur þetta fram í norska vefmiðlinum iFinnmark. Gunnar Jóhann var handtekinn og yfirheyrður ásamt öðrum manni skömmu eftir að tilkynnt var um að Gísli Þór hefði orðið fyrir skoti úr haglabyssu. Gísli lést af sári sínu. Mennirnir eru allir íslenskir sjó- menn sem bjuggu og störfuðu í þorp- unum Gamvik og Mehamn. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru auk þess hálfbræður. Gunnar hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan en gæsluvarð- haldsúrskurður þess sem var með honum var felldur úr gildi. Lögreglan hefur fyrir nokkru lok- ið rannsókn sinni og sent málið til saksóknaraembættis Troms og Finnmerkur til ákvörðunar um ákæru. Fram kemur í iFinnmark að þótt tafir hafi orðið á rannsókninni er enn stefnt að því að rétta í málinu á þessu ári. Í þeim tilgangi hefur það verið sett á dagskrá Héraðsdóms Austur-Finnmerkur 2. desember. helgi@mbl.is Gæsluvarðhald enn framlengt  Ekki búið að ákæra í Mehamn-máli Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dekkjaþjónusta Úrval fólksbíla- og jeppadekkja SAMEINUÐ GÆÐI Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.